Morgunblaðið - 22.11.2006, Síða 20

Morgunblaðið - 22.11.2006, Síða 20
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is E inn viðskiptavinur minn var svo þakklátur fyrir að ég hafði bjargaði honum frá sárri og bráðri tannpínu að hann færði mér þessa fallegu gjöf þegar hann kom heim frá Gambíu tveimur mánuðum síðar,“ segir Geir Atli Zoëga tannlæknir um tréstyttu sem skorin var út í annarri heims- álfu en stendur nú í glugganum á tannlæknastofu hans í borginni við sundin blá. „Hann var alveg í öngum sínum af því tannpínan skall á hon- um degi áður en hann hélt út í langt frí til Gambíu til að heimsækja ætt- ingja sína og vini, en hann er fæddur þar og uppalinn. Þegar hann hringdi heim til mín á laugardegi með þessi vandræði sín þá fannst mér ekkert annað koma til greina en að bjarga manninum, ekki gat ég sent hann sárþjáðan úr landi. Auk þess hefur hann og fjölskylda hans öll, konan hans og börnin, verið tryggir við- skiptavinir hjá mér í mörg ár.“ Hugsuður með tannpínu „Konan hans færði mér einmitt þennan þakklætisvott, en hún tjáði mér að dag einn þegar hann var á gangi um markað í Gambíu, þá hafi hann rekið augun í þessa styttu og hún minnti hann á tannpínuneyðina sem hann hafði verið í. Þá varð hon- um hugsað til mín og hann ákvað að kaupa styttuna og gefa mér hana. Mér þykir mjög vænt um að hafa fengið þessa gjöf og styttan mun fylgja stofunni minni um ókomna framtíð. En það skemmtilega er að þó hann hafi séð í þessari styttu manneskju þjáða af tannpínu, þá hafa aðrir séð ýmislegt annað. Sumir sjá hugsuð, aðrir sjá aðeins abstrakt listaverk.“ Rauðvín, koníak og listaverk Geir segir að ekki sé óalgengt að fólk færi honum þakklætisvott í ýmsu formi. „Sumir koma með rauð- vín og aðrir með koníak og ég tek glaður við því þó svo að ég drekki ekki áfengi sjálfur, því mér finnst gaman að geta boðið gestum mínum góð vín þegar ég held matarboð. Stundum hef ég líka fengið lista- verk, bæði stór og smá. Mér þykir sérlega vænt um tannlæknatrúð sem ég fékk frá lítilli stúlku sem var hjá mér en hún átti mjög erfitt með að sætta sig við tannlækna. En hægt og rólega sætti hún sig við mig og okk- ur tókst í sameiningu að vinna bug á tannlæknahræðslunni. Móðir henn- ar var svo glöð með árangurinn að hún bjó til þennan góða tann- læknatrúð sem gleður mörg börn sem hingað koma.“ Þakklætisvott- ur frá Gambíu Morgunblaðið/Sverrir Bjargvætturinn Geir Atli tannlæknir fékk gjöf frá Gambíu fyrir að hafa losað mann við tannpínu. |miðvikudagur|22. 11. 2006| mbl.is daglegtlíf Það er mikilvægt að fara reglu- lega í tannskoðun, drekka vatn og borða grænmeti og bursta tennur kvölds og morgna. » 25 tennur Það á fátt betur saman en góð- ur kaffibolli og skemmtileg bók og voru tvö ný bókakaffi - opn- uð í borginni nýlega. » 22 kaffihús Gauti Helgason er nú sestur að í Borgarnesi þar sem hann galdrar fram listarétti. » 22 matur Nýgengi húðkrabbameina hefur aukist hratt hérlendis á und- anförnum áratugum og er nú með því hæsta sem gerist. » 24 heilsa Það má með sanni segja aðtölvan sé þarfasti þjónn nú-tímamannsins. Líkt og með annað sem tengist mannskepn- unni getur ýmislegt komið upp í þeim samskiptum. Tölvur geta skemmst og gögn geta tapast á ótrúlegan máta. Norska fyrirtækið Kroll Ontrack Data Recovery sérhæfir sig í því að bjarga tölvugögnum sem virð- ast hafa glatast um aldur og ævi. Það hefur nú tekið saman lista yfir 10 ótrúlegustu tölvusögur ársins 10. Missti tölvuna úr þyrlu. Maður sem starfar hjá alþjóðlegu síma- fyrirtæki varð fyrir því óláni að missa fartölv- una sína úr þyrlu er hann var við störf í Móna- kó. 9. Gögnin hurfu eftir sjampóþvott. Einn farþegi, sem flaug frá London til Var- sjár í Póllandi, hafði pakkað fartölvunni sinni í sömu tösku og hann setti hreinlætisvörurnar. Það vildi ekki betur til en svo að sjampóið lak yfir allt sem var í töskunni og eyðilagði harða diskinn í tölvunni. 8. Átakanlegt fyrir gamanleikarann. Breskur gamanleikari varð fyrir því óláni að missa tölvuna sína í gólfið með þeim afleiðingum að harði diskurinn skemmdist. Það kom sér afar illa þar sem hann tapaði jafn- framt 5.000 ljós- myndum, 6.000 lögum og helm- ingnum af bók sem hann var að skrifa. Hann leitaði til sérfræðinganna sem náðu að endurheimta gögnin fyrir hann. 7. Björguðu vísindarannsóknum. Breskur háskóli sem stundar miklar vísinda- rannsóknir varð fyrir því að tapa gríðarlegu miklu magni af gögnum þegar eldur kom upp í skólanum.Reykur og vatn úr slökkvitækjum skemmdi mikið af tölvubúnaði. Það náðist þó að bjarga 30 tölvum, eða um einu terabæti af gögn- um. 6. Banani á harða disknum. Þá datt einum manni í hug að leggja gamlan banana ofan á utanáliggjandi harðan disk sem hann átti. Bananinn fór brátt að mygla og lak bananagumsið inn á diskinn sjálfan og olli skemmdum á tækinu. Skemmst er þó frá því að segja að þeim hjá Kroll Ontrack tókst að bjarga harða disknum, en það sama er ekki hægt að segja um bananann. 5. Harði diskurinn sem hraðahindrun. Á hverju ári dúkkar upp fólk sem leggur tölv- urnar eða harða diskinn í veg fyrir ökutæki. Það tókst þó að bjarga gögnum úr tölvu sem flug- vallarökutæki ók yfir. Þá björguðust nokkrir ut- análiggjandi harðir diskar sem voru í bakpoka sem vörubifreið hafði ekið yfir. 4. Ítarlegt forsnið. Einn maður lét sér ekki nægja að forsníða harða diskinn sinn einu sinni eða tvisvar, heldur gerði hann það 10 sinnum áður en hann gerði sér grein fyrir því að á tölvunni væri að finna mikilvægar upplýsingar sem hann hefði átt að gera afrit af. 3. Fríinu bjargað. Maður einn kom heim úr draumaferðalaginu frá Barbados en var svo óheppinn að hann gat ekki fundið myndirnar sem hann tók neð- ansjávar er hann kafaði til þess að skoða kórala sérstæða fiska. Hann hafði tekið myndirnar með nýju vatnsheldu myndavélinni sinni. Það kom hinsvegar í ljós að myndavélin var ekki jafn vatnsheld og haldið var fram í auglýsing- unni. Þrátt fyrir það tókst að bjarga mynd- unum. 2. Úr öskunni í eldinn. Háskólaprófessor var afar pirraður á stöðugu pípi sem kom frá harða diskinum í nýju tölvunni hans. Hann dó þó ekki ráðalaus og ákvað að opna tölvuna sjálfur og úða hana með smurefni til þess að losna við hljóðið. Þetta reyndist vera hin besta aðferð til þess að losna við óhljóðið en þetta gerði jafnframt það að verkum að hann gat ekki lengur kveikt á tölvunni. 1. Illa þefjandi verkefni. Fyrir einn viðskiptavin var gagnatapið ekki alvarlegt en ástandið varð þeim mun verra þeg- ar hann ákvað að vefja skítugum sokkum um harða diskinn sinn til að verja hann gegn hnjaski. Hann sendi svo diskinn til Kroll Ont- rack. Sokkarnir reyndust ekki vera sú vörn sem maðurinn hélt að þeir yrðu og því skemmdist diskurinn við flutningana. Verkefni þeirra hjá Kroll Ontrack reyndist því vera erfiðara en upphaflega stóð til. Umræddur viðskiptavinur lofaði því að framvegis mundi hann nota bólu- plast. Tíu ótrúlegustu tölvusögurnar Tannlæknatrúður Gjöf frá lítilli stúlku sem sættist við tannlækna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.