Morgunblaðið - 09.11.2006, Side 42

Morgunblaðið - 09.11.2006, Side 42
42 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Málþing um öldrunarlækningar - geðlækningar á vegum Franska sendiráðsins á Íslandi, Geðlæknafélags Íslands, Læknadeildar Háskóla Íslands og með aðild heilbrigðisráðuneytisins í Hátíðarsal Háskóla Íslands - mánudaginn 13. nóvember 2006 kl. 13:30-17:15 Fundarstjóri: Stefán B. Sigurðsson forseti læknadeildar Háskóla Íslands Eru veikir aldraðir afskiptir? Ber okkur ekki að lækna aldraða? Dagskrá 13:30 Setning: Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis - og tryggingamálaráðherra og Nicole Michelangeli, sendiherra Frakka á Íslandi. 13:40 Hvernig undirbúum við efri árin? Hvernig er hægt að læra að eldast? („The art of growing older“): Jean-Claude Monfort. 14:30 Fyrirkomulag á umönnun aldraðra og veikra í Frakklandi Samhliða kynning tveggja franskra sérfræðinga í öldrunarlækningum og -geðlækningum: Anne-Marie Mathieu og Jean-Claude Monfort. 15:30 Kaffihlé 16:00 Umönnun veikra og aldraðra einstaklinga á Íslandi; sjónarmið öldrunarlæknisins; Pálmi V. Jónsson. 16:20 Umönnun veikra og aldraðra einstaklinga á Íslandi; sjónarmið geðlæknisins; Ína Þórunn Marteinsdóttir. 16:40 Pallborðsumræður með fyrirlesurum og fulltrúa frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Jean-Claude Monfort geðlæknir og öldrunarlæknir, yfirlæknir öldrunargeðdeildar í París; háskólakennari í öldrunargeðlækningum frá 1990 í París, höfundur fjölda greina og bóka um efnið. Anne-Marie Mathieu öldrunarlæknir og yfirlæknir við Háskólasjúkrahús í París, háskólakennari í öldrunarlækningum í París, höfundur fjölda greina um efnið. Pálmi V. Jónsson öldrunarlæknir og sviðsstjóri öldrunarsviðs LSH, dósent í öldrunarlæknisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands. Ína Þórunn Marteinsdóttir geðlæknir með reynslu í öldrunargeðlækningum frá 1992, háskólakennari í öldrunargeðlækningum frá 1995 til 2000 í Uppsala (Svíþjóð). Málþingið er einkum ætlað fagfólki sem vinnur með öldruðum en í raun snertir viðfangsefni þess okkur öll og er aðgangur öllum frjáls og án endurgjalds. Erindi og umræður fara fram á ensku. Sími: 534 5200 Bæjarlind 4, Kópavogi www.draumarum.is NÓVEMBERTILBOÐ! ALOE VERA GÆSADÚNSÆNG 20-30% Stærð: 135x205 cm verð áður kr. 24.900 verð nú kr. 18.900 AFSLÁTTUR � �� � �� � �� �� � �� � � � �� � � � � � JÓNAS Bjarnason efnafræðingur ritar grein í Morgunblaðinu í gær, þar sem hann gagnrýnir viðbrögð undirritaðs við frétt um nýbirta grein í vísindaritinu Science og fjallar um ætluð endalok fiskveiða í heiminum árið 2048. Hann telur viðbrögð mín annaðhvort misskilning eða rang- túlkun. Þar vísar hann til viðtals og greinar í Morg- unblaðinu um þetta efni máli sínu til stuðnings og telur sig þurfa að árétta innihald um- ræddrar vísindagreinar svo ekkert fari milli mála. Annars vegar segir Jónas að undirritaður átti sig ekki á mikilvægi líffræðilegs fjölbreyti- leika lífríkis og fjöl- breytileika erfðaefnis fiskistofna. Að ganga á hvort tveggja geti skað- að verðmæta eiginleika nytjastofna. Hins vegar fullyrðir Jónas að ekki sé minnst á ofveiði í umræddri vís- indagrein, en samt segir í grein minni að höfundar hennar komist að þeirri niðurstöðu „að ofveiði og mengun hefðu leitt til þess að gengið hefði verið á fjölbreytileika lífríkis sjávar undanfarna áratugi“. Hvað varðar fyrra atriðið, verður að segjast eins og er að hér er ekki um sjáanlegan ágreining að ræða. Hafa verður í huga að viðbrögð mín við frétt Morgunblaðsins tengd- ust spá um hugsanlegt hrun allra fiskveiða í heiminum, en ekki þann þátt mála sem Jónasi er hugleikinn, þ.e. hugsanleg áhrif valbundinna veiða á erfðasamsetningu og end- urnýjunargetu fiskistofna. Engu að síður yfirsást Jónasi þó að í knöppu viðtali Morgunblaðsins við mig kem- ur fram að „Fjölbreytileiki í aldurs- samsetningu t.d. þorsks við Ísland er mikilvægur. Þung sókn í langan tíma gengur á fjölbreytileika innan stofna og því er mik- ilvægt að stilla veiðum í hóf.