Morgunblaðið - 22.11.2006, Side 48
48 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
INNIHELDUR
MAGNAÐAR
ÁTAKASENUR Í
HÁLOFTUNUM
SEM OG
FRÁBÆRAR
TÆKNIBRELLUR.
FRÁ FRAMLEIÐANDA „THE PATRIOT“ OG „INDEPENDENCE
DAY“ MEÐ ÞEIM JAMES FRANCO ÚR „SPIDERMAN“
MYNDUNUM OG JEAN RENO („THE DA VINCI CODE“).
eee
V.J.V. Topp5.is
ALLT MUN EKKI VERÐA Í LAGI
SPENNANDI OG
FRUMLEG VÍSIN-
DASKÁLDSAGA
FRÁ HÖFUNDI
BLADE RUNNER.
ÓTEX
TUÐ
eeeee
V.J.V. TOPP5.IS
KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK
BESTA MYND
MARTINS SCORSESE
TIL ÞESSA
eee
V.J.V. Topp5.is
A SCANNER DARKLY ÓTEXTUÐ kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 16.ára
MÝRIN kl. 7 - 9 B.i. 12.ára
FLY BOYS kl. 6 - 9 B.i. 12.ára
THE DEPARTED kl. 10:10 B.i. 16.ára
THE QUEEN kl. 6 B.i. 12.ára
BÖRN kl. 6 - 8 B.i.12.ára
BÖRN
eeee
T.V. KVIKMYNDIR.IS
eee
H.J. MBL
WWW.HASKOLABIO.ISHAGATORGI • S. 530 1919
eeee
DV
eeee
Davíð Örn Jónsson – Kvikmyndir.com
eeeee
Jón Viðar – Ísafold
eeeee
Hallgrímur Helgason
– Kastljósið
eeeee
V.J.V. TOPP5.IS
eeee
T.V. KVIKMYNDIR.IS
eee
H.J. MBL
INNIHELDUR MAGNAÐAR ÁTAKASENUR Í
HÁLOFTUNUM SEM OG FRÁBÆRAR TÆKNIBRELLUR.
eeee
Empire
kvikmyndir.is
HINIR
RÁFÖLLNUF
HINIR
RÁFÖLLNUF
Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
SÝND MEÐATH! NÝJU DIGITAL TÆKNINNI flugstrákar
flugstrákar
eeee
H.Ó. MBL
eee
LIB Topp5.isAsnakjálkar : númer tvö
Drottningin
ROFIN PERSÓNUVERND
/ AKUREYRI
JÓNAS: SAGA UM... m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
THE DEPARTED kl. 8 B.I. 16
BÖRN kl. 6 - 8 B.I. 12
/ KEFLAVÍK
CASINO ROYALE kl. 7 - 10 B.I. 14
BORAT kl. 8 - 10 B.I. 12
eeee
H.J. Mbl.
5 Edduverðlaun
besta mynd ársins, besti leikar ársins, besti leikstjórinn,
besti aukaleikarinn og besta tónlistin (Mugison)
Munið afs lá t t inn
- Ítölsk kvikmyndahátíð -
dagana 23. nóv - 3. des. í Háskólabíói
Árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Ekki er sopið kálið þó
í ausuna sé komið
FYRIR nokkrum dögum fór ég til
Reykjavíkur sem er nú ekki í frá-
sögu færandi. Ég ákvað að skoða
sófasett þar sem mitt var orðið held-
ur óhrjálegt. Mér tókst að gera fín
kaup á sófasetti sem samanstóð af
tveimur tveggja sæta sófum og
tveimur stólum. En þá þurfti ég að
koma settinu til Bolungarvíkur þar
sem ég bý. Ég hafði frétt að ódýrara
væri að senda með póstinum heldur
en flutningafyrirtækjum. Sendi-
ferðabíll fór með settið á pósthúsið
því það fyrirtæki sækir ekki vöruna
á sölustað og fyrir það greiddi ég
3.200 kr. Sófasettið komst vestur á
mettíma. Þegar greiða átti fyrir
flutninginn vestur hljóðaði reikning-
urinn upp á 38.000 kr., segi og skrifa
38.000 kr. Þá var kominn um það bil
helmingur af því verði sem settið
kostaði. Ég hefði ef til vill getað
samið við flutningafyrirtækið um
lækkun á flutningi en ég er ekki dug-
leg að „prútta“ og skil raunar aldrei
þann viðskiptamáta. Auk þess held
ég að það sé ekki auðvelt að semja
við póstinn um lækkun.
Er nú ekki kominn tími til að fara
ofan í flutningsmál landsbyggð-
arinnar? Þetta ástand er óviðunandi.
