Morgunblaðið - 09.11.2006, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 47
✝ Aðalheiður UnaSigurbjörns-
dóttir fæddist á
Geitagili í Örlygs-
höfn, Rauðasands-
hreppi 23. maí 1915.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Skjóli
31. október síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Sigur-
björn Guðjónsson
bóndi á Geitagili og
í Hænuvík við Pat-
reksfjörð, f. í
Reykjavík 14. sept-
ember 1891, d. 18. apríl 1971, og
kona hans Ólafía Magnúsdóttir, f.
á Hnjóti í Örlygshöfn í Rauða-
sandshreppi 14. desember 1890, d.
28. september 1972. Systkini Aðal-
heiðar Unu voru Bjarni Sigurvin,
f. 24. nóvember 1916, d. 10. sept-
ember 1990, Sigurbjörg, f. 1. jan-
úar 1919, d. 13. apríl 1998, Búi, f.
7. apríl 1920, d. 27. apríl 1937, Est-
her, f. 14. febrúar 1923, d. 31. maí
1974, Gyða, f. 9. desember 1925, d.
6. mars 1937, Hulda, f. 6. desem-
ber 1926, d. 29. maí 1937, og Ásta,
f. 28. apríl 1932, d. 4. mars 1939.
Og tvíburabræðurnir Valtýr Agn-
ar og Guðjón Björgvin, f. 7. júlí
1928, sem lifa systkini sín.
Una fluttist til Reykjavíkur 18
ára og réð sig í heimilishjálp hjá
Eldeyjar-Hjalta á
Bræðraborgarstíg.
Síðar vann hún á
saumastofu. Una
giftist Theodóri
Bergsteini Theo-
dórssyni mótasmið
29. febrúar 1936.
Foreldrar hans voru
Theodór Jónsson út-
gerðarbóndi á
Stokkseyri og kona
hans Steinunn Þórð-
ardóttir. Börn Unu
og Theodórs eru: 1)
Gyða, maki Narfi
Hjörleifsson. Börn þeirra Aðal-
heiður Una, Halldóra, Sigurbjörn
og Theodór. 2) Gylfi, maki Erla
Björgólfsdóttir. Börn þeirra
Hólmfríður Sigrún, Theodór og
Ólafur Elvar. 3) Hulda, var gift
Guðmundi Jónssyni, þau skildu.
Börn þeirra eru Kristján og Mar-
grét. Seinni maður Huldu er Guð-
mundur E. Þórðarson. 4) Sigur-
björn, maki Birna Markúsdóttir.
Sigurbjörn á Egil með Önnu
Tryggvadóttur. 5) Theodór, maki
Anna Lyck Filbert. Börn þeirra
eru María, Friðrik, Emma, Fríða
og Bjarni. Barnabarnabörn Unu
eru 13.
Útför Aðalheiðar Unu verður
gerð frá Neskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Mig langar að minnast tengdamóð-
ur minnar, sem nú hefur kvatt þetta
líf.
Aðalheiður Una, eða Una, eins og
hún var alltaf kölluð, var einstök kona
sem hafði góð áhrif á þá sem henni
kynntust. Hún var alin upp við að vera
ósérhlífin og hjálpsöm og láta gott af
sér leiða. Þannig kynntist ég Unu.
Fyrstu kynni mín af heimili þeirra
hjóna, Theodórs og Unu, var þegar ég
kom vestur á Kaplaskjólsveg með
Gyðu dóttur þeirra, sem síðar varð
eiginkona mín. Í stofunni var vand-
lega breitt yfir sófasettið og undraðist
ég það mjög. Skýringin var sú að
Theodór og Una voru flutt í sumar-
húsið sitt sem var uppi í Selási þar
sem núna er mikil byggð. Þau höfðu
keypt þar spildu sem Theodór byggði
lítið sumarhús á. Það var fastur liður á
sumrin að flytja upp í Selás og dvelja
þar sumarlangt. Þegar þau þurftu að
selja þetta land, vegna skipulags,
keyptu þau land austur í Grímsnesi.
