Morgunblaðið - 09.11.2006, Qupperneq 56
56 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
ÞETTA VAR
SLÆMT, GRETTIR
HÚN REYNDI AÐ KEYRA YFIR
MIG Á BÍLNUM SÍNUM
SEM BETUR FER ERU
FLUTNINGABÍLAR EKKERT
SÉRSTAKLEGA MEÐFÆRILEGIR
ÞÚ KANNT
SKO AÐ
VELJA ÞÆR
ÉG VAR AÐ
BÚA TIL
LÍMONAÐI,
SNOOPY...
OG ÞÚ FÆRÐ AÐ
SMAKKA FYRSTUR!
ALLT Í LAGI, ÉG SKAL
SETJA MEIRI SYKUR
ÞESSAR
LEIÐBEIN-
INGAR ERU
Á ÞREMUR
TUNGU-
MÁLUM!
Æ, NEI! ÉG
ER MEÐ LÍM
Á HÖNDUNUM
ÞÆR ER
FYRST Á
ÍSLENSKU,
SÍÐAN
FRÖNSKU OG
ENDA Á
FINNSKU
ÞETTA LÍM
LÍTUR ÚT
EINS OG
BRÁÐINN
OSTUR
ÉG TRÚI ÞVÍ
EKKI AÐ ÞETTA
SÉ FYRIR
SEX ÁRA OG
ELDRI
ÞETTA
ER MEIRI
VIÐBJÓÐ-
URINN
MAÐUR
ÞARF AÐ TALA
ÞRJÚ TUNGU-
MÁL TIL ÞESS
AÐ LESA ÞETTA
ÉG VONA
AÐ MÖMMU
FINNST ÞETTA
DAGBLAÐ
FLOTT, ÞVÍ
ÞAÐ ER EKKI
AÐ FARA AÐ
LOSNA AF
GÓLFINU
ÉG BYRJAÐI Á ÞVÍ AÐ
GERA STÓR MISTÖK...
ÉG SETTI KONUNA
MÍNA Á ALLT OF
HÁAN STALL!
OG MÉR HEFUR VERIÐ
ILLT Í BAKINU SÍÐAN
ATLI, ÞÚ VEIST
EKKI HVAÐ ÞAÐ ER
ERFITT AÐ VERA Í
HLÝÐNISSKÓLA
FYRST LÁTA
ÞAU ÞIG
LEGGJAST
NIÐUR
SÍÐAN LÁTA
ÞAU ÞIG STANDA
KJURANN
Í TÍU MÍNÚTUR
ÁN ÞESS AÐ
HREYFA
ÞIG!!
ÉG VEIT EKKI
AF HVERJU ÉG
ER AÐ TALA
VIÐ KÖTT
SJÁIÐ! ÞARNA ER
HVÍTA-VATNSGIL!
ÉG HEF HEYRT AÐ ÞAÐ SÉ
EKKERT SMÁ SKEMMTILEGT
TÆKI! EIGUM VIÐ AÐ FARA?
ÉG VEIT ÞAÐ EKKI.
ÉG ER EKKI VISS UM
AÐ ÉG ÞOLI ÞAÐ
ÞAÐ LÍTUR EKKERT
HRÆÐILEGA ÚT!
ÉG VAR AÐ
TALA UM
RÖÐINA
EFTIR ÞETTA ATRIÐI ÞÁ ÆTLA ÉG
AÐ FINNA FANGA NASHYRNINGSINS
OG FRELSA ÞÁ
EN HVAÐ
MEÐ
MARÐA
RIFIÐ ÞITT?
ÞAÐ ER
ALLT Í
LAGI MEÐ
MIG
ÉG HEF NÁÐ
HONUM ÁÐUR OG
ÉG GET GERT
ÞAÐ AFTUR
HANN Á
EKKI
MÖGULEIKA
Á AÐ SIGRA
MIG
Félag háskólakennara ogFélag prófessora við Há-skóla Íslands standa fyrirmálþingi um akademískt
frelsi næstkomandi föstudag, 10.
nóvember. Málþingið er haldið í
Öskju – náttúrufræðahúsi Háskóla
Íslands, og hefst kl. 13.30.
Gísli Sigurðsson er formaður fé-
lags háskólakennara: „Akademískt
frelsi er forsenda fyrir því að rann-
sóknir dafni og einn af hornsteinum
starfs Háskóla Íslands er að fólk
sem ráðið er til rannsókna ráði sjálft
hvaða viðfangsefni á að rannsaka
hverju sinni og að fjármögnun hafi
ekki áhrif á aðferðir eða nið-
urstöður,“ segir Gísli spurður um til-
efni málfundarins. „Á Íslandi hefur
verið byggt upp fjármögnunarkerfi
fyrir rannsóknir með svokölluðum
samkeppnissjóðum þar sem reynt er
að tryggja hlutleysi með umsókn-
arferli sem byggist á jafningjamati.
