Morgunblaðið - 22.11.2006, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 22.11.2006, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hjalti Sig-urbjörnsson fæddist í Reykjavík 8. júlí 1916. Hann lést á elliheimilinu Grund 12. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Þorkelsson kaup- maður í Vísi og Gróa Bjarnadóttir (fyrri kona hans). Systkini Hjalta eru Kristín, f. 1909 (lát- in), Sólveig, f. 1911 (látin), Þorkell, f. 1912, Birna, f. 1913 (látin), Hanna, f. 1915, Helga, f. 1917, Friðrik, f. 1923 (látinn), Ástríður, f. 1925 (látin), Áslaug, f. 1930 (látin), og Björn, f. 1931. Hinn 25. ágúst 1957 kvæntist Hjalti Önnu Einarsdóttur, f. 4. nóv. 1921, d. 11. nóv. 1998. Anna var dóttir Einars Jónssonar vegaverkstjóra frá Sauðhaga í Vallahreppi og Guðbjargar dótt- ur Kristjáns bónda á Hauka- brekku í Fróðárhreppi á Snæ- fellsnesi. Börn Önnu og Hjalta eru: 1) Þorkell Gunnar, kvæntur Juliette Marion. 9) Þorsteinn. Barnabarnabörnin eru orðin tíu. Hjalti var við verslunarnám í Verslunarskóla Íslands 1932– 1933, en sneri sér síðan að land- búnaðarnámi og útskrifaðist sem búfræðingur frá Hvanneyri árið 1936. Dvaldi síðan í Danmörku og Noregi við nám í hænsna- og refarækt. Árið 1938 gerðist hann bóndi á Kiðafelli og bjó þar til 1941. Leigði hann þá búið og fluttist til Reykjavíkur og vann þar skrifstofustörf á skattstof- unni og hjá Heildverslun Sverris Bernhöfts. Á þessum tíma tók hann mikinn þátt í íþróttalífi, að- allega í skíðaíþróttum, en einnig í frjálsum íþróttum og fimleikum þar sem hann var um tíma í sýn- ingarflokki ÍR. Árið 1950 tók Hjalti svo aftur við búinu á Kiðafelli og bjó þar til ársins 2000. Hjalti var safn- aðarfulltrúi Saurbæjarsóknar og meðhjálpari, hann tók mikinn þátt í sönglífi Kjósverja. Einnig var hann fréttaritari Morg- unblaðsins til margra ára. Hjalti vann á rannsóknastofu landbúnaðarins á Keldnaholti í allmörg ár uns hann hætti þar vegna aldurs. Útför Hjalta verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Dagbjörtu Helga- dóttur. Börn: Ragn- ar Karel, Hjalti og Jóhanna Helga. 2) Sigurbjörn, kvæntur Bergþóru Andr- ésdóttur. Börn: Hrafnhildur, Rakel Rán og Hjalti Andr- és. 3) Kristín, sam- býlismaður Gunnar Ovell. Börn Krist- ínar og Kristins Kristinssonar: Sig- þrúður Ósk og Ágústa Kristín. 4) Björn, kvæntur Katrínu Cyrus- dóttur. Börn: Baldur, Þorsteinn, Cýrus. Börn Björns og Ragnhild- ar Gunnarsdóttur: Sverrir Ljár og Sævar Logi. Börn Önnu af fyrra hjónabandi með Þorvarði K. Þorsteinssyni: 5) Einar, kvæntur Hallfríði Bjarnadóttir. Börn: Friðrik Tryggvi, Þorsteinn og Anna Sig- ríður. 6) Sigríður, gift Paul New- ton. Börn: Anna Kristín og Þor- steinn. 7) Margrét. Börn: Hjalti með Gunnari Kristjánssyni og Anna Björk með Árna Árnasyni. 8) Guðbjörg Anna, sambýliskona Nú ertu farinn, elsku Hjalti, átta árum síðar en mamma. Þá sagist þú vilja fara þar sem þú bjóst aldrei við að lifa hana. Hún var þín ást og líf ásamt öllum ykkar börnum og öllum hinum börnunum og einstæðingum sem dvöldu á okkar fallega heimili á Kiðafelli. Það var þitt líf, sérstaklega eftir að mamma kom með fjögur börn að Kiðafelli, sem varð yfirfullt af fólki. Ekki bara börnum heldur líka af unglingum, einstæðingum sem þurftu athvarf og verkafólki sem var að vinna í nágrenninu. Ég kom sex ára að Kiðafelli frá Reykja- vík, þar sem ég hafði leikið mér á götum borgarinnar, upp til sveitar þar sem bara allt var hræðilega hættulegt sem mínu sex ára litla hjarta fannst