Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Undantekningin er mögnuð saga um hin mörgu andlit ástarinnar og illskunnar. Hún er margföld metsölubók í Danmörku og víða um heim, rómuð jafnt af lesendum sem gagnrýnendum. „Undantekningin er afbragðs saga ... ógnarspennandi ... höfundurinn sýnir ótrúlega innsýn í mannlegt eðli.“ Páll Baldvin Baldvinsson, Frbl. „Framúrskarandi skáldsaga . . . Stórkostleg blanda af spennusögu með útsmoginni og flókinni atburðarás.“ Michael Eigtved, B.T. edda.is Dönsku bóksalaverðlaunin 2004 Bókmenntaverðlaun Danska ríkisútvarpsins „Ógnarspennandi“ Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÞAÐ var tilfinningaþrungin stund þegar systurnar Eleane Reed og Chris Conner heimsóttu Höfða í gær, en þær eru dætur hjónanna George og Minnie Piddington sem bjuggu og störfuðu í Höfða undir lok fimmta áratugar síðustu aldar. Þau hjónin unnu sem bílstjóri og ráðs- kona hjá breska sendiráðinu, en Höfði var bústaður breska sendi- herrans á árabilinu 1938 til 1952, allt þar til sendiráðið seldi Höfða og flutti í núverandi húsnæði við Lauf- ásveg. „Það er ótrúlegt að vera hérna í húsinu vitandi að hér hafi pabbi og mamma búið og unnið,“ sagði Eleane Reed og Chris Conner bætti við: „Að horfa út um gluggann og sjá sömu fjöll og sama haf og þau sáu á sínum tíma.“ Að sögn þeirra systra er þetta fyrsta heimsókn þeirra til Íslands, en þær hefur lengi langað að heim- sækja þetta einstaka land í norðri sem foreldrar þeirra heilluðust svo mjög af og töluðu dreymin um, en nokkur ár eru síðan foreldrar þeirra létust. Segjast þær hafa langað til að sjá með eigin augum bæði Bláa lón- ið, Geysi og norðurljósin, eftir að hafa heyrt hástemmdar lýsingar for- eldra sinna á þessum einstöku nátt- úrufyrirbrigðum. Það var Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi og formaður mennta- ráðs, sem tók á móti þeim systrum og eiginmönnum þeirra í Höfða í gær. „Eitt helsta markmið ferðar okkar var að heimsækja Höfða og helst að skoða húsið að innanverðu,“ segir Reed og tekur fram að það hafi því verið þeim systrum mikil von- brigði þegar þær komust að því að Höfði væri ekki opið almenningi. „Þær spurðust fyrir hjá Iceland Excursion hvort þær gætu skoðað Höfða í ljósi tengsla fjölskyldunnar við húsið og þannig frétti ég af mál- inu,“ segir Júlíus, en svo skemmti- lega vill til að hann er stjórnar- formaður fyrirtækisins. Aðspurður segir hann að það hafi verið sér bæði ljúft og skylt að veita þeim systrum tækifæri til að heim- sækja Höfða. Fór hann með þeim um húsið og reyndist hafsjór af upplýsingum um sögu hússins og sögulegt mikilvægi, enda staðurinn þar sem leiðtogafundur þeirra Míkhaíls Gorbatsjovs og Ronalds Reagans fór fram fyrir tuttugu ár- um. „Nei, sko, þarna bjuggum við!