Morgunblaðið - 09.11.2006, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.11.2006, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI Eftir Örnu Schram arna@mbl.is MAGNÚS Stefánsson félagsmálaráðherra sagði á Alþingi í gær að auðvitað ættu ekki að líða nein fimm hundruð ár þar til launajafnrétti kynjanna yrði náð. „Það er auðvitað alveg út í hött. Helst vildi ég að við næðum þessu á fimm árum,“ sagði ráðherrann m.a. í umræðum utan dagskrár um launamun kynjanna. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar, var málshefjandi umræðunnar. Tilefni hennar var niðurstaða nýrrar launakönnunar Capacent Gallup um að kynbundinn launamunur hefði nánast ekkert breyst á tólf árum. Skv. könn- uninni er munurinn nú 15,7% en var 16% 1994. Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, sagði nýverið, að með sama áframhaldi tæki það 581 ár að ná fram launajafnrétti kynjanna. Jóhann sagði m.a. að niðurstaða könnunarinnar væri köld kveðja, nú þegar 45 ár væru liðin frá því lög voru fyrst sett um það að konum og körlum skyldu greidd jöfn laun fyrir jafnverðmæt og sam- bærileg störf. „Staðan er grafalvarleg, því það er ekkert annað en mannréttindabrot að greiða kon- um lægri laun fyrir sömu störf.“ Aðrir þingmenn, sem til máls tóku, hörmuðu niðurstöðu könnunarinnar um kynbundinn launa- mun. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði m.a. að launamunurinn væri birt- ingarmynd á skakkri valdastöðu kynjanna í sam- félaginu. Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, sagði m.a. að boltinn væri ekki síst hjá fyrirtækjum á hinum almenna markaði; þau þyrftu að svara hvers vegna þau mætu störf karla meira en störf kvenna. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að sinn flokkur hafnaði kynbundn- um launamun og Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingu, sagði m.a. að endurbæta þyrfti jafn- réttislög með þeim hætti að raunveruleg viðurlög yrðu við því að brjóta þau. Sæunn Stefánsdóttir, Framsóknarflokki, sagði m.a. að lög um jafnan rétt foreldra til fæðing- arorlofs hefðu m.a. verið atlaga að kynbundnum launamun og Álfheiður Ingadóttir, Vinstri græn- um, sagði að launamunurinn væri í raun miklu meiri en 15,7%, því konur fengju ekki yfirvinnu, stjórnunarstöður eða bílastyrki og aðrar sporslur. Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, tók í sama streng. „Munurinn er meiri en sextán prósent, hann er töluvert meiri. Þetta misrétti veldur því að fólk er svekkt, vonlaust og missir metnað innan fyrirtækjanna,“ sagði hann. Harma launamun kynjanna Auðvitað eiga ekki að líða nein fimm hundruð ár þar til launajafnrétti kynjanna næst, segir félagsmálaráðherra. Hann vill ná þessu á fimm árum. ÁÆTLAÐ er að kostnaður Haf- rannsóknastofnunar vegna hrefnu- veiða á þessu ári nemi samtals um 78,9 milljónum króna. Þetta kemur fram í skriflegu svari sjávarútvegs- ráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar, Samfylkingu. Af þessum 78,9 milljónum eru 35 milljónir vegna sjálfra hrefnurann- sóknanna og 43,9 milljónir vegna samnings um veiðarnar við Félag hrefnuveiðimanna. Sextíu dýr voru veidd á þessu ári. Í svarinu kemur einnig fram að kostnaður Hafrannsóknastofnunar vegna hrefnuveiða á árinu 2003 hafi numið um 29,2 milljónum. Þá voru veidd 36 dýr. Kostnaðurinn nam 56,9 milljónum árið 2004, þeg- ar 25 dýr voru veidd, og 55,6 millj- ónum árið 2005, þegar 39 dýr voru veidd. Sjávarútvegsráðuneytið gerði ár- ið 2003 samning við Félag hrefnu- veiðimanna um veiðar á hrefnu í vísindaskyni. Frá árinu 2004 hefur Hafrannsóknastofnunin hins vegar gert slíka samninga. Morgunblaðið/Árni Sæberg Niðursokkin Þingmennirnir þrír, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Ásta Möller og Valdimar L. Friðriksson, á Alþingi. 