Morgunblaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 40
staðurstund
Steinunn Sigurðardóttir skrifar
frá París um Nóbelsverðlauna-
hafann Toni Morrison sem með-
al annars skrifaði Beloved. » 43
bækur
Breskt sjónvarpsefni var hlut-
skarpt á alþjóðlegu Emmy-
verðlaunaafhendingunni sem
fram fór á mánudaginn. » 42
verðlaun
Höskuldur Ólafsson fjallar um
nýja plötu bandaríska tónlistar-
mannsins Tom Waits í listapistli
dagsins. » 43
af listum
Erlendir fjölmiðlar og bloggrar
um allan heim hafa fjallað um
afmælistónleika Sykurmolanna,
hver með sínum hætti þó. » 41
tónlist
Bandaríski sjónhverfingamað-
urinn David Blaine hangir nú
yfir Times-torgi í New York og
snýst í hringi. » 44
fólk
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
MAÐURINN er vænglaus fluga nefnist ný
bók átta leiksagna eftir Matthías Johannessen
sem Vaka-Helgafell gefur út.
„Þetta eru átta leikrit, þar af einn þríleikur,
flest byggð á kynnum mínum við þekktar per-
sónur og um sumar hef ég skrifað fyrir margt
löngu, svo þessi verk eru einskonar niðurstaða
mín af reynslu blaðamannsins,“ segir Matthías
þegar blaðamaður spyr hann um innihald bók-
arinnar og hnýsilegan undirtitil hennar, leiks-
ögur. Og hann bætir við: „Sem slíkar eru per-
sónurnar ekki sýndar í neinu dramatísku ljósi,
heldur sem þátttakendur í uppákomum í stíl
fáránleikans eða ítalska spunans og gætu
þannig minnt á Eins og þér sáið sem var sýnt
með Jóni gamla í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn
Benedikts Árnasonar, en þó harla ólík þessum
gamla einþáttungi að öðru leyti. Guðmundur
G. Hagalín vildi í gagnrýni sinni að ég lengdi
Eins og þér sáið, en ég hef ekki fundið hjá mér
þörf til þess, þótt hann hafi líklega haft rétt
fyrir sér.
Slík persónusköpun í leikritun er engin nýj-
ung, þannig kemur Sókrates fyrir í eldgömlu
klassísku leikverki án þess maður hafi hann í
huga, því að allar fyrirmyndir í skáldskap
gleymast með tímanum og þurfa þannig ekki
að þvælast fyrir persónum sínum.
Ég kalla þetta leiksögur vegna þess að í
flestum verkunum er blaðamaður eða sögu-
maður sem stjórnar spunanum að leiks-
lokum.“
Þetta er nokkuð annað form en þú notaðir í
eldri leikritum þínum, svo sem Jóni gamla og
Fjaðrafoki.
„Já, þetta form hefur hentað mér upp á síð-
kastið því ég hafði löngun til að skrifa mig frá
raunsæisdrama eins og Jóni gamla og Fjaðra-
foki, en um það síðar nefnda sagði Páll Bald-
vin Baldvinsson á sínum tíma það hefði verið
fyrsta sósíalrealíska leikritið íslenskt! Kristín
Jóhannesdóttir bjó til úr því sjónvarpsleikrit
löngu eftir sýningarnar í Þjóðleikhúsinu, Gler-
brot, en þá valdi hún Björk í aðalhlutverkið.
Já, ég vildi skrifa mig frá slíkum raunsæis-
verkum, jafnvel þótt Sólborg og Sólmyrkvi
hafi aldrei verið flutt eða sýnd, enda hef ég
ekki óskað þess. Þau eru til á prenti og það
nægir mér, hvað sem verður.“
Ljóðrænt ívaf
Matthías segir að í þessum nýju leiksögum
sé ljóðrænt ívaf sem sé einskonar framhald af
verki sem hann skrifaði handa Helga Skúla-
syni og heitir Sókrates. „Sókrates minnir mig
alltaf af einhverjum ástæðum á Þórberg. Ég
gæti þá líklega einnig nefnt Guðs reiði sem var
flutt í útvarpi í leikgerð Sveins Einarssonar og
svo sjónvarpsleikritin um Ófelíu og Sjóarann
og spákonuna og umhverfi þeirra sem Hilmar
Oddsson fullgerði, en ég tek svo til orða vegna
þess ég tel það séu alltaf að minnsta kosti tveir
höfundar að leikverki, höfundurinn og leik-
stjórinn, svo að ekki sé talað um kommuna yfir
i-ið, leikarana og aðra þá sem halda sýningum
uppi. En þeir koma ekki við sögu í prentuðu
leikverki svo ég ber víst einn ábyrgð á þessum
prentsögum, að minnsta kosti enn sem komið
er! En þó er víst ákveðið að útvarpið flytji eitt
verkanna í vetur í leikstjórn Ásdísar Thorodd-
sens, en frumgerð annars verks hefur verið
leiklesin af leikfélagi Kópavogs.“
Þú hefur lengi fengist við að skrifa leikrit,
kannski lengur en margur heldur.
