Morgunblaðið - 17.11.2006, Side 37

Morgunblaðið - 17.11.2006, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 37 ELDRI borgarar í Reykjavík eru undr- andi á 9% hækkun á gjaldskrám fé- lagsstarfs og heima- þjónustu og láir þeim það enginn. Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa undanfarið keppst við að lýsa hneykslan sinni á óviðunandi kjörum aldraðra og sagt að vilji sé til þess að lagfæra þau með einum eða öðrum hætti. Þegar til kastanna kemur er viljinn ekki jafn- eindreginn og ætla mætti. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks hér í Reykjavík hefur ákveð- ið að hækka allar gjaldskrár við þjón- ustu eldri borgara um tæp 9%. Meirihlutinn segir að hluti af hækk- uninni sé tilkominn vegna „vanhækk- ana“ síðasta árs. Á síðasta ári ákvað fráfarandi meirihluti að hækka ekki gjöldin og það var vitanlega liður í því að bæta kjör eldri borgara. Það væri óskandi að þeirri stefnu hefði verið framfylgt í ár. Reykjavíkurlistinn stóð að ýmsum úrbótum til að bæta kjör almennings í borginni. Eldri borgurum sem ein- ungis njóta tekna frá almannatrygg- ingum var tryggð ókeypis heimaþjón- usta og sú samþykkt heldur ennþá. Eins var ákveðið af R-listanum að ekki skyldi greitt fyrir kvöld- og helg- arþjónustu en hana fá þeir sem mesta aðstoð þurfa. Gjaldfrjálst félagsstarf Á síðasta kjörtímabili lögðum við fram tillögu þess efnis að félagsstarf eldri borgara yrði gjaldfrjálst. Við höfum litið svo á að fjölbreytt fé- lagsstarf sem tekur mið af þörfum notenda á hverjum stað sé mik- ilvægur liður í því að rjúfa félagslega einangrun aldraðra og fatlaðra í borginni og auka lífsgæði fólks. Til- lagan var send til umsagnar í not- endaráðum félagsmiðstöðvanna og þá kom í ljós að á flestum stöðum var vilji til að greiða ákveðið lágmarks- gjald. Í umsögnum ráðanna kom meðal annars fram að það fælist í því bæði reisn og ábyrgð að greiða fyrir sig, eins væri fólgið í því aðhald að greiða fyrirfram og það myndi hvetja fólk til að mæta í félagsstarfið. En einnig kom fram að aldraðir væru þjakaðir af peningaleysi og gjaldfrelsi myndi þess vegna koma sér vel fyrir þá fjölmörgu sem varla geta látið enda ná saman. Hvað nú? Nú er búið að ákveða gjald- skrárhækkun matar, heimaþjónustu, félagsstarfs og þjónustugjalda í þjón- ustuíbúðum aldraðra. Okkur í Sam- fylkingunni kom tillagan mjög á óvart og bókuðum eftirfarandi: „Fulltrúar Samfylkingar í velferðarráði væntu þess að gjaldskrá vegna þjónustu við eldri borgara myndi ekki hækka í ár vegna þess að í aðdraganda borg- arstjórnarkosninga í vor mátti skilja að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur ætluðu sér að leiðrétta kjör eldri borgara og bæta þeirra hag. Gjaldskrárhækkanir eru tvímæla- laust ekki skref í rétta átt hvað það varðar.“ Það er von okkar að meirihluti vel- ferðarráðs taki málið upp og hætti við fyrirhugaða hækkun. Eldri borgarar í Reykjavík eiga skilið að á þá sé hlustað, ekki bara þegar þeir eru sammála valdhöfum. Gjald eða gjaldfrelsi fyrir eldri borgara Oddný Sturludóttir og Björk Vilhelms- dóttir fjalla um mál- efni eldri borgara »Eldri borgarar íReykjavík eiga skilið að á þá sé hlustað, ekki bara þegar þeir eru sammála valdhöfum. Höfundar eru fulltrúar Samfylking- arinnar í velferðarráði Reykjavík- urborgar. Oddný Sturludóttir Björk Vilhelmsdóttir Það er alveg með ólíkindum að við, sem sinnum þessum störfum, skulum ekki geta lifað mannsæm- andi lífi á þeim