Morgunblaðið - 09.11.2006, Side 30

Morgunblaðið - 09.11.2006, Side 30
að þeir þakka ekki fyrir hana en kvarta samt um leið og hún er ekki veitt. „Oftast eru samskiptin við borgarbúa góð en vitaskuld höfum við upplifað allan skalann, allt frá því að fólk hafi hótað okkur lífláti til þess að það sé afskaplega þakklátt og sýni það í orði og verki. Það er samt algengt að fólk vilji fá þjónustu samstundis en geri oft lítið til að auðvelda þeim sem veita þjónustuna störfin.“ Um þriðjungur af hringveginum Og umdæmið er víðfeðmt, nær allt frá Kjalarnesi og vestur að Seltjarnarnesi. „Til þess að gefa einhverja hugmynd um stærðina má nefna að gatnakerfið telur um 424 km eða tæpan þriðjung af hringveginum og gönguleiðirnar eru um 650 km. Á hvoru tveggja þarf að sjá um viðhald malbiks, hreinsun, snjómokstur og hálku- eyðingu. Ljósastaurarnir eru rúm- lega 27 þúsund og umferðarmerki nær 15 þúsund en umferðarljós eru um 140. Opin svæði eru um 580 hektarar auk þess sem við sjáum um 160 stofnanalóðir. Það eru því alltaf næg verkefni,“ segja strákarnir á Þjónustumiðstöð framkvæmdasviðsins, sem hljóta að hafa útskrifast af samskipta- námskeiðinu með glans. „Jú, jú við lærðum heilmikið. Margt kunnum við en tjáskipti mannsins eru alltaf forvitnileg og það var gaman að læra um þessa líkamstjáningu. Svo er líka ágætt að láta bara verkin tala,“ segja þeir og brosa. Og bros er líka líkamstjáning sem aldrei klikkar. Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Hvað lærðum við á nám-skeiðinu? Þeir end-urtaka spurningunaglottandi og líta hver á annan yfir matarbökkunum á borð- inu. „Við lærðum fingramál, sko svona táknmál. – Þið eigið við líkamstjáningu? „Já, einmitt líkamstjáningu. Það var mjög merkilegt,“ segja þeir og hlæja. „Í næsta húsi við það sem námskeiðið var haldið í voru tveir háttsettir menn á framkvæmda- sviði Reykjavíkurborgar á fundi. Við sáum vel inn á skrifstofu þeirra í gegnum gluggann og sál- fræðingarnir sem sáu um nám- skeiðið, þær Álfheiður [Steinþórs- dóttir] og Guðfinna [Eydal], létu okkur hafa það verkefni að greina samskiptin út frá líkamstjáning- unni. Þessir háttsettu sveifluðu höndunum í allar áttir og við vor- um ekki lengi að komast að þeirri niðurstöðu að þeir væru að rífast og það reyndist vera hárrétt,“ segja karlarnir brosandi og finnst greinilega gaman að færa í stílinn. „En um hvað ágreiningurinn var það er aftur á móti önnur saga sem ekki var eins auðvelt að kom- ast að.“ Hótað lífláti Það voru ekki aðeins starfsmenn þjónustumiðstöðvarinnar sem sóttu námskeiðið Vinnum betur saman, heldur allra hverfisstöðvanna, en á því var frætt um samskipti og góð- an starfsanda. Var námskeiðið hluti af átaki innan fram- kvæmdasviðs Reykjavíkurborgar í að hlúa að starfsmönnum sviðsins og byggja upp góðan starfsanda. „Þetta var mjög gagnlegt,“ við- urkenna karlarnir sem flestir hafa áratuga starfsreynslu hjá Reykja- víkurborg. „Starfsumhverfið hefur vissulega breyst mikið frá því að við byrjuðum hérna. Við skiljum hver annan líka miklu betur núna,“ segir einn og aftur kveða við hlátrasköll. „Það var ekki seinna vænna, maður er búinn að vinna með sumum í nærri 40 ár,“ segir annar. Störf sín taka þeir þó alvarlega og eru stoltir af þeim. Þeir eru mennirnir sem hafa yfirumsjón með þjónustu við höfuðborgarbúa sem mörgum finnst svo sjálfsögð Morgunblaðið/Ásdís Hressir Karlarnir á Þjónustumiðstöð framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar eru þjónustuliprir. Skemmtilegt Starfsmönnum fannst námskeið sálfræðinganna Álfheiðar og Guðfinnu gott og tóku virkan þátt í því. Líkamstjáning Hvað ætli Guðni Hannesson sé að segja Guðjóni Eyjólfssyni félaga sínum í snjómokstrinum og hálkueyðingunni? Vegvísar Guðlaugur Heiðar Sigurgeirsson og Pétur Ársælsson þekkja um- ferðar- og vegaskiltin og vísa glaðir borgarbúum veginn. Láta verkin líka tala í samskiptum Reynsluboltarnir á Þjón- ustumiðstöð Reykjavík- urborgar reyndu á hæfni sína til þess að lesa í líkamstjáningu. daglegt líf 30 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.