“ „Ég man eftir fréttum af þeim fundi, því þegar myndir birtust af Höfða í sjónvarpinu heima benti mamma á skjáinn og sagði: Nei, sko, þarna bjuggum við á sínum tíma,“ rifjar Reed upp kímin. Breskar systur heimsækja Höfða þar sem foreldrar þeirra bjuggu og störfuðu á fimmta áratugnum Lengi verið draumur að sækja Ísland heim Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gjöf Júlíus Vífill Ingvarsson ásamt Eleane og Colin Reed og Alan og Chris Conner. Systurnar færðu Reykjavíkurborg tuttugu ljósmyndir til eignar. Faðirinn George á klettaströndinni við Höfða með Reykjavík í baksýn. HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt karlmann í hálfs árs skil- orðsbundið fangelsi fyrir undanskot virðisaukaskatts, tekjuskatts og út- svars, samtals að fjárhæð 6,4 millj- ónir króna, auk bókhaldsbrota. Til viðbótar fangelsisrefsingunni var hann dæmdur í 15 milljóna kr. sekt til ríkissjóðs. Að mati dómsins voru brot ákærða talin meiri háttar í skilningi almennra hegningarlaga. Brotin voru framin á árunum 2000 til 2002 þegar maðurinn var með sjálfstæða atvinnustarfsemi. Játaði hann skýlaust sakir fyrir dómi en hann hefur ekki áður sætt refsingu. Samræmdist játningin rannsókn- argögnum málsins, en ákæra studd- ist við lögreglurannsókn sem fram fór á grundvelli bréfs skattrann- sóknarstjóra ríkisins til ríkislög- reglustjóra. Málið dæmdi Þorgeir Ingi Njáls- son héraðsdómari. Verjandi var Jón- as Þór Guðmundsson hdl. og sækj- andi Björn Þorvaldsson, fulltrúi efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóra. Hálfs árs fangelsi fyrir skattsvik Eftir Andra Karl andri@mbl.is MEIRA er um unga gerendur kyn- ferðisafbrota og þeir beita alvar- legra ofbeldi, segir Hildigunnur Magnúsdóttir, nemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, sem ásamt Katrínu Erlingsdóttur vann grein- ingu á íslenskum kynferðisafbrota- mönnum út frá svörum þolenda. Lagður var ítarlegur spurninga- listi fyrir 94 einstaklinga sem leitað hafa hjálpar hjá Stígamótum til þess að fá hugmyndir um kynferðisaf- brotamennina. Aldur þeirra sem tóku þátt var á milli 17-57 ára og meðalaldur 35 ár. Meirihluti var kon- ur eða 89%. Þær voru 86 talsins og átta karlmenn. Flokkað var eftir tengslum milli brotaþola og geranda, og aldri brotaþola. Flokkarnir voru sifjaspell, brot gegn börnum og brot gegn fullorðnum. „Þetta er í raun fremur ný aðferð til að skoða gerendur, sem hafa lítið verið skoðaðir á Íslandi,“ segir Hildi- gunnur en verkefnið var BA-ritgerð í félagsráðgjöf og héldu þær kynn- ingu á hádegisfundi Stígamóta í gær- dag. Hildigunnur segir að góð svör- un hafi verið við spurningalistanum og þrátt fyrir að úrtakið hafi ekki verið stórt komi athyglisverðar nið- urstöður fram. „Fyrir það fyrsta var mikið af ungum gerendum í rann- sókninni. Gerendur 11-15 ára voru 12% og sama hlutfall var yfir ger- endur 16-18 ára. Ef tölur frá Stígamótum eru skoðaðar kemur í ljós að gerendur á aldrinum 11-18 ára hafa verið á milli 15-20% en mikil umræða er núna um að þessi hluti gerenda sé að aukast, og þeir beiti alvarlegra ofbeldi – sú var raunin hjá okkur.