Morgunblaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 22
matur
22 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Ö
rlög mín réðust yfir
rauðvínsglasi í heita
pottinum hjá Kjartani
og Sirrý,“ segir nýi
vertinn á Landnáms-
setrinu í Borgarnesi, Arnór Gauti
Helgason, og brosir í kampinn. Þar á
hann vitaskuld við framkvæmda-
stjóra setursins, hjónin Kjartan
Ragnarsson og Sigríði Margréti
Guðmundsdóttur.
„Ég er í eðli mínu flakkari,“ held-
ur Gauti, eins og hann er kallaður,
áfram. „Ég er búinn að vera á flakki
í fjórtán ár og nú er tími til kominn
að festa rætur og berjast við flökku-
kindina í sér.“
Gauti lærði sitt fag á Hótel Sögu
en undanfarin sjö ár hefur hann að
mestu búið erlendis, m.a. í Sviss,
Lundúnum og Danmörku, þar sem
hann var um tíma kokkur í Legó-
landi. „Reyndar hef ég ekki unnið
sem kokkur á öllum þessum stöðum.
Ég er alltaf að reyna að komast úr
kokkinum. Það gengur hvorki né
rekur,“ segir hann og hlær.
En hvers vegna tók hann þá starf-
ið á Landnámssetrinu að sér?
„Ég var búinn að ferðast um land-
ið sem kokkur í sumar, vera í sjö eða
átta veiðihúsum, áður en mér var
boðið að koma hingað og bjarga
einni helgi. Kjartani og Sirrý hefur
greinilega litist ágætlega á mig því
þau báðu mig eftir þessa helgi að
gerast hér veitingamaður í fullu
starfi. Mér leist ekkert á það í fyrstu
en, eins og ég segi, réðust örlögin í
heita pottinum. Kjartan og Sirrý eru
mjög sannfærandi fólk. Eldmóður
þeirra og almennilegheit eru bráð-
smitandi. Þau eru yndislegt fólk.
Það spillir heldur ekki fyrir að finna
stuðning bæjarbúa við Landnáms-
setrið. Það eru tvö þúsund manns á
bak við þennan stað.“
Dvölin í Borgarnesi leggst vel í
Gauta. „Það er frábært að vera kom-
inn hingað í sveitasæluna. Það er
miklu minna stress hér en í Reykja-
vík. Ég er kominn með húsnæði og
kærasta mín og tvö fósturbörn eru á
leiðinni frá Danmörku, þannig að við
ætlum að setjast hérna að.“
Ást og hamingja sett í matinn
Gauti segir að hann hafi frjálsar
hendur í eldhúsinu. Þá er hug-
myndin að hann verði sýnilegur í
veitingasalnum. „Nálægðin við
kúnnann er lykilatriði. Maturinn
bragðast alltaf betur ef kokkurinn er
Morgunblaðið/Eyþór
Sýnilegur Gauti hefur frjálsar hendur í eldhúsinu og er auk þess áberandi í veitingasal Landnámssetursins.
„Maturinn bragðast alltaf betur ef kokkurinn er á staðnum,“ segir hann og glottir.
Hnossgæti Bakaður lax með bláberjasósu og spínatskel.
Loksins komin
ástæða til að
beygja til vinstri
Arnór Gauti Helgason segist vera flakkari í eðli sínu,
en hefur nú sest að í Borgarnesi þar sem hann
galdrar fram sannkallaða listarétti. Hann sagði
Orra Páli Ormarssyni alla söguna.
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
Te og kaffi hefur nú nýlegaopnað tvö ný kaffihús áhöfuðborgarsvæðinu, ann-ars vegar í hinni rótgrónu
verslun Eymundsson í Austurstræti
og hinsvegar í glænýrri hönnunar-
og húsgagnaverslun Saltfélagsins
við Grandagarð sem áður hýsti
verslun Ellingsen. Að sögn Bene-
dikts Sigurðssonar, framkvæmda-
stjóra Kaffiheims, sem rekur te- og
kaffibarina, er bóka-„fílingur“ á báð-
um stöðum því á meðan menn setj-
ast niður með uppáhalds kaffið sitt,
má fara um verslanirnar og blaða í
bókum og blöðum eða taka með sér í
lengri ferðir.