“ Jónas veit því mætavel að undirrit- aður gerir sér fulla grein fyrir því að erfða- breytileikinn er afar mikilvægur í fiskistofn- um þó ekki liggi ljóst fyrir hvernig best megi tryggja hann með öðru móti en vægari sókn. Á undanförnum ár- um hefur Hafrannsóknastofnunin beint sjónum sínum að þessum þætti, bæði með rannsóknum á erfðaefni þorsks og veiðisögulegum rann- sóknum. Hin fullyrðing Jónasar, að ekkert sé vísað til ofveiði í umræddri vís- indagrein, finnst mér heldur fljót- færnisleg. Í lok samantektar greinarinnar segir eftir að rætt er um hugsanleg endalok fiskveiða um miðja þessa öld (þýðing JS): „Engu að síður benda gögn til á þessu stigi, að snúa megi við þessari þróun“. Og í lok sömu greinar segir: „Með því að byggja upp á ný líffræðilegan fjölbreytileika lífkerfa hafsins með sjálfbærri veiði- stjórnun, mengunarvörnum, varð- veislu mikilvægra búsvæða, og með því að koma á svæðafriðunum, má ná betri framleiðni og stöðugleika þeirra gæða og gagns sem hafið er okkur mannfólkinu.“ Það að til þurfi að koma betri fiskveiðistjórnun á heims- vísu, felur í sér að koma þarf í veg fyrir ofveiði. Í því felst að draga þarf a.m.k. tímabundið úr afla, vernda valdar fiskislóðir, og stjórna veið- arfæranotkun, allt eftir því sem við á. Það að gengið kunni að vera á erfðabreytileika þorskstofns og þar með gæði hans með veiðum og al- mennt talað að afrakstur þorsk- stofnsins hafi ekki aukist á und- anliðnum árum, er auðvitað áhyggjuefni. Úrlausn þess krefst skynsamlegrar umræðu allra hlut- aðeigandi og markvissra aðgerða stjórnvalda. Um meintan misskilning Jóhann Sigurjónsson svarar grein Jónasar Bjarnasonar » Það að til þurfi aðkoma betri fisk- veiðistjórnun á heims- vísu, felur í sér að koma þarf í veg fyrir ofveiði. Jóhann Sigurjónsson Höfundur er forstjóri Hafrannsóknastofnunar. ÞAÐ er þörf á því núna fyrir okk- ur Hafnfirðinga þegar nær dregur ákvörðun um stækkun álversins í Straumsvík að vera á varðbergi gagnvart tímabundnum tilraunum Alcan til þess að hafa áhrif á skoð- anir bæjarbúa tengdum álverinu og hugsanlegri stækkun þess. Alcan á næga peninga afgangs fyrir smá- gjöfum handa Hafnfirðingum en lík- lega eru þeir í dag að greiða bæj- arbúum 600–700 milljónum lægra gjald árlega en eðlilegt gæti talist fyrir athafna- og áhrifasvæði sitt í Straumsvík. Rifjum frekar upp hvað Alcan gerði fyrir bæjarbúa á 30 ára afmæl- inu áður en við þiggjum gjafir sem byggðar eru á þeirri hugmynd að hægt sé að plata almenning í Hafn- arfirði með smágjöfum rétt áður en stærsta ákvörðun sem bæjarbúar hafa nokkru sinni tekið verður tekin. Ég hvet alla Hafnfirðinga til þess að þiggja ekki neitt í dag sem þeim var ekki líka boðið á 30 ára afmælinu fyrir 10 árum. Skyndileg þátttaka ál- versins í allskyns samfélagsmálum, styrkir til íþróttastarfsemi skóla- barna og núna síðast boð á stór- tónleika Björgvins Halldórssonar eru einfaldlega hlægileg tilraun til þess að reyna að hafa áhrif á skoð- anir bæjarbúa á síðustu stundu. Hvar var þátttakan í samfélags- málum og gjafirnar áður en Alcan fékk áhuga á að stækka álverið í Straumsvík? Hafnfirðingar eru hugsandi fólk sem lætur ekki slá ryki í augun á sér. Alcan er með besta samning um notkun á landi bæjarbúa sem nokk- urt fyrirtæki í bænum hefur. Hið svokallaða þynningarsvæði, sem réttara er að kalla mengunarsvæði, er í dag næstum því jafn stórt og allt byggt land í Hafnarfirði (9,8 ferkíló- metrar). Fyrir það að leggja Alcan til lóðina sem álverið stendur á í dag og mengunarsvæði sem er 9.800 hektarar fær bæjarsjóður 70 millj- ónir á ári eða u.