Morgunblaðið - 22.11.2006, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 29
Skógarhæð – Glæsihús
Nýkomið í sölu þetta glæsilega hús á einni hæð. Húsið er 220,3 fm og þar af
er innbyggður bílskúr 36 fm. Húsið er allt í toppstandi. Glæsilegur garður með
heitum potti, góðum veröndum og skjólveggjum. Stórt bílaplan upphitað.
Húsið skiptist í forstofu, 4 góð svefnherbergi, öll með skápum, gott sjónvarps-
herbergi, 45 fm stofu, glæsilegt baðherbergi og gestasnyrting með sturtuklefa.
Rúmgott eldhús með glæsilegri innréttingu, innbyggðri uppþvottavél og tvö-
földum ísskáp. Innangengt er í flísalagðan bílskúr. Mjög rúmgott geymsluloft
er yfir húsinu með ílögðu gólfi og hillum. Allar innréttingar sérsmíðaðar af Guð-
mundi Sveinssyni frá Selfossi, garður hannaður af Róbert G. Róbertssyni
skrúðgarðyrkjumeistara, innréttingar teiknaðar og hannaðar af Pétri Hafsteini
Birgissyni innanhúsarkitekt. Innréttingar eru úr fuglsauga og hlyn. Allar inni-
hurðir ná upp í loft. Hlynsparket á gólfum. Glæsilegt hús á frábærum stað.
Skógarhæðin var valin fegursta gata Garðabæjar 2002. Aðeins 8 hús í göt-
unni. Við enda götunnar er óbyggt svæði og mjög barnvænt.
Verð 79,0 m.
SVÞ – Samtök verslunar og
þjónustu sendu fyrir nokkru frá
sér áskorun til stjórnvalda um að
gera stórátak í vegamálum. Að
mati samtakanna er það aug-
ljóslega eitt stærsta hagsmunamál
þjóðarinnar í dag að færa sam-
göngukerfið inn í nútímann. Það
dylst engum sem á leið um ís-
lenska þjóðvegi að
gerð þeirra tilheyrir
fortíðinni og það þarf
ekkert minna en stór-
átak í þessum mála-
flokki. Vegfarendur á
ferð um landið eiga
ekki að upplifa sig
sem þátttakendur í
rússneskri rúllettu
eins og oft er raunin.
Samtökin leggja
áherslu á að það er
ekki nægilegt að veita
sama fjármagni í
þennan málaflokk á
næstu árum og hingað
til, til að hraða útbótum í þessum
málaflokki þarf verulega aukið
fjármagn á næstu árum. Umferð
um þjóðvegi landsins hefur fjór-
faldast á síðustu 20 árum. Svo
aukin umferð þýðir verulega aukna
innkomu frá vegfarendum í rík-
iskassann. Fjárframlög til vega-
mála endurspegla engan veginn
þessa fjármuni. Framlög til við-
halds vega hafa nánast staðið í
stað síðustu 10 ár, voru tæpir 2
milljarðar árið 1995, 2,6 milljarðar
árið 2005. Það er hér sem átaksins
er þörf. Það þarf að tryggja veru-
lega aukningu fjármagns í þennan
lið á næstu 10 árum til að koma
samgöngukerfinu okkar inn í nú-
tímann í eitt skipti fyrir öll.
Í síðustu viku kynnti Vegagerðin
framkvæmdaáætlun sína um
breikkun Suðurlandsvegar. Fram-
kvæmdin gerir ráð fyrir að byggja
upp 2+1 veg á þessari leið. Í sam-
antekt þeirra kemur
fram að meðaltals-
umferð á veginum sé
6.000–7.300 bílar á
dag og að umferð-
arspár þeirra geri ráð
fyrir að meðaltals-
umferð á dag verði
um 15.000 bílar í
kringum 2025–2030. Í
þessu sambandi er
áhugavert að skoða
muninn á með-
alumferð yfir sumarið
annars vegar og á
veturna hins vegar.
Skv. tölum frá Vega-
gerðinni er meðalumferð yfir sum-
arið á vegkaflanum frá gatnamót-
um Hafravatnsvegar að
sýslumörkum Árnessýslu 10.192
bílar á dag. Á veturna er þetta
sama meðaltal 5.653 bílar á dag.
Hversu lýsandi er „meðaltals-
umferð á dag yfir árið“ þegar um
er að ræða slíkar tölur og hversu
nýtilegar upplýsingar vegna fram-
kvæmda?