Ég veit að sumar vörur er hægt að
fá á sama verði og í Reykjavík en
það er því miður í allt of litlum mæli.
Ég spyr: Hvað með sjóflutninga?
Einu hef ég velt lengi fyrir mér.
Viðlagasjóðsgjald sem sett var á eft-
ir Vestmannaeyjagosið hélt ég að
hefði átt að innheimta í 4 ár en hefur
nú verið innheimt í yfir 30 ár. Hvert
fara þessir peningar? Hver getur
svarað því?
Birna Hjaltalín Pálsdóttir,
ellilífeyrisþegi.
Rangar upplýsingar
Í GREIN minni, Enn um lífeyris-
mál, sem birtist í blaðinu 20. nóvem-
ber kom ranglega fram, að skattur
hefði verið tekinn af iðgjöldum í líf-
eyrissjóði. Ég bið viðkomandi aðila
innilegar afsökunar á að vera með
rangar upplýsingar í höndunum. All-
ar upplýsingar sem ég hef fengið um
þetta efni virðast vera í báðar áttir.
Sævar Halldórsson,
Vestmannaeyjum.
Snjómokstur?
KONA hringdi og vildi lýsa óánægju
sinni yfir snjóhreinsun á götum og
gangstéttum borgarinnar. Það er
varla hægt að keyra um götur, þar
sem strætisvagnar fara ekki um. Og
ekki er að tala um gangstéttirnar,
þær eru gjörsamlega ófærar. Ekki
er hægt að bjóða fólki upp á svona
lagað. Í miðbæ Reykjavíkur er
klakadrífa á mörgum svæðum og
stórhættulegt vegfarendum. Ekki
man hún eftir svona lélegri þjón-
ustu. Finnst nýi borgarstjórinn ekki
standa sig að þessu leyti.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
70ára af-mæli. Í
dag, miðviku-
daginn 22. nóv-
ember, verður
sjötug Sesselja
Ásgeirsdóttir,
starfsmaður
Neytenda-
samtakanna,
Safamýri 40.
Hún verður að heiman í dag. En föstu-
daginn 24. nóvember kl. 20, býður hún
gesti velkomna í Golfskála Oddfellowa.
60ára af-mæli.
Sæmundur
Guðveigsson,
Frostafold 4,
Reykjavík,
verður sextugur
í dag, miðviku-
daginn 22. nóv-
ember. Af því
tilefni býður
hann og kona hans, Eyja, vinum og
vandamönnum að gleðjast með þeim
hjónum á laugardaginn, 25. nóvember,
áheimili Blindrafélagsins, Hamrahlíð
17 í Reykjavík. Húsið verður opnað kl.
18.30.
MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynn-
ingar um afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira lesendum sín-
um að kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með tveggja
daga fyrirvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara fyrir
sunnudags- og mánudagsblað.
Samþykki afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynningum og/
eða nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100 eða sent á net-
fangið ritstjorn@mbl.is. Einnig er
hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
Íslendingar komavíða við sögu. Í lið-
inni viku var opnað hót-
el í Brussel, sem kennt
er við hvíta litinn. Inn-
an dyra er allt meira og
minna hvítt fyrir utan
það að 60 hönnuðir
voru fengnir til að
hanna hver sinn mun í
herbergin og voru þeir
ekki bundnir við hvíta
litinn. Í kynningu á hót-
elinu segir að um sé að
ræða 60 belgíska hönn-
uði, en Víkverji veit fyr-
ir víst að einn hönn-
uðurinn er íslenskur og
ber nafn hans því vitni,
Birgir Jóhannsson. Hann hannaði fal-
legt viðarborð, sem stendur í einni
svítunni á hótelinu. Borðið er mjög
stílhreint og sérstakt í hönnun að því
leyti að borðfæturnir ganga á ská upp
í plötuna. Þessi hönnun veldur einnig
ákveðnum vandkvæðum því að erfitt
mun vera að finna sagir, sem saga
skáhallt innan úr viðarplötum, en
lausn á því er víst á næsta leiti hjá
hönnuðinum. Þekktir belgískir hönn-
uðir eiga gripi í herbergjum á hótel-
inu þannig að Birgir er ekki amaleg-
um félagsskap.
Bókaútgáfa hefur tekið talsverðum
breytingum á Íslandi á undanförnum
misserum. Í fyrsta lagi hefur færst í
aukana að höfundar sniðgangi jóla-
bókaflóðið og ber til
dæmis drjúg sala á bók
Andra Snæs Magnason-
ar um Draumalandið,
sem kom út á fyrri hluta
þessa árs, því vitni að
Íslendingar kaupa ekki
bara bækur í aðdrag-
anda jóla. Í öðru lagi
hefur útgáfa á kiljum
eflst mjög auk þess sem
bækur koma fyrr út í
vasabroti en áður.
