Morgunblaðið - 24.11.2006, Page 18

Morgunblaðið - 24.11.2006, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is P IP A R • S ÍA • 6 08 21 Viðskiptafulltrúar Unnur Orradóttir og Ruth Bobrich kynna íslenskum fyrirtækjum viðskiptatækifæri á frönskum og þýskum mörkuðum. Fundirnir verða haldnir í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 6. hæð. Leiðin að hjarta Fransmannsins liggur í gegnum magann Mánudagur 27. nóvember 2006 kl. 8.30 – 10.00 Morgunverðarfundur og spjall með Unni Orradóttur viðskiptafulltrúa í sendiráði Íslands í París um tækifæri til nýsköpunar við að þjóna frönskum ferðamönnum. Síðdegis sama dag verður Unnur Orradóttir með viðtalstíma fyrir þá sem óska aðstoðar sendiráðsins í viðskiptamálum. Er íslensk menning útflutningsvara? Þriðjudagur 28. nóvember 2006 kl. 8.30 – 10.00 Morgunverðarfundur – Ruth Bobrich og Andri Snær Magnason fjalla um skapandi atvinnugreinar og viðskiptatækifæri. Þar mun Ruth Bobrich, viðskiptafulltrúi í sendiráði Íslands í Berlín, fjalla um viðskiptatækifæri í Þýskalandi tengd skapandi atvinnugreinum. Gestur fundarins, Andri Snær Magnason fjallar um viðskipta- tækifæri sprottin úr íslenskri menningu. Síðdegis sama dag verður Ruth Bobrich með viðtalstíma fyrir þá sem óska aðstoðar sendiráðsins í viðskiptamálum. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Útflutningsráðs www.utflutningsrad.is og hjá Svanhvíti Aðalsteinsdóttur, verkefnisstjóra, svanhvit@utflutningsrad.is. Þátttöku má skrá með tölvupósti á netfangið utflutningsrad@utflutningrad.is eða í síma 511 4000. HANDVERKSTÆÐIÐ Ásgarður mun verða með sinn árlega jóla- markað á morgun, laugardag, kl. 12–17 í húsnæði Ásgarðs að Ála- fossvegi 24 í Mosfellsbæ. Allar leik- fangalínur Ásgarðs verða til sýnis og sölu, einnig verður kaffi/ súkkulaði og kökur til sölu gegn vægu gjaldi. Góðir gestir líta í heimsókn til okkar og munu að þessu sinni systkinin KK og Ellen Kristjáns- dóttir skemmta gestum um kl. 14. Garðar Jökulsson listmálari hefur málað fallega mynd sem hann gaf Ásgarði og verður hún til sölu, en þeir sem vilja eignast myndina geta lagt inn tilboð í hana á meðan jóla- markaðurinn stendur. Jólamarkaður Ásgarðs BARÁTTUFUNDUR aðstandenda aldraðra verður haldinn í Há- skólabíói laugardaginn 25. nóv- ember n.k. kl. 15.00. Á fundinum verður skorað á Alþingi og rík- isstjórn að leggja strax í fjárlög- unum fyrir árið 2007, stóraukið fjár- magn til uppbyggingar hjúkrunarheimila til að eyða biðlist- unum, breyta fjölbýli á hjúkr- unarheimilum í einbýli og stórefla heimaþjónustu sem allra fyrst. Á baráttufundinum í Háskólabíói verður sett fram sú krafa, að rík- isvaldið skili þessum fjármunum til nýbygginga og endurbóta á hjúkr- unar- og dvalarheimilum landsins. Á fundinum í Háskólabíói flytja þrír aðstandendur ávörp: Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur, Gunnar Hersveinn rithöfundur og Ólafur G. Einarsson fyrrv. ráðherra og alþingismaður. Guðrún Ás- mundsdóttir leikkona mun létta lundina með upplestri. Fundarstjóri verður Sigmundur Ernir Rúnarsson. Baráttufundur aðstandenda aldraðra JÓLAMARKAÐUR verður í Bjark- arási á morgun, laugardag, kl. 13–16 í Stjörnugróf 9. Styrktarfélag vangefinna rekur hæfingarstöðina Bjarkarás fyrir fullorðið fólk með þroskahamlanir. Þar