Morgunblaðið - 17.11.2006, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 39
LUNGNAKRABBAMEIN er
næstalgengasta krabbamein á Ís-
landi og það krabbamein sem leggur
flesta Íslendinga að velli. Alls látast í
kringum 110 ein-
staklingar úr sjúk-
dómnum á ári hverju
sem slagar hátt upp í
fjölda þeirra sem látast
af völdum brjósta-,
ristil- og blöðruháls-
kirtilskrabbameins
samanlagt. Lungna-
krabbamein er því eitt
af stærstu heilbrigð-
isvandamálum hér á
landi, líkt og annars
staðar í heiminum.
Orsakatengsl reyk-
inga og lungnakrabba-
meins eru mjög sterk og er talið að
rekja megi 90% lungnakrabbameins
beint til reykinga. Því er ljóst að
hægt er að koma í veg fyrir flestar
tegundir þess með því að sporna við
reykingum. Fræðsla til almennings
um skaðsemi reykinga auk söluheft-
andi aðgerða af hálfu stjórnvalda
eru öflug tól í þessu sambandi og
skipta sköpum þegar til lengri tíma
er litið. Ekki má vanmeta gildi for-
varnastarfs og tóbaksvarna í þessu
sambandi. Hér á landi hefur talsvert
áunnist á síðustu tuttugu árum og
hlutfall fullorðinna Íslendinga sem
reykja hefur lækkað um rúmlega
helming, eða úr 40% í um 20%. Á
sama tíma hefur sala á tóbaki dreg-
ist saman um helming og er nú 1,5
kg/ári á hvern fullorðinn Íslending.
Þennan árangur má að verulegu
leyti þakka harðri tóbaksvarnalög-
gjöf frá upphafi áttunda áratug-
arins, en á þeim tíma þótti hún ein sú
strangasta sinnar tegundar í heim-
inum. Því miður voru Íslendingar
ekki í fararbroddi hvað
varðar næstu skref í
tóbaksvörnum, t.d.
bann við reykingum á
veitinga- og skemmti-
stöðum. Þarna höfum
við verið eftirbátar
margra annarra þjóða
sem við berum okkur
gjarnan saman við, t.d.
Bandaríkjamanna,
Norðmanna og Svía.
En þetta stendur til
bóta því hinn 1. júní
2007 tekur ný löggjöf
um tóbaksvarnir gildi
hér á landi þar sem reykingar á veit-
inga- og skemmtistöðum verða
bannaðar. Þetta er afar mikilvægt
skref í tóbaksvörnum og skipar okk-
ur aftur sess á meðal fremstu þjóða
á þessu sviði.
Sú staðreynd að reykingar hafa
minnkað jafn mikið og raun ber vitni
hefur tvímælalaust skilað árangri.
Sést það til dæmis á því að tíðni
lungnakrabbameinstilfella er farin
að lækka hjá körlum og er hætt að
aukast hjá konum. Allt bendir til
þess að tilfellum muni fækka enn
frekar á næstu áratugum þegar for-
varnastarf síðustu áratuga skilar sér
að fullu. Þetta er jákvæð þróun og
mikilvæg viðurkenning fyrir þá sem
hafa komið að tóbaksvörnum hér á
landi.
Enn er þó langt í land og þótt viss-
um áföngum hafi verið náð í barátt-
unni við lungnakrabbamein má alltaf
gera betur. Mikilvægt er að stjórn-
völd auki fjárveitingar til forvarna-
starfs, ekki síst í grunn- og fram-
haldsskólum. Slíku fé er vel varið.
En slíkar aðgerðir nægja ekki einar
sér. Auka þarf fé til rannsókna á
lungnakrabbameini og einnig er
brýnt að auka fræðslu til heilbrigð-
isstétta um reykingavarnir.
Lungnakrabbamein er erfitt við-
ureignar og þótt dregið hafi úr fjölg-
un tilfella hér á landi veldur áhyggj-
um að svokallað dánarhlutfall, þ.e.
hversu margir deyja úr sjúkdómn-
um, er enn mjög hátt. Þetta skýrist
fyrst og fremst af því að allt of stór
hluti sjúklinga greinist með langt
gengið krabbamein, sjúkdóm sem
iðulega er erfitt er ráða niðurlögum
á og lækna. Skimun áhættuhópa
með hraðvirkum tölvusneiðmynda-
tækjum hefur vakið von um að
greina megi meinin á byrjunarstigi
og bæta þannig horfur sjúklinganna.