En ekki er ein báran
stök. Ferðalangar kann-
ast margir við það að á
alþjóðlegum flugvöllum
er iðulega boðið upp á
nýjar bækur í kilju. Þær
eru í sama broti og bækur í hörðu
bandi, en meðfærilegri fyrir ferða-
langinn og draga úr burðinum, auk
þess sem þær eru ódýrari. Það hlaut
að koma að því að út kæmi flugvall-
arútgáfa á íslenskri bók og kemur
sennilega ekki á óvart að riðið skuli
hafa verið á vaðið með nýjustu
spennusögu Arnaldar Indriðasonar,
Konungsbók. Hún blasir nú við í kilju
í Leifsstöð og fæst aðeins þar og
hvergi annars staðar. Sparnaðurinn
við að kaupa bókina í kilju greiðir
utanlandsferðina reyndar ekki niður
nema að mjög óverulegu leyti, en það
er skemmtileg nýbreytni að boðið
skuli upp á nýútkomna bók með þess-
um hætti.
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
dagbók
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF:
ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Í dag er miðvikudagur
22. nóvember, 326. dag-
ur ársins 2006
Orð dagsins: Mannssonurinn er ekki kominn til
að tortíma mannslífum, heldur til að frelsa.
(Lúk. 9, 56.)
Leikkonan Denise Richards, 35ára, hefur beðist afsökunar á
því að hafa fleygt fartölvu af svölum
húss svo að hún lenti næstum á átt-
ræðum eftirlaunaþega í hjólastól
sem leið átti um fyrir neðan sval-
irnar. Richards missti stjórn á skapi
sínu þegar uppáþrengjandi ljós-
myndari neitaði að sjá hana í friði.
„Ég get ekki rétt-
lætt gjörðir mín-
ar. Þetta var
heimskulegt. Ég
varð vör við ljós-
myndarann og
bauð honum að
taka tvær myndir
en hann lét sér
ekki segjast og
fór að tala dónalega um mig og fjöl-
skyldu mína. Ég fæ ekki breytt því
sem ég gerði en ég sé eftir því,“
sagði Richards.
Bandaríska fjölmiðlafyrirtækiðNews Corp. lýsti því yfir í
gær að hætt verði við frekari sölu
á bók O.J. Simpson, If I Did It,
þar sem hann fjallar um morðið á
eiginkonu sinni og vini hennar. Þá
hefur fyrirtækið einnig hætt við
gerð sjónvarpsþáttar um bókina.
Rupert Murdoch, sem á News
Corp., hefur verið harðlega gagn-
rýndur fyrir að gefa bókina út.
„Ég og stjórn fyrirtækisins er-
um sammála bandarískum almenn-
ingi um að þetta hafi verið illa
ígrunduð
ákvörðun,“ sagði
Murdoch. „Okk-
ur þykir leitt ef
þetta hefur vald-
ið fjölskyldum
Rons Goldman
og Nicole Brown
Simpson ein-
hverjum skaða,“
bætti hann við.
Í bókinni fer Simpson nákvæm-
lega ofan í það hvernig hann hefði
athafnað sig við morðin og tiltekur
meira að segja hversu mikið blóð
hefði runnið hefði hann skorið þau
Brown og Goldman á háls.
Finnst mörgum að með bókinni
sé Simpson að reyna að hagnast á
morði eiginkonu sinnar en reiknað
var með að hann fengi í vasann
rúmar 230 milljónir íslenskra
króna í fyrirframgreiðslu.
Simpson var sýknaður af
ákærum um að hafa myrt fyrrver-
andi eiginkonu sína Nicole og vin
hennar Ron Goldman árið 1994.
Fólk folk@mbl.is
Leikarinn Björn Hlynur Haralds-son var eins og áður hefur verið
sagt frá, valinn í hóp 20 rísandi
stjarna í Evrópu
á Alþjóðlegu
kvikmynda-
hátíðinni í Berlín
sem fram fór í
febrúar fyrr á
þessu ári. Nú
munu átta af
þeim leikurum og
kvikmyndum sem
þar komu fram einnig verða kynntir
á kvikmyndahátíðinni Svartar næt-
ur sem fram fer í Eistlandi 4.–6. des-
ember næstkomandi. Kvikmyndin
Strákarnir okkar sem Björn Hlynur
leikur aðalhlutverkið í verður þá sér-
staklega kynnt á hátíðinni en þar
verða sýndar meira en 500 kvik-
myndir.