er rekin margvísleg þjónusta sem meðal annars hefur þann til- gang að fólk komist á almennan vinnumarkað. Á jólamarkaðnum verða listmunir úr smiðjunni boðnir til sölu. Einnig verða á boðstólum tuskur, hand- klæði og fleira frá Ási vinnustofu. Hægt verður að kaupa léttar veit- ingar á vægu verði. Jólamarkaður í Bjarkarási FÉLAGSSTARF eldri borgara í Mosfellsbæ verður með basar og kaffisölu laugardaginn 25. nóv- ember kl. 13.30–14, í Dvalarheimili aldraðra Hlaðhömrum. Kór eldri borgara, Vorboðar, syngur frá kl. 14–14.30. Basar í Mosfellsbæ ÓLÖF ÁSTA Ólafsdóttir ljósmóðir varði doktorsrannsókn sína við ljós- móðurfræðideild Thames Valley University í London, Bretlandi 2. október sl. Um fyrstu doktorsrann- sókn í ljósmóðurfræði á Íslandi er að ræða. Markmið rannsóknarinnar var að skoða fæðingasögur íslenskra ljós- mæðra, varpa ljósi á og skilgreina hugmyndafræði þeirra og þekk- ingu. Ennfremur, að kanna frá menningarlegu sjónarhorni hvern- ig barneignarþjónusta á Íslandi hefur þróast á seinni hluta 20. aldar til okkar daga, sérstaklega með til- liti til breytinga á fæðingarstöðum. Rannsóknin var styrkt af vís- indasjóði Ljósmæðrafélags Íslands, Rannsóknastofnun í hjúkr- unarfræði og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Opinber fyrirlestur um rannsókn Ólafar Ástu verður haldinn á hátíð- arsal Háskóla Íslands föstudaginn 24. nóvember, kl. 15.30. Fyrirlest- urinn er öllum opinn. Fundur um ljósmóðurfræði FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Bústaðir við Bústaðaveg fagnar nú 30 ára af- mæli sínu um þessar mundir. Í tilefni þess verður efnt til af- mælisveislu í Bústöðum föstudag- inn 24. nóvember frá kl. 16–19 en þangað er boðið þeim sem á ein- hvern hátt hafa komið að starfi fé- lagsmiðstöðvarinnar fyrr og nú, unglingum, starfsmönnum og öðr- um velunnurum. Bústaðir 30 ára STOFNFUNDUR Samráðsvett- vangs trúfélaga verður haldinn í dag, föstudag, kl. 15 í Tjarnarsal Ráðhússins. Á stofnfundinum munu forseti Ís- lands, formaður mannréttinda- nefndar Reykjavíkurborgar og framkvæmdastjóri Alþjóðahússins flytja ávarp. Guðrún Dögg Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, verður fundarstjóri. Bjargræð- istríóið mun flytja tónlist á fund- inum. Allir eru velkomnir. Markmið samráðsvettvangsins er að stuðla að umburðarlyndi og virð- ingu milli fólks af ólíkum lífs- viðhorfum, trúarhópum og trúar- brögðum og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi, segir í fréttatilkynningu. Stofnaðilar að Samráðsvettvangi trúfélaga eru þrettán trúfélög. Alþjóðahús hefur starfað með trúfélögum að undirbúningi þessa samráðsvettvangs frá upphafi. Stofnfundur samráðs- vettvangs JÓLAÞORPIÐ er risið í Hafn- arfirði. Á Thorsplani standa nú tuttugu lítil jólahús. Jólaþorpið verður opnað á morgun, laug- ardaginn 25. nóvember, kl. 12 og er opið til kl. 18 alla laugar- og sunnu- daga fram til jóla og til kl. 22 á Þor- láksmessu. Alla opnunardaga verður skemmtidagskrá á sviði Jólaþorps- ins í Hafnarfirði. Þar koma fram landsþekktir listamenn, hafnfirskir kórar og ýmsir óvæntir gestir. Skemmtidagskráin hefst kl. 14 alla opnunardaga. Jólaþorpið risið ÁRLEGUR basar Kristniboðsfélags kvenna í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 25. nóvember kl. 14– 17 í