launum sem við fáum. Launin okkar eru algjörlega fyrir neðan allt sem hægt er að hugsa sér. Ég fór að velta þessu al- varlega fyrir mér um daginn þegar hjá mér var staddur maður sem sagði kunningja sinn hafa svo lítil laun, hann væri bara með útborg- aðar 400.000 kr. Ég sagði nú bara: hann ætti að prófa að vera á sjúkra- liðalaunum, við kæmumst ekki einu sinni í þessa tölu sem heildarlaun þótt við ynnum alla daga mánaðar- ins. Jafnt nætur sem kvöld, helgar sem helgidaga. Við erum á vöktum allan sólar- hringinn, við þurfum að sinna fólki jafnt að nóttu sem degi, sama hvaða dagur er. Hvort sem það eru jól, páskar eða áramót. Já, alla frídaga sem aðrir eyða með fjölskyldum sín- um og vinum þá erum við oft á tíðum að vinna. Það vita allir að það fer ekki vel með líkamann að vinna á nóttunni, það hefur þau áhrif að lík- aminn eldist miklu hraðar, líkams- klukka okkar flestra er ekki gerð fyrir næturvinnu en þetta er það sem við látum okkur hafa og það fyr- ir lúsarlaun. Það hefur margoft verið sagt við mig, af fólki sem þarf á aðstoð okkar sjúkraliðanna að halda: „Það er verst hvað þið eruð með lág laun, þið hljótið að vera að þessu af hugsjón.“ Það er erfitt að kaupa í matinn eða föt á sig fyrir hugsjónina eina sam- an. Það hugsa kannski margir eins og faðir minn sem skildi ekkert í því af hverju ég væri að læra að verða sjúkraliði, til hvers ég væri eiginlega að læra að skeina fólk. Stuttu síðar þurfti hann reyndar að leggjast inn á sjúkrahús sjálfur og fékk þá að reyna það að þurfa á hjálp sjúkraliða að halda. Hann komst þá að þeirri mikilvægu niðurstöðu að við gerðum jú ýmislegt annað en að skeina fólk. Núna er farið að styttast í jólin og við, sem vinnum sem sjúkraliðar, er- um búin að ákveða hvernig við skipt- um með okkur vöktum um jólin. Þið sem eigið ættingja eða vini inni á sjúkrahúsi eða öðrum stofnunum vitið hversu mikilvægt það er að það sé einhver góð manneskja sem hjálpar mömmu eða pabba, bróður, systur, barni eða maka í jólafötin, passi að þau fari vel, nú eða sjái um að bursta hárið og laga, raka skegg- ið eða setja krem á andlitið, sjái um að færa þeim matinn og jafnvel mata þau, en sýni þeim umfram allt ástúð og hlýju, sem er kærkomið hverri sál. Góðar stundir. »Það er alveg meðólíkindum að við, sem sinnum þessum störfum, skulum ekki geta lifað mannsæmandi lífi á þeim launum sem við fáum. Höfundur er sjúkraliði. Í BLAÐI ungra sjálfstæð- ismanna í Garðabæ varst þú spurð hvort þér fyndust trúfélög eiga að hafa aðstöðu innan grunnskóla og aðgang að börnum þar og þú sagðir: „Ég tel ekki óeðlilegt að trúfélög geti innan einhverra marka fengið aðstöðu innan grunnskóla til að iðka þar tóm- stundastarf með börnum, rétt eins og önnur félagasamtök og íþróttafélög fá að gera utan hins hefð- bundna skólastarfs. Skólinn á hins vegar ekki að vera vett- vangur trúboðs.“ Í greinum hér í Morgunblaðinu hefur ítrekað verið sýnt fram á að í starfsemi Vinaleiðar í grunn- skólum felst bæði bein og óbein trú- arinnræting eða trúboð og því leiðir hún óhjákvæmilega af sér mismunun vegna trúarbragða. Starf presta og djákna í skólum fer auk þess ekki fram utan hins hefðbundna skólastarfs heldur er því beinlínis ætlað að vera hluti af skólastarfinu og innan þess. Nú hefur foreldri, lífsskoð- unarfélag, trúfélag og stjórn- málahreyfing bent á að Vinaleiðin stangast á við grunnskólalög, aðal- námsskrá, siðareglur kennara og brýtur jafnframt á rétti foreldra og barna samkvæmt alþjóðalögum. Þessir aðilar hafa krafist þess að starfsemi Vinaleiðar verði stöðvuð þegar í stað af þeim sökum. Í blaði ungliðanna í Garðabæ stóð að þú kæmir fyrir sjónir sem ákveðin stelpa sem þyrði að taka sterka pólitíska afstöðu. Nú reynir á þorið því trúarlegt eðli Vina- leiðar er skýrt, lögin eru skýr, að- alnámsskrá er skýr, krafa áð- urnefndra hópa er skýr og nú er afstaða þín skýr. Það eina sem vantar er þessi pólitíska ákvörðun, sem þér ber að taka. Boðandi Einkunnarorð þjóðkirkjunnar eru: boðandi, biðjandi, þjónandi. Enginn velkist í vafa um að boðun kirkjunnar felst í boðun trúar. Engum dettur heldur í hug, allra síst þjón- um kirkjunnar, að þeir eigi ekki að boða fagnaðarerindið með öllum störfum sínum, beint og óbeint. Djáknum er beinlínis sagt að þeir eigi að „hvetja aðra með orð- um og eftirdæmi til að fylgja Kristi og ástunda það eitt að frelsarinn Jesús Kristur megi vegsam- aður verða fyrir líf þeirra og starf“. Biðjandi Halldór Reynisson á Bisk- upsstofu biður okkur að trúa að Vinaleiðin sé þjónusta en ekki boðun. Lýsingar djáknans í Mos- fellsbæ, forsprakka Vinaleiðar, á störfum sínum taka þó af allan vafa að um trúarinnrætingu er að ræða. Kannski áttu eftirfarandi orð Halldórs í fréttaskýringu Morgunblaðsins 5. nóvember að afsaka það: „Við gerum okkur grein fyrir að skólinn þarf að fræða um lífsskoðanir, en gera það á hlutlausan hátt. Við getum auðvitað ekki fortakslaust tryggt að svo sé, en þetta er augljós stefna kirkjunnar í málinu.“ En dettur þér í hug að djákni eða prestur í skóla geti eða vilji vera hlutlaus í trúmálum? Þegar Vinaleiðin bauðst Hofs- staðaskóla fór skólastjórinn eðli- lega fram á að kirkjan kostaði hennar í stað aukið starfshlutfall námsráðgjafa, en kirkjan neitaði og krafðist þess að fá vígðan mann inn í skólann. Ástæðan get- ur einungis verið sú að tilgangur þessa starfs er boðun kristinnar trúar. Enginn mælir gegn aukinni þjónustu eða stuðningi við nem- endur en hann á að vera hlutlaus í trúmálum. Þjónusta hlutlausra fagmanna er auk þess mun ódýr- ari en „þjónusta“ presta ef marka má kjarasamninga. Og hvernig er hægt að réttlæta að skólinn greið- ir starf fulltrúa trúfélags í Mos- fellsbæ? Í Garðabæ hefur kirkjan nú þegar beðið bæjaryfirvöld um tvær milljónir árlega til að greiða störf presta og djákna í skólum. Þjónandi „Hvernig nær kirkjan til ungs fólks?“ var titill erindis starfs- hóps, sem flutt var á prestastefnu árið 2003. Hóp þennan skipaði áð- ur nefndur Halldór Reynisson. Einn þremenninganna í þessum hópi var Hans Guðberg Alfreðsson en hann starfar nú sem „skóla- prestur“ Vinaleiðar í Garðabæ. Í erindinu segir: „Þjóðkirkjan hefur lengi haft ágætan aðgang að grunnskólunum og samstarf við leikskóla hefur farið ört vaxandi síðustu ár. Nú er kominn tími til að sá góði árangur sem náðst hef- ur í barna- og unglingastarfi nái einnig til ungs fólks á framhalds- skólaaldri.“ „Við sjáum fyrir okk- ur að þetta verkefni geti vaxið mikið og orðið lykill þjóðkirkj- unnar að framhaldsskólunum, að aldurshópnum 16–20 ára.“ „Við sjáum fyrir okkur að eitt- hvað í líkingu við „Vinaleið“ sem Þórdís Ásgeirsdóttir djákni hefur leitt í barna- og gagnfræðaskól- unum í Mosfellsbæ ætti fullt er- indi inn í framhaldsskólana. Eins og það eru námsráðgjafar og sál- fræðingar tengdir skólunum, sé ég fyrir mér djákna eða prest í hvern framhaldsskóla. Draumur okkar er að kirkjan nái að vera eðlilegur hluti af fram- haldsskólunum. Við teljum að nú sé rétti tíminn á útspili frá kirkj- unni með tilboð inn í framhalds- skólana. Þetta er tækifæri sem þjóðkirkjan má ekki missa af. Við höfum stigið fyrstu skrefin og nú er tækifæri að festa þetta í sessi.“ Ég geri lokaorð þessa magnaða erindis kirkjunnar manna að mín- um því skýrar verður ekki mælt: „Síðustu orð Jesú til lærisvein- anna voru: „Farið og gjörið allar þjóðir að lærisveinum …“ Hlut- verk kirkjunnar er skýrt, að fara með boðskap Jesú og fara að for- dæmi Jesú.“ Er boðun trúar trúboð? Reynir Harðarson skrifar opið bréf til menntamálaráðherra » Í Garðabæ hefurkirkjan nú þegar beðið bæjaryfirvöld um tvær milljónir ár- lega til að greiða störf presta og djákna í skólum. Reynir Harðarson Höfundur er sálfræðingur. MORGUNBLAÐIÐ er dýr- mætur og þakkarverður miðill þjóðfélagsumræðunnar hér á landi. Í grein Baldurs Elíassonar 15.11. er boðað andsvar við svar- grein okkar frá 8. nóv. sl. Ekki er hins vegar að sjá að Baldur hafi kynnt sér efni hennar. Hann við- urkennir reyndar nauðsyn þess að vinna vetni hér á landi en er ósáttur við að nýta það á hreinu formi og vill umbreyta því í met- anól, öðru nafni tréspíra. Með grein hans hefur umræðan þróast í mjög sérhæfða átt: Vetni er æskilegt en hvernig á að geyma það og flytja? Í greiningu sinni á orkuþörf- inni hefur Baldur ranglega eftir grein okkar að 6–8 vetnisstöðvar verði á landinu. Við nefndum þann fjölda sem lágmarksfjölda stöðva sem nauðsynlegur yrði snemma í ferlinu; þvert á móti er síðar gert ráð fyrir fleiri vetn- isstöðvum sem yrðu dreifðar um landið í miklu smærri einingum, stöðvar sem allar framleiddu vetni á staðnum úr rafmagni og vatni. Baldur svarar engu varðandi fullyrðingar okkar um eitrunar- áhrif tréspíra í grunnvatni, lífríki og samfélagi. Þessi yfirsjón vek- ur athygli. Hann gerir jafnframt enn ráð fyrir þungaflutningum vetnis í þéttbýli. Það er hins veg- ar alls ekki inni í þeirri sviðs- mynd sem hér er prófuð. Á hinn bóginn myndi fullkomið og fullþróað íslenskt vetniskerfi gera óþarfa þungaflutninga olíu og bensíns eins og nú tíðkast. Eftir bein samskipti við ýmsa aðila víða um heim er okkur kunnugt um að enginn bifreiða- framleiðandi er lengur að vinna að þróun bifreiða sem nýta tré- spíra sem eldsneyti. Hugmyndir um að framleiða tréspíra úr kol- díoxíði eru vel þekktar fræðilega en þær eru mjög kostn- aðarsamar. Þær krefjast fram- leiðslu vetnis og iðnaðar sem sundrar koldíoxíðinu í mjög dýru ferli. Þar er sundrunarferlið ákaflega dýrt og orkufrekt. Við bruna tréspírans myndast kol- díoxíð á nýjan leik. Að end- urheimta það koldíoxíð úr and- rúmsloftinu er aðeins á teikniborði framtíðarinnar og verður ekki auðvelt ferli. Eðlisfræði vetnis hefur verið vel þekkt hér á landi allt frá önd- verðu og hefur verið hluti af rannsóknaverkefnum Háskóla Íslands í áratugi. Fyrirferðarlítil geymsla vetnis er í þróun við Há- skóla Íslands. Nokkrir aðrir há- skólar og stofnanir eru einnig virk í þessu mikilvæga rannsókn- arefni. Verkefnið er mikilvægt og víða um heim er gríðarlegum upphæðum varið til vetnisrann- sókna, enda talið að mikil gæði séu í húfi. Að lokum viljum við bjóða Baldri að koma og kynna sér ís- lensku vetnisverkefnin af eigin raun næst þegar hann verður á ferðinni hér á landi. Þorsteinn I. Sigfússon Bragi Árnason Vetnisumræðan Höfundar eru prófessorar við Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.