Morgunblaðið - 22.11.2006, Síða 1

Morgunblaðið - 22.11.2006, Síða 1
STOFNAÐ 1913 318. TBL. 94. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Kynntu þér málið og sæktu um á spron.isAR G U S / 06 -0 55 2 BEYGT TIL VINSTRI ARNÓR GAUTI HELGASON ÆTLAR AÐ BERJAST VIÐ FLÖKKUKINDINA Í SÉR Í BORGARNESI >> 22 TONI MORRISON STEINUNN SIGURÐAR- DÓTTIR SKRIFAR UM SYNGJANDI SKÁLDSÖGUR >> 43 Eftir Ívar Benediktsson og Víði Sigurðsson í London „ÞETTA gerð- ist allt mjög hratt. Það hafði verið umræða um West Ham í talsverðan tíma og Kia Joor- abchian var að skoða mögu- leikana á að kaupa félagið. Sú umræða ýtti við okkur fyrir sjö til átta vikum,“ segir Eggert Magnússon, verðandi stjórnarfor- maður enska knattspyrnufélagsins West Ham, í gær. Þá hafði eign- arhaldsfélagið West Ham Holding, sem samanstendur af Eggerti Magnússyni og Björgólfi Guð- mundssyni, formanni bankaráðs Landsbanka Íslands, gengið frá kaupum á 83% hlut í enska félag- inu. Kaupverðið er 85 millj. punda, jafnvirði 11,4 milljarða kr., auk þess sem West Ham Holding yf- irtekur um 23 millj. punda skuldir, um 3,1 milljarð kr. „Þegar svona tækifæri bauðst, að fara í þetta með aðila sem ég þekki mjög vel og treysti 100 pró- sent, var þetta afar spennandi kostur fyrir mann sem er búinn að vera tengdur fótbolta allt sitt líf,“ sagði Eggert og vísar til samstarfs við Björgólf um kaupin. „Enska úrvalsdeildin er senni- lega stærsta fótboltakeppni í heim- inum og það að vera allt í einu kom- inn við stjórnvölinn á einu þeirra liða sem skipa þá deild er að sjálf- sögðu mikil og spennandi áskor- un,“ sagði Eggert enn fremur. Óvissa hefur ríkt undanfarnar vik- ur um eignarhald félagsins. Um tíma blasti við að íranski kaup- sýslumaðurinn Kia Joorabchian myndi kaupa félagið. Aðkoma hans að félaginu hugnaðist ekki öllum, og þar spiluðu kaup á argentínsk- um knattspyrnumönnum til félags- ins í haust talsvert inn í, sem og ótti um að hann ætlaði aðeins að hagn- ast tímabundið á félaginu. Eggert verður stjórnarformað- ur félagsins og verður kjörinn þeg- ar yfirtöku Íslendinganna á félag- inu lýkur í byrjun desember. Þrír aðrir Íslendingar koma inn í stjórn ásamt Eggerti, þeir Þór Kristjáns- son, bankaráðsmaður í Lands- banka Íslands, Guðmundur Odds- son, lögfræðingur í London, og Sighvatur Bjarnason, forstjóri Fisco. Björgólfur verður heiðurs- forseti West Ham. Blatter varar við auðmönnum Ekki eru allir jafn hrifnir af kaupum erlendra fjárfesta á knatt- spyrnufélögum. Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusam- bandsins (FIFA), sagði í gær að ein helsta ógnin við þróun knatt- spyrnu í heiminum væri sókn auð- manna í knattspyrnufélög. Hætt væri við að sumir þeirra væru ekki að kaupa félögin af hreinni ást á íþróttinni. „Nýjasta dæmið er kaup forseta íslenska knattspyrnusambandsins á West Ham. Við verðum að vera varkár svo knattspyrnan endi ekki í höndum manna sem vilja að hún þjóni þeim í stað þess að þeir séu í þjónustu hennar,“ var m.a. haft eftir Blatter í vefútgáfu breska blaðsins Guardian. West Ham Holding kaupir 83% hlut í West Ham fyrir 11,4 milljarða króna Þetta gerðist mjög hratt