Morgunblaðið - 09.11.2006, Síða 60
60 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Nei, kannski seinna.
Engu að síður er gott
ráð að hægja aðeins á
tímans gangi með æf-
ingum í þessum dúr.
Annars er þrekhjólið
af einföldustu gerð,
smíðað í Vestur-
Þýskalandi á níunda
áratug síðustu aldar.
Búið er að hjóla um
1.100 km á hjólinu og
enn er það í fínu
standi. Víkverji nær
púlsinum upp í tæp
180 slög á mínútu –
sem er víst aðeins of
mikið, heyrði hann
sagt einhvern tíma.
x x x
Og úti loga jólaljósin. Það færenginn flúið þau. Í raun líður
árið hratt. Fljótlega upp úr ára-
mótum koma páskarnir og síðan er
stutt í verslunarmannahelgina. Um
leið og búið er að ganga frá úti-
legudótinu er réttast að huga að
jólaseríunni og búa sig í leiðinni
undir páskana og jafnvel versl-
unarmannahelgina svona í leiðinni.
Þeir sem vilja freista þess að
hægja aðeins á gangi tímans og
prufa vestur-þýska þrekhjólið
mega senda Víkverja tölvupóst og
panta tíma.
Jólaljósin hafa veriðkveikt! Eru jólin
virkilega að koma?
Þetta er of mikið fyrir
Víkverja. Honum
finnst eins og versl-
unarmannahelgin sé
nýliðin. Tíminn flýgur
hratt, það er greini-
legt, og alltaf hraðar
og hraðar. Eða það
finnst Víkverja. Þetta
er sjálfsagt bara ald-
urinn. En eitt er þó
gott að iðka til að
snúa þessari óheilla-
þróun við, nefnilega
setjast á þrekhjól á
heimili Víkverja og
puða í korter. Þegar sett er í
þriðja gír á árvítans hjólinu virðist
hver mínúta verða að klukkutíma
og oft finnst Víkverja sem úrið
hljóti að hafa hægt á sér, annað-
hvort vegna alvarlegrar bilunar
eða þá að óþekktarúrið er beinlínis
að stríða hjólandi manninum. Þeg-
ar puðið er orðið nánast óþolandi
er Víkverji orðinn svo reiður út í
klukkuna og ekki síst hjólið að all-
ar hans hugsanir snúast um að ná
sér einhvern veginn niðri á þessum
tækjum. Kannski væri hægt að
semja ódauðlegt kvæði upp úr
þessum þjáningum? Úrið er eins
og hjólið og hjólið snýst og snýst?
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF:
ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
dagbók
Orð dagsins: En hjálparinn, andinn heilagi, sem fað-
irinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt
og minna yður á það, sem ég hef sagt yður. (Jóh. 14, 25.)
Í dag er fimmtudagur
9. nóvember, 313. dag-
ur ársins 2006
velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Of hátt miðaverð
Mig langar til að kvarta yfir of háu
miðaverði í bíó þessa dagana! Að
hækka úr 800 krónum í 900 krónur!
Er þetta ekki of mikið? Gaman
væri ef þetta verð lækkaði nú að-
eins, um 200 til 300 krónur! Með
bestu bíókveðjum,
Ólafur Jónas
Sigurðsson
Útlendingavandamál?
Mér finnst alveg makalaust hvernig
er búið að snúa út úr ummælum
Magnúsar Þórs Hafsteinssonar á
Alþingi um frjálst flæði vinnuafls til
landsins. Allt í einu er þetta orðið
að umræðu um útlendingavanda-
mál. Svo kynda fjölmiðlar undir
ruglið. Á Rás 2 lét Eiríkur Berg-
mann dæluna ganga og tengdi
Frjálslynda við þjóðernisöfgaflokka
í Evrópu sem beinlínis boða hatur
gegn þjóðum og kynþáttum. Þetta
var svo spyrt við viðtal við Ásgeir
Hannes Eiríksson sótbölvandi í
beinni, sem er einmitt af því sauða-
húsi sem Eiríkur Bergmann lýsti.
Öfgamenn í sína áttina hvor, en
frjálslyndir eru mitt á milli og eru
bara að benda á mál sem brenna á
íslenskum verkalýð.
Hvaða mannskap ætlar Svein-
björn Sigurðsson ehf. að ráða sem
verktaka, eins og þeir segjast ætla
að gera? Ætli það verði þeir Íslend-
ingar sem fengu að fjúka á dög-
unum?
Guðmundur Benediktsson,
Akranesi.
Fyrirspurn
Ég sakna þess mikið að bílaþvotta-
stöðin í Sóltúni skuli vera hætt. Ég
vonast til að hún verði starfrækt
annars staðar því mikil þörf er fyrir
svona stöð fyrir fatlaða, sem aðra.
Vonandi getur einhver gefið mér
svar við því hvort hún verði starf-
rækt áfram.
Ingibjörg.
Þeir sem vita hvaða menn eru þarna að spila vinsamlegast hafið samband
við Jón Kr. Ólafsson GSM 847-2542.
Hverjir eru á myndinni?
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
95 ára af-mæli. Í
dag, 9. nóvem-
ber er níutíu og
fimm ára frú
Ásta Jónas-
dóttir Hjallaseli
55.
80 ára af-mæli. Í
dag, 9. nóvem-
ber, er áttræður
Höskuldur
Jónsson, fyrr-
verandi síma-
verkstjóri, Kol-
beinsgötu 52,
Vopnafirði.
Hann verður að
heiman í dag.
WWW.HASKOLABIO.ISSTÆRSTA KVIKMYNDAHÚS LANDSINS HAGATORGI • S. 530 1919
Varðveit líf mitt fyrir
ógnum óvinarins
KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK
20% AFSLÁTTUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG PLATÍNUM
GLITNIS, EF GREITT ER MEÐ GREIÐSLUKORTI FRÁ GLITNI
BESTA MYND MARTINS
SCORSESE TIL ÞESSA
SJÁIÐ EINA BESTU MYND ÁRSINS. BETRI LEIKHÓPUR
HEFUR EKKI SÉST Í KVIKMYND Í LANGAN TÍMA
eeeee
V.J.V. TOPP5.IS
eeee
T.V. KVIKMYNDIR.IS
eee
H.J. MBL
eeee
Davíð Örn Jónsson
– Kvikmyndir.com
eeeee
Hallgrímur Helgason
– Kastljósið
eeee
H.S. – Morgunblaðið
eeee
DV
eeeee
Jón Viðar – Ísafold
MÝRIN kl. 5:50 - 7 - 9 - 10:15 B.i. 12.ára.
THE LAST KISS kl. 8 - 10:30 B.i. 12.ára
THE QUEEN kl. 5:45 B.i. 12.ára.
THE DEPARTED kl. 9 B.i. 16.ára.
BÖRN kl. 6 - 8 B.i.12.ára.
FRÁ HANDRITSHÖFUNDI
„MILLION DOLLAR BABY“ OG „CRASH“
the last kiss
Vel gerð og rómantísk með
þeim Zach Braff („Scrubs“,
„Garden State“), Rachel
Bilson („The O.C.“
þættirnir) ofl.
eeee
EMPIRE MAGAZINE
BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASONeeeÓ.H.T. RÁS2eeeeHEIÐA MBL eeeeSV, MBLeeeMMJ, KVIKMYNDIR.COMeeeEGB, TOPP5.IS
Brúðkaup | Gefin voru saman 15. júlí
sl. af sr. Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur í
Hallgrímskirkju þau Gróa Ólöf Þor-
geirsdóttir og Daði Rúnar Jónsson.
Ljósmynd: Sissa.
Dómari við héraðsdóm í NewYork kvað upp þann úrskurð í
fyrradag að selja mætti málverk
Picasso, Angel Fernandez de Soto, á
uppboði í Christiés. Fyrr hafði dóm-
arinn bannað sölu þess vegna lög-
sóknar manns sem sagðist vera rétt-
mætur erfingi að verkinu.
Sá sem lögsótti, Julius H. Schöps,
sagði að nasistar hefðu neytt fyrr-
verandi eiganda þess, þýska banka-
stjórann Paul von Mendelssohn-
Bartholdy, til að selja það á 4. ára-
tug síðustu aldar. Hann erfði
Bartholdy og taldi sig því eiga verk-
ið.
Málverkið er metið á 60 milljónir
dollara og var selt í góðgerðarskyni í
Christiés í New York í gær.
Fólk folk@mbl.is BreskileikarinnJude Law hef-ur mikinn
áhuga á því að
leika vonda
karlinn í James
Bond mynd.
Hann segir
hins vegar að
sér hafi aldrei
verið boðið að
leika Bond
sjálfan, þrátt
fyrir þrálátar sögusagnir þess efnis.
„Mér var aldrei boðið að leika Bond.
En ef ég myndi einhvern tímann
leika Bond, þá gæti ég aldrei leikið
vonda karlinn, sem er nokkuð sem
ég hef mikinn áhuga á að gera,“ seg-
ir Law.
Þá segir Law að uppáhalds vondu
karlarnir sínir í Bond myndunum
séu þeir sem séu á einhvern hátt lík-
amlega undarlegir, til dæmis Jaws
sem var með tennur úr málmi.
„Hvað varð um óþokkana sem voru
líkamlega afbrigðilegir? Þeir ættu
að koma aftur, þeir voru bestir.“
Leikkonan Lindsay Lohan hefurengan áhuga á söngvaranum
Robbie Williams. Williams er sagður
hafa reynt að draga Lohan á tálar í
næturklúbbnum Hyde í Los Angeles
en Lohan sýndi tilraunum hans lít-
inn áhuga. Að sögn heimildarmanna
slúðurfrétta-
veitunnar
BangShowbiz
gekk Williams
upp að Lohan,
hvíslaði ein-
hverju í eyra
hennar, en
Lohan sýndi
því engan
áhuga.
Vitni að
þessu segir
Williams hafa
verið í klúbbnum í rúman klukku-
tíma og reynt við nær allar konur á
svæðinu. Þegar Lohan hafi ekki haft
áhuga hafi Williams orðið kafrjóður
og yfirgefið staðinn skömmu síðar.