“ Hjá yngsta hópnum, 11-15 ára, var í 54% tilvika um að ræða fullframda nauðgun og hjá 16-18 ára var full- framin nauðgun í um 80% tilvika en þessi hópur var hins vegar ólíkleg- astur til að vera undir áhrifum vímu- efna við verknaðinn. Aðeins ellefu kærur lagðar fram Af þeim 94 fórnarlömbum sem tóku þátt voru ellefu sem lögðu fram kæru. Af þeim voru tvær sakfelling- ar, fjögur mál voru felld niður, tvær kærur dregnar til baka, tveir ger- endur voru sýknaðir og eitt mál er enn í vinnslu. Þegar spurt var út í hvers vegna ekki var lögð fram kæra komu marg- ar ástæður fram. Hjá þeim sem urðu fyrir árás á fullorðinsaldri hafði sektarkenndin mikil áhrif, og mun meiri en á þá sem urðu t.a.m. fyrir sifjaspellum eða ofbeldi sem börn. Athyglisvert er að um helmingur fullorðinna fórnarlamba kærði ekki vegna þess að þau höfðu ekki trú á að gerandinn yrði dæmdur. Þá fannst um 75% fullorðinna að ofbeldið væri þeim að kenna. Gerendur á miðjum aldri líklegri til að brjóta á börnum Vinir og kunningjar voru í 18% til- vika gerendur, feður og stjúpfeður um 12%, ókunnugir 13% og fjöl- skylduvinir í 10,6% tilvika. Í flestum tilvikum var um að ræða fullframda nauðgun eða í 54% tilvika. Tæplega 20% urðu fyrir tilraun til nauðgunar og hjá um 25% var um að ræða þukl innan eða utan klæða. Þegar skoðað var aldursmynstur kynferðisafbrotamanna og fórnar- lamba kom í ljós að nauðganir á full- orðnum voru flestar framdar af ger- endum á aldrinum 19-29 ára. Hins vegar voru gerendur sem komnir voru yfir 39 ára aldur mun líklegri til að brjóta á börnum. Niðurstöðurnar gefa mikilvægar niðurstöður um kynferðisbrot og kynferðisbrotamenn en Hildigunnur segir nauðsynlegt að vinna mun stærri rannsókn. Hægt væri þá að nýta niðurstöðurnar til að efla for- varnarstarf og fræðslu. Hún segir rannsóknir á þessu sviði mikilvægan hlekk í uppbyggingu þeirrar faglegu þekkingar sem sé nauðsynleg til að taka á þessum alvarlega vanda. Kynferðisafbrotum ungmenna fjölgar Ólíklegast að hópurinn fremji brot undir áhrifum vímuefna Í HNOTSKURN »Stór hluti gerenda, eða33%, höfðu beitt aðra en svarendur ofbeldi. Það er talin lágmarkstala sem hæst var í flokki sifjaspellsmála. »Margir gerendur gerðueitthvað til að fá fórn- arlömbin til að þegja yfir of- beldinu, sérstaklega í sifja- spellsmálum, og voru m.a. gefnar gjafir og fórn- arlömbum einfaldlega bannað að segja frá. »Um 72% fórnarlamba töl-uðu ekki um ofbeldið við gerendur. ELEANE Reed og Chris Conner færðu í gær Reykjavíkurborg til eignar samtals tuttugu ljósmyndir sem teknar voru á árunum 1948–49 þegar foreldrar þeirra dvöldu hér- lendis. Á myndunum gefur m.a. að líta foreldra þeirra systra við Höfða, bifreið sendiráðsins ásamt fleira fólki. Að sögn Júlíusar Vífils Ingvars- sonar hafa myndirnar mikið heim- ildagildi og fara þær nú til Borg- arminjasafns og Ljósmyndasafns Reykjavíkur til varðveislu og rann- sókna. Að sögn Júlíusar er afar lítið til af myndum frá og af Höfða frá þessum tíma, enda voru flestallar þær myndir sem teknar voru á þessum tíma í eigu erlendra aðila sem tóku myndinar með sér út þeg- ar þeir yfirgáfu landið. Aðspurður segir Júlíus ekki ólíklegt að einhver myndanna muni rata upp á veggi Höfða í framtíðinni, en á efri hæð- inni gefur að líta nokkurn fjölda mynda auk texta um sögu hússins. Gáfu borginni ljósmyndir Móðirin Minnie við flaggstöng fyrir aftan Höfða sem er enn á sama stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.