„Ég hef alltaf haft áhuga á leiklist og þá
ekki sízt bókmenntalegum samtölum frá því
ég var í framhaldsnámi við Kaupmannahafn-
arháskóla, en þar skrifaði ég Sólmyrkva vet-
urinn 1955–56.“
Metnaðurinn hefur minnkað
Hvernig var leikritum þínum tekið?
„Það var aldrei nein lognmolla kringum
þessi gömlu verk mín á sínum tíma og upp á
síðkastið hefur verið uppörvandi að fylgjast
með umfjöllun Árna Ibsens um þau og aðrar
leikbókmenntir, svo frumlegur höfundur sem
hann er og ágætt skáld. En það var meiri
áhugi á innlendum leikverkum fyrstu árin eft-
ir að íslenzka sjónvarpið kom til sögunnar en
verið hefur nú alllengi og ég sé ekki betur en
metnaðurinn hafi minnkað í þeim efnum, og
sjaldnast eru gömul verk endurflutt í ljósvök-
unum.
Aðra ljósvaka en þá ríkisreknu er ekki
ástæða til að nefna, þar hefur aldrei verið
neinn metnaður í þessum efnum og ber eig-
endum og afþreyingarmarkaðnum ófagurt
vitni. Þar virðist viðmiðunin vera við það sem
boðið var upp á frá Keflavíkurflugvelli á sínum
tíma, en ég sé ekki að neinn sakni þess.
Það voru bundnar vonir við þessar innlendu
stöðvar, en þær hafa brugðizt.“
Leiksögur Matthíasar
Matthías Johannessen Þykir metnaðurinn hafa minnkað hjá íslenskum sjónvarpsstöðvum.
„Niðurstaða mín af reynslu blaðamannsins“
„ÉG HELD mikið upp á þennan
konsert, hann er einn af fallegustu
verkum sem samin hafa verið fyrir
selló,“ segir Margrét Árnadóttir
sellóleikari um konsert fyrir selló
og hljómsveit í D-dúr eftir Joseph
Haydn sem hún spilar með Sinfón-
íuhljómsveit unga fólksins, Ungfó-
níu, á tónleikum í kvöld.
„Haydn samdi tvo sellókonserta,
annan í C-dúr og svo þennan í D-
dúr. Þessi konsert gerir miklar
tæknilegar kröfur til einleikarans
og er nokkuð erfiður í flutningi,“
segir Margrét sem lauk einleik-
araprófi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík árið 2000 undir hand-
leiðslu Gunnars Kvaran og mast-
ersnámi frá Juilliard tónlistarhá-
skólanum í New York síðastliðið
vor. Kennarar hennar þar voru
Harvey Shapiro og David Soyer.
„Gunnsteinn Ólafsson stjórnandi
Ungfóníunnar hafði samband við
mig til að spila á þessum tónleikum.
Þau fá oft ungt fólk sem er úti í
námi til að spila með sér og gefa því
þannig tækifæri til að koma heim
og spila. Mér þykir þetta skemmti-
legt verkefni og það er gaman að
vinna með hljómsveitinni.“
Þetta er í fyrsta skipti sem Mar-
grét spilar með Ungfóníunni en hún
býr í New York þar sem hún spilar
með ýmsum kammerhópum.
Nýtt íslenskt verk
Á tónleikunum í kvöld mun Ung-
fónían líka frumflytja nýtt verk eftir
Tryggva M. Baldvinsson. Verkið
nefnist Sprettur og er sérstaklega
samið fyrir hljómsveitina. Auk þess
er á efnisskránni sinfónía Mozarts
nr. 40 í g-moll. Verk Tryggva hefur
yfir sér tápmikið yfirbragð og er
nafn verksins bein tilvísun í karakt-
er þess. Sprettur hefst á hægri upp-
hitun, en svo er rokið á stað yfir
hæðir og hóla. Eftir nokkra hvíld á
hæsta punkti, þar sem hljóðfæra-
leikararnir kasta mæðinni, er loka-
spretturinn tekinn og markinu náð
á síðustu dropunum.
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins
er sjálfstætt starfandi hljómsveit
sem var stofnuð fyrir réttum tveim-
ur árum síðan. Hún er skipuð nem-
endum á höfuðborgarsvæðinu sem
lengst eru komnir í hljóðfæranámi í
tónlistarskólum á höfuðborgarsvæð-
inu.
Tónleikarnir í kvöld fara fram í
Neskirkju og hefjast kl. 20:00.
Fallegur sellókonsert og
tápmikill Sprettur hjá Ungfóníu
Ungfónía Sinfóníuhljómsveit unga fólksins ásamt Margréti Árnadóttur
sellóleikara spilar í Neskirkju í kvöld m.a. verk eftir Joseph Haydn.