Á málþinginu ætlum við að ræða þau
vandamál sem tengjast þessu fyr-
irkomulagi og sömuleiðis fjalla um
það vandamál sem fylgir styrkja-
sjóðum sem gera þá kröfu til um-
sækjenda að rannsóknir séu á til-
teknu sviði, fyrirfram afmörkuðu af
sjóðnum, eins og algengt er með
marga rannsóknarsjóði Evrópusam-
bandsins.“
Gísli nefnir að jafningjamat sam-
keppnissjóða geti stuðlað að íhalds-
semi í styrkveitingum: „Þeir sem
sitja í úrskurðarnefndum eru iðu-
lega eldri vísindamenn sem fengið
hafa viðurkenningu fræðasamfélags-
ins og haft mótandi áhrif á ríkjandi
stefnu í fræðunum. Hættan er sú að
umsækjendur sem koma fram með
nýjar hugmyndir, sem ganga þvert á
þær aðferðir sem fyrir eru, geti átt
erfitt uppdráttar. Kerfið getur því
verkað hamlandi á að róttækar vís-
indabyltingar komi fram. Eins er
mögulegt að þeir sem sitja í úr-
skurðarnefndum reynist með einum
eða öðrum hætti í faglegri sam-
keppni við umsækjendur,“ útskýrir
Gísli. „Hins vegar má nefna marga
kosti sem fylgja núverandi kerfi,
sem ætlað var að auka skilvirkni,
láta vísindamenn skilgreina verkefni
sín vel fyrirfram og fá faglegt mat á
gildi ólíkra verkefna svo að styrkir
yrðu veittir á sem bestan hátt.“
Þrír fyrirlesarar taka til máls á
ráðstefnunni: Sigurður Erlingsson,
formaður Félags prófessora, mun
fjalla um umræður um akademískt
frelsi á þingi norrænna háskóla-
kennara í Stykkishólmi sl. vor.
Bente Gullveig Alver, prófessor við
Háskólann í Björgvin, mun fjalla um
samspil stjórnmála og fjárveitinga,
og Þórólfur Þórlindsson, prófessor
við HÍ, flytur erindið „Akademískt
frelsi og fjármögnun rannsókna.“
Loks verða pallborðsumræður
með þátttöku fyrirlesara auk Marð-
ar Árnasonar, þingmanns Samfylk-
ingar, Sigurðar Kára Kristjáns-
sonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks,
Katrínar Jakobsdóttur, íslensku-
fræðings og varaformanns Vinstri-
grænna og Eiríks Smára Sigurðs-
sonar, deildarstjóra vísindasviðs
Rannís.
Fundarstjóri er Annette Lassen
og umræðustjóri Ævar Kjartansson.
Rannsóknir | Opið málþing um stöðu aka-
demísks frelsis á Íslandi á föstudag kl. 13.30
Er akademísku
frelsi ógnað?
Gísli Sigurðs-
son fæddist í
Reykjavík 1959.
Hann lauk stúd-
entsprófi frá MS
1978, BA-prófi í
íslensku og bók-
menntafræði frá
HÍ 1983, M.phil.-
prófi frá Uni-
versity College Dublin 1986 og
doktorsprófi í íslenskum fornbók-
menntum frá HÍ 2002. Gísli var
gistidósent við Háskólann í Winni-
peg 1988. Árið 1990 hóf Gísli störf
sem sérfræðingur við Árnastofnun,
og var skipaður vísindamaður, nú
rannsóknarprófessor, 2002. Hann
hlaut verðlaun Konunglegu Gust-
avs Adolfs akademíunnar árið 2004
fyrir bókina The Medieval Icelandic
Saga and Oral Tradition. Gísli er
kvæntur Guðrúnu Hólmgeirsdóttur
og eiga þau tvær dætur.
VELGENGNI Latabæjar virðast engin takmörk sett. Smáskífan LazyTown
Bing Bang er komin inn á veðmálalista William Hill í Bretlandi sem líkleg
til að ná fyrsta sæti á sölulista tónlistar þar í landi fyrir þessi jól.
Fyrir hver jól í Bretlandi er mikil spenna fyrir því hvaða lag muni verða
númer eitt á tónlistanum, margir listamenn keppa um þetta sæti og veð-
mangarar gefa út líkur og taka við veðmálum á hvert lag. Nú hefur smá-
skífa Latabæjar komist inn á þennan lista, sem þykir mjög gott.
Veðjað á Latabæ