Slík skimun er hins vegar mjög
kostnaðarsöm og margir eru enn
þeirrar skoðunar að hún svari ekki
kostnaði.
Eina lækningin við lungnakrabba-
meini er skurðaðgerð þar sem mein-
ið er fjarlægt. Árangur skurð-
aðgerða hefur batnað umtalsvert á
síðustu áratugum og nú er hægt að
fjarlægja stór lungnaæxli með til-
tölulega lítilli áhættu, jafnvel í eldra
fólki. Framfarir í svæfinga- og gjör-
gæslulækningum vega þarna þungt,
en einnig hafa orðið framfarir í
skurðtækni sem gera flóknari að-
gerðir mögulegar. Mikilvægar rann-
sóknir eru í gangi á viðbótarmeðferð
eftir skurðaðgerðir. Er þá beitt
krabbameinslyfjameðferð eftir
skurðaðgerðina til að minnka líkur á
því að meinið taki sig upp aftur.
Sömuleiðis kemur til greina að beita
bæði geisla- og krabbameinslyfja-
meðferð við stærri lungnakrabba-
mein áður en sjúklingar eru teknir
til aðgerðar. Með þessu móti er
hægt að minnka æxlin og gera kleift
að nema þau á brott með skurð-
aðgerð.
Atriðin hér að ofan eru þó aðeins
litlir áfangasigrar á langri leið í bar-
áttunni við lungnakrabbamein. Aðal-
áherslurnar í þessari baráttu eru öfl-
ugar forvarnaaðgerðir í formi
reykingavarna og fræðslu, enda má
ekki gleyma þeirri staðreynd að við
búum yfir þeirri einstöku vitneskju
að vita hver helsta orsök þessa ill-
skeytta krabbameins er.
Tóbaksvarnir eru lykilatriði í barátt-
unni við lungnakrabbamein
Tómas Guðbjartsson skrifar í
tilefni alþjóðadagsins gegn
lungnakrabbameini
» Orsakatengsl reyk-inga og lungna-
krabbameins eru mjög
sterk og er talið að rekja
megi 90% lungna-
krabbameins beint til
reykinga.
Tómas Guðbjartsson
Höfundur er dr. med, sérfræðingur í
hjarta- og lungnaskurðlækningum og
aðjunkt við læknadeild HÍ.
STAKSTEINAR Morgunblaðsins
15. nóvember fjalla um sjónvarps-
umræður Kastljóssins sem fram fóru
14. nóvember þar sem við Hilmar
Ingólfsson, skólastjóri
í Hofsstaðaskóla,
ræddum um svokallaða
Vinaleið og starfsemi
trúfélaga í grunn-
skólum. Í grein Stak-
steina er tekin út ein
setning sem ég sagði
og birt án samhengis
við orðræðuna í heild
sinni og hljómar hún
þannig: „Nú á ég börn í
grunnskóla. Ég vil
vera öruggur um það
að börnin séu ekki í
höndunum á fólki sem
er annarrar lífsskoð-
unar heldur en ég.“
Nú lætur Stak-
steinahöfundur líta út
eins og þetta hafi verið
það eina sem ég sagði í
tíu mínútna umræðum
og tekur ekki mið af
samhengi orðræð-
unnar. Staksteinahöf-
undur áttar sig greini-
lega ekki á því að í
umræðunni var verið
að ræða um það þegar boðun trúar
og lífsskoðana er í fyrirrúmi. Þegar
slíkt á sér stað kæri ég mig ekki um
að börnin mín séu í höndum einhvers
sem hefur þann starfa að boða trú
sína eða lífsskoðun.
Það liggur alveg ljóst fyrir að þeg-
ar skólastarf er þess eðlis að fólk er
ekki að boða trú sína eða lífsskoðun,
heldur að kenna hefðbundnar náms-
greinar þá skipta persónulegar skoð-
anir fólks engu máli. En því miður
virðist vera mikil sókn í ýmsum skól-
um í þá veru að þar verði í síauknum
mæli stundað trúboð og trúarleg inn-
ræting eins og fram hef-
ur komið m.a. á vef
þjóðkirkjunnar og þar
hefur komið fram að
engu máli skiptir hvort
foreldrar eru því sam-
þykkir eða ekki.