Þar var reistur bústaður þar sem Una
undi sér vel á sumrin. Því miður var
Theodór orðinn veikur um þetta leyti
og gat hann ekki dvalist þar. Við Gyða
nutum þess oft að dvelja með Unu í
bústaðnum ásamt börnum okkar. Ég
minnist jólaboðanna þegar öll fjöl-
skyldan hittist á aðfangadagskvöldi
hjá þeim. Þar var einnig Sigurbjörg
systir Unu með dóttur sína og foreldr-
ar þeirra systra, en þau bjuggu síð-
ustu ár sín í kjallaranum. Una var frá-
bær húsmóðir og bar allt heimilishald
vott um mikinn myndarskap. Oft var
gestkvæmt hjá þeim hjónum þegar
skyldfólk að vestan átti erindi til borg-
arinnar og alltaf var hægt að veita
húsaskjól. Una var mikil hannyrða-
kona og ber vandaður útsaumur vott
um fallegt handbragð.Theodór veikt-
ist tæplega sjötugur og þurfti að
hætta vinnu. Þá reyndi á þrek Unu
sem annaðist hann lengst af heima af
mikilli natni. Una var afar bókhneigð
sem barn og sóttist eftir lestri góðra
bóka. Alla tíð síðan hafði hún áhuga á
góðum skáldsögum og fræðibókum.
Þau byggðu hús sitt og voru mjög
samhent við að byggja upp hlýlegt
heimili. Margar ferðir áttum við hjón-
in saman með Theodóri og Unu og er
ein þeirra sérstaklega minnistæð.
Ákveðið var að fara í tjaldútilegu til
Þingvalla í ágústmánuði 1968. Eftir
fyrstu nóttina var veðrið ekki betra en
svo að við tókum upp tjöld og end-
uðum norður í Eyjafirði eftir að hafa
gist næstu nótt í Húsafelli.
Una var glaðlynd kona og minnist
ég þess ekki að vera vitni að því að
hún skipti skapi. Hún hafði yndi af
söng og á heimili þeirra var mikið
sungið. Theodór var til margra ára í
kirkjukór Neskirkju. Á seinni árum,
meðan heilsa leyfði, var Una í kór
eldri borgara í Nesskókn og hafði
mjög gaman af. Una gat ekki hugsað
sér að flytja að heiman í íbúðir fyrir
eldri borgara og hélt því heimili þar til
heilsan var þrotin. Seinustu árin
dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu
Skjóli, þar sem hún naut ummönnun-
ar.
Ég þakka Unu fyrir öll árin sem ég
fékk að njóta með henni og fjölskyldu
hennar. Þau eru mér ógleymanleg.
Megi algóður guð gefa henni góða
heimkomu í faðm þeirra sem á undan
eru gengnir. Guð blessi okkur öllum
minningu um góða móður, ömmu,
langömmu og tengdamömmu.
Narfi.
Elsku amma, komið er að kveðju-
stund. Þær eru margar minningarnar
sem koma upp í hugann þegar horft er
til baka. Ein sú fyrsta eru pönnukök-
urnar góðu sem þú bakaðir. Það gerði
engin eins góðar pönnukökur eins og
þú og þessi yndislegi bökunarilmur
sem tók á móti manni þegar gengið
var upp tröppurnar á Kaplaskjólsveg-
inum. Þú varst alltaf glöð, jákvæð og í
góðu skapi og yfirleitt sönglandi. Þú
hugsaðir alltaf vel um alla og vildir öll-
um vel. Heimili ykkar afa var búið fal-
legum hlutum og ekki var lífsgæða-
kapphlaupið að þvælast fyrir ykkur.
Þú sinntir afa af einskærri ástúð í
hans veikindum, en hann lést eftir
löng veikindi 19. október 1982.
Við erum nokkur barnabörnin sem
byrjuðum búskap í kjallaranum hjá
þér. Það var notalegt að heyra marrið
í gólfinu frá efri hæðinni þegar þú
fórst um, alltaf vissi maður hvar þú
varst í íbúðinni.
Þegar við vorum yngri hittist stór-
fjölskyldan í jólaboði á Kaplaskjóls-
veginum og átti notalegar stundir og
borðin svignuðu undan kræsingum
sem þú hafðir lagt allt þitt í.
En þegar við urðum eldri og komin
með okkar fjölskyldu var það stór
hluti af jólunum að koma til þín á að-
fangadag, áður en jólin hringdu inn og
fá sér vestfirskar hveitikökur með
hangikjöti, hestaskeifur, jólaöl o.fl.
Þér leið alltaf vel úti í náttúrunni og
ekki var nóg að eiga garðinn vesturfrá
heldur áttuð þið afi sumarhús, fyrst í
Selásnum og síðan í Vaðnesi í Gríms-
nesi. Það var alltaf jafn notalegt að
koma í Vaðnesið. Þú vildir ekki hafa
sömu þægindi og í bænum, ekkert raf-
magn og lengi vel einungis kalt vatn.
