Morgunblaðið - 22.11.2006, Side 41

Morgunblaðið - 22.11.2006, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 41 menning VEFÚTGÁFA breska dagblaðsins Guardian birti á mánudaginn um- fjöllun um tónleika Sykurmolanna sem haldnir voru í Laugardalshöll sl. föstudag. Í greininni, sem ber fyrir- sögnina „Sætir endurfundir Sykur- molanna“ er lítillega sagt frá bak- grunni sveitarinnar, tilefni tónleikanna og þeirri staðreynd að um 1.000 erlendir aðdáendur hafi gert sér ferð til Íslands í þeim til- gangi að verða vitni að endurfundum sveitarinnar. Þá er einnig vísað í um- fjallanir á bloggsíðum breskra aðdá- enda þar sem farið er lofsamlegum orðum um tónleikana. Þar kemur meðal annars fram að sveitin hafi engu gleymt, að Björk sé fullkomin söngkona og að Einar Örn hafi verið stórskemmtilegur á sviðinu. Rangfærslur Þó virðist sem einn áhorfandinn hafi ekki alveg skilið háðsglósur Einars Arnar um Árna Johnsen, en á á bloggi einhvers sem kallar sig Eat Me Big Time kemur fram að sveitin hafi tileinkað nokkur lög „finnska þingmanninum Árna John- sen sem var dæmdur í fangelsi fyrir spillingu fyrir þremur árum, en sneri aftur á þing fyrr í þessum mán- uði“. Það eru fleiri sem gera sig seka um að fara með fleipur en Eat Me Big Time því í greininni kemur fram að Sykurmolarnir hafi einungis spil- að í 20 mínútur, en þeir spiluðu mun lengur. Í lok greinarinnar er bent á að myndskeið frá tónleikum Sykurmol- anna megi nálgast á netinu. Sætir Sykurmolar Morgunblaðið/ÞÖK Sætur sykur Breskir bloggarar eru hrifnir af Sykurmolunum. Fjallað um tónleika Sykurmolanna á vefsvæði dagblaðsins The Guardian http://www.youtube.com/ watch?v=3QCfaZO-OJ0&eurl= MIKIL gróska er í útgáfu menning- artímarita um þessar mundir. Í nóvembermánuði hafa ein þrjú slík litið dagsins ljós: Andvari, rit Hins íslenska þjóð- vinafélags, Tíma- rit Máls og menn- ingar og Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar. Öll bjóða tímaritin upp á áhugaverða lesningu eftir fjölbreyttan hóp höfunda. Aðalgreinin í Andvara þetta sinnið er æviþáttur Eysteins Jónssonar, ráðherra og alþingismanns, eftir Ingvar Gíslason fyrrum mennta- málaráðherra. Í Tímariti Máls og menningar kennir ýmissa grasa sem endranær, en í ljósi nýliðinnar Eddu-hátíðar vekur þó e.t.v. mesta athygli grein Dagnýjar Kristjánsdóttur prófess- ors um verk Magnúsar Schevings um íþróttaálfinn, „Latibær er skyndibiti“. Ritið í ár er helgað framúrstefnu. Þar er að finna sjö greinar og tvær þýðingar sem fást við félagslega og fræðilega þýðingu þeirra róttæku listastefna tuttugustu aldar sem kenndar hafa verið við avant-garde. Andvari, Ritið og TMM HINN virti leik- stjóri Robert Alt- man lést á sjúkra- húsi í Los Angeles í fyrri- nótt, 81 árs að aldri. Starfsferill Altmans spann- aði rúm fimmtíu ár en hann var þekktur fyrir kvikmyndir á borð við M-A-S-H, Nashville, The Player, Short Cuts og Prét-á-Porter. Síðasta verkefnið sem hann lauk var gamanmyndin A Prairie Home Companion sem frum- sýnd var í kvikmyndahúsum vest- anhafs í júní síðastliðnum. Altman var frægur fyrir að fara sínar eigin leiðir í Hollywood og sniðganga duttlungafullar óskir stóru kvikmyndaveranna sem þó gengu með grasið í skónum á eftir honum. Leikstjórnarstíll Altmans var mjög sérstakur en hann má þekkja af fjölmörgum persónum í hverri mynd, langar samtalssenur sem flytjast á milli karaktera og undirbúningslítill leikur sem reyndi á og dró fram sköpunarkraft leik- aranna sjálfra. Á löngum ferli sínum hlaut hann fimm Óskarsverðlaun fyrir leik- stjórn, síðast fyrir kvikmyndina Gosford Park en árið 2006 fékk hann Óskarinn fyrir æviframlag sitt til kvikmyndagerðar. Robert Altman allur Robert Altman ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.