Höfundur Staksteina
er greinilega ekki vel
upplýstur um skólastarf
enda gefur hann það
sterklega í skyn í grein
sinni að ég vinni við það
að kenna nemendum
mínum stefnuskrá
Vinstri grænna fyrir há-
degi og svo stefnuskrá
Siðmenntar eftir há-
degi. Þetta sjónarmið
Staksteina er af-
skaplega undarlegt
enda veit hann vel eins
og fram kom í máli mínu
í gær að samkvæmt að-
alnámskrá grunnskóla á
skólinn að vera fræðslu-
stofnun en ekki trúboðs-
stofnun.
En það er einmitt
kjarni málsins að æ fleiri eru farnir
að starfa við skólana í þeim tilgangi
að boða trú sína og lífsskoðanir og
það er mjög alvarlegur hlutur og við
því verður að bregðast.
Þegar áróður geng-
ur fyrir í skólastarfi
Jóhann Björnsson
svarar Staksteinum
Jóhann Björnsson
»… æ fleirieru farnir að
starfa við
skólana í þeim
tilgangi að boða
trú sína og lífs-
skoðanir og það
er mjög alvar-
legur hlutur …
Höfundur er stjórnarmaður í Sið-
mennt. http://blog.central.is/johannbj
Deilt hefur verið á aðkomu þjóð-
kirkjunnar til nokkurra grunnskóla
landsins í gegnum hina svokölluðu
Vinaleið. Arnold Björnsson skrifaði
nýlega grein þar um
og gagnrýndi kristið
fólk og kirkju í því
samhengi. Ekki ætla
ég að gera Vinaleiðina
að umræðuefni hér en
ég vil bregðast við
nokkrum atriðum úr
grein Arnolds.
Arnold lætur skína í
þau rök, sem sumir
guðleysingjar beita
gjarnan í gagnrýni
sinni, að kristni og
kirkja telji sig ein-
hvern veginn hafa
eignað sér kærleikann, gott siðferði
og almenna réttlætishugsun svo að
þeir sem standi utan við kristni eða
vébanda kirkjunnar séu með ein-
hverjum hætti ofurseldir vondu sið-
ferði. Þetta er að sjálfsögðu rangt
og umræðunni alls ekki til góða. Að
ætla að maður verði að vera krist-
inn til þess að flokkast sem siðferð-
isvera og/eða eiga möguleika á sið-
ferðilegum framförum er fjarstæða.
En það er jafnrangt ef einhver tel-
ur sig geta gert lítið úr kærleik-
anum sem boðaður er á kristnum
forsendum og ætlar að það sé ein-
hver neikvæður eðlismunur þar á;
að kristin (trúarleg) kærleiks-
hugsun sé minna virði en önnur
(veraldleg) kærleikshugsun. Þá er
einfaldlega verið að beita sömu rök-
um og verið er að gagnrýna. Auð-
vitað er til eitthvað sem heitir krist-
ið siðferði í þeim skilningi að kristin
trú réttlætir með sínum hætti til-
tekið siðgæði eða siðalögmál og er
leiðbeinandi og hvetjandi um ytri
hegðun og breytni. En kirkjan boð-
ar ekki að kristið siðferði sé for-
senda siðferðilegrar hugsunar.
Kristin kirkja (þ.e. kristið fólk) til-
einkar sér þá kærleikshugsun sem
birtist í orðum og verkum Jesú
Krists og vill raungera hana og út-
breiða, m.a. á þeim forsendum að
þar fáum við skýrustu
myndina af því skap-
andi afli sem virkur
kærleikur er.
Þá viðrar Arnold þá
röngu hugsun, líkt og
fleiri guðleysingjar
hafa gert, að meta
megi kristna trú og
kristinn boðskap á
grundvelli bókstafs-
kenndrar túlkunar á
einstaka ritn-
ingagreinum Biblíunn-
ar. Eins og annað hóf-
samt fólk, trúað sem
vantrúað, er ég ekki talsmaður
trúarlegrar bókstafshyggju og bið
ég alla að forðast slíka umgengni
við Biblíuna. Ein afleiðing slíkrar
biblíunotkunar er sú tímaskekkja
(anakrónismi) sem Arnold gerir sig
sekan um þegar hann reynir að
upplýsa fólk um eðli kristni og
kirkju í dag í ljósi dapurlegrar
kirkjusögu fortíðarinnar og úr sér
gengnum boðskap um helvítisvist.
