Morgunblaðið - 22.11.2006, Page 34

Morgunblaðið - 22.11.2006, Page 34
34 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR sverð“. Ég er svo þakklátur fyrir þessi kynni okkar, þakklátur fyrir að þú skulir hafa verið hér. Þú hefur gef- ið mér margt og kennt mér margt, ýmislegt sem ég vissi ekki af. Þú hef- ur kennt mér að sjá ýmsar hliðar lífs- ins í nýju ljósi. Þökk fyrir það. Auk þess sem ég fann ákveðinn samhljóm í þér sjálfum og verkum þínum. Ekki síst hinni umræddu frábæru bók þinni Draumur þinn rætist tvisvar sem hafði svo sterk áhrif á mig. Hví- líkt nafn á bók! Og hvílík merking! Er þetta hægt, spurði ég sjálfan mig: að draumur manns geti ræst tvisvar? Og hvað þá heldur niðurlag bókarinnar, lokasetningin! Hvernig er þetta hægt? Þar varð til önnur spurning. Hvílíkur endir á bók eftir mann sem gekk með MS-sjúkdóminn og varði lífi sínu í þá miklu þrautagöngu sem sá sjúkdómur getur verið. Þá varð mér raunar orða vant og það voru bara einkennilegar tilfinningar sem tóku völdin. Þessi bók er hluti af þínu lífi í allri merkingu og með einhverjum hætti er hún líka hluti af mínu lífi. Það sem þú segir og gefur í skyn í henni vildi ég sagt hafa og gefið í skyn. Hvílík hlýja, hvílík glettni og hvílík jákvæð lífssýn! Kjarni í þínum karakter sem er svo heillandi. Og ég veit að ég tala ekki bara fyrir sjálfan mig þegar ég segi að með lífi þínu varst þú öðrum mönnum fyrirmynd og áminning, einkum þegar hversdagslegar búk- sorgir vildu slá mann út af laginu. En nú er verkefni þínu hér lokið og við sitjum eftir og hugsum til þín og söknum þín. Það verða ekki fleiri samræður, það verður ekki frekara útgáfubrambolt, símtölunum í Hátún- ið er lokið – röddin þín er hljóðnuð. Og „svo höldum vér leið vorri áfram“. Lífið heldur áfram og við lifum því eins vel og við getum með þig hérna innra með okkur, í hjartanu. Haf þökk fyrir allt og allt. Vertu kært kvaddur, minn kæri vin. Sigurður Skúlason. Ég kynntist fyrst Kjartani Árna- syni fyrir um aldarfjórðungi úti í Ósló. Ég hafði fengið þá flugu í höfuðið að læra íslensku og skráði mig á kvöld- námskeið hjá «Friundervisninga». Fyrir fyrsta tímann vöruðu nokkrir Íslendingar mig við, þeir höfðu kom- ist að því hver átti að kenna á nám- skeiðinu. Ég yrði að gæta mín því um væri að ræða sérstakan náunga. Þeir sögðu að hann héti Kjartan Árnason og væri svo myndarlegur og heillandi, skemmtilegur og vel gefinn að stapp- aði nærri snilligáfu. Mér þótti fólk ýkja hressilega en dreif mig af stað og komst að því að það var öðru nær. Allt var rétt sem um hann hafði verið sagt og svo var hann líka hörkugóður kennari. Kjartan gerði íslenska mál- fræði að skemmtidagskrá og krydd- aði auk þess allt saman með spaugi- legum sögum af íslensku menningarlífi þannig að kennslu- stundirnar í «Friundervisninga» urðu fyrr en varði hápunktur viku hverrar. Brátt kom í ljós að við Kjartan lögðum stund á sömu námsgrein. Aðrir útlendingar í norskunámi lásu «norsku fyrir útlendinga» en Kjartan ákvað að lesa norsku með innfæddum og stóð okkur hvergi að baki. Hann lagðist af miklum ákafa í rannsóknir á norskum mállýskum og var ekki lengi að slá okkur hinum við í því að líkja eftir málfari og hreim hinna fjöl- mörgu norsku mállýska. Kjartan átti lengst af í engum vandræðum með að sveifla sér úr mállýsku Tromsø-búa í Stafangursmál og þaðan yfir í «þrándheimskuna». Kjartan hefði getað átt glæstan starfsferil á ótal sviðum hefði hann ekki fengið þennan illvíga sjúkdóm. Líklega stóðu ritstörfin hjarta hans næst en gaman hefði verið að sjá hve langt hann hefði náð á sviði tungu- málarannsókna. Kjartan lagði stund á málvísindi og hafði alveg einstaka tungumálahæfileika. Líklega er þó góða skapið það sem eftirminnilegast verður í fari Kjart- ans. Það hafði alltaf sömu áhrifin á mig að heimsækja hann, hvort sem það var í Kópavogi eða Hátúni. Mað- ur fór alltaf brosandi frá honum, sama hve veikur hann var, með hugann full- an af skemmtilegum athugasemdum og hvetjandi orðum. Kjartan hafði vitaskuld sjálfur mikla þörf fyrir upp- örvun en ég kvaddi hann nær alltaf full bjartsýni, samræðurnar við hann færðu mér kjark til þess að takast á við smávægileg áhyggjuefni mín. Edda var stóra ástin í lífi Kjartans og börnin þrjú gleðin mesta. Kjartan lifir áfram í börnum sínum og barna- börnum. Hans verður lengi minnst. Gunhild Kværness. Kjartan Árnason er látinn, aðeins fjörutíu og sjö ára að aldri. Það var á haustdögum 1984 í heimspekideild Háskóla Íslands sem leiðir okkar Kjartans lágu fyrst saman, bæði vor- um við í íslenskunámi. Ég tók fljótt eftir þessum glæsilega unga manni með dökka hárið bundið í tagl og fannst hann hafa allt til að bera. Vet- urinn leið og sumarið kom og þá var róið á önnur mið. Ég vann þetta sum- ar á Landspítalanum og einn daginn hitti ég glæsimennið úr Háskólanum á göngum spítalans. Hann kom á móti mér óstyrkur í spori, með lepp fyrir öðru auga. Mér brá í brún þegar ég leit í fölt andlitið. Við tókum tal sam- an. Hann brosti og sagðist þurfa að leggjast þarna inn öðru hverju og gerði lítið úr veikindum sínum. Árin liðu og þegar fundum okkar Kjartans bar næst saman var það á fundi í Rit- listarhópi Kópavogs. Hann var þá kominn í hjólastól. Þá áttaði ég mig á því hve alvarleg veikindi hans voru. Kjartan var einn af stofnendum Rit- listarhóps Kópavogs og aðaldriffjöðr- in þrátt fyrir veikindi sín. Hann hafði sterka nærveru og þegar hann kvaddi sér hljóðs var hlustað af andakt. Húmoristinn Kjartan átti auðvelt með að koma okkur félögunum til að hlæja. Hann var skarpgreindur og hafði óvenjumikinn styrk til að bera. Skáld var hann gott og fór óhefð- bundnar leiðir í efnistökum. Í ljóðum sínum dregur hann upp myndir sem gefa okkur nýja sýn á veruleikann. Kjartan átti auðvelt með að koma auga á hið skoplega í lífinu. Ljóðin hans eru fyndin og íronísk en oft er undirtónninn dauðans alvara. Eftir- farandi ljóð, Vinur, er í ljóðabókinni Dagbók Lasarusar sem út kom 1986 en þá var Kjartan aðeins 27 ára gam- all en orðinn þroskað skáld. Það má vera að þú hafir þegar verið sveipaður hvítu líni og liggir bara. En þegar hinn krossfesti kemur til þín og segir: Tak sæng þína og gakk þá gerir þú það. Og ekkert múður með það neitt. Vittu að gröf þín er opin í báða enda. Örlögin lögðu þunga byrði á herðar Kjartani sem hann tókst á við af æðruleysi, en hann varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast yndislega fjöl- skyldu. Edda var hans tryggi lífsföru- nautur og börnin þeirra þrjú eru öll vel af Guði gerð. Kjartan átti góða foreldra og systur sem studdu hann dyggilega og svo hafði bæst við fjöl- skylduna, tengdadóttir og barnabarn. Öll stóðu þau þétt við bakið á fjöl- skylduföðurnum. Við, félagarnir í Ritlistarhópi Kópavogs, þökkum Kjartani ánægju- lega samfylgd. Eddu, börnunum, tengdadóttur, barnabarni, föður, systur og öðrum aðstandendum vott- um við okkar dýpstu samúð og biðjum Guðs blessunar. G. Lillý Guðbjörnsdóttir. Og tregablandin hinsta kveðjan hljómar svo hrygg við erum því við söknum þín, í hugum okkar stjarna lífs þíns ljómar, sem ljós á vegi í brjóstum okkar skín. Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd í nýjum heimi æ þér vörður vísi, sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum guð að geyma, þín göfga minning okkur heilög er (Guðrún Elísabet Vormsdóttir.) Nú er komið að kveðjustundinni. Lífsljósið hans Kjartans er slokknað. Upp í hugann minn kemur þegar við sáumst fyrst í Dagvistinni hjá MS- félaginu fyrir 18 árum. Árin liðu, við hittumst af og til. Þegar ég flutti í Há- túnið fyrir 4 árum var ég svo glöð að sjá að við yrðum nágrannar, á sama gangi, og myndumst hittast daglega. Við bundumst miklum vináttu- böndum. Þú gafst svo mikið af þér með gleði þinni, jákvæðni og ég tala ekki um þinn létta húmor. Þú varst líka fljótt vinur fjölskyldu minnar og gladdist með mér á góðum stundum. Við tókum upp þann sið að tvisvar sinnum í mánuði höfðum við danska daga. Þá töluðum við eingöngu dönsku eða norsku. Þú hafðir verið við nám í Noregi og ég hafði verið mikið hjá ömmu minni og afa í Dan- mörku. Auðvitað þurfti starfsfólkið sem hjúkraði okkur þann daginn að tala líka dönsku eða norsku en við leyfðum líka sænskunni að fljóta með og svo var drukkinn einn bjór. Þessir dönsku dagar veittu okkur mikla gleði. Hann var stoltur af því þegar hann sagði mér frá símtali sem hann fékk frá danskri vinkonu sinni sem býr í Danmörku því hún hrósaði hon- um svo mikið fyrir hvað hann væri farinn að tala miklu betri dönsku. Og segjum svo að það hafi ekki gert gagn að hafa danska daga. Það voru miklir hamingjudagar hjá þér fyrir tveimur árum þegar þú varðst afi, litla hnátan hans Óla hún Saga Guðrún veitti þér mikla gleði. Nú er komið að kveðjustundinni. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman og þakka fyrir að hafa átt þig að vini. Ég votta fjölskyldu þinni samúð mína og bið þér Guðs blessunar. Inga Kjartansdóttir. Gráhærða dögun – tileinkað Kjart- ani Árnasyni skáldi úr Kópavogi Himinninn stálgrámi stamur stiginn úr hafi hafinn á loft af lofti vafinn þráðum gráum vaði litlaus litur ofinn ofan stiginn dagur kemur nemur jörðu gráu grjóti hörðu vatn úr vatni örðu sól í hvarfi sól í felum sólu hulin veröld vakin vonum Kjartan Árnason fæddist 12. febr- úar 1959, hann bjó lengst af í Kópa- vogi með stuttum hléum í Osló og Reykjavík. Til Óslóar fór Kjartan árið 1980 og hóf nám í Háskólanum þar sem hann lagði stund á fílu og málvís- indi og norsku. Hann lauk áfanga- prófum í málvísindum og norsku árið 1983. Fór þá í Háskóla Íslands í ís- lensku en flosnaði upp úr því námi vegna veikinda. Útgáfufélag Kjartans, Örlagið, stofnaði Kjartan árið 1986 utan um Dagbók Lazarusar, brot úr glötuðu handriti, sem var fyrsta bók hans. Þetta er mjög heilsteypt ljóðabók þar sem Kjartan leikur sér að sögunni um upprisu Lazarusar og leggur út af henni á ekki mjög biblíulegan hátt. Strax í þessari fyrstu bók birtast höf- undareinkenni Kjartans, kímni vafin í alvöruklæði, já eða alvara klædd í grínbúning. Önnur bók Kjartans kom út árið 1987. Það var smásagnasafnið Frostmark þar sem m.a. er lagt út af Njálssögu, þjóðsögum og dæmisög- um svo nokkuð sé nefnt. Í sögunni er leitast við að sætta andstæð hlutverk fólks með ólíkt gildismat. Ég held að þarna sé komið við kjarnann í mörgum verkum Kjartans, sem er viðleitnin til sátta, draumurinn um að lifa í sátt við menn og dýr. Kjartan sagði sjálfur orðrétt í viðtali: „Ég hef sett mér það að vera græn- metisæta og borða því aldrei kjöt eða fisk, og hef ákveðið að drepa ekki dýr, þótt ég amist ekki við dýradrápi ann- arra. Þetta er aðeins mín eigin lífs- regla. Ég ætla ekki að breyta heim- inum heldur lifa eftir eigin hugmyndum í sátt við aðra.“ Þriðja bók Kjartans er skáldsagan Draumur þinn rætist tvisvar en hún kom út árið 1989 og síðar í nýjum útgáfum sem hljóðbók. Draumurinn er hugljúf og ljúfsár reynslusaga drengs af lífinu og dauðanum. Þá kom út álfasagan Kata mannabarn og stelpa sem ekki sést, ákaflega skemmtilegt ævintýri fyrir börn á öllum aldri og síðast en ekki síst ljóðabókin 7 ævidagar. Hún er falleg, fyndin og full af graf- alvöru lífsins enda óbrotgjarn minn- isvarði um Kjartan sjálfan og skáld- skap hans. Auk þessara bóka á Kjartan efni í tímaritum og blöðum, bæði ljóð, greinar og gagnrýni. Hann var í ritnefnd Ljóðaárbókar 1988 og 1989 og stóð að undirbúningi og út- gáfu tveggja bóka Ritlistarhóps Kópavogs, Glugga og Ljósmáls. Reyndar var Kjartan einn helsti hugsuðurinn og hugmyndafræðing- urinn að baki Ritlistarhóps Kópa- vogs. Auk bóka Kjartans sjálfs hefur Ör- lagið gefið út verk annarra höfunda, þeirra Jóhanns Hjálmarssonar og Berglindar Gunnarsdóttur. Kjartan hefur auðvitað einnig fengist við þýð- ingar og gaf út þýðingu sína á leikrit- inu Logskerinn eftir Magnus Da- hlström árið 1990. Þá hafa einnig komið út undir formerkjum Örlagsins Smáprent Örlagsins, en í þeim er m.a. að finna örleikrit, ljóð eftir Kjartan sjálfan og eftir Jóhann Hjálmarsson. Kjartan sagði sjálfur um heitið á forlagi sínu að það hafi einfaldlega verið vegna þess hve smátt það var, alveg örsmátt. Lýsir það þó e.t.v. fyrst og fremst hógværð hans og lít- illæti, því blaðsíðufjöldi og brot getur aldrei talist mælikvarði á stærð bók- mennta. Ég kynntist Kjartani allt of seint. Það var ekki fyrr en árið 1994, þegar við hittumst í kaffistofu Gerðarsafns og ræddum Ljóðið. Vöggu Ljóðsins, sem Kjartan sagði að væri í Kópa- vogi. Við hófum upplestra undir yf- irskriftinni sem Kjartan lagði til: „Kveðskap fyrir kvöldmat“. Kjartan var með fallegri mönnum sem ég hef kynnst. Yst sem innst. Hann auðgaði líf mitt og veitti mér af óeigingirni sinni og örlæti hugmynd- ir, myndir og framtíðarsýn bjartsýni og góðmennsku. Ég græt hann sárt af eigingirni þess sem eftir lifir en fagna um leið með hans eigin orðum: En skáldið er frjálst! Fer sem orð milli manna, laust úr búri dufts. Fjölskyldu Kjartans og vinum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur, Hrafn Andrés Harðarson. Myndin er af Íslandsmeisturum Breiðabliks í 3. flokki árið 1974. Þetta er sennilega eina myndin sem til er af okkur Kjartani saman. Við lékum báðir með sama liði en við þekktumst í raun ekkert. Aldarfjórðungi síðar liggjum við saman á Landspítalanum, hann var til meðferðar á sínum erfiða sjúkdómi en ég til rannsóknar. Það var hann sem þekkti mig þrátt fyrir að vera orðinn nánast blindur þegar þarna var komið sögu. Þegar við fórum að spjalla var eins og við hefðum þekkst alla tíð. Við vor- um fljótir að finna hláturtaugar hvors annars og bókstaflega grenjuðum af hlátri nánast báðar vikurnar tvær sem við deildum sjúkrastofu. Eina nóttina las ég fyrir okkur bók- ina „Ég vil nú eiga mínar konur sjálf- ur“ eftir afabróður minn Ólaf á Odd- hóli. Þessi ósköp venjulega bók varð að hinu mesta spaugriti, því Kjartan skaut inn hárfínum athugasemdum með reglulegu millibili. Einn daginn á matmálstíma stóð heiftarlega í Kjartani eftir að ég hafði skotið inn einhverri athugasemd. Hann var að tyggja matinn sinn. Sjúkraliðinn sem var Kjartani til að- stoðar var brugðið og sagði við okkur að við mættum ekki gera þetta. „Þú getur kafnað, Kjartan!“ Þá segir Kjartan að það væri nú ekki sem verst. Hann væri þá búinn að sanna það eitt skipti fyrir öll að það væri hægt að kafna úr hlátri. Fljótlega eftir þetta fór Kjartan í Hátún til alvistunar og hefur verið þar síðan. Ég fór reglulega í heim- sókn til hans og fylgdist með hetju- legri baráttu hans við að halda í lífið. Tilbúinn að reyna hvað sem var til að hljóta bata. Meiri baráttumann hef ég ekki hitt á lífsleiðinni og yrði mjög hissa ef ég hitti annan eins. Fjölskyldan var Kjartani allt. Þeg- ar hann lýsti fyrir mér í rúminu sínu í Hátúni, hvað fjölskyldan hafði verið að gera, birti yfir honum og maður hafði á tilfinningunni að hann hefði verið sjálfur á staðnum. Með Kjartani er farinn einstakur maður sem skilur eftir sig djúp spor í hugum þeirra sem honum kynntust. Fjölskyldu Kjartans sendi ég mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Kristján Þór (Krissi). Kjartan Árnason Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.