Morgunblaðið - 22.11.2006, Side 31

Morgunblaðið - 22.11.2006, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 31 Fimmtudagur 23. nóvember 9.00 Skráning og afhending þinggagna 9.30 Þingsetning Karl Ragnars, forstjóri Umferðarstofu. Ávarp Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. „Umferðarljósið“, verðlaunagripur Umferðarráðs veittur í sjöunda sinn þeim aðila, einstaklingi, samtökum eða stofnun, sem unnið hefur sérstaklega árangursríkt og/eða eftirtektar- vert starf á sviði umferðaröryggismála. Tónlist – Lögreglukórinn Stjórnandi Guðlaugur Viktorsson Einsöngur Eiríkur Hreinn Helgason Stutt hlé 10.30 Umferðaröryggisáætlun til 2016 Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í samgöngu- ráðuneytinu og formaður Umferðaröryggisráðs. 10.45 Nýskipan lögreglumála – þáttur lögreglu í auknu umferðaröryggi Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. 11.00 Rannum – Rannsóknarráð umferðaröryggismála Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, formaður. Fyrirspurnir og umræður 11.40 Léttur málsverður Öruggari vegir, götur og umhverfi vega 12.45 Umferðaröryggi vegakerfa Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. 13.00 Hringtorg – mismunandi útfærslur á Íslandi Erna Hreinsdóttir verkefnastjóri, Vegagerðinni og Bryndís Friðriksdóttir verkfræðingur, Línuhönnun. 13.15 „EuroRAP“ (European Road Assessment Program) á Íslandi Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður FÍB. 13.30 Nýjungar í vegriðsmálum og öryggisbúnaði vega í Evrópu Bernd Wolfgang Wink, stjórnarmaður í European Uninon Road Federation. Fyrirspurnir og umræður Forvarnir, löggæsla 14.30 Sjálfvirkt hraðaeftirlit á Íslandi Hjálmar Björgvinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Ríkislögreglustjóraembættinu. 14.45 Hraðastjórnun á vegum (Speed Management) Rögnvaldur Jónsson, fyrrv. framkvæmdastjóri, Vegagerðinni. 15.00 Umferðarfræðsla í skólum Ásta Egilsdóttir, kennari í Grundaskóla á Akranesi og Kristín Björg Þorsteinsdóttir, fræðslufulltrúi hjá Umferðarstofu. Fyrirspurnir og umræður – kaffihlé Öruggari ökutæki – öruggari ökumenn – ungir ökumenn 15.45 Árekstrar í alvarlegum bílslysum og árekstravarnir Sævar Helgi Lárusson, sérfræðingur í tæknimálum ökutækja, Umferðarstofu. 16.00 Hraðakstur – ungir ökumenn – viðhorf, lífsstíll, ábyrgð. Nauðsyn fræðslu um orsakir og afleiðingar alvarlegra umferðarslysa Ásdís J. Rafnar hrl., formaður rannsóknarnefndar umferðarslysa. 16.15 Ökuréttindi – aldur, þroski, reynsla og hæfni Holger Torp, sérfræðingur ökunáms, Umferðarstofu. Fyrirspurnir og umræður Þingfundi frestað Föstudagur 24. nóvember Áfengi, lyf, þreyta, slysarannsóknir 9.00 Umferðaróhöpp og meiðsli eldri ökumanna Guðmundur Freyr Úlfarsson, aðstoðarprófessor í byggingarverkfræði við Washington–háskóla í St. Louis. (Verkefni styrkt af Rannum 2005). 9.15 Fíkniefnaskimun – áhrifarík greiningaraðferð gegn fíkniefnaakstri Jón Sigfússon, forstöðumaður Rannsókna og greiningar, Háskólanum í Reykjavík. 9.30 Syfja og akstur Gunnar Guðmundsson Dr. Med., lungnalæknir. Fyrirspurnir og umræður Kaffihlé Umferðaröryggi í alþjóðlegu samhengi 10.15 Ísland og umheimurinn; þróun alþjóðlegs samstarfs í umferðaröryggismálum Birna Hreiðarsdóttir, lögfræðingur í samgönguráðuneytinu og varaformaður Umferðarráðs. 10.30 Umferðaröryggi í Evrópu – staðan í dag og leiðir til úrbóta Dr. Günter Breyer, aðstoðarvegamálastjóri Austurríkis Fyrirspurnir og umræður 11.30 Pallborðsumræður Fulltrúar skiptast í umræðuhópa samkvæmt dagskrárliðum þingsins. 12.15 Hádegisverður 13.00 Umræðuhópar hefja störf 14.45 Fulltrúar umræðuhópa gera í stuttu máli grein fyrir starfi þeirra Almennar fyrirspurnir og umræður – ályktanir þingsins 15.45 Þingslit – formaður Umferðarráðs Móttaka í boði samgönguráðherra Umferðarþing er öllum opið. Þátttökugjald með veitingum er 12.500 kr. Skráning er á heimasíðu Umferðarstofu, www.us.is, til 22. nóvember. Þar er að finna nánari upplýsingar um þingið. Einnig í síma 580 2000. UMFERÐARÞING 2006 Hótel Loftleiðum 23. og 24. nóvember ÉG MÁ til með að þakka fyrir mig, eins og hin- ir frambjóðend- urnir. Kosninga- barátta mín var ólík annarra að því leyti að ég gerði lítið sem ekkert til að fá fólk til að kjósa mig. Annað en þá það að láta fara sem minnst fyrir mér. Að frátöldu þátttökugjaldinu, kostaði þessi „prófkjörsslagur“ tæplega fimmtán þúsund krónur, sem ég borgaði með yfirdrætti á bankareikningi mínum. Engu að síður fékk ég fjör- tíu prósent atkvæða, sem ég er harla ánægður með. Ekki síst í ljósi þess að þarna úti, meðal þeirra sem ekki taka þátt í próf- kjörum flokkanna, eru þúsundir kjósenda sem eiga samleið með mér. Og ég með þeim. Tölum betur saman í vor. Með bestu kveðju. ELLERT B. SCHRAM. Kveðja til kjósenda Frá Ellerti B. Schram: Ellert B. Schram LOKS fór af stað viðkvæm umræða, sem annars hefur myndast graf- arþögn um, eða um frjálsa flæðið af innflytjendum undanfarið. Einn þingmaðurinn þorði loks að standa uppi í hárinu á kollegum sínum og segja hug sinn og meirihluta þjóð- arinnar. Þetta hefur ekkert með kynþátta- „þetta eða hitt“ að gera. Enga hræsni. Fjöldi innflytjenda er hraðvax- andi vandamál í svo fámennu landi. Reyndar hóf forsetafrúin okkar máls á þessu fyrir nokkru í sjón- varpinu er hún sagði að Íslendingar ættu að takmarka og vanda val sitt á innflytjendum – þjóðin væri það fámenn og enn sem komið væri lítið um árekstra. Það eru orð að sönnu. Það er að skapast vandamál sem á eftir að verða að enn stærra vandamáli eins og við höfum orðið vitni að annars staðar á Norð- urlöndunum og það er að myndast ákveðin hræsni í fjölmiðlum þar sem umræðan um takmörkun streymisins gengur út á „rasisma“ eða „kynþáttafordóma“, jafnvel „hatur“. Mín skoðun er að þetta hafi ekkert með þau stóru orð að gera. Sumir pólitíkusar beina kosn- ingaspjótum sínum að þessum fjöl- mörgu erlendu innflytjendum í von um aukið fylgi, en því miður skilja sumir varla orð í íslensku eftir allt að fjögurra ára búsetu. Glæpum er að fjölga með ljós- hraða og Hraunið virðist vera fjög- urra stjörnu hótel fyrir marga frá Austur- Evrópu svo fangavist dreg- ur ekki úr áhættunni t.d. af mansali, vændi eða eiturlyfjasmygli og neysla eitursins fer ört vaxandi með hverjum deginum í okkar fámenna þjóðfélagi. Trúarstríð þekkist ekki hér. Ekki ennþá. Það hefur verið umræða um „fá- tækt á Íslandi“ og öryrkjar og elli- lífeyrisþegar þessa lands virðast þurfa að klóra meira og meira í bakkann varðandi kjör sín, á meðan verktakar vaða hérna uppi með hvert háhýsið á fætur öðru með ódýru vinnuafli, húsaleiga er löngu komin úr böndunum og ungt fólk berst í bökkum við að koma yfir sig rándýru húsnæði. Mér er því spurn, hefur þjóðfélagið efni á endalausu flæði atvinnulauss fólks utan úr heimi? Það hefur sýnt sig í um- ræðunni að vilji meirihluta þjóð- arinnar er að sporna við þessu flæði. A.m.k. verður að hafa takmörk. HARPA KARLSDÓTTIR, Hrauntungu 71, Kópavogi. Kynþátta hvað? Frá Hörpu Karlsdóttur: ♦♦♦ Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.