Morgunblaðið - 09.11.2006, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 09.11.2006, Qupperneq 46
46 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR skólann til viðar gengin. Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur 1969, þar sem hann kenndi við Vogaskólann. Mikið pólitískt blóð rann í æðum Sigfúsar alla tíð. Þó að hann væri fæddur inn í Framsóknarflokkinn, varð faðir hans fljótlega afhuga þeim flokki og fylgdi eftir það Sjálfstæð- isflokknum að málum gegnum þykkt og þunnt. Þetta réð stefnu Sigfúsar. Heimdallur var pólitísk uppeldisstöð hans á skólaárunum í Reykjavík. Í Eyjum varð hann í forystu fyrir ung- um sjálfstæðismönnum. Jókst starf- semi þeirra gífurlega á þessum ár- um. „Hann hafði svo mikinn sjarma,“ sagði einn af samstarfs- mönnum hans við skrifara, „hann dró krakkana að sér eins og segull.“ Ritstjóri Fylkis, blaðs sjálfstæð- ismanna, var Sigfús um hríð og sat í ýmsum ráðum og nefndum á vegum bæjarstjórnar. Hann var kjörinn varaformaður SUS. Síðar varð hann varaþingmaður og sat á Alþingi um skeið 1965 og 1966. Framkvæmdaskáld var hann gott og stofnaði m.a. flugfélag, Eyjaflug, sem rauf einokun á flugi til Eyja og starfaði árum saman. Einnig efndi hann til ferðaþjónustu, verzlunar- reksturs og útgerðar. Síðustu 14 ár starfsferils síns var Sigfús félagsmálastjóri í Garðabæ og var lipurð hans viðbrugðið. Þar nutu þurfandi hjálpsemi hans og greiðvikni fullkomlega. Demoninn hrjáir okkur mörg, en ójafnt hefst hann að. Hann fór ekki hjá garði Sigfúsar. Við þennan vom glímdi hann mikinn hluta ævinnar og umbrotin voru oft mikil. Var hér komin fylgja í marga ættliði. Hún hafði kreist og kvalið sr. Jón Aust- mann prest að Ofanleiti (1827-1858), langalangafa Sigfúsar, og lá við, að hún felldi hann frá embætti. Þokki hans var slíkur, og svo vinsæll var hann hjá söfnuðinum að biskup reisti hann og sendi honum meira að segja aðstoðarprest. Erfitt hefur líf margra niðja Jóns verið vegna draugs þessa. Ýmis heilsuvandkvæði leituðu á Sigfús síðari árin. Fullsaddur erfiðra sjúkdóma fékk hann hægt andlát í faðmi fjölskyldu sinnar. Minningin um góðan dreng lifir með okkur. Víglundur Þór Þorsteinsson Hann Sigfús Johnsen, vinur okk- ar, er látinn, Liðin eru 69 ár síðan við Sigfús hófum skólagöngu í Barna- skóla Vestmannaeyja sjö ára gamlir. Þar sátum við saman. Seinna vorum við fluttir milli bekkja, þar voru fyrir vinstúlkurnar Guðrún Jónasdóttir og Kristín Þorsteinsdóttir, eiginkon- ur okkar. Öll þessi ár hefir vinátta haldist okkar á milli og margs að minnast. Við kveðjum hann í dag með sökn- kærleiksríkt og hvar sem hann fór hlýnaði loftslag mannlífsins, bros kviknuðu, bjartsýni og betri líðan. Kennari, ferðamálafrömuður, út- gerðarmaður og fiskverkandi, gítar- leikari og söngvari, allt í senn var Sigfús. Sigfús hafði mikil áhrif á ótaldan fjölda ungmenna með stíl sínum og persónutöfrum, hvatti og hvatti, kenndi og klæddi erfiðleikana í léttleika. Hann var eins og heil stofnun í þessum efnum. Bjargveiðimennska var Sigfúsi strengur sem