Morgunblaðið - 09.11.2006, Síða 35

Morgunblaðið - 09.11.2006, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 35 ANDSTÆÐINGAR kirkjunnar og kristninnar og trúarbragða fara mik- inn þessa dagana í kross- ferð sinni gegn því sem kallað er Vinaleið í skól- unum, þar sem krökkum og unglingum er innrættur kærleikur, vinátta og önn- ur góð gildi. Meðan trú- lausir og menntakerfið hafa ekki upp á neitt ann- að betra að bjóða í þessum tilgangi er Vinaleiðin rétt leið. Flóknara getur það vart verið. Meðan þeir og þjóðfélagið bjóða ekki upp á neitt betra og mannúðlegra í staðinn í huga barna okkar þarf ekki að ræða breytingar á þessu. Nið- urstaðan er einföld: Gagnrýnendur, gerið sjálfir betur og þá skulum við ræða breytingar. Fyrr ekki. Að taka allar góðar dyggðir og dæmi- sögur úr lífinu og huga þessara krakka til að hugsa um, kristnar eða ekki, og bjóða ekki upp á neitt betra, kristið eða ekki, er ekki boð- legt. Ég veit það vel að það er hægt að skrifa hundrað þúsund greinar um fordóma, heimsku, illsku og harðræði í sögu kirkjunnar og kristninnar. Það er enginn skortur á slíku efni. Og það er líka lítill efi í huga mér að a.m.k. sumir hörðustu bókstafstrúarsöfnuðirnir hér á landi og hættulegir forkólfar þeirra myndu gjarnan vilja taka rann- sóknarréttinn upp aftur og helst galdrabrennurnar með til að „sið- bæta“ þjóðina að- eins hefðu þeir völd til þess. Ég yrði örugglega með þeim fyrstu sem færu á bál- köstinn af mörgum ástæðum í fari mínu. Forsendan er víða til í huga þessara hópa og forystusauða þeirra til þess: Bókstafurinn án skynsemi og án mannúðar í stað fagurrar trúar héldi þá innreið sína. Vinaleiðin er líka rétt leið Magnús H. Skarphéð- insson fjallar um sam- félagsmál »Meðan trúlausir ogmenntakerfið hafa ekki upp á neitt annað betra að bjóða í þessum tilgangi er Vinaleiðin rétt leið. Magnús H. Skarphéðinsson Höfundur er skólastjóri og formaður Sálarrannsóknarfélagsins. En það má líka rita mörg hundr- uð þúsund greinar um mannúð og fegurð í störfum kirkjunnar í ald- anna rás, miklu fleiri en hinar. Við lifum bara á þeim tímum að það er í tísku að sparka í kirkjuna og trúar- brögð yfirleitt. Reyndar ekki alveg að ástæðulausu því miður, sbr. margan hryllinginn í sögunni. En samt. Það verður eitthvað annað að koma í staðinn. Það þýðir ekki að skilja fólk eftir á berangri. Það þola það alls ekki allir, og reyndar fæst- ir, þótt nokkrir vel dyggðum prýdd- ir trúleysingjar og vísindahyggju- menn og aðrir þyldu slíkt. Verði samtökum trúlausra og flestum „vísindamönnum“ að þeirri ósk sinni að allri trú og trúar- brögðum verði kippt úr þjóðfélag- inu og einstaklingarnir skildir nakt- ir eftir og með innihaldsleysið og tilgangsleysið í lífi sínu, þá heldur rótleysið innreið sína í enn sterkari mæli en er í dag í þjóðfélaginu, með öllum þeim kræsingum sem því fylgir: Sbr. afþreyingariðnaðinn (fáum okkur spólu, það er svo leið- inlegt hérna), – og vímuefnavandinn sem lausn á firringunni vegna þessa alls (prófum eitthvað nýtt, veikt eða sterkt, vín eða ekki vín, efni eða pillur, það er svo leiðinlegt hérna), – og þá er stutt í mun auknara of- beldi í þjóðfélaginu út frá þessum hópum en er í dag. Ofbeldið og mannlegur harmleikur víða myndi að öllum líkindum færast á annað og mun hærra stig hjá fjölda rót- lausra eða rótlítilla einstaklinga, og er þó ærinn fyrir. Meðan ekkert betra er í boði en Vinaleiðin í skólunum, hvort sem það er í boði kirkjunnar, Bónuss eða einhverra annarra, er út í hött að leggja það starf niður. Nægur er tilvistarvandi þessarar kynslóðar fyrir. Hugum að því. Dóra Hjálmarsdóttir: Áhættu- mati fyrir Kárahnjúkavirkjun er ekki ábótavant. Oddur Benediktsson: Áhættumati fyrir Kárahnjúka- virkjun er ábótavant. www.mbl.is/profkjor Guðmundur Guðmundsson (Muggur) styður Steinunni Guðnadóttur í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Suðvestur- kjördæmi. Ingibjörg Hinriksdóttir styður Kristrúnu Heimisdóttur í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. María Kristín Gylfadóttir: Kjósum hugrakka konu á þing! Stuðningsyfirlýsing við Stein- unni Guðnadóttur í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Suðvestur- kjördæmi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar mbl.is smáauglýsingar 4. SÆTI Ágúst Ólafur Ágústssonvaraformaður Samfylkingarinnar www.agustolafur.is Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður og fyrrv. þingflokksformaður Eva Kamilla Einarsdóttir, forstöðumaður frístundaheimilis Birna Anna Björnsdóttir, rithöfundur Hildur Edda Einarsdóttir, stjórnmálafræðingur Helena Karlsdóttir, ritari Samfylkingarinnar Hlín Daníelsdóttir, kennari Sólveig Guðmundsdóttir, leikkona Þorbjörg Halldóra Hannesdóttir bókari Guðrún Birna le Sage de Fontenay, laganemi Guðrún Halldórs, fyrrv. skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur og þingkona Kvennalistans Arna Huld Sigurðardóttir, stjórn Curators, félags hjúkrunarfræðinema Anna Sigrún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur Elín Torfadóttir, fyrrv. leikskólakennari Dagný Aradóttir, ritari Stúdentaráðs Háskóla Íslands Elín Björg Jónsdóttir, 2. varaformaður BSRB Sigrún Elsa Smáradóttir, varaborgarfulltrúi Falasteen Abu Libdeh, þýðandi Ragnhildur Sigríður Eggertsdóttir, stuðningsfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi Bryndís Nielsen, kynningarstjóri Listdansflokksins Stuðningskonur Ágústs Ólafs ,,Ég styð Ágúst Ólaf í 4. sæti lista Sa mfylkingarinnar og til áframhaldandi þingsetu. Ágúst Ólafur hefur beitt sé r ötullega í þeim málum sem konur oftast berjast einar fyrir, þ.e. kynbun dið ofbeldi og ofbeldi á börnum og sýnt svo ekki sé um villst að hann er sannur femínisti, með sterka og heilbrigða réttlætiskennd.” Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, form aður stjórnar UNIFEM á Íslandi Dóra Sif Tynes, lögfræðingur Lára Stefánsdóttir, varaþingmaður Silja Aðalsteinsdóttir, ritstjóri Elín Ólafsdóttir, stjórnarkona í 60+ Aðalheiður Birgisdóttir Kolbrún Linda Ísleifsdóttir skrifstofustjóri Lagadeildar Háskóla Íslands Ása Gréta Einarsdóttir starfsmaður Félagsþjónustunnar í Reykjavík Brynja Bjarnfjörð Magnúsdóttir, varaþingmaður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.