þ.b. 7.000 krónur á hvern hektara. Eðlilegt verð fyrir leigu á landi til dreifingar eða urð- unar á úrgangi hvort sem það væri frá hænsnabúi eða öðrum rekstri væri líklega í kringum 50–100 þús. krónur á hektarann ef ég ætlaði að leigja mér slíkt landsvæði einhver- staðar á Suður- eða Vesturlandi. Ef við gætum hófsemi og förum fram á 50 þús. krónur fyrir hektarann strax í dag ætti bæjarsjóður að fá 500 milljónir í tekjur af mengunarsvæð- inu á ári. Það vantar því í dag u.þ.b. 430 milljónir til þess að álverið greiði eðlilega fyrir mengunarsvæði sitt. Fyrir utan auðvitað fasteignagjöld sem ættu að vera u.þ.b. 200 milljónir til viðbótar á ári, en vegna sérstakra laga um álverið í Straumsvík fær bæjarsjóður engin fasteignagjöld af álversbyggingunum. Álverið notar í framleiðslu sína ár- lega 10 milljón rúmmetra af vatni (Grænt bókhald Alcan 2004) sem tekið er af vatnsforða bæjarlandsins. Venjulegt gjald fyrir rúmmetra af vatni til atvinnustarfsemi eru 12 krónur hjá Vatns- veitu Hafnarfjarðar. Ef við gefum þeim 50% afslátt af því að þeir eru stórnotandi og sækja vatnið sjálfir þá ættu tekjur Vatnsveitu Hafnarfjarðar af ál- verinu að vera u.þ.b. 60 milljónir króna á ári. Samkvæmt gögnum sem ég hef undir hönd- um greiddi Alcan 5 milljónir króna til Vatnsveitu Hafnarfjarðar árið 2005 fyrir neysluvatn en ekki krónu fyrir aðgang að vatnsforða bæjarbúa til framleiðslunnar. Náttúruleg auð- ævi eins og ferskt vatn sem notað er til atvinnustarfsemi á ekki að vera ókeypis. Samkvæmt samningi eignaðist Hafnarfjarðarbær höfnina í Straumsvík fyrir nokkrum árum. Frá og með þeim degi átti bærinn að fá allar tekjur af höfninni í Straums- vík. Enn sem komið er hefur bæj- arsjóður ekki séð krónu og er skýr- ing sú að allar tekjur af höfninni fari í viðhald á henni. Ef Alcan vill bæta ímynd sína í bænum er rétt að fyrirtækið taki upp veskið og fari að greiða eðlilegt og sann- gjarnt verð fyrir að- stöðu sína hér í bæn- um. Reiknisdæmið er einfalt: Fasteignagjöld 200.000.000 Leiga á meng- unarsvæði 500.000.000 Notkun á ferskvatni til framleiðslu áls 60.000.000 Samtals á ári 760.000.000 Við Hafnfirðingar þurfum ekki stærra álver, við þurfum hinsvegar að gera þá kröfu að Alcan greiði bæjarbúum sanngjarnt og eðlilegt verð fyrir starfsemi sína. Við eigum að gera kröfu um 760 milljónir á ári frá og með þessu ári. Það er sjálf- sögð og eðlileg krafa bæjarbúa. Að bjóða skyndilega á tónleika og að vera á síðustu stundu vænn við menn og málleysingja er einfaldlega fáránleg hegðun við þessar að- stæður og jaðrar við vanvirðingu og hroka gangvart almenningi í bæn- um. Manst þú eftir 30 ára afmæli álversins í Straumsvík? Pétur Óskarsson fjallar um starfsemi Alcan og hugmyndir varðandi hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík Pétur Óskarsson » Við Hafnfirðingarþurfum ekki stærra álver, við þurfum hins- vegar að gera þá kröfu að Alcan greiði bæj- arbúum sanngjarnt og eðlilegt verð fyrir starf- semi sína. Höfundur er rekstrarhagfræðingur. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.