þá. Hundurinn, kýrn- ar, hestarnir og skjáturnar voru óargadýr fyrir mitt litla hjarta. En ekki leið langur tími þar til þessi sömu óargadýr urðu mitt líf, mínar ær og kýr. Þá kenndirðu mér nöfnin á kindunum og kúnum, hestunum og tíkinni. Eftir það héldum við saman skýrslu um öll dýrin. Sátum á kvöld- in eftir langan vinnudag og gerðum saman skýrslur um dýrin okkar. Fundum upp nöfn á gimbrarnar, kálfana og folöldin. Vigtuðum lömbin á haustin og skrásettum allt í fjár- bókina. Mældum nytina úr kúnum og settum í skýrsluna. Svo fékk ég lokins að ríða Jarp og Jörp. Þá hafð- irðu gefið okkur Möggu Ljósálf sem við fengum saman, sem var keyptur handa okkur undan Nökkva, en ég þóttist auðvitað allaf eiga ein. Hann varð fljótlega bara fyrir litlu börnin því ég gat riðið þínum hestum sem ekki voru fyrir alla, enda kenndirðu mér að sitja hest. Það var líka farið á kappreiðar saman að Arnarhamri, gæðingar reyndir á móti gæðingum sveitunga. Skemmtilegar stundir þegar riðið var með sveitungum um Kjósina. Svo þurfum við að gera við girðingar og halda kindunum, þeim Helgu, Vænu og Gránu, fyrir utan túnin. Svo kom sláttur og þá þurfti snemma að kenna einhverjum að keyra John Deerinn og svo Rússann, því það þurfti að koma heyinu inn. Náði ekki alveg niður á pedalann, en samt. Svo þurfti að mjólka kýrnar morgna og kvölds, við systur vildum gera það líka, ekki bara þvo kúnum, líka að setja mjaltavélarnar á Bellu, Hyrnu, Skjöldu og allar hinar. Það varð að margra ára starfi að hugsa saman um elsku kýrnar og kindurn- ar. Svo þurftum við að aga yngri börnin og kenna þeim. Enda lærðu þau að vera með í skýrsluhaldinu og hjálpa til við mjaltir. Við fengum líka kjamma og leggi eftir haustferðir í sláturhúsið, svo við gátum sett upp okkar eigið bú í Ásn- um. Svo fórum við saman til að lesa af lömbunum og fylgjast með vigt- inni svo við gætum skráð allt á ærnar heima í fjárbókinni. Oftast voru tutt- ugu manns í heimili og þú tókst því bara sem sjálfsögðum hlut. Svo komu menntaskólaárin og alltaf var sjálfsagt að ég fengi allt sem hægt var að veita. Stundum get- ur það verið lán í lífinu þegar maður missir foreldri og fær annað í stað- inn, sem bara passar betur við tíma og stað í lífi ungrar sálu. Það varst þú, Hjalti, það besta sem gat komið inn í líf mitt á þessum tímapunkti. Hjalti var sannur sjálfstæðismað- ur og reyndi að kenna okkur það, enda vorum við hlynnt Sjálfstæðis- flokknum öll systkinin ung að árum. Síðan þroskuðumst við og sum urðu ekki sjálfstæðismenn. Þó mikið hafi verið reynt var aldrei rifist við okkur um að hafa ekki haldið uppi merkj- um Sjálfstæðisfokksins. Eftir langa ævi með fjölda barna og annarra sem hann hafði komið til manns eða hugsað um, sat hann samt uppi í tveggja manna herbergi á Grund þar sem ekki var pláss fyrir börnin að heimsækja eða sitja við dánarbeð. Þú vildir deyja 11. nóvem- ber, sama dag og Anna konan þín og Gróa mamma þín. Fyrir ári, hinn 11. nóvember, sögðum við að þar fór í verra, nú yrðirðu að bíða í heilt ár. Og hvað gerðir þú, jú, beiðst í eitt ár. En við fengum gott níræðisafmæli í sumar sem var takmarkið að geta átt saman. Það eru ekki allir sem ná að fá 90 góð ár. Ég og við öll hin hefðum viljað eiga þið lengur með okkur, en þú vildir fara. Vona að allir þeir sem þú vildir hitta hinum megin hafi tek- ið á móti þér. Við söknum þín, sem erum hér enn. Guðbjörg Þorvarðardóttir. Bróðir minn, Hjalti bóndi á Kiða- felli, er látinn, níræður að aldri.Við