Tímaskekkja af þessum toga er því
miður algeng í umræðunni. Ef Arn-
old vill eiga uppbyggilegt samtal
um trúmál í íslensku samfélagi í
dag bið ég hann að staðsetja sig
einmitt þar og kynna sér kirkjuna
með opnum huga eins og hún er í
samtíma sínum. Kirkjan reynir ekki
að breiða yfir sögu sína heldur
reynir hún að læra af henni. Jafn-
framt má fólki vera ljóst að kristni
þróast líkt og önnur trúarbrögð og
að kirkjan sem stofnun gerir það
einnig. En það þýðir ekki að sá
trúarlegi grundvöllur sem kirkjan
hvílir á, fagnaðarerindið um Jesú
Krist, gangi þar með úr sér.
Boðskapur Krists er vissulega
kærleiksboðskapur fyrst og fremst.
Það er ekki boðlegur umræðu-
grundvöllur að vitna samheng-
islaust í fáein orð Jesú, m.a. þau er
hann segir: „Ætlið ekki, að ég sé
kominn að færa frið á jörð … ég er
kominn að gjöra son andvígan föður
[og] dóttur móður,“ og láta að því
liggja að Jesús boði almennt „harð-
ræði“ og „óvild“. Jesús var tilfinn-
ingaríkur maður og oft ómyrkur í
máli og vissi vel að fólk hafði skipt-
ar skoðanir um hann og að ekki
mundu allir fylgja honum að máli.
En það að fylgja honum eftir hafði
gjarnan afdrifaríkar afleiðingar á líf
fólks, m.a. hvað snertir tengslin við
þá sem stóðu eftir.
Gleymum ekki kjarna fjallræð-
unnar þegar dæmt er um boðskap
Jesú Krists, eða dæmisögunum,
m.a. um miskunnsama Samverjann
og týnda soninn; gleymum ekki við-
móti Jesú gagnvart þeim sem
minna máttu sín. Látum ekki bók-
stafshyggju villa okkur sýn og
breiða yfir samhengi kærleikans
sem skín í gegnum orð og verk Jesú
frá Nasaret.
Umræða um trú getur verið
snörp, sérstaklega þegar öndverð
sjónarmið mætast, og upphrópanir
heyrast enda viðfangsefnið innilegt
hjá mörgum er láta sig það varða.
Að sjálfsögðu ætti umræða um trú
og skoðanir að mótast af umburð-
arlyndi og gagnkvæmri virðingu og
ætti fólk að reyna að gera grein-
armun á tiltekinni skoðun og þeim
sem heldur henni fram. Það þjónar
t.d. engum tilgangi að staðhæfa eins
og Arnold gerir að trúað fólk eigi
almennt rýran hlut í þeirri „ham-
ingju“ og „velsæld“ sem mannkyni
hefur tekist að skapa sér í gegnum
sögu sína, og ýja að því að ekki séu
til trúaðir vísindamenn. Slík stað-
hæfing, jafnröng og öfgafull sem
hún er, hljómar heldur óheppilega í
kjölfar þeirrar gagnrýni að kirkjan
úthrópi vantrúað fólk sem hættu-
lega siðleysingja. Með því stígur
Arnold einatt í sömu spor og hann
gagnrýnir aðra fyrir að vera fastir í,
þ.e. hann alhæfir á rangan og öfga-
fullan hátt. Kirkjan hefur ágalla og
trúað fólk sem annað. En að eigna
kirkjunni þann málflutning að
vantrúað fólk sé siðlaust og hættu-
legt er jafn rangt og að segja að
trúað fólk sé illa að sér og skorti
rökhugsun, en þó hefur það heyrst,
m.a. frá virtum breskum vísinda-
manni sem heimsótti Ísland sl. sum-
ar.
Af ótækum forsendum í um-
ræðunni um trú og vantrú
Gunnar Jóhannesson svarar
gagnrýni Arnolds Björnssonar
á kristni og kirkju.
» Látum ekki bók-stafshyggju villa
okkur sýn og breiða yfir
samhengi kærleikans
sem skín í gegnum orð
og verk Jesú frá Nas-
aret.
Gunnar Jóhannesson
Höfundur er sóknarprestur.
Í ógáti sagði ég: Hann tefldi á tæpasta vað.
RÉTT VÆRI: Hann lagði á tæpasta vað.
Eða: Hann tefldi á tvær hættur.
Gætum tungunnar
ÞAKRENNUKERFI
á öll hús – allsstaðar
Smiðjuvegi 74
Sími 515 8700
BLIKKÁS –