Það er mikilvægt að við upp-
byggingu og endurgerð vegakerf-
isins verði horft til lengri fram-
tíðar. Skammtímaávinningur getur
verið óhagkvæmur til lengri tíma.
Í þessu dæmi hér að ofan um Suð-
urlandsveg er ekki laust við að
maður spyrji sig – hversu tak-
markandi þáttur er vegakerfið á
umferðarþunga á veturna? Getur
verið að ef tekin verður ákvörðun
um 2+2 veg á þessari leið að þar
með muni umferðin aukast mun
hraðar en hún mundi annars gera?
Þegar ákvarðanir eru teknar um
framkvæmdir er mikilvægt að
stefnt sé að varanlegum lausnum.
Það er áríðandi og mikilvægara en
flest annað hvað varðar samgöngu-
mál á Íslandi að horft sé til lengri
framtíðar við áætlanir og fram-
kvæmdir. Á fundi SVÞ í dag gefst
kostur á að spyrja samgöngu-
ráðherra og Vegagerðina um fram-
kvæmdaáætlun í vegamálum í nán-
ustu framtíð.
Aukið fjármagn til vegamála
Signý Sigurðardóttir
fjallar um samgöngur » Að mati samtakannaer það augljóslega
eitt stærsta hagsmuna-
mál þjóðarinnar í dag að
færa samgöngukerfið
inn í nútímann.
Signý
Sigurðardóttir
Höfundur ere forstöðumaður
flutningasviðs SVÞ – Samtaka
verslunar og þjónustu.
EF FYRIRHUGAÐAR virkj-
anaframkvæmdir í Skagafirði
ganga eftir og Villinganesvirkjun
verður að veruleika eru Jökuls-
árnar glataðar að eilífu. Þessi
framkvæmd yrði eins ósjálfbær
og nokkur fram-
kvæmd getur orðið.
Ef af verður er ljóst
að komandi kynslóðir
fá ekki notið Skaga-
fjarðar eins og hann
kemur okkur fyrir
sjónir í dag. Í stað
þess að vernda auð-
lindir samtímans eru
þær lagðar í rúst.
Miklu er fórnað
fyrir lítið. Líftími
virkjunarinnar er
stuttur og áætluð
ársverk eftir að hún
hefur verið gangsett
eru einungis 3–4. Ljóst er að þau
ferðaþjónustufyrirtæki er starfa
við flúðasiglingar niður árnar eru
dæmd til að hætta þeirri starf-
semi. Fyrirtækin tvö sem umræð-
ir eru stoð við ferðaþjónustu á
svæðinu. Flúðasiglingar njóta sí-
fellt meiri vinsælda meðal ferða-
manna og stöðug aukning er á
milli ára. Gera má ráð fyrir enn
meiri aukningu á
næstu árum í takt við
áætlaðan aukinn
fjölda ferðamanna hér
á landi.
Við þessi fyrirtæki
starfa á annan tug
starfsmanna yfir há-
önnina auk fjölda
hlutastarfsfólks. Ekki
eru það bara leið-
sögumenn sem missa
vinnuna heldur fjöldi
fólks er tengist starf-
seminni á annan hátt.
Ekki má gleyma þeim
margfeldisáhrifum sem verða
þegar ferðamaður kaupir sér ferð
í flúðasiglingu. Ferðamenn þurfa
að gista einhversstaðar, borða og
jafnvel sækja í aðra afþreyingu
s.s. söfn eða hestaferðir. Mennta-
málaráðuneytið veitti í fyrra
styrk til uppbyggingar á flúða-
siglingaskóla á svæðinu. Náms-
efnið er tilbúið og vonast er til að
skólinn taki til starfa í vor. Líf-
tími skólans yrði ákaflega stuttur.
Þarna er enn eitt tækifærið sem
myndi glatast.
Austari-Jökulsá er viðurkennd
sem ein af bestu ám í Evrópu til
að stunda flúðasiglingar og
straumkajakíþróttina. Hvers
vegna að gera þau mistök að
virkja bestu á í Evrópu?
Vestari-Jökulsá er ekki eins
hrikaleg, flúðirnar minni og hent-
ar áin því fyrir breiðari ald-
urshóp. Flúðasiglingar má m.a.
nota til náttúrutúlkunar. Þær eru
ein besta leiðin til að kynna fyrir
fólki hvernig náttúran vinnur og
hvernig jökulsárnar grafa sig of-
an í bergið.