Svo var bara notuð stór hola í jörðinni
sem kæliskápur. Þegar fór að rökkva
var kveikt á kertum og á olíulamp-
anum síðan var spjallað, spilað og les-
ið. Ekki má gleyma öllum göngu-
túrunum sem farið var kvölds og
morgna. Það var nú mikið öryggi þeg-
ar þú fékkst þér gsm-síma því stund-
um varstu ein í sveitinni. Þér leið svo
vel í þar og vildir komast þangað sem
oftast. Það kom fyrir að þú tókst rút-
una austur ef enginn gat skutlað þér
og fannst það ekki mikið mál. Það var
alltaf við Rauðavatn sem þú tókst upp
brjóstsykursdolluna því bílstjórinn og
aðrir farþegar þurftu orku áður en
haldið var yfir heiðina.
Elsku amma, takk fyrir að vera
svona ljúf og góð og baka svona góðar
kökur. Við eigum fagrar og góðar
minningar um þig. Nú ertu loks búin
að hitta Theodór afa og hafa það
örugglega verið góðir endurfundir.
Við elskum þig.
Þín
barnabörn.
Una Sigurbjörnsdóttir frá Hænu-
vík hefur kvatt þetta líf. Langri ævi og
ærnu dagsverki er lokið. Með þessum
fátæklegu orðum er hugmyndin að
kasta nokkrum kveðjuorðum á þessa
mætu frænku mína. Þar hygg ég
reyndar að ég mæli fyrir munn mikils
fjölda fólks, því heimili hennar var um
árabil nokkurs konar umferðarmið-
stöð ættingjanna, bæði þeirra sem
áttu heima á höfuðborgarsvæðinu og
þó miklu fremur hinna sem komu
lengra að og þurftu húsaskjól og aðra
virkt meðan erindum var lokið í
Reykjavíkurreisum.
Þar inn tróðust ættingjar við hvert
tækifæri og þótti sjálfsagt, enda var
ekki á gestgjöfunum að finna að þeim
þætti átroðningur neitt tiltakanlegur
þótt sofið væri væri í hverri smugu og
máltíðirnar væru með mötuneytisyf-
irbragði. Nú áratugum síðar verður
fullorðnum náfrænda æ oftar hugsað
sem svo: „Var þetta nú ekki fullmikið
á fólkið lagt? Hefði maður nú ekki get-
að sparað þessu ágæta fólki margt
ómakið með því að leita annarra
leiða?“ Víst má það vera, en kveiki
maður á minningakertunum hverfur
þessi efi eins og dögg fyrir sólu. Að
Kaplaskjólsvegi 56 voru nefnilega
alltaf allir velkomnir, nánast sama
hvernig á stóð og neyðarástand þurfti
að ríkja, væri ekki veittur sá beini,
sem falast var eftir. Theodór var ekki
gamall þegar hann kenndi Parkin-
sons-sjúkdómsins og bættist þá enn á
verkefnalista Unu, sem annaðist hann
af mikilli umhyggju og kostgæfni þar
til yfir lauk.
Ég hygg að einsemd efri áranna,
hafi orðið þessari félagslyndu frænku
minni erfið. Þá var líka gott að líta við
á Kaplaskjólsveginum til að eiga með
henni næðisstund. Var ekki annað að
heyra en hún teldi sig lánsmanneskju,
hún leit þá hamingjusöm yfir farinn
veg.
Þegar hér var komið sögu hefðu
heimsóknirnar kannski mátt verða
fleiri, öfugt við það sem áður var. Eins
og gamla fólkið sagði: „Það er betra
minna og jafnara“.
Síðustu æviárin lifði þessi frækna
frænka mín í „græna landinu“ án sýni-
legs sambands við gesti sína. Hún var
í raun farin þó að líkaminn, þetta duft-
ker sálarinnar, hefði ekki með öllu
sofnað.
Þegar kvödd er mikil heiðurs- og
eljukona leitar á hugann spurningin
um þann arf sem slíkt fólk lætur eftir
sig. Þau Una og Theodór skildu ekki
eftir sig háar hallir, gilda sjóði eða
veglegar „stassjónir“. Hins vegar af-
komdendafjöld, sem hefur nú þegar
skilað góðum verkum til samfélagsins.
Þó ber þess helst að geta að þau voru
lifandi fyrirmynd fyrir þá sem vilja
gera heiminn betri en hann er. Ljúf-
mennska og glaðværð eru ekki
ómerkilegt framlag til samfélags og
framtíðar og þegar við bætist list-
hneigð og félagslyndi eru gjafirnar
orðnar ærnar. Aðalsmerkið er þó
fórnarlundin, sem virtist takmarka-
laus, svo að eftirlifendur fá hana aldrei
fullþakkað.
