Morgunblaðið - 09.11.2006, Page 53

Morgunblaðið - 09.11.2006, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 53 menning                                          !    "#$#%& Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Sérhæð við Landakotstún eða nágrenni óskast Traustur kaupandi óskast eftir 140-160 fm sérhæð á framangreindu svæði. Staðgreiðsla í boði fyrir réttu eignina. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali. Laugavegi 54, sími 552 5201 Jólahreingerning 30% afsláttur af öllum vörum* Póstsendum *nema kjólum 2.000 kr. slá: Kjólar, pils, úlpur o.m.fl. 1.000 kr. slá: Peysur, gallabuxur, kjólar við buxur, toppar og fleira og fleira Stundum hvolfist skyndilega yf-ir mann löngun til þess aðfara út úr húsi að kvöldlagi – hlusta á góða tónlist og fá sér kannski eins og eitt rauðvínsglas. Oftast nær á rúmhelgum dögum, því þessi iðja er varla í boði um helgar nema með of miklu fylgiáreiti. Það er yfirleitt hægt að láta þetta eftir sér. Framboð af slíkri afþreyingu er til staðar og hefur aukist ef eitthvað er.    Múlinn er eini virki og starfandidjassklúbburinn á höfuðborg- arsvæðinu þar sem hægt er að ganga að tónleikum vísum á hverju fimmtudagskvöldi. Múlinn, sem heitir í höfuðið á út- varpsmanninum geðþekka, Jóni Múla Árnasyni, sem um áratuga skeið uppfræddi þjóðina og skemmti með djassþáttum á RÚV, hefur víða haft aðsetur í miðborginni. Það er fagnaðarefni að búið sé að finna Múlanum stað í miðborginni sem vonandi verður framtíðaraðsetur hans. Og þetta er staður sem talsvert hefur verið lagt í og þar sem hægt er að láta sér líða vel.    Það eru tveir íslenskir athafna-menn sem reka nýja veitinga- staðinn þar sem Múlinn er til húsa. Staðurinn heitir Domo og er í Þing- holtsstræti og athafnamennirnir eru Kormákur Geirharðsson og Skjöld- ur Sigurjónsson, sem þekktir eru fyrir rekstur Ölstofunnar og herra- fataverslunar Kormáks og Skjaldar sem aðallega verslaði með fremur sérviskulegan en vandaðan klæðnað. Domo er á tveimur hæðum. Á þeirri efri verður opnaður matsölu- staður í næsta mánuði og þar verður línan asísk-franskur bræðingur og innangengt verður niður í kjall- arann sem tekur nálægt 100manns í sæti. Fyrir miðjum salnum, niðri í nokkurs konar gryfju, er svið og þótt innanstokksmunir séu úr harð- viði og lítið um pluss og skraut er hljómburðurinn hinn þokkalegasti. Það er afslappað andrúmsloft á staðnum og óvenjuvítt til veggja fyr- ir djassklúbb. En Domo er miklu meira en djassklúbbur þótt stað- urinn hýsi Múlann. Þarna er ætlunin að halda útgáfutónleika af marg- víslegu tagi og jafnframt verður staðurinn vettvangur þeirra sem ekki ennþá hafa gefið út tónlist en hafa ástríðu fyrir henni.    Margir þekkja það frá veit-ingastöðum í Evrópu að geta snætt ljúfan málsverð og notið síðan góðrar tónlistar á sama stað. Svona er t.d. einn þekktasti djassklúbbur Englands, Ronnie Scott’s, upp- byggður, nema hvað þar er hægt að matast inni á sjálfum tónleikastaðn- um. Hjá Domo verður snætt á efri hæðinni og síðan geta matargestir farið niður um stiga niður í kjall- arann þar sem tónlistin verður. Um helgar ráða síðan diskaþeytarar að ríkjum, en ætlunin er þó að hafa tón- listina fremur lágstemmda þannig að gestir geti haft samskipti sín á milli eftir sem áður.    Þótt djassinn verði fyrirferð-armikill á Domo ætla Kormák- ur og Skjöldur að bjóða upp á ýmsar aðrar tónlistarstefnur. Á mið- vikudögum verður t.a.m. FTT og FÍH með staðinn fyrir sig og þar geta þeir sem hafa eitthvað til tón- listarmálanna að leggja spreytt sig og kvöldið endar svo á djamsession. Á fimmtudagskvöldum er síðan Múl- inn málið. Í kvöld verða t.a.m. fimm ára afmælistónleikar B3. Agnar Már Magnússon, Ásgeir Ásgeirsson og Erik Qvick leika þá frumsamið efni og lög eftir Wes Montgomery og Hammond-leikarana Larry Goldings og Jimmy Smith. Annað kvöld stígur síðan Egill Ólafsson á stokk og kynn- ir nýútkomna plötu sína, Miskunn dalfiskanna og á miðnætti flytur salsasveit Tómasar R. Einarssonar tónlist á nýútkomnum diski sem kall- ast Romm Tomm Tomm. Ganga má út frá því sem vísu að þar verður feikilegt stuð enda sveitin þétt og traust í suðrænni sveiflu. Þar með er ekki allt talið því fram til jóla eru sjö fimmtudagskvöld til viðbótar. Eiríkur Orri Ólafsson trompetleikari hefur sett saman kvintett sem flytur frumsamda tón- list, Jazz sendiboðar Eriks Qvick boða fagnaðarerindið, A.S.A tríóið flytur Monk og gæðatrommarinn Scott McLemore fyrir eigin tríói í desember. Síðustu tónleikar á árinu í Múlanum verða útgáfutónleikar á nýjum geisladiski Jóels Pálssonar, Varpi. Framundan er því gleðilegur djassvetur með góðgæti í nýjum húsakynnum. Djass og matur á Domo »Hjá Domo verðursnætt á efri hæðinni og síðan geta matargestir farið niður í kjallarann þar sem tónlistin verður Sveifla Domo í Þingholtsstræti er vettvangur djassins. Þar leika í kvöld tríóið B3, Ásgeir Ásgeirsson, Erik Qvick og Agnar Már Magnússon. gugu@mbl.is AF LISTUM Guðjón Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.