Morgunblaðið - 17.11.2006, Page 64

Morgunblaðið - 17.11.2006, Page 64
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 321. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  N 10–15 m/s og smáél NA-lands og enn hvasst austast. 5–10 m/s á S- og V-landi og létt- skýjað. Talsvert frost. » 8 Heitast Kaldast -6°C -20°C H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 1 4 2 Hefur þú smakkað nýju súkkulaðiostakökuna? Nýjung í næstu verslun. SYKURMOLARNIR koma saman í kvöld í fyrsta sinn í áraraðir og halda upp á tuttugu ára afmæli hljómsveitarinnar, tuttugu ára af- mæli Smekkleysu, útgáfufyrirtækis hennar, og tuttugu ára afmæli Ammælis, fyrstu smá- skífunnar sem sveitin sendi frá sér. Mikill áhugi er á tónleikunum hér á landi og erlendis og koma um 1.000 manns frá út- löndum gagngert til að fara á tónleikana, að sögn Einars Arnar Benediktssonar, söngvara Sykurmolanna. Hann segir að hljómsveit- armeðlimir hafi aðeins gefið sjálfum sér eitt loforð: að klára þessa tónleika af heilum hug. „Núna vitum við að við getum þetta, en það er ekkert sem segir að við ætlum að gera það aftur.“ | 52 Þúsund tónleikagestir til landsins Morgunblaðið/Einar Falur VOPNAÐIR sjóræningar ruddust um borð í skútu íslenskra hjóna við strönd Venesúela, bundu þau og ógnuðu með byssum og stálu öllu steini léttara. Hjónin hafa verið á ferðalagi um heimsins höf í tvö ár og hingað til hefur ferðin gengið áfallalaust fyrir sig. Ránið átti sér stað á miðnætti sl. laugardagskvöld. „Ég var ekki fyrr kominn fram á stafn en þrír menn birtust út úr myrkrinu, þeir komu róandi hljóðlaust upp að Lady Ann [skútu hjónanna] og fyrr en varði horfði ég ofan í þrjú byssuhlaup. Tveir mannanna stukku um borð í einni andrá og settu byssuhlaupin undir hök- una á mér,“ segir Kári Jón Halldórsson um rás atburða. Kona hans, Áslaug Ösp Aðalsteins- dóttir, lá þá sofandi í koju. „Það voru komnir þrír gestir sem allir beindu að mér byssum,“ segir Áslaug. „Ég náði að kalla tvisvar til þrisvar á hjálp [í talstöðina] áður en ég fékk byssuhlaup undir hökuna og var skipað á spænsku að hypja mig út til bónda míns.“ Næstu tvo tímana voru hjónin bundin saman bak í bak og ógnað með byssu. | 11 „Horfði ofan í þrjú byssuhlaup“ Íslensk hjón urðu fyrir barðinu á sjóræningjum í Karíbahafinu BJÖRGUNARSVEITINNI á Blönduósi barst beiðni um aðstoð við að bjarga þrjátíu kind- um úr Vatnsdalsá við bæinn Ás seint á mið- vikudagskvöld en þær höfðu lent í sjálfheldu þegar áin tók að bólgna vegna mikilla frosta. Fjórum björgunarsveitarmönnum með björg- unarbát og jeppabifreið tókst á um þremur klukkustundum að bjarga öllum kindunum á þurrt en erfitt var að komast að þeim vegna mikils krapa. Veðurstofa Íslands spáir áframhaldandi kuldakasti þó að vind lægi yfir helgina. | 6 Ljósmynd/Kristján Blöndal Þrjátíu kindum bjargað úr sjálfheldu Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is PÓST- og fjarskiptastofnun hefur tekið ákvörðun um fjárhagslegan aðskilnað Gagnaveitunnar og Orku- veitu Reykjavíkur en fjarskipta- starfsemi fyrirtækisins er undir Gagnaveitunni. Að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra PFS, bygg- ist ákvörðun stofnunarinnar á heim- ild í 36. gr. fjarskiptalaga þar sem fram kemur að fyrirtæki sem njóta einkaréttinda á öðru sviði en fjar- skiptum skuli halda fjarskiptastarf- semi sinni fjárhagslega aðskilinni frá annarri starfsemi, líkt og um óskyld fyrirtæki væri að ræða. Rannsókn stofnunarinnar á mál- inu hófst árið 2003 og tekur Hrafn- kell fram að margt hafi færst til betri vegar hjá Orkuveitunni hvað þetta varðar á þessum tíma, sér- staklega með því að stofnaður var stofnefnahagsreikningur Gagna- veitunnar síðari hluta þessa árs. Hann segir að stofnunin hafi þó talið nauðsynlegt að ákveðnar úrbætur verði gerðar. Í ákvörðun PFS felst að þeim fyrirmælum er meðal ann- ars beint til OR að lán sem Gagna- veitan fær frá fyrirtækinu séu á sambærilegum vöxtum og óskyldur aðili myndi fá og að OR skuli ákvarða arðsemiskröfu af eigin fé í fjarskiptastarfsemi fyrir árslok og að hún taki mið af samkeppnissjón- armiðum. Hrafnkell segir að með þessu sé verið að kveða skýrar á um fjárhagslegan aðskilnað þarna á milli. „Þetta eykur vonandi gagnsæi á markaði og samkeppni líka,“ segir Hrafnkell og bendir á að markmið ákvæðis 36. gr. fjarskiptalaganna sé að koma í veg fyrir að samkeppn- isrekstur sé niðurgreiddur af einka- leyfis- eða verndaðri starfsemi. Útilokar ekki sölu Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður OR, segist ekki hafa neitt við ákvörðun PFS að at- huga, enda sé niðurstaðan í sam- ræmi við það sem nýr meirihluti í borginni og stjórn fyrirtækisins hafi talað fyrir, þ.e. að aðskilja rekstur Gagnaveitunnar og OR. Aðspurður hvort hann vilji selja Gagnaveituna út úr OR segir Guðlaugur að Gagnaveitan hafi þá sérstöðu að vera fyrirtæki í samkeppni við einkaaðila. „Mín persónulega af- staða er að slík sala sé alls ekki úti- lokuð en engin ákvörðun hefur verið tekin í því sambandi,“ segir Guð- laugur. „Mun vonandi auka gagnsæi á markaði“ PFS vill fullan fjárhagslegan aðskilnað milli Gagnaveitunnar og OR Í HNOTSKURN »Gagnaveitan sér umrekstur ljósleiðaranets Orkuveitunnar. »Síminn hf. krafðistþess að eiga aðild að málinu fyrir PFS og komst úrskurðarnefnd fjarskiptamála að þeirri niðurstöðu í sumar að svo ætti að vera. » Í ákvörðun PFS erkveðið á um takmörk- un á heimild OR til að veðsetja eignir sínar í tengslum við lán sem eru tekin vegna Gagnaveit- unnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.