Afkomendum, öðrum ættingjum og
venslafólki eru færðar samúðarkveðj-
ur á þessari hjartnæmu en þráðu
kveðjustund.
Megi minningin um ágæta formóð-
ur verða ljós á vegi æskunnar, svo að
hamingjan fylgi henni við hvert fót-
mál.
Sigurjón Bjarnason.
Öldruð
lítur ei meir
sinn sælureit
birkilundinn
segist á förum
allt sé nú þetta
að gefa sig
svimi yfir höfði
hvert skal halda
eftir níutíu ár á jörð
konan í fjarskanum
konan hér
á ekki svar.
(Úr Kona fjarskans, konan hér)
Una, eins og undirrituð kallaði
hana, var af vestfirsku bergi brotin,
amma sambýliskonu sonar míns, vel-
gerðarkona mín sem mér fannst mikið
til koma. Hún var löngu orðin ekkja
þegar ég kynntist henni, en dóttur-
dóttir hennar Halldóra og sonur minn
Steinar Logi bjuggu í kjallaranum hjá
henni um tíma.
Una unni gróðri og naut sín í Birki-
lundi, sumarbústað sínum í Vaðnesi,
sem hún og Theodór heitinn eigin-
maður hennar höfðu komið upp með
dyggri aðstoð fjölskyldu sinnar. Theo-
dór veiktist ekki löngu síðar og lézt.
Birkilundur þeirra varð sælureitur
með tíð og tíma, lundur með fallegum
trjám, sérstaklega birki sem Una og
afkomendur hennar gróðursettu.
Þarna fann hún sér skjól eftir lát
manns síns, og þar komu barnabörnin
með foreldrum sínum og eiga vafa-
laust góðar minningar þaðan í sólinni
og blíðunni, borðuðu stór bláber sem
uxu þar, eða undu sér innandyra ef
rigndi, með bækur að lesa eða teikn-
uðu. Una reyndi að komast í lundinn
sinn sem oftast meðan heilsan leyfði.
Ég var svo heppin að vera treyst og
fá að gista í Birkilundi einn til tvo
daga í senn, um nokkurn tíma, gat
sinnt skriftum eða lesið yfir það sem
ég var að fást við, virt fyrir mér kyrr-
látt umhverfið, hlustað á fuglasöng og
farið í gönguferð niður að fljótinu. Það
voru mikil forréttindi, og þakkað af
heilum hug.
Fjölskyldu Aðalheiðar Unu Sigur-
björnsdóttur votta ég samúð mína.
Blessuð sé minning þessarar konu
sem var tignarleg ásýndum en orðin
hvíldinni fegin.
Norma Samúelsdóttir.
Aðalheiður Una
Sigurbjörnsdóttir
✝
Ástkær faðir, tengdafaðir og afi okkar,
STEFÁN HANNESSON,
Hagamel 24,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti
þriðjudaginn 7. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Hildigunnur Friðjónsdóttir, Guðlaugur Sigmundsson,
Ólöf Stefánsdóttir, Axel Guðbjörnsson,
Jón Kristján Stefánsson, Ása Björk Matthíasdóttir,
Árni Guðlaugsson,
Guðni Hrafn Guðlaugsson,
María Kristinsdóttir,
Bryndís Dagmar Jónsdóttir,
Ásdís Elín Jónsdóttir,
Stefán Matthías Jónsson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR
(Dídí),
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 7. nóv-
ember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Lára Þórarinsdóttir, Sigurður P. Eiríksson,
Þröstur Sigurðsson,
Sunna Sigurðardótir,
Dagur Sigurðsson,
Hanna Halldórsdóttir,Kristín J. Þorsteinsdóttir,
Hera Sigurðardóttir,
Lára Sigurðardóttir,
Númi Sigurðarson.
✝
Okkar ástkæri bróðir og mágur,
ÓLAFUR HAUKUR HELGASON
kennari,
sem andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund þriðjudaginn 31. október, verður jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. nóvember
kl. 15:00.
Ágúst Hörður Helgason,
Herdís Helgadóttir,
Guðlaugur Helgason,
Anna Helgadóttir, Pétur Baldursson,
Hálfdán Helgason, Hjördís Magnúsdóttir,
Gizur Ísleifur Helgason, Benedicte Atterdag Helgason.