Morgunblaðið - 24.11.2006, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 24.11.2006, Qupperneq 40
40 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Pétur MagnúsGuðmundsson fæddist í Reykjavík 21. október 1956. Hann lést á líkn- ardeild LSH í Kópa- vogi 9. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans eru Ás- dís Steingrímsdóttir, f. 28. júlí 1929, og Guðmundur Pét- ursson, f. 8. febrúar 1933. Systkini Pét- urs eru Bergljót Björg Guðmunds- dóttir, f. 14. júní 1958, og Stein- grímur Eyfjörð Guðmundsson, f. 8. janúar 1960. Hinn 2. apríl 1980 kvæntist Pétur Önnu Heide Gunnþórsdóttur, f. Heide Margrete Hambrock 4. júní 1959, sem hann hafði búið með um við Vesturlandsveg er hann var á ellefta ári. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina hélt hann til náms í ítölsku við Uni- versita per stranieri í Perugia 1976, og nam síðar fagurfræði við háskól- ann í Bologna á Ítalíu 1977, spænsku og spænskar bókmenntir við háskólann í Toulouse í Frakk- landi 1983–1985 og ferðamálafræði við háskólann í Guildford á Eng- landi 1993–1994. Hann lauk BA- prófi í spænsku og frönsku í Há- skóla Íslands 1982, lauk kennslu- fræði ári síðar en hlaut réttindi sem leiðsögumaður 1980. Hann vann síðan við leiðsögn á ensku, frönsku, spænsku og ítölsku. Hann starfaði í fyrstu fyrir ýmis fyrirtæki í lengri ferðum en lengst af, í tæp tuttugu ár frá 1985 að telja, vann hann hjá Kynnisferðum. Hann gegndi stöðu verkefnisstjóra Málaskólans Mímis hjá Stjórnunarfélaginu 1990–1994 og kenndi þá aðallega ítölsku. Útför Péturs verður gerð frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Strandarkirkjugarði í Selvogi á morgun klukkan 14. frá 1976. Faðir henn- ar hét Guenther Ham- brock, f. 1925, d. 2004, en móðir hennar er Annemarie Ham- brock, f. 1925. Pétur og Anna Heide skildu 1994. Hinn 30. ágúst 2000 staðfesti hann samvist sína með Sveini Haraldssyni, f. 11. júlí 1962, sem hann hafði búið með frá 1995. Foreldrar Sveins eru Haraldur Sveins- son, f. 15. júní 1925, og Agnes Jó- hannsdóttir, f. 19. janúar 1927. Pétur ólst upp í Reykjavík, Vest- mannaeyjum, Færeyjum, Dan- mörku, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Sviss uns fjölskyldan settist að á Til- raunastöð Háskóla Íslands á Keld- Pétur var einstakur og góður mað- ur. Hann var vel gefinn, fróður, víðles- inn og sigldur. Það var nánast sama hvað maður þurfti að vita, alltaf var hægt að spyrja Pétur, hvort sem um var að ræða tungumál, tónlist, landa- fræði eða hvað sem var. Það var mikið lán að þeir Sveinn og Pétur kynntust. Þeir áttu einstaklega vel saman. Tveir gáfaðir og góðir menn sem hugsuðu vel um sitt fólk. Ekki er nema rúmur áratugur síðan Pétur kom inn í fjölskyldu okkar en okkur fannst eins og hann hafi alltaf verið hluti af henni. Hann var okkur eins og sonur og bróðir. Kannski var aðeins meiri ró yfir Pétri en okkur hinum, en hann var brosmildur og glaðlegur og hafði einstakan og skemmtilegan húm- or sem við kunnum vel að meta. Það var gott að hafa hann nálægt sér. Við áttum margar góðar stundir með þeim Sveini og Pétri. Þeir héldu frábærar matarveislur fyrir fjölskyld- ur beggja við hátíðleg tækifæri og ekki voru grillveislurnar í Gamla bústaðn- um á Álftanesi síðri. Ógleymanleg var skemmtileg ferð sem stórfjölskyldan fór til Ítalíu árið 2000 og þar var Pétur á heimavelli. Enda var mikið til hans leitað. Skemmtiferðarinnar á Búðir á Snæfellsnesi í fyrrasumar verður líka lengi minnst. Þangað komum við í sól og blíðu á