Morgunblaðið - 22.11.2006, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 17
MENNING
DAG Heede, lektor í dönskum
bókmenntum við Syddansk
Universitet í Óðinsvéum, flyt-
ur í dag fyrirlestur undir yf-
irskriftinni „Gagnkynhneigð
H.C. Andersen: Saga af tilbún-
ingi“. Í fyrirlestrinum skýrir
Dag frá því hvernig Danir hafa
liðið fyrir kvenlega eiginleika
H.C. Andersens og ást hans til
karlmanna. Ítrekað hefur ver-
ið reynt að gera Andersen karlmannlegri en efni
standa til og stuðla að gagnkynhneigðri ímynd
hans.
Fyrirlesturinn, sem fer fram á dönsku, verður í
aðalbyggingu HÍ og hefst hann kl. 12.05.
Fyrirlestur
Gagnkynhneigð
H.C. Andersen
H.C. Andersen
FIMMTU tónleikar tónleika-
raðar Jazzklúbbsins Múlans
fara fram á morgun á DOMO
bar í Þingholtsstræti. Þá tekur
trommuleikarinn Erik Qvick
ofan hattinn fyrir goðsögninni
Art Blakey ásamt nokkrum
völdum tónlistarmönnum. Efn-
isskráin samanstendur af vin-
sælustu lögum Art Blakey’s
and the Jazz Messengers sem
Blakey stofnaði ásamt píanóleikaranum Horace
Silver í kringum 1954.
Með Erik leika þeir Snorri Sigurðsson, Ólafur
Jónsson, Agnar Már Magnússon og Þorgrímur
Jónsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.
Djass
Erik Qvick leikur
Blakey á DOMO
Erik Qvick
ÞEMAKVÖLD Félags þjóð-
fræðinga á Íslandi verður
haldið á morgun, fimmtudag,
klukkan 20. Að venju fer
þemakvöldið fram í húsi Sögu-
félagsins við Fischersund og
verður það þessu sinni til-
einkað fatnaði í fornum heim-
ildum.
Flutt verða tvö erindi. Anna
Zanchi, doktorsnemi í forn-
íslenskum bókmenntum við University College
London, varpar ljósi á notkun fornorræna lýsing-
arorðsins „grænn“ og Fríður Ólafsdóttir dósent
fjallar um klæðnað fyrr á öldum með hliðsjón af
ýmsum þáttum.
Þemakvöld
Erindi um fatnað í
fornum heimildum
Fríður Ólafsdóttir
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
Í SEPTEMBER síðastliðnum und-
irrituðu Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir menntamálaráðherra og
Páll Magnússon útvarpsstjóri samn-
ing sem í meginatriðum felur í sér
50% aukningu á innlendu efni í Sjón-
varpinu á kjörtíma og stóraukin
kaup á efni frá sjálfstæðum fram-
leiðendum.
Í samtali við Morgunblaðið í gær
sagði Páll Magnússon að ekki væri
enn farið að taka neinar ákvarðanir
um breytingar á dagskránni enda sé
gildistaka áðurnefnds samnings háð
frumvarpi sem nú liggur fyrir á Al-
þingi um að breyta Ríkisútvarpinu í
opinbert hlutafélag.
„Þó er ljóst að það er tvennt sem
vegur þyngst, gangi samningurinn í
gegn. Annarsvegar mikil aukning á
kaupum á efni frá sjálfstæðum fram-
leiðendum. Hins vegar, og það sem
vegur þyngst fjárhagslega, er svo
þessi aukning á innlendu efni á kjör-
tíma sem á að aukast úr 44% í 65%,
sem þýðir að meðaltali klukkutíma
lengri innlend dagskrá á hverjum
degi,“ segir Páll.
„Ljóst er að fréttir eru talsvert
stór hluti af efni á þessum kjörtíma
og því verður viðbótin væntanlega
mest af öðrum toga,“ bætir hann við.
Það verða fyrst og fremst tveir
flokkar sem keyptir verða frá inn-
lendum framleiðendum, að sögn
Páls, annarsvegar leikið sjónvarps-
efni, sem er langdýrast, og svo
heimildarmyndir.
Aukning á íslensku efni kemur til
með að verða það mikil að auk auk-
inna innkaupa verður Sjónvarpið
sjálft með mun meiri framleiðslu á
innlendu dagskrárefni.
„Hvernig hlutföllin verða þarna á
milli fer svo eftir jafnvægi í dag-
skránni hverju sinni, þungt efni og
léttara í bland,“ segir Páll.
Erlent efni víkur fyrir hinu inn-
lenda af kjörtíma en að sögn Páls
verður ekki mikið skorið niður við
kaup á erlendu efni, það sé hlutfalls-
lega mjög ódýrt miðað við hið inn-
lenda.
Páll segir þau líta óbeint til sams-
konar sjónvarpsstöðva á Norð-
urlöndunum og annars staðar í Evr-
ópu enda vinni
ríkissjónvarpsstöðvarnar allar að
sama markmiði.
„Okkur ber skylda til og við vilj-
um vera með menningarefni sem
lýtur öðrum mælikvörðum en við-
skiptalegum, það er að markmiðið er
ekki alltaf að fá sem flesta áhorf-
endur fyrir sem minnstan pening,“
segir Páll og bætir við að kúnstin sé
svo að raða dagskránni upp þar sem
ólíkir þættir geti stutt hver annan í
áhorfi.
„Það er til lítils að vera að búa til
dýrt og metnaðarfullt efni ef það
ekki sett fram í dagskrárlegu sam-
hengi sem laðar að sem flesta áhorf-
endur.“
Sjónvarp | Sjónvarpið ætlar að auka framboð á innlendu efni
Leikið efni langdýrast
Páll Magnússon útvarpsstjóri segir allar fyrirhugaðar breytingar á dag-
skrá Sjónvarpsins háðar samþykkt á frumvarpi sem nú liggur fyrir á Al-
þingi um að breyta Ríkisútvarpinu í opinbert hlutafélag.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Breytingar fyrirhugaðar
NEW Line Cin-
ema, framleið-
andi hins geysi-
vinsæla þríleiks
um Hingadrótt-
inssögu, hefur
greint leikstjóra
þríleiksins, Peter
Jackson, frá því
að hann muni
ekki leikstýra
kvikmynd um hobbitann Bilbo
Baggins, sem líkt og Hringadrótt-
inssaga byggist á skáldsögu eftir
breska rithöfundinn J.R.R. Tolk-
ien.
Kvikmyndafyrirtæki Jacksons,
Wingnut Films, hefur um þó nokk-
urt skeið staðið í málaferlum gegn
New Line Cinema vegna tekna af
fyrstu Hringadróttins-myndinni,
Föruneyti hringsins. Hefur Jack-
son ekki viljað skrifa undir samn-
ing við New Line Cinema fyrr en
búið væri að höggva á hnútinn.
Nú hafa forsvarsmenn kvik-
myndaversins hins vegar tilkynnt
að einhver annar verði fenginn til
verksins þar sem tími sé „af skorn-
um skammti“.
Þetta eru mikil vonbrigði fyrir
aðdáendur Tolkiens sem eru flestir
sammála um að Jackson hafi gert
Hringadóttinssögu skil með við-
unandi hætti og vel það.
Hobbitinn
án aðkomu
Jacksons
Málaferli setja stórt
strik í reikninginn
Peter Jackson
LEIKSTJÓRINN og framleiðand-
inn Alison Chernick hefur lokið
vinnslu heimildarmyndarinnar
Matthew Barney: No Restraint. Í
myndinni er fylgst með ektaparinu
Matthew Barney og Björk Guð-
mundsdóttur vinna að gerð list-
rænu myndarinnar Drawing Resta-
int 9 í fyrra, þar sem tæp tvö tonn
af vaselíni koma m.a. við sögu.
Drawing Restaint 9-verkefnið
var unnið um borð í hvalveiðiskipi
nálægt Nagasaki í Japan. Þar gerir
Barney tilraun til að skapa „frá-
sagnarskúlptúr“ sem segir sögu af
tveimur landspendýrum sem um-
breytast í hvali.
Í heimildarmyndinni er kafað of-
aní hljóðmynd Bjarkar og hug-
myndarfræðina á bak við Cremast-
er-myndir Barneys.
Björk og
Barney í mynd
MYNDLISTARMAÐURINN Val-
gerður Bergsdóttir er heiðursverð-
launahafi Myndstefs 2006. Forseti
Íslands afhenti verðlaunin við hátíð-
lega athöfn í Listasafni Íslands í
gær. Verðlaunin hlýtur Valgerður
fyrir hönnun og gerð steindra
glugga í Reykholtskirkju og fyrir
sýningarnar Teikn og hnit og AND-
LIT í Gerðarsafni fyrr á þessu ári.
Jafnframt er Valgerður heiðruð fyr-
ir fjölþætt störf á vettvangi íslenskr-
ar myndlistar sem kennari, stjórn-
andi og myndlistarmaður.
„Ég átti ekki von á þessu enda
var ég þarna meðal mikilla lista-
manna. En þessi verðlaun hafa
mikla þýðingu fyrir mig, þau eru
virðingarvottur, viðurkenning á
unnu starfi, uppörvun, hvatning og
fjárhagslega er þetta einnig mjög
jákvætt,“ segir Valgerður að lokinni
verðlaunaafhendingu í gær.
Heiðursverðlaun Myndstefs,
Myndhöfundasjóðs Íslands, nema
samtals einni milljón króna og var
þeim nú úthlutað í annað sinn. Auk
þess fékk Valgerður afhentan verð-
launagrip sem er tveggja milljóna
ára gamall kvarssteinn með basalt-
flögum og járnflísum, sem fannst í
fjörunni við Hala í Suðursveit.
Það var einróma niðurstaða dóm-
nefndar, sem skipuð var þeim Val-
gerði Hauksdóttur myndlistar-
manni, Pétri Ármannssyni arkitekt
og Björgúlfi Guðmundssyni, stjórn-
arformanni Landsbanka Íslands, að
Valgerður skyldi hljóta verðlaunin.
Áhersla á formteikningu
Í umsögn dómnefndar kom fram
að í steinglersgluggum Reykholts-
kirkju nálgist Valgerður aldar-
gamalt listform á nýstárlegan hátt
með því að leggja fremur áherslu á
formteikningu en litaspil.
„Frjálslega teiknuð og samfléttuð
hringform mynda þar meginstef
ásamt mismunandi blæbrigðum
hliðstæðra litatóna. Valgerður er í
hópi færustu teiknara og í þessu
verki tekst henni að yfirfæra frjálst
og leikandi handbragð yfir í miðil
glersins á þann veg sem ekki hefur
áður sést,“ segir m.a í áliti dóm-
nefndar.
Gluggarnir í Reykholtskirkju eru
fyrsta verkið sem Valgerður vinnur
í gler. „Ég lít ekki á mig sem gler-
listamann enda gerði ég fyrst og
fremst teikningarnar fyrir
gluggana. Ég er myndlistarmaður
en það að fá viðurkenningu fyrir
glerverk hefur vitaskuld ákveðna
þýðingu fyrir mig,“ segir Valgerður
sem er nú að vinna fyrir lokaða sam-
keppni um gerð glugga í Ásakirkju
ásamt tveimur öðrum listamönnum.
Auk Valgerðar voru Andrés Kol-
beinsson ljósmyndari, Atli Hilm-
arsson grafískur hönnuður, Sigríður
Sigþórsdóttir arkitekt og myndlist-
armennirnir Birgir Andrésson og
Rúrí tilnefnd til heiðursverð-
launanna.
Valgerður Bergsdóttir hlaut heiðursverðlaun Myndstefs 2006 sem afhent voru í gær í Listasafni Íslands
Nálgast aldar-
gamalt listform á
nýstárlegan hátt
Morgunblaðið/Golli
Heiður Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhendir Valgerði Bergs-
dóttur myndlistarmanni heiðursverðlaun Myndstefs í Listasafni Íslands.
Í HNOTSKURN
»Stefnt er að aukningu á inn-lendu sjónvarpsefni úr 44% í
65 % á kjörtíma á hverju kvöldi.
» Innlent efni eykst því umklukkustund að jafnaði á
hverjum degi.
»Kjörtími í sjónvarpi telstmilli klukkan 19 og 23.
»Sjónvarpið mun auka til muna
innkaup á efni frá íslenskum
framleiðendum auk þess að
framleiða meira sjálft.
»Leikið sjónvarpsefni ogheimildarmyndir koma til
með að vega þyngst í aukinni
innlendri dagskrárgerð.
»Allar þessar breytingar eruháðar frumvarpi sem nú ligg-
ur fyrir á Alþingi um að breyta
RÚV í opinbert hlutafélag.
♦♦♦