Reuters Stjórnarformaðurinn Eggert Magnússon tekur nú við stjórn enska knattspyrnufélagsins West Ham sem á heimavöll á Upton Park. Forseti FIFA segir kaup auðmanna á knattspyrnuliðum ógn við íþróttina Sepp Blatter  West Ham | Íþróttir Beirút. AP, AFP. | Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna fordæmdi í gærkvöldi morð á líbanska ráðherranum Pierre Gemayel sem var skotinn til bana í bíl sínum í Beirút. Ráðið hvatti allar fylkingarnar í landinu til að sýna stillingu og koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Öryggisráðið samþykkti einnig áform um að alþjóðlegur dómstóll réttaði yfir meintum morðingjum Rafiqs Hariris, fyrrverandi forsætis- ráðherra Líb- anons, sem var myrtur í fyrra. Hizbollah- hreyfingin í Líb- anon sagði að enginn vafi léki á því að markmiðið með morðinu á Pierre Gemayel væri að valda glundroða og borgarastríði í landinu. George W. Bush Bandaríkjafor- seti fordæmdi morðið og sagði að Sýrlendingar væru að reyna að grafa undan stjórn Líbanons. Sýrlendingar neituðu því að þeir hefðu staðið fyrir morðinu. Þeir sögðu að markmið morðingjanna væri að kynda undir ólgu og koma af stað götumótmælum gegn Sýrlend- ingum í Líbanon.  Líbanskur ráðherra myrtur | 15 Segja morðingjana ætla að valda stríði í Líbanon Pierre Gemayel London. AP. | Eiturefna- rannsókn bendir til þess að Alexander Litv- inenko, fyrrverandi njósnaforingi rússnesku leyniþjónustunnar, hafi ekki veikst af völdum þallíns, eitraðs málms, eins og talið var. Læknar sögðu þó að ljóst væri að Litvinenko hefði veikst af völdum einhvers konar eitrunar og enn væri leitað að leifum af öðrum eiturefnum sem kynnu að hafa valdið veikindunum. Læknarnir sögðu að frumrannsókn benti til þess að ólíklegt væri að Litvinenko hefði verið byrlað þallínsalt, sem er algengasta mynd efnisins, en hugsanlegt væri þó að geislavirkt þallín hefði valdið veikindunum. John Henry, þekktur eiturefnafræðing- ur, sagði að ef til vill mætti rekja veikindin til geislavirks efnis. Henry nefndi þrjá möguleika: Litvinenko kynni að hafa veikst vegna blöndu af þallíni og öðru eiturefni, vegna þallíns og geislavirks efnis eða vegna geislavirks þallíns. Hann taldi geislavirkt þallín líklegustu orsökina og sagði að hugs- anlega hefðu allar leifar af efninu horfið úr líkamanum á þeim þremur vikum sem liðn- ar væru frá því að Litvinenko veiktist. Þallíneitrun talin ólíkleg Alexander Litvinenko Katmandú. AP. | Ríkisstjórn Nepals og upp- reisnarhreyfing maóista undirrituðu í gær friðarsáttmála sem bindur formlega enda á tíu ára uppreisn sem kostaði um 13.000 manns lífið. Sáttmálinn er afrakstur viðræðna sem staðið hafa frá því í apríl þegar lýst var yfir vopnahléi í landinu eftir margra vikna fjöldamótmæli sem urðu til þess að Gyan- endra konungur endurreisti þingið sem hann leysti upp fjórtán mánuðum áður til að taka sér alræðisvald. Samkvæmt friðarsáttmálanum á hreyf- ing maóistanna að fá 73 sæti af 330 á bráða- birgðaþingi Nepals og einnig ráðherraemb- ætti í stjórn sem mynda á fyrir næstu mánaðamót. Sáttmáli um frið í Nepal ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.