sjálfan þjóðhátíðardaginn og nutum þess að fara í gönguferðir, borða góðan mat og skemmta okkur saman. Tvo af fáum góðviðrisdögum síðastliðins sumars naut stórfjölskyld- an svo samverunnar í fimmtugsafmæli í Hvalfirðinum. Við vorum þakklát fyr- ir að Pétur gat komið og verið með okkur þrátt fyrir erfið veikindi. Sjálfur hélt hann upp á fimmtugsafmæli sitt á spítalanum 21. október síðastliðinn þar sem góðar frænkur, hjúkrunarfólk og fjölskylda hans lögðust á eitt við að gera góða veislu við erfiðar aðstæður. Pétur tókst á við veikindi sín á und- anförnum árum vongóður og bjart- sýnn. Hann stóð sig eins og hetja og líklega getur enginn ímyndað sér hvað hann hefur lagt mikið á sig. Hann lét veikindin ekki aftra sér frá því að halda áfram að skoða heiminn með Sveini. Á þessu ári fóru þeir til Sýrlands, Íran og Ítalíu og komu til baka hlaðnir gjöfum og frásögnum af einstökum ferðalög- um. Þó ferðirnar hafi eflaust reynt mikið á hann þótti honum gott að kom- ast til útlanda og halda áfram að kanna heiminn. Við söknum Péturs sárt og eigum eftir að gera um ókomin ár. Mestur er þó missir Sveins, sem er búinn að standa eins og klettur við hlið Péturs í gegnum veikindi hans. Þeirra sam- band var einstakt og til fyrirmyndar. Hugur okkar og samúð er hjá Sveini og foreldrum Péturs, Ásdísi og Guð- mundi, systkinum og öllum öðrum sem þótti vænt um Pétur. Tengdafjölskyldan. Ástkær bróðursonur minn er látinn langt fyrir aldur fram. Það var bjart yfir honum sem barni og alla tíð bar hann birtu og hlýju í líf mitt. Ég átti því láni að fagna að búa á æskuheimili hans sem unglingur bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Ég fylgdist því vel með uppvexti hans og systkina hans. Þau voru mér öll miklir gleðigjafar. Oft fékk ég að gæta þeirra er foreldrar þeirra þurftu að bregða sér af bæ. Pétur ólst upp við ástríki og var elskaður af öllum er kynntust honum. Hann hafði gott lundarfar. Hann var ljúflingur. Trygglyndur, vinafastur og frændrækinn. Drengur góður. Hann var fróðleiksfús og fróður í meira lagi. Áhugasvið hans lágu víða. Hann var bók- og listhneigður. Hann hafði næmt fegurðarskyn. Hann ferðaðist víða um heiminn. Ísland þekkti hann vel enda leiðsögumaður um landið þar til heils- an brást. Hann hafði góðan skilning á aðstæð- um annarra. Hann dæmdi ekki. Hann skildi. Lundin var létt og skopskynið skondið og skemmtilegt. Í banalegunni sagði hann: „Það er í mér spéfugl.“ Jafnvel á erfiðum stundum kom hann manni til að hlæja. Hann var þakklátur fyrir líf sitt og með fádæma æðruleysi mætti hann ör- lögum sínum. Hann var óttalaus. Ég passaði hann sem barn. Og síðar passaði hann börnin mín. Það gerði hann vel. Ábyrgðarfullur, umhyggjusamur og fræðandi sinnti hann þeim. Hjá honum leið þeim vel. Hann var barngóður. Af Pétri mínum hef ég margt lært. Ríkari af visku kom ég ávallt af hans fundi. „Gakktu heilu spori,“ sagði hann eitt sinn er við kvöddumst á spítalanum og síðar „takk fyrir að passa mig“. Undanfarið hef ég glögglega séð hversu mikilvægt er að eiga góðan maka og fjölskyldu. Sveinn Haralds- son maki hans vék ekki frá honum og annaðist hann dag og nótt. Pétur var oft í Torfabæ í Selvogi hjá foreldrum mínum þegar hann var smábarn og tók hann mikilli tryggð við staðinn. Hann elskaði Selvoginn og sérstaklega Strandarkirkju. Þrátt fyr- ir bágborna heilsu kom hann tvisvar í Strandarkirkju í sumar, þar sem ég var við kirkjuvörslu. Í Strandarkirkju- garði verður hann lagður til hinstu hvílu. Þungur harmur er kveðinn að okkur við fráfall Péturs. En minningarnar eru bjartar. Ég þakka Pétri fyrir allt og sendi maka, foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum samúðarkveðjur. Sigríður Eyþórsdóttir. Fyrstu kynni okkar systra af Pétri voru fyrir rúmum tíu árum þegar Svenni frændi kom ásamt Pétri í heim- sókn til okkar á Óðinsgötuna. Okkur fannst strax eins og við hefðum þekkt Pétur alla ævi því hann hafði svo góða og þægilega nærveru. Við systur vor- um afar ánægðar fyrir hönd Svenna að hafa fundið svona frábæran lífsföru- naut sem átti svo mikið sameiginlegt með honum. Samband Péturs og Svenna var með betri samböndum sem maður hefur séð. Þeir voru svo sam- stiga í öllu sem þeir tóku sér fyrir hendur. Pétur var víðlesinn, talaði fjölda tungumála og hafði búið víða um heim. Þannig að aldrei skorti umræðu- efnin. Pétur og Svenni ferðuðust mikið og áttum við systur kost á því að ferðast með þeim og er ferðin okkar til Lanz- arote í fyrrasumar okkur ofarlega í huga þessa dagana. Þar kom tungu- málakunnátta Péturs sér að góðum notum og skipti ekki máli hvort við fór- um á spænskan eða ítalskan veitinga- stað, Pétur gat alltaf túlkað fyrir okkur. Við fjögur skemmtum okkur konung- lega við að fylgjast með þjónunum og samferðafólki okkar reyna að komast að því hver tilheyrði hverjum. Enda fólk sjálfsagt ekki vant því að tvær syst- ur og tveir samkynhneigðir menn væru saman á ferðalagi. Pétur og Svenni voru einhverjir bestu ferðafélagar sem hægt er að hugsa sér. Einnig komu Svenni og Pétur nokkr- um sinnum í heimsókn til okkar til Kö- ben og á Ísafjörð og erum við þakklátar fyrir þær stundir sem að við fengum að eiga með Pétri. Elsku Pétur, við kveðj- um þig með söknuði og þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Blessuð sé minning þín. Svenni minn, við vottum þér okkar dýpstu samúð sem og fjölskyldum ykk- ar beggja. Guðrún Björg og Soffía Emelía Bragadætur. Við Pétur hófum nám í aðal hippa- skóla bæjarins Menntaskólanum við Tjörnina haustið 1972. Ég tók strax eft- ir þessum skemmtilega skrýtna strák í grænu gúmmístígvélunum og Heklu- úlpunni, ævinlega með krosslagðar hendur á bringunni. Hann minnti mig helst á stígvélaða köttinn og mig lang- aði að kynnast honum betur. Það er ekki að orðlengja það að með okkur tókst einstaklega ljúf vinátta sem stóð traustum fótum allt til dauðadags vinar míns. Það verður að segjast eins og er að eftir að menntaskólaárunum lauk var það oftar Pétur sem tók upp sím- ann og meldaði sig í kaffi og kvöldspjall og var sá sem passaði að ekki slitnaði þetta sterka vinarþel sem á milli okkar myndaðist á þessum umbrotatímum sem menntaskólaárin voru. Það kom fljótt í ljós að Pétur var mikill heims- borgari, enda alinn upp í mörgum ólík- um löndum. Hann var jafnvígur á frönsku, ensku og sænsku og kunni jafnvel hrafl í færeysku. Að loknu stúd- entsprófi lagði hann svo enn land undir fót og þá til Ítalíu, þar sem hann bætti ítölskunni við. Öll þessi tungumála- kunnátta lagði svo grunninn að ævi- starfi Péturs, sem leiðsögumanns og tungumálakennara, en hvort tveggja lá einstaklega vel við honum. Hann var líka góður mannþekkjari og húmoristi sem ekki spillti fyrir á þeim vettvangi. Pétur kynntist eiginmanni sínum Sveini Haraldssyni fyrir 10 árum og sælli mann hef ég sjaldan hitt en Pétur þegar hann kom til mín og sagði mér frá kynnum þeirra. Þeir reyndust eins og skapaðir hvor fyrir annan, höfðu báðir sérlega gaman af ferðalögum um heiminn og tóku báðir ríkan þátt í áhugