Morgunblaðið - 09.11.2006, Side 24
Rauðspretta og kalkúnaleggir
eru meðal þess sem mat-
vöruverslanir bjóða á tilboðs-
verði fyrir næstu helgi. » 26
neytendur
Starfsmenn hjá Þjónustu-
miðstöð Reykjavíkurborgar
sóttu nýlega námskeiðið
Vinnum betur saman. » 30
daglegt líf
Helga Sigrún Sigurjónsdóttir
kom fyrir skömmu heim úr
nokkurra daga gönguferð um
eyjuna Sardiníu. » 28
ferðalög
Kynhvöt, sjálfsfróun, koss-ar, kelerí, kynörvun,standpína, sjálfsmynd,tilfinningar, fullnæging,
kynhneigð, sambönd, samfarir og
smokkar er umfjöllunarefni nýs
námsefnis, sem Námsgagnastofnun
hefur gefið út og ætlað er unglinga-
stiginu.
Nýja námsefnið fjallar um fé-
lagslegar og tilfinningalegar hliðar
kynþroskans, en sú nálgun við kyn-
fræðsluna átti sér engan stað í skóla-
kerfinu fyrr en með námsgreininni
lífsleikni, að sögn Ásdísar Olsen, að-
junkts í lífsleikni við Kennaraháskóla
Íslands.
Námsefnið samanstendur af nem-
endaheftum í formi tímarita fyrir
stráka annars vegar og stelpur hins
vegar. Þau innihalda sama efni nema
hvað forsíðan er mismunandi og
nemendur eru ávarpaðir eftir kyni. Á
sérstöku myndbandi, sem er hluti af
kennsluefninu, miðlar forfallakenn-
ari af gamla skólanum kynfræðsl-
unni á gamansaman og hispurs-
lausan hátt og missir stundum stjórn
á sér í hita leiksins. Handritshöf-
undur myndbandsins er eiginmaður
Ásdísar, Karl Ágúst Úlfsson. Þá er
einnig að finna kennsluleiðbeiningar
og foreldraefni á vef Námsgagna-
stofnunar.
Sjálfsvirðing
og ábyrg hegðun
Mælt er með því að nemendur fái
blöðin til eignar þar sem þeim er ætl-
að að svara mörgum af þeim spurn-
ingum, sem leita á unglinga í
tengslum við kynþroskann. Að sögn
Ásdísar má gera ráð fyrir að siðferð-
islegir, trúarlegir og menningarlegir
þættir hafi áhrif á það hvernig ein-
staklingurinn tjáir sig og hegðar sér
sem kynvera. „Lögð er áhersla á
sjálfsþekkingu og sjálfsábyrgð og
markvisst er reynt að gera ungling-
inn meðvitaðan um sjálfan sig, um
líðan sína og vilja, hugsun og gild-
ismat, ótta og óöryggi, hegðun og
viðbrögð. Síðast en ekki síst er lagt
upp úr sjálfsvirðingu og ábyrgri
hegðun.“
Kenndir og hvatir kvikna
Að sögn Ásdísar er sérstök
áhersla lögð á stelpur sem kynverur
og gerendur í kynlífi. „Píkan og þá
sérstaklega snípurinn fær sérstaka
athygli.“ Áhersla er lögð á sjálf-
skoðun og grindarbotnsvöðva.