áttum það sameiginlegt fyrir utan bróðurkærleika að hafa mikinn áhuga á landbúnaði, enda varð hann okkar ævistarf, en fyrirmynd og hvatning Hjalta bróður ýtti mjög undir þann áhuga minn. Hjalti lauk búfræðinámi á Hvanneyri 1936 og fetaði ég í fótspor hans þar síðar. Hann hélt svo til náms í Danmörku og Noregi í loðdýrarækt, alifugla- rækt og jarðrækt. Þegar hann kom heim frá námi hóf hann búskap á Kiðafelli. Sem ungur drengur fylgd- ist ég með því af áhuga og aðdáun hvernig Hjalti byggði upp búskap sinn með ýmsum nýjungum sem hann hafði kynnst erlendis. Hann kom upp mjög nýtískulegu refabúi og rak það með miklum glæsibrag og fékk ýmis verðlaun fyrir gæði skinn- anna. Hann kom sér líka upp mynd- arlegu gæsabúi. Fyrir á Kiðafelli var lítið kúabú sem Hjalti hófst handa við að efla. Túnin voru lítil og víða þakin stórgrýti. Stórvirk tæki til jarðabóta voru ekki aðgengileg á þessum tíma, hvorki jarðýtur né gröfur og engin dráttarvél í allri sveitinni. Hjalti losaði því frá stór- grýtinu með skóflu og haka að sumr- inu og notaði síðan veturinn til að lyfta björgunum upp á sleða með handsnúnum gálga á þrífæti og lét hross sín draga þau út fyrir túnið. Þar er skýringin á grjótflákunum sem sjást víða umhverfis heimatúnin á Kiðafelli. Merkilegust finnst mér þó í minningunni jarðræktin sem Hjalti stundaði. Hann plægði og herfaði að sjálfsögðu allt með hest- um. Hann ræktaði belgjurtir, ertur og rauðsmára með höfrum til græn- fóðurs og vallarfoxgrasi og háliða- grasi til túnræktar. Belgjurtafræið var smitað með tilheyrandi gerlum og náði Hjalti ótrúlega mikilli upp- skeru af þessum blöndum. Þegar ég síðar lærði búfræði á Hvanneyri, sá ég hversu langt Hjalti var á undan sinni samtíð í jarðræktinni. En um- heimurinn var ekki á því að veita Hjalta bónda brautargengi. Heims- styrjöldin síðari skall á og loðskinna- markaðurinn hrundi. Bretavinnan lokkaði til sín nær allt vinnufært fólk, svo að Hjalti, einyrkinn, fékk hvergi vinnufólk. Hann hætti því bú- skapnum meðan á stríðinu stóð en tók svo aftur til óspilltra málanna að því loknu. Þá bætti hann við sauð- fjárbúskap og hrossarækt og varð þekktur fyrir verðlaunahrúta sína og afbragðshross því hann hafði glöggt auga fyrir kostum búfjár. Hann var þó ekki lengi einn því að hann giftist Önnu Einarsdóttur 1957 og barna- hópurinn þeirra á Kiðafelli óx. Nú er einn sonurinn bóndi þar og aðrir niðjar sjá um ferðamannaþjón- ustuna og leigu á niðjum hestanna góðu. Á skólaárunum vann ég oft á sumrin fyrir Hjalta á Kiðafelli og eitt sumar treysti hann mér fyrir bú- rekstrinum þegar hann þurfti að sinna öðrum verkefnum. Leiðsögn Hjalta og þekking á búskap fylgdu mér á langri skólagöngu í búvísind- um og í starfi æ síðan. Aðrar ótal góðar minningar um hann Hjalta bróður minn ætla ég að geyma og gleðjast yfir í huganum, en minning- in um góðan bróður fyrnist ekki. Við Anna sendum börnum hans og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Björn Sigurbjörnsson. Mig langar í nokkrum orðum að minnast vinar míns og móðurbróður Hjalta Sigurbjörnssonar, bónda á Kiðafelli í Kjós, eða Hjalta frænda eins og mér var tamt að kalla hann. Fyrstu minningarnar eru tengdar dvöl minni sem barns og unglings í sumarbústað með foreldrum mínum á Kiðafelli. Þá þurfti oft að leita til Hjalta með eitt og annað, t.d. að fá lánaðan hest til útreiða eða ef eitt- hvað þurfti að lagfæra í sumarbú- staðnum eða bílnum þá var sent eftir Hjalta og öllu bjargaði hann með sín- um