Leyfum þessum náttúruperlum
Skagafjarðar að vera í þeirri
mynd sem þær koma okkur fyrir
sjónir í dag. Komandi kynslóðir
eiga að hafa rétt á að njóta þess
sem við fáum að upplifa í dag.
Komum ekki í veg fyrir að ein-
staklingar framtíðarinnar fái ekki
að sigla niður árnar, finna kraft-
inn og öðlast aðra sýn á náttúr-
una en dagsdaglega. Sýnum
ábyrgð og fylgjum hugmynda-
fræði sjálfbærrar þróunar.
Verndum Jökuls-
árnar í Skagafirði
Vilborg Arna Gissurardóttir
fjallar um virkjanafram-
kvæmdir í Skagafirði
Vilborg Arna
Gissurardóttir
» Leyfum þessumnáttúruperlum
Skagafjarðar að vera í
þeirri mynd sem þær
koma okkur fyrir sjónir
í dag.
Höfundur er nemi
í ferðamálafræðum.
Í LEIÐARA Morgunblaðsins í
gær var fjallað um opinn fund í
Hafnarfirði um hugsanlega stækk-
un álversins í Straumsvík. Þar
voru óskir álversins um breytt
fyrirkomulag á opinberum gjöld-
um meðal annars gerðar að um-
talsefni. Til útskýringar óskast
eftirgreindu komið á framfæri.
Það er óumdeild staðreynd að
álverið í Straumsvík greiðir hlut-
fallslega hærri skatta en nokkurt
annað fyrirtæki á Íslandi. Um
starfsemina gildir sérstakur
skattasamningur við íslenska ríkið
og samkvæmt honum
ber fyrirtækinu að
greiða 33% í skatt af
arði á meðan önnur
fyrirtæki greiða 18%.
Á móti kemur að ál-
verinu er ekki gert að
greiða fasteignagjöld
sem eru mikilvægur
tekjustofn sveitarfé-
laganna. Hafnarfjarð-
arbær verður því af
slíkum tekjum frá ál-
verinu – og vafalaust
munar um minna.
Í umræddum skattasamningi
eru hins vegar ákvæði um að fyr-
irtækið geti sagt honum upp og
gengið inn í hið al-
menna íslenska skatt-
kerfi kjósi það svo.
Árið 2003 óskaði ál-
verið eftir slíkri
breytingu en af-
greiðslu þess erindis
er enn ekki lokið af
hálfu stjórnvalda.
Vonast er til að lyktir
fáist í málinu á þess-
um vetri. Tekju-
skattsprósenta fyr-
irtækisins mun í
framhaldinu lækka en
bæjarsjóður fær eðlilegar tekjur í
formi fasteignagjalda, sem ein og
sér munu nema um 500 milljónum
króna á ári ef fyrirhuguð stækkun
álversins verður að veruleika. Því
til viðbótar myndi verulega aukin
notkun á Straumsvíkurhöfn færa
bæjarfélaginu auknar tekjur í
formi hafnargjalda, en gera má
ráð fyrir að þau gætu numið hátt í
300 milljónum króna á ári.
Með þessari breytingu á fyr-
irkomulagi opinberra gjalda ál-
versins í Straumsvík til samræmis
við það sem gildir um önnur fyr-
irtæki í landinu lækka greiðslur til
ríkisvaldsins. Hins vegar aukast
tekjur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar
umtalsvert – og enn frekar ef
stækkun álversins verður heim-
iluð. Þar er um mikla fjármuni að
ræða á hverju ári og vafalaust
verður fjárhagsleg hlið stækk-
unarinnar eitt af aðalatriðum
þeirrar umræðu sem bíður okkar
á næstu vikum og mánuðum um
kosti og galla stækkunar álvers-
ins.
Eðlilegar tekjur til Hafnarfjarðar
Hrannar Pétursson svarar
leiðara Morgunblaðsins
»Hins vegar aukasttekjur bæjarsjóðs
Hafnarfjarðar umtals-
vert – og enn frekar ef
stækkun álversins verð-
ur heimiluð.
Hrannar Pétursson
Höfundur er upplýsinga-
fulltrúi Alcan.
Fáðu úrslitin
send í símann þinn