Sjálfsfróun er kennd og rætt er um
fullnægingu kvenna. „Þar með sýnist
mér að þetta sé í fyrsta sinn sem
fjallað er um konur sem kynverur á
sama hátt og talað er um pilta sem
kynverur, en hingað til hefur verið
veruleg kynjaskekkja í þessum mál-
um. Tíðahringurinn og móðurlífið er
því ekki beint umfjöllunarefnið að
þessu sinni heldur er lögð áhersla á
að bæði kynin samþykki þennan nýja
líkama sinn og læri á hann og þær
nýju hvatir og kenndir sem eru að
vakna.“ Nýja námsefnið hefur fallið í
góðan jarðveg á meðal lífsleiknikenn-
ara, en svo verði það bara að koma í
ljós hvernig viðtökur það fær. „Ég
efast ekki um að þetta efni er áhuga-
vert fyrir nemendur, en kennarar
þurfa að telja verkefnið verðugt til að
það verði tekið inn í skólana. Þetta er
ekki skylduefni, en efnið er vel til
þess fallið að ryðja brautina fyrir ný-
stárlega lífsleiknikennslu. Skiptar
skoðanir eru á því hvenær rétt er að
hefja kynlífsfræðsluna. Viðvíkjandi
þessu nýja námsefni hefur verið mið-
að við 8.-bekkinga, það er 13 ára
krakka, en að mínu mati mætti færa
svona umræður og fræðslu niður um
tvö ár eða svo.“
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ritstjórinn Ásdís Olsen er aðjunkt í lífsleikni við KHÍ.
Námsefnið Tvö tímarit, annað ætlað stelpum og hitt
strákum, auk kennslumyndbands um kynlífið og kynhvötina.
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
Horfinn Það getur verið
drengjum ákveðið áfall að sjá
liminn pinkulítinn eftir að
þeir koma upp úr kaldri laug.
Ný nálgun á kynfræðsluna
Lúsabaninn (e. LouseBuster) nefn-ist nýjasta vopnið í baráttunni viðeinn hvimleiðasta haustgestskólabarna, hárlúsina. Um er að
ræða sérhannaða hárþurrku sem ætlað er
að þurrka lúsina í hel.
Hingað til hefur lúsin mætt örlögum sín-
um í rótsterku sjampóbaði en samkvæmt
frétt Berlingske tidende verða slík eitur-
efni óþörf eftir að Lúsabaninn kemur á
markað. Hann blæs örlítið kaldara lofti en
venjuleg hárþurrka en sérstakt hrífulaga
stykki á enda blástursrörsins tryggir að
loftið nái að leika um íverustaði lúsarinnar
í hársverðinum.
Lúsin er ofurviðkvæm fyrir þurru lofti
og þornar upp og drepst í þurrki. Nitin
þolir enn síður rakaleysi og sú staðreynd
kom að góðum notum við þróun þessa
tryllitækis.
Lúsugir sjálfboðaliðar
Bandaríski líffræðingurinn Dale Clayton
á heiðurinn af uppfinningunni. Hann stund-
aði rannsóknir á fuglalús og vissi hversu
erfitt uppdráttar fuglalúsin á í eyðimerk-
urloftslagi sem virtist í hrópandi andstöðu
við hversu framúrskarandi vel hárlúsin
þreifst í kollinum á hans eigin börnum.
Á árunum 2001 til 2005 prófaði Clayton
sex mismunandi aðferðir við að blása heitu
lofti í hársvörð sem var morandi í lús.
Markmiðið var að útrýma óværunni en alls
tóku 169 sjálfboðaliðar þátt í tilraununum.
Í ljós kom að hrífustykkið var áhrifaríkast
því allt að 80% fullvaxinna lúsa drápust við
30 mínútna meðhöndlun með það á enda
þurrkunnar. Það dugir til að hindra lúsina í
að fjölga sér, sérstaklega þar sem andláts-
tíðni nitarinnar er enn hærri.
Sem stendur er unnið að því að fá einka-
leyfi fyrir Lúsabananum í Bandaríkjunum
en búast má við honum í búðarhillur eftir
tvö ár. Þangað til er hverjum og einum
frjálst að gera eigin tilraunir með hár-
þurrkuna á heimatilbúnum „sjálfboðalið-
um“ samhliða vikulegum kembingum fyrir
framan barnatímann.
Loftvopn gegn lúsinni
Ekki draugabani Frumgerð Lúsabanans sem
þurrkar hárlúsina í hel.
daglegtlíf
TENGLAR
.....................................................
www.nams.is