rólega og yfirvegaða hætti. Svo fékk maður að hjálpa til við búskap- inn í heyskap, moka flórinn í fjósinu o.fl. og kynntist ég þá Önnu konu Hjalta og stóra barnahópnum þeirra. Það fór ekki á milli mála hversu umhugað Hjalta var um að föður sín- um, „afa“, systkinum og frændfólki liði vel í Kjósinni. Á ferð um Kjósina var gott að geta tengt sig við Kiðafell og segjast vera frændi Hjalta því þá urðu allir hlutir auðveldari enda greinilegt að Hjalti var vel liðinn í sveitinni. Þótt fyrstu kynni af Hjalta bónda hæfust með þeim hætti að fá hest lánaðan urðu kynnin lengri og meiri, ekki síst vegna þess að undir handarjaðri Hjalta vaknaði áhuginn á hestamennsku og hrossarækt og öllu sem því tilheyrir. Deildum við því áhugamáli saman og úr því varð vinátta og samstarf sem ég minnist með þakklæti. Nokkur kaflaskil urðu í hesta- mennskunni hjá mér þegar ég keypti af Hjalta hryssuna Hervöru frá Kiðafelli árið 1986, en hún var úr ræktun Hjalta sem hófst þegar hann eignaðist hryssuna Ernu frá Kiða- felli sem var undan Nökkva frá Hólmi og Grímu frá Hólum sem var af Svaðastaðastofni. Erna fékk 1. verðlaun á Landsmóti á Þingvöllum 1958. Ég fékk áhuga á þessu hrossa- kyni og hóf að rækta hross undan Hervöru og hef fengið undan henni nokkur úrvals reiðhross. Hjalti fylgdist vel með framvindu hrossa- ræktarinnar og fórum við oft saman á kynbótasýningar til að fylgjast með gengi afkvæma Hervarar. Þar var Hjalti í essinu sínu, þekkti alla og ekki síst dómarana og hver veit nema nærvera Hjalta hafi haft góð áhrif á kynbótadóminn. Þá fannst Hjalta líka gaman að því að Hugrún Jóhannsdóttir, dótturdóttir Sólveig- ar systur Hjalta, skyldi sýna hrossin. Hugrún rekur ásamt eiginmanni sín- um hrossabú í Austurkoti við Selfoss en hún tók líka sín fyrstu spor í hestamennskunni á Kiðafelli. Í hestamennskunni brýndi Hjalti oft fyrir mér að fara ekki of geyst, gefa yrði hrossinu tíma, trippið yrði ekki gæðingur á einu augnabliki. Þessi ráð voru bæði dýrmæt og rétt- mæt og reyndust mér vel. Hann gaf líka góð ráð um meðferð brjóstbirtu á hestbaki sem voru af sama toga, þar yrði að gæta hófs og fara ekki of geyst. Ungur gaf ég honum það lof- orð að eiga alltaf lögg eftir á pel- anum þegar ég riði í hlað á Kiðafelli og var ávallt við það staðið í mörgum sleppitúrum og ferðalögum sem oft- ast enduðu í hlaðinu hjá Hjalta. Þó Hjalti færi kannski ekki oft á hestbak sjálfur í seinni tíð, sem þó kom fyrir, fylgdist hann með ferðum mínum og hafði ég það fyrir sið að senda honum ávallt ferðaplanið fyrir hestaferð sumarsins ef hann ætti kost á að kíkja á okkur. Ein slík ferð verður ógleymanleg en þá var ferð- inni heitið á Snæfellsnes sumarið 1992. Hjalti hafði fengið sent ferða- planið en meira var ekki um það rætt fyrr en komið var af stað þá birtist Hjalti á grænu Lödunni með svefn- poka og skjalatösku í aftursætinu og slóst með í för þótt ekki færi hann á hestbak. Hann var svona yfir og allt um kring, kom gjarnan við á bæj- unum þar sem náttstaður var fyr- irhugaður og heilsaði upp á bænda- fólkið og liðkaði fyrir komu ferðahópsins eða hann keyrði í veg fyrir okkur í áningarstað, kannaði hressleika hópsins og brjóstbirtustig og stillti af eftir því sem honum þótti ástæða til. Alltaf var gaman að njóta þægilegrar og skemmtilegar nær- veru og félagsskapar Hjalta. Mjög kært var á milli Áslaugar móður minnar og Hjalta og fann maður það oft hversu umhugað hon- um var um litlu systur sína en hún var 14 árum yngri en Hjalti. Þessi umhyggja færðist síðan yfir á mig og mína fjölskyldu. Hann fylgdist vel með uppvexti barna minna og ekki leiddist honum þegar Áslaug dóttir mín fór að keppa á hestamótum á hesti sem var úr hans ræktun. Hafði Hjalti oft á orði að hún minnti hann um margt á Áslaugu systur sína. Þá voru einnig notalegar stundir sem við Magnús, sonur minn, áttum í græna sófanum hjá Hjalta að horfa á heimsmeistarakeppnina í fótbolta eða aðra stórleiki, þar sem ekki náð- ist sjónvarp í sumarbústaðnum. Hjalti var alltaf aufúsugestur í sumarbústaðnum, fyrst hjá foreldr- um mínum og svo hjá okkur Krist- ínu. Þótt foreldum mínum væri lítið gefið um tóbaksreyk var það alltaf sjálfsagt að Hjalti kveikti sér í vindli, því vindlareykur frá Hjalta var allt annars eðlis en venjulegur tóbaks- reykur og engu líkara en heilagur andi svifi þar með á tóbaksskýi. Hjalti var gleðimaður, hógvær og virðulegur og kunni að njóta þeirrar Guðs gjafar sem lífið er. Það var svo gott andrúm í kringum hann, mikil jákvæðni og gleði og stutt í hlátur og grín.Við Kristín þökkum fyrir allar góðu samverustundirnar sem við átt- um með Hjalta og sendum börnum hans og fósturbörnunum innilegar samúðarkveðjur. Minningin um Hjalta frænda lifir áfram og hestar úr hans ræktun verða traustir reið- skjótar fjölskyldunnar á næstu ár- um. Skál, frændi. Hvíl í friði. Sigurbjörn Magnússon. Ég man hve ég var stoltur af því sem drengur að eiga föðurbróður sem var bóndi á fjölskyldujörðinni Kiðafelli í Kjós. Hjalti hafði meiri áhrif á mig en liggja í augum uppi og meiri en hann sjálfur gerði sér grein fyrir. Frá fyrstu tíð skynjaði ég þá umhyggju sem elskulegur faðir minn Hjalti Sigurbjörnsson Sunnuvegur í Hafn- arfirði er kyrrlát gata, einbreið með tólf hús- um og liggur á milli Hverfisgötu og Mánastígs. Samhliða að neðanverðu liggur Tjarnarbrautin opin út að læknum en að ofanverðu liggur gamla Álfaskeið með hraunið á aðra hönd og ævintýri í klettum, gjótum og hellum. Sunnuvegurinn er hjartastaður okkar, sannkölluð sólskinsgata. Þar ólumst við upp á 7. og 8. áratug 20. aldar í húsi númer átta. Skáhallt á móti bjó Guðrún Pálsdóttir ásamt Sigga eiginmanni sínum og börnun- um þeirra sex. Saman áttu þau jafn- stóran barnahóp og mamma og pabbi og nánast öll á sama aldri. Samgangur milli húsanna var því Guðrún Pálsdóttir ✝ Guðrún Páls-dóttir fæddist í Hafnarfirði 21. ágúst 1930. Hún andaðist á hjarta- deild LSH við Hringbraut 8. októ- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafn- arfjarðarkirkju 17. október. mikill, mæðurnar á sama aldri, báðar heimavinnandi, góðar vinkonur og meira að segja skyldar í þriðja lið, frá Hellu í Hafn- arfirði. Guðrún Pálsdóttir var hjartahlý og glæsi- leg kona, yfirveguð í skapi og kyrrlát í fasi. Hún var mamma bernskuvina okkar og heimili hennar og Sigga var okkur alltaf opið. Nú er sá tími lið- inn en eftir stendur minningin um það sem var: sólskinsgata með hlý- legum húsum í einum hnapp þar sem hlaupið var um garða og klifrað yfir veggi, bernskuspor til allra átta, og fyrir miðri mynd stendur Rúna á tröppunum fyrir framan hús númer sjö, og við ærslafull og glöð, á leiðinni inn til hennar í upprúllaðar pönnu- kökur með sykri. Fyrir hönd okkar systkinanna á Sunnuvegi 8 viljum við koma á fram- færi þökkum fyrir gengin spor og færa Sigga og börnunum hans öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Jón Özur og Snorri Rafn Snorrasynir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.