Kristniboðssalnum, Háaleit- isbraut 58–60, norðurenda, á 3. hæð. Á basarnum verður margt til sölu, s.s. handavinna, heimabakaðar kökur, jólakort og annað sem gefið hefur verið. Skyndihappdrætti verður á staðnum og heitt kaffi og súkkulaði til sölu með nýbökuðum vöflum. Allur ágóði rennur til starfs Kristniboðssambandsins sem er með 9 fulltrúa sína að störfum í Eþí- ópíu, Keníu og SA-Asíu. Kristni- boðsfélag kvenna í Reykjavík er elsta starfandi kristniboðsfélag landsins og hefur náð 102 ára aldri. Basar Kristni- boðsfélags kvenna Í TILEFNI 60 ára aðildarafmælis Íslands að Sameinuðu þjóðunum efna Mannréttindaskrifstofa Ís- lands, Háskólinn á Akureyri og Fé- lag Sameinuðu þjóðanna til fræðslufundar nk. laugardag, 25. nóvember, kl. 14 í Miðstöð Samein- uðu þjóðanna, Laugavegi 42. Fyrirlesari er dr. Bertrand Ramcharan en hann gegndi stöðu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna frá 2003–2004 og var að- stoðarframkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna frá 1998. Bertrand hefur starfað í rúm 30 ár fyrir Sam- einuðu þjóðirnar og mun hann fjalla um starf stofnunarinnar, ör- yggisráðið og umbætur á mannrétt- indakerfinu. Fræðslufundur um SÞ OPINN málfundur um jarðaverð, búsetuþróun og framtíð landbún- aðar verður haldinn í litla salnum í Hvoli, Hvolsvelli, laugardaginn 25. nóvember nk. kl. 14. Frummælendur verða Atli Gíslason, lögmaður, Magnús Leó- poldsson, fasteignasali, Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands, og Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands að Hvanneyri. Opnar umræður og fyrirspurnir verða að framsögum loknum. Fundarstjóri verður Alma Lísa Jóhannsdóttir, formað- ur kjördæmaráðs VG í Suður- kjördæmi. Fundur um jarðaverð TORFUSAMTÖKIN gangast fyrir fundi á laugardaginn til að vekja at- hygli á niðurrifi húsa í miðbæ Reykjavíkur og auka upplýs- ingaflæði til almennings um þær aðgerðir. Dagskráin hefst óformlega kl. 14 laugardaginn 25. nóvember í Iðnó við Tjörnina. Tónlist lifandi og nið- ursoðin, sögur, tölur og kvæði. Pét- ur Ármann, Kolfinna Baldvins- dóttir, Sverrir Tómasson, Þórunn Valdimarsdóttir og fleiri segja hug sinn. Tónlist í höndum Andreu Jónsdóttur og Megasar ofl. Að- gangur er ókeypis. Torfusamtökin ræða niðurrif FÉLAGIÐ Íslensk ættleiðing stend- ur fyrir málþingi laugardaginn 25. nóvember í safnaðarheimili Vídal- ínskirkju, Kirkjulundi, Garðabæ milli kl. 10:00 og 16:30. Á mál- þinginu verða fjölbreytt erindi og fyrirlestrar sem eiga erindi við kjör- foreldra, væntanlega kjörforeldra og þá er láta sig málið varða. Nánari upplýsingar um málþingið er að finna á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar www.isadopt.is Málþing fyrir kjörforeldra Í TENGSLUM við heildarend- urskoðun á grunnskólalögum stendur menntamálaráðuneytið fyrir málþingi á Hótel Nordica laugardaginn 25. nóvember kl. 9:30–13:00 um framtíðarsýn í mál- efnum grunnskólans og ný grunn- skólalög. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra flytur ávarp í upphafi þingsins og Guðrún Ebba Ólafsdóttir formaður nefndar um endurskoðun grunnskólalaga kynn- ir stöðuna við endurskoðun grunn- skólalaga. Málþingið er öllum opið og þátttakendum að kostn- aðarlausu. Ræða fram- tíðarsýn grunnskólans

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.