titraði endalaust í hjarta hans, Bjarnarey griðastaður, jafngildi paradís eilífðarinnar. Sig í björg, háfur á loft, söngur og sögur í bóli bjargveiðimanna, blómstrandi sólin frá austri til vesturs. Kyrrð. Ómetanlegt, ekki síst þegar hann stökk beint af báti í Atlantshafið, í stað þess að stökkva á steðjann í berginu, aðeins of fljótur á sér í öldu- tiplinu. Þá var hlegið og hann fox- illur eitt andartak. En veröldin sem umvafði hann heitast var hún Stína hans, yndisleg kona, glæsileg og gefandi í öllu fasi, þolinmóð og traust og búin hlýju sól- ar sem aldrei gengur til viðar. Börn- in þeirra búa að því besta frá þeim báðum úr hlunnindum sálarinnar, Þorsteinn Ingi, Árni, Margrét,Gylfi, Þór og Sif. Það er undarlegt að horfa á eftir honum frænda mínum, eins og hann hafði mikil áhrif á að velja miðið sem stefnan var tekin á í ungdómi. Góður Guð fylgi honum ferðina alla og víst er að það verður fjör í eilífðarrann- inum þegar Sigfús flettir þar upp nýjum ævintýrum. Árni Johnsen. Fífill í túni fagur mót himni brosti, þá vorsólin skein. Þótt hann til foldar fölnaður hverfi hans minning lifir ljúf og hrein. Þetta ritaði Árni Árnason í gesta- bók Bjarnareyjar árið 1954 í minn- ingu Svavars Þórarinssonar frá Suð- urgarði. Látinn er í Reykjavík vinur minn Sigfús J. Johnsen. Hans er ljúft að minnast. Mannkostir hans urðu hon- um ekki einum til gæfu heldur snertu þeir sérhvern þann sem hon- um kynntist. Ég var svo lánsamur að verða einn þeirra. Tilviljun réð því að ég ungur Ak- ureyringur fékk pláss á bát frá Eyj- um og var það gæfuspor lífs míns. Þar fann ég eiginkonu mína Ingi- björgu Jónsdóttur. Að henni stóðu sterkar ættir og gæðafólk sem mat frændsemi, manngæsku, vináttu og fjölskyldubönd. Kynnti hún mig fljótt fyrir góðum frænda sínum Sig- fúsi Johnsen en þau voru systrabörn á sama aldri frá Suðurgarði. Það var upphafið að ævarandi, órjúfanlegri vináttu og tryggri samstöðu okkar Sigfúsar í orði og verki. Þetta var upp úr miðjum sjötta áratugnum; bjartsýni ríkti, hugsjón- ir urðu að veruleika – menn voru hamingjusamir. Þetta samfélag Eyjamanna, sem stóð á gömlum merg, var umgjörð, grundvöllur og vettvangur athafna Sigfúsar og ein- kenndust þær af fáguðum vinnu- brögðum hans. Það sem öðrum var baráttuefni var honum viðfangsefni, það sem öðrum var lífsgæðakapp- hlaup var honum spássitúr um lífs- gæðin. Hann var gífurlegur áhrifa- valdur og í samskiptum við hann óx sjálfstraustið og framtíðartrúin. Framsetning hluta var honum leikur einn, ekkert mál var svo flókið að Sigfús gæti ekki með meistaralegum töfrum kennarans útskýrt það á ag- aðan, gagnsæjan og skipulegan hátt. Í krafti hans náðust merkilegir og sögulegir áfangar á ýmsum sviðum. Hann lét öll mál samfélagsins til sín taka og leysti þau með víðsýni, virð- ingu, þekkingu og tengslum við al- þjóðasamfélagið og alþjóðlegar við- miðanir. Sem eldhugi brann hann í hug- sjónum sínum og störfum fyrir Eyja- samfélagið. Þeir voru ófáir fundir okkar þar sem málin voru rædd og fínpússuð í trúnaði og vorum við samstiga