80 milljónir í hrefnuna ORKUBÚ Vest- fjarða hf. og Raf- magnsveita rík- isins hf. (RARIK) verða dótturfyr- irtæki Lands- virkjunar, sam- kvæmt frumvarpi sem iðn- aðarráðherra hyggst leggja fram á Alþingi. Hann vísaði því á bug, í umræðum á Alþingi í gær, að með þessum breytingum væri verið að sameina Landsvirkjun og Orkubú Vestfjarða og RARIK. Síðarnefndu fyrirtækin tvö yrðu eftir sem áður hlutafélög, með sérstökum sam- þykktum, en fyrirtækin eru að öllu leyti í eigu ríkisins. „Hins vegar fer eignarhlutur ríkisins við þessa breytingu [...] í gegnum Lands- virkjun,“ útskýrði ráðherra. Jón Gunnarsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar, sem var málshefj- andi umræðunnar, sagði að með því að leggja umrædd fyrirtæki inn í Landsvirkjun, hefði Landsvirkjun alfarið yfir þeim að segja. Aðrir stjórnarandstæðingar tóku í sama streng. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, hélt því m.a. fram að verið væri að leggja fyrirtækin tvö inn í Landsvirkjun til þess að bæta fjár- hagsstöðu hennar. Þar með væri m.a. verið að láta almenning standa undir gríðarlegum stóriðjukostnaði. Þá sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, að það væri ákaflega óheppileg þróun að ríkisvaldið skyldi hafa markað sér þá stefnu að sameina öll orkufyr- irtæki í eitt fyrirtæki. Jón Gunnarsson rifjaði upp orð iðnaðarráðherra á þingi fyrir viku síðan. Þar sagði ráðherra að ekki lægju fyrir, á þessu stigi, neinar nið- urstöður um frekari skipulagsbreyt- ingar sem snertu RARIK eða Orkubú Vestfjarða. Jón spurði ráð- herra hvort hann hefði verið að segja ósatt í ljósi umrædds frum- varps. Ráðherra vísaði því á bug og ítrekaði að ekki væri um sameiningu fyrirtækjanna að ræða. Dótturfélög Lands- virkjunar Jón Sigurðsson MARGRÉT Frímannsdóttir og Jó- hanna Sigurðardóttir, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram á Alþingi frumvarp um að réttur þing- manna og ráðherra til þess að njóta eftirlaunagreiðslna fyrir 65 ára aldur minnki ef þeir gegna starfi sem er fast starf að hálfu eða meira hjá hinu opinbera eða einkaaðila. „Lagt er til að launagreiðslurnar komi þá til frádráttar þeim eftirlaun- um sem ákvörðuð eru samkvæmt lögunum [um eftirlaun forseta Ís- lands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara] og eldri lögum til 65 ára aldurs,“ segir m.a. í grein- argerð frumvarpsins. Í greinargerðinni segir að með breytingum, sem gerðar voru á fyrr- greindum lögum árið 2003, hafi fyrr- verandi þingmönnum og ráðherrum verið unnt að hefja töku lífeyris enn fyrr en áður, eða allt frá 55 ára aldri, hafi þeir setið á Alþingi í sextán ár eða gegnt ráðherraembætti í sex ár. „Ólíklegt verður að telja að ætl- unin hafi verið að gera þeim unnt að tvöfalda jafnvel fjárhæð launa sinna eftir að hafa setið á þingi með því að fara t.d. í launað starf hjá hinu op- inbera og njóta jafnframt greiðslna úr lífeyrissjóði eða ríkissjóði, eins og gildandi lög gera ráð fyrir allt frá 55 ára aldri. Flutningsmenn draga í efa að sú breyting hafi í raun verið að vilja Alþingis.“ Tilgangur laganna hafi verið að auðvelda þingmönnum að hætta fyrr í stjórnmálum, en ekki að gera þeim kleift að njóta eftirlaunagreiðslna samhliða launagreiðslum. Réttur til eftir- launa fyrir 65 ára aldur minnki Í HNOTSKURN » Tveir þingmenn Samfylking-arinnar hafa lagt fram frum- varp um breytingar á eftir- launalögunum svonefndu. »Með frumvarpinu vilja þing-mennirnir koma í veg fyrir að fyrrverandi þingmenn og ráð- herrar geti frá 55 ára aldri notið réttar til eftirlaunagreiðslna samhliða launagreiðslum. »Með lagabreytingum árið2003 var fyrrverandi þing- mönnum og ráðherrum gert kleift að hefja töku lífeyris fyrr en áður, eða allt frá 55 ára aldri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.