Morgunblaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 11
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
SVEITARFÉLAGIÐ Ölfus og
Orkuveita Reykjavíkur hafa orðið
við tilmælum Skipulagsstofnunar
um að stöðva framkvæmdir við
stækkun Hellisheiðarvirkjunar.
Skipulagsstofnun telur að sveitarfé-
lagið hafi veitt framkvæmdaleyfi án
þess að hafa til þess heimild og að
aðrar framkvæmdir sem OR hafi
ráðist í í samráði við sveitarfélagið
hafi einnig verið óheimilar þar sem
ekki sé gert ráð fyrir þessum fram-
kvæmdum á aðal- og deiliskipulagi.
Samkvæmt upplýsingum frá OR
snúast framkvæmdirnar umdeildu
annars vegar um vegagerð upp
Stóra-Skarðsmýrarfjall og borun á
fjórum rannsóknarborholum þar og
hins vegar borun einnar rannsókn-
arborholu í Hverahlíð.
Leyfið sem um ræðir tekur ein-
ungis til vegagerðarinnar og borun
einnar niðurrennslisholu.
Ólafur Áki Ragnarsson, bæjar-
stjóri Ölfuss, segir í bréfi til Skipu-
lagsstofnunar að þó að framkvæmd-
ir hafi verið stöðvaðar sé ekki verið
að fallast á að sveitarfélaginu hafi
verið óheimilt að veita „bráðabirgða-
leyfi fyrir þeim rannsóknarverkefn-
um sem verið er að vinna að.“
Bent á vandann í mars
Í bréfinu sem Stefán Thors skipu-
lagsstjóri sendi bæjarstjóra Ölfuss
og óskaði eftir stöðvun fram-
kvæmda, kemur m.a. fram að þegar
Skipulagsstofnun féllst á umhverf-
ismat virkjunarinnar í lok mars á
þessu ári var bent á að framkvæmd-
in væri ekki í samræmi við aðal-
skipulag sveitarfélagsins og kallaði á
breytingar á því. Þá væru fyrirhug-
aðar framkvæmdir á nýju orku-
vinnslusvæði og breytingar á núver-
andi iðnaðarsvæði væru háðar
breytingum á gildandi deiliskipu-
lagi. Breyting á aðalskipulagi var
auglýst 9. október sl., hálfu ári eftir
að fallist var á umhverfismat, en
frestur til að gera athugasemdir er
ekki runninn út. Þá liggur fyrir til-
laga að breytingu á deiliskipulagi en
hún hefur hins vegar ekki verið aug-
lýst.
Í greinargerð Ölfuss og Orkuveitu
Reykjavíkur um málið er fjallað um
„bráðabirgðaframkvæmdaleyfi“
sem var gefið út 31. mars sl. en
Landvernd hefur m.a. bent á að það
hugtak sé ekki til í íslenskri stjórn-
sýslu. Í bréfum Skipulagsstofnunar
vegna málsins er heldur aldrei
minnst á bráðabirgðaleyfi heldur
alltaf fjallað um framkvæmdaleyfi.
Guðmundur Þóroddsson, forstjóri
OR, sagði að fyrirtækið hefði verið í
fullum rétti enda með leyfi til fram-
kvæmdanna frá sveitarfélaginu og
það sé enn í fullu gildi. Hann gerir
ekki ráð fyrir að stöðvun fram-
kvæmda tefji orkuafhendingu.
Skipulagsstofnun telur fram-
kvæmt í óleyfi á Hellisheiði
Framkvæmdir voru
stöðvaðar við stækkun
Hellisheiðarvirkjunar
eftir að Skipulagsstofnun
lýsti því yfir að þær væru
óheimilar. Forstjóri OR
segir þetta lítil áhrif hafa
á rekstur virkjunarinnar.
Morgunblaðið/RAX
Orkuframkvæmdir Skipulagsstjóri segir að fyrirhugaðar framkvæmdir séu háðar breytingum á deiliskipulagi.
Í HNOTSKURN
» Samkvæmt upplýsingumfrá OR eru framkvæmd-
irnar umdeildu annars vegar
vegagerð upp Stóra-Skarðs-
mýrarfjall og gerð 4 rann-
sóknarborholna á fjallinu og
hins vegar gerð rannsóknar-
borholu í Hverahlíð.
» Þessi stækkun virkjunar-innar miðar að því að af-
henda Norðuráli orku 2008.
„VIÐ hefðum gjarnan viljað halda
þessu samstarfi áfram eins og það
var, ég neita því ekki,“ segir Guð-
mundur Einarsson, forstjóri Heilsu-
gæslunnar í Reykjavík, um þá
ákvörðun Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss, að slíta samningi sínum
við heilsugæsluna um rekstur Mið-
stöðvar mæðraverndar. Miðstöðin
hefur sérhæft sig í eftirliti með þeim
hópi kvenna sem skilgreindur hefur
verið með áhættu af einhverju tagi á
meðgöngu, en mun á næstu dögum,
þegar starfsemin flyst úr Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur í Mjódd,
hætta eftirliti með þunguðum kon-
um og gegna ráðgjafar- og stuðn-
ingshlutverki. Munu konur í áhættu-
meðgöngu sækja eftirlit á LSH.
Þau Arnar Hauksson yfirlæknir
MM og Sigríður Sía Jónsdóttir, yf-
irljósmóðir MM, sögðu í samtali við
Morgunblaðið í gær að öflugt þróun-
arstarf hefði verið unnið þau sjö ár
sem MM hefði starfað og að hún
sinnti þjónustu við viðkvæman hóp
kvenna.
Til stóð að flytja starfsemi MM í
Mjódd og hafði húsnæði þar verið
innréttað þegar LSH, sem lagði til
eina stöðu sérfræðings í áhættu-
Guðmundur segir heilsugæsluna
hafa lagt sig fram við að kynna starf-
semi Miðstöðvar mæðraverndar.
„Við áttum í löngum viðræðum við
Landspítalann um þessi mál. Þær
viðræður hafa staðið meginhlutann
af þessu ári og af krafti frá því í maí.
Við héldum að við værum að semja
um endurnýjað samstarf, en það fór
svona,“ segir Guðmundur og vísar til
samningsslitanna. „Það verður auð-
vitað samstarf áfram og það er
skylda okkar sem stýrum þessum
stofnunum að sjá til þess að sam-
starfið verði gott í framtíðinni. Við
munum ekkert láta deigan síga í
því,“ bætir hann við.
Guðmundur segir jafnframt að
starfsemi MM hafi verið kynnt ráð-
herra heilbrigðismála. „Við höfum
gert það sem við getum til að kynna
þeim stöðuna,“ segir hann.
Breytingunum ætlað
að efla mæðraverndina
Í samtali við Siv Friðleifsdóttur,
heilbrigðisráðherra, bendir hún á að
í ráðuneytinu sé mikil þekking á
starfsemi jafnt heilsugæslunnar,
LSH og MM. „Með þessu skrefi er
verið að efla verulega mæðravernd-
ina á heilsugæslustöðvunum, því
85% af þunguðum konum verður eft-
ir breytingu sinnt þar. Þeim 15%
kvenna sem eru með áhættumeð-
göngu verður sinnt á kvennasviði
LSH þar sem mikil sérfræðiþekking
er til staðar og tæki og aðstæður
með því besta sem þekkist,“ segir
Siv og bendir á að þannig sé verið að
gera skýrari aðgreiningu milli þjón-
ustunnar fyrir konur sem ekki eru í
áhættumeðgöngu og fyrir þær sem
þurfi á sértækri mæðravernd að
halda.
þætti á meðgöngu. Búið væri að
gera þetta að verulegu leyti en það
yrði nú klárað.
Guðmundur segir að heilsugæsl-
unni beri að vinna út frá þeim for-
sendum sem hún hafi. Ljóst sé að
búið hafi verið að leggja mikinn
metnað í að innrétta það húsnæði
sem MM átti að fá til eftirlits og ann-
arra verkefna í Mjóddinni, en það
muni nýtast ágætlega í aðra starf-
semi. Heilsugæslan sé ekki ánægð
með að LSH skuli hafa slitið sam-
starfinu en ekki sé hægt að draga
„LSH í eitthvað sem hann vill ekki.“
meðgöngu, sleit samningi við heilsu-
gæsluna. Guðmundur segir að þar af
leiðandi hafi ekki verið „um annað að
ræða fyrir okkur en að draga úr um-
fangi miðstöðvarinnar hjá okkur.
Við töldum ekki fært að tvær mið-
stöðvar á vegum ríkisins væru að
togast á um konur sem eru skil-
greindar í einhverri áhættu varðandi
sína meðgöngu“. Reynt yrði að
byggja samstarf stofnananna á þess-
um nýja grundvelli og flytja alla al-
menna mæðravernd yfir á heilsu-
gæslustöðvarnar, sem og konur sem
væru taldar með vægari áhættu-
Vildu halda samstarfi áfram
Forstjóri Heilsugæsl-
unnar í Reykjavík segir
að þurft hafi að draga
úr umfangi Miðstöðvar
mæðraverndar eftir að
LSH sleit samningi við
heilsugæsluna.
Morgunblaðið/Ásdís
Frágangur Smiðirnir Kjartan Tryggvason og Borgþór Jónasson unnu í
gær við frágang á húsnæði í Mjódd, en þangað flyst MM í lok vikunnar.