sem fóstbræður í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Eitt ógleymanlegra uppbyggingar- verkefna Sigfúsar var formennska Eyverja, félags okkar ungra sjálf- stæðismanna. Fest voru kaup á fé- lagsheimili í hlíðum Helgafells. Hann átti einnig allan heiður af vorhátíð félagsins um hvítasunnuna sem strax varð hátindur fé- lagsstarfsins sem og bæjarfélagsins. Stærstu skip Ríkisskipa voru send frá Reykjavík til mannflutninga á þennan fjölsóttasta og glæsilegasta menningarviðburð ársins í Eyjum og á landsmælikvarða. Samhliða sjósókn og útgerð voru Eyjarnar bænda-, úteyja- og veiði- mannasamfélag. Suðurgarður nytj- aði Bjarnarey og sótti þangað fugl og egg og var eyjan Suðurgarðsfólk- inu afar hugleikin. Sigfús var einn helsti hvatamaður um stofnun veiði- félags og endurbyggingar veiðihúss í eynni og gekk ég fús til liðs við hann á þeim vettvangi. Þar áttum við Sig- fús og Bjarnareyingar allir ógleym- anlegar stundir í kompaníi við allífið. Þar naut listfengt náttúrubarnið Sigfús sín, þar óx gagnkvæm vinátta og tryggð okkar Bjarnareyinga. Minnist ég þeirrar stundar enn með hlýju er Bjargveiðifélag Vestmanna- eyja heiðraði okkur vinina og gerði mig, Sigfús og Mugg frá Garðshorni að heiðursfélögum. Í huga okkar Bubbu og barna okk- ar Guðrúnar, Friðriks, Fríðu og Sig- ríðar ríkir þakklæti og í hjarta okkar kærleiki er við minnumst Sigfúsar og samferðarinnar með Sigfúsi og eftirlifandi eiginkonu hans Kristínu og börnum þeirra. Drottinn blessi minningu Sigfúsar J. Johnsen. Garðar Arason Viðkynning og vinátta okkar Sig- fúsar stóðu sextíu ár. Það fer ekki hjá því, að á svo löngu skeiði hafi margt við borið, þar sem svo stór- brotinn maður var á ferð. Kynni okkar hófust, þegar hann fór að gera hosur sínar grænar fyrir systur minni Kristínu, ég þá strákpatti, sem elskaði Stínu systur og var alls ekki til þess búinn að láta einhvern strák taka hana frá mér. Spruttu af þessu ýmis kátleg atvik, sem ekki er vert að rifja upp. Fljót- lega bráðnaði ég fyrir þokka, sem var einstakur. Urðum við fljótt perluvinir og gerðum ýmislegt sam- an, við tefldum, ég fór með honum í Bjarnarey, þar sem farið var með byssu, skotið í mark og slegið fyrir lunda. Við gengum um Heimaey og hann fræddi mig um örnefni og at- burði, en þar var hann sem fræði- bók. Sögur hans voru hnyttnar og ekkert guðsorð. Þetta voru viðburð- ir, sem ungum dreng féll vel. Síðar, þegar við ræddum þessi ár, tjáði hann mér, að sömu vandamálin hefðu komið upp í Suðurgarði, þegar ónefndur var að tygja sig til að ná systur hans, en sá beitti róttækari ráðum til að sveigja peyjann. Að loknu verslunarprófi hóf Sig- fús kennslu við Gagnfræðaskólann í Eyjum. Gekk þetta svo vel, að hann ákvað að gera kennslu að lífsstarfi og dreif sig í Kennaraskólann. Hann starfaði svo við skólann til 1969. Kennslan var honum sérlega auð- veld. Voru greinar hans einkum bók- færsla, stærðfræði og eðlisfræði. Skýr hugsun og hæfni til að einfalda flókin viðfangsefni ásamt glæstri framgöngu og hlýrri framkomu við unglingana skapaði honum virðingu þeirra og árangur í námi. Ég hygg, að hann hafi aldrei þurft að beita hörðu í kennslustund. Saga fór af viðskiptum hans við einn ungling, sem var óstýrilátur. Vissi kennarinn, að hann hefði mikinn áhuga á gít- arleik og söng. Hann bauð honum að koma með gítarinn og spila og syngja fyrir krakkana. Ísinn var brotinn. Slíkir menn eru sannarlega kennarar af guðs náð. Sigfús varð yf- irkennari við Gagnfræðaskólann og reyndist starfinu vaxinn í hvívetna. Þegar skólastjórinn hætti 1963, var mælt með Sigfúsi í stöðuna, en þá beitti ráðherra pólitísku valdi sínu og þar með var framasól hans við uði og þökk. Minning hans lifir áfram. Kristínu, eiginkonu hans, börnum þeirra og fjölskyldum fær- um við samúðarkveðjur. Guðrún og Steinar. Sigfús J. Johnsen sagði oft frá því að hann hefði orðið fyrir sterkum áhrifum af kærleika Guðs þar sem hann dvaldi á hótelherbergi í fjar- lægu landi, líklega árið 1975. Þannig var að á hótelherberginu var Biblía frá Gídeonfélaginu sem hann hóf lestur í. Að eigin sögn varð hann aldrei samur á eftir. Þegar heim var komið leitaði hann uppi þennan fé- lagsskap sem bar ábyrgð á því að hann fékk að njóta Biblíunnar fjarri heimahögum og e.t.v. ekki alveg í því ástandi sem hann hefði viljað. Gekk hann til liðs við Gídeonfélagið á Ís- landi í desember 1976 og starfaði með félaginu af áhuga og í þakklæti allt fram á síðustu stund. Fyrir um sex vikum hringdi hann í mig til að deila áhyggjum sínum með mér að það vantaði Nýja testamentið á sjúkrastofuna sem hann dvaldi þá á á Landakoti. Svona var Sigfús, alltaf að. Enda skilst mér að hann hafi ósk- að eftir því í banalegunni á meðan hann enn hafði meðvitund að Nýja testamentið yrði lagt opið ofan á brjóst hans á meðan fjölskyldan bæði saman bæn frelsarans, Faðir vor, yfir honum. Hann vildi hvíla í Jesú Kristi frelsara sínum sem hann trúði á og treysti. Hann hafði áhuga á velferð fólks, vildi öllum vel, var uppörvandi og hvetjandi og tók aldrei undir með þeim sem rægja vildu náungann á einhvern hátt. Sigfús Johnsen átti sæti í stjórn Landssambands Gídeonfélaga á Ís- landi 1980–1986. Fyrst sem gjald- keri og síðan varaforseti. Hann var einn aðalhvatamaðurinn að stofnun Gídeondeildar í Vestmannaeyjum 1981 og fylgdi því verkefni vel eftir. Þá átti hann einnig ásamt fleirum stóran þátt í því að Gídeondeild var stofnuð á Ísafirði sama ár. Þá var hann frumkvöðull ásamt Geirlaugi Árnasyni og fleirum að gerð minn- ingar- og heillaóskakorta Gídeon- félagsins og fylgdi hann þeirri fjár- öflunarleið eftir af mikilli elju, hugsjón og áhuga. Þá sóttu þau hjónin allavega einu sinni alþjóða- mót Gídeonsamtakanna til Banda- ríkjanna og veit ég að þau höfðu bæði gott og gaman af. Heimili þeirra Kristínar stóð ávallt opið til fundahalda og var Sig- fús trúfastur þátttakandi í út- breiðslu Nýja testamentisins með heimsóknum í skóla, á hjúkrunar- heimili, sjúkrahús og hótel. Hann flutti frásögn sína í þessum ferðum eða í kirkjum landsins svo það hreyfði við fólki. Hann var duglegur að hvetja til fjárframlaga og sóttu þau heiðurshjón landsmót félagsins á hverju ári af mikilli trúfesti jafnvel lengur en heilsa Sigfúsar leyfði eða allt fram á síðasta ár. Sigfús naut þess að vera í samfélagi trúaðra kristinna bræðra og systra sem höfðu sömu hugsjón og hann að út- breiða kærleiks- og fagnaðarboð- skap Guðs. Hann vildi koma því áfram til samferðamanna sinna sem hann taldi það besta sem fyrir sig hafði komið, að eignast Jesú Krist að persónulegum vini og frelsara og fá að hvíla í náðarfaðmi hans. Þannig naut hann þess innilega, hlýja og dýrmæta samfélags sem annars ólíkt fólk úr öllum áttum á í Gídeon- félaginu. Fólk sem sameinast um kærleika Guðs, kjarna lífsins og það besta sem fyrir það hefur komið og á þá sameiginlegu hugsjón að fleiri fái að njóta. Sigfús Johnsen var breyskur mað- ur eins og við erum öll. Hafði flein í holdinu sem truflaði hann og sló hann oft út af laginu. Oft hafði hann beðið góðan Guð að taka þann vágest frá sér en svar Drottins var ævin- lega aðeins: „Náð mín nægir þér.“ Gæfa Sigfúsar í lífinu fyrir utan að kynnast frelsara sínum af eigin raun og fá að upplifa nærveru hans var Kristín kona hans. Glæsileg og traust eiginkona sem stóð eins og klettur við hlið síns manns allar stundir svo eftir var tekið og dáðst var að. Þvílík fyrirmyndar- og gæða- kona. Manneskjur eins og hún Krist- ín eru sennilega vandfundnar nú á tímum. Og svo var það fjölskyldan þeirra stóra og glæsilega, börnin sex, tengdabörn og barnabörn sem þau voru svo stolt af enda sannar- lega ástæða til. Sá Guð sem Sigfús J. Johnsen lagði traust sitt á í lífi og dauða blessi okkur nú minningu hans. Farðu í friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigurbjörn Þorkelsson. „Ad lucem.“ Það var brennuvakt. Æskuvinirnir á Kirkjubæjarbraut- inni skýldu sér bak við bálköstinn á Göngufjalli. Allt var klárt fyrir kvöldið eftir margra vikna undirbún- ing. Kuldinn nísti merg og bein. Ég var með eldspýtur í vasanum. Það hlaut að vera í lagi að kveikja í smá- rusli til að ylja sér? Hugmyndin reyndist slæm og framkvæmdin enn verri. Neisti barst í bálköstinn. Stoltið okkar, sem átti að brenna svo tígulega kl. 6 á gamlárskvöld, varð eldinum að bráð fyrir mína hand- vömm. Ég var örvinglaður, ekki mönnum sinnandi. Hljóp heim og hvarf á vald vonleysis. Skömmu seinna var hringt. Þorsteinn Ingi var í símanum. Málunum var bjargað. Sigfús pabbi hafði kippt öllu í liðinn, sótt vörubíl með bros á vör og dregið að efni í stærri og glæsilegri brennu en nokkru sinni hafði sést á Göngu- fjalli. Þetta var frábært gamlárs- kvöld með flugeldasýningu og söng. Þannig er Sigfús J. Johnsen í minn- ingunni; ævintýrakóngurinn sem skildi okkur strákana betur en flest- ir aðrir. „Ad astra per aspera.“ Ég var svo lánsamur að fæðast í næsta húsi við Kirkjubæjarbraut 17. Frá blautu barnsbeini var ég heimagangur hjá Sigfúsi og Kristínu. Glæsilegri hjón gaf vart að líta. Þorsteinn Ingi og Árni voru æskuvinir mínir og leik- félagar og í rauninni voru þau hjónin skáforeldrar mínir. Mér þótti und- urvænt um Stínu og leit takmarka- laust upp til Sigfúsar. Hann var allt- af tilbúinn að rétta okkur strákunum hjálparhönd og kenna okkur tökin á tilverunni. Þegar ég náði þeim merka árangri að komast í Gagn- fræðaskólann í Vestmanneyjum varð ég svo þeirrar gæfu aðnjótandi að fá Sigfús sem stærðfræðikennara. Betri kennari var vandfundinn. Um- hyggjan fyrir nemendum og alúðin sem hann lagði í kennsluna var til fyrirmyndar, enda var hann elskað- ur og dáður af nemendum sínum. Seinna skildu svo leiðir um stund þegar Sigfús og Stína fluttu til Reykjavíkur. Á 16 ára afmæli mínu kom ég í heimsókn til þeirra á Háa- leitisbrautina og þar var að venju tekið vel á móti mér. Veðrið var ynd- islegt og Sigfús bauð okkur æsku- vinunum með í ökuferð í tilefni dags- ins. Ekið var sem leið lá austur á Kirkjubæjarklaustur. Þetta var ógleymanleg ferð með kátum og reifum meðreiðarsveinum og höfð- ingja við stýrið. „Ad limina apostolorum.“ Æsku- árin líða og aldurinn færist yfir. Annir hvunndagsins yfirskyggja flest og strengir bresta. Gegnum tíð- ina hefur gamla góða fjölskyldan á Kirkjubæjarbraut 17 þó fylgt mér í blíðu og stríðu og endurfundirnir hafa ávallt verið ljúfir og tilfinninga- ríkir. Svo kom reiðarslagið; Sigfús J. Johnsen er fallinn frá. Brautryðj- andinn, menntamaðurinn og mann- vinurinn er allur. Minningin lifir hins vegar um einstakan mann sem tókst á við lífsins þraut og hafði sigur. Mann, sem bar gæfu til að eignast glæsilegan lífsförunaut, Kristínu Sigríði Þorsteinsdóttur, og börn sem hafa orðið að sómamönnum, þau Þorstein Inga, Árna, Gylfa, Mar- gréti, Þór og Sif. Elsku Stína, mínar dýpstu samúðarkveðjur á þessum vegamótum og vinir mínir Þorsteinn Ingi og Árni og fjölskyldan öll, Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Hilmar Þór Hafsteinsson. Sigfús J. Johnsen Sigfús Johnsen var félags- málastjóri Garðabæjar um ára- bil. Fljótlega eftir að ég réðst til starfa sem félagsmálastjóri í nágrannasveitarfélaginu Kópa- vogi árið 1982 tókust með okk- ur góð kynni sem héldust ætíð síðan. Sigfús var glæsimenni á velli, háttvís og hógvær. Hann var einstaklega hlýr maður og hafði því góða nærveru. Hann átti auðvelt með að sjá skop- legu hliðar tilverunnar en var ekki síður næmur fyrir sárs- aukanum í mannlegri tilvist. Í minningunni eru ofarlega reglulegir fundir Samtaka fé- lagsmálastjóra á Íslandi sem stofnuð voru snemma á níunda áratugnum. Ég veit að þeir veittu Sigfúsi mikla ánægju enda setti hann vissulega svip á fundina með sinni ljúfu lund og jákvæða lífsviðhorfi. Ég veit að ég mæli fyrir munn margra samstarfsmanna Sigfúsar frá fyrri árum þegar ég votta minningu Sigfúsar virðingu mína. Fjölskyldu hans og öðrum ástvinum sendi ég samúðarkveðjur. Bragi Guðbrandsson. HINSTA KVEÐJA  Fleiri minningargreinar um Sig- fús J. Johnsen bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Sveinn Andri Sveins- son, Pétur Ásgeirsson Gideonféo- laginu og Aðalsteinn Sigfússon, Snorri Aðalsteinsson og Unnur V. Ingólfsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.