Gerðar hafa verið gagngerar
breytingar á hinu rótgróna húsnæði
Eymundsson í Austurstræti, en þar
hefur ekki verið rekið kaffihús síðan
Kaffi Tröð var þar og hét. Bætt hef-
ur verið við einni hæð þannig að mun
rýmra er nú um viðskiptavini og
vörur en áður, sérstaklega erlendar
bækur. Á góðum dögum verður opn-
að út á rúmgóðar og skjólgóðar suð-
ursvalir kaffihússins. Að sögn Þór-
unnar Ingu Sigurðardóttur, verslun-
arstjóra Eymundsson Austurstræti,
eru breytingarnar langþráðar. „Með
kaffihúsinu rætist gamall draumur
okkar því þetta verður lífleg stoppi-
stöð á besta stað í miðborginni.
Stækkunin gefur okkur líka kost á
að breiða almennilega úr bókunum
okkar og kynna þær betur þannig að
nú verður auðveldara að skoða og
finna sér bækur til lestrar eða
gjafa.“
Í gamla Ellingsen-húsinu og
gamla íshúsinu þar að baki hefur
Saltfélagið, ný hönnunar- og hús-
gagnaverslun, komið sér fyrir þar
sem seld eru húsgögn, ljós, gjafa-
vara, bækur og tímarit. Í versluninni
verða valdar vörur eftir marga
helstu hönnuði samtímans. Stefnt er
að því að bjóða reglulega upp á
kynningar og fræðslu um hönnun og
híbýli og síðar munu þekktir hönn-
uðir halda þar fyrirlestra og kynna
hönnun sína. Að baki Saltfélaginu
stendur, auk Tes og kaffis, Penninn,
Eymundsson og Lúmex.
Í báðum nýju kaffihúsunum ætlar
Te og kaffi að bjóða upp á kaffi-
drykki, sælkerasamlokur og kökur
auk þráðlauss netaðgangs svo gestir
og gangandi geti labbað inn af göt-
unni með tölvurnar sínar og fengið
sér góða hressingu með vinnunni.
Daglegt líf fékk að lokum uppskrift
hjá kaffibarþjóninum Mörtu Ólafs-
dóttur af biscotti, sem m.a. er boðið
upp á með kaffinu í nýju kaffihús-
unum.
Biscotti
1 tsk. lyftiduft
½ tsk. salt
100 g pistasíuhnetur
80 g kasjúhnetur
1 dl olía
200 g hrásykur
2 egg
Sítónuhýði af 1 sítrónu
1 msk. amaretto-síróp routin
370 g hveiti
10 g hveitiklíð
Hrærið saman olíu, sykur og egg.
Bætið sítrónuhýðinu og sírópinu
saman við. Setjið þurrefnin og hnet-
ur saman við og hnoðið. Formið í
fjóra aflanga hleifa og bakið í 25 mín
við 200°C. Kælið aðeins lengjurnar
og skerið í 1–2 cm sneiðar. Lækkið
hitann í 140°C og bakið í u.þ.b. 10
mín á hvorri hlið. Kruðeríið henta
vel bæði með te og kaffi.
Menningarlegt bókakaffi með biscotti
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Saltfélagið Annað kaffihúsið er til húsa í nýrri hönnunar- og húsgagnaverslun við Grandagarð.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Biscotti Gott með kaffi og tei.
Kaffibarþjónninn Marta Ólafsdóttir í nýja kaffihúsinu í Eymundsson Aust-
urstræti, en ekki hefur verið kaffihús þar frá því Kaffi Tröð var og hét.
Stefnt er að því að
bjóða reglulega upp á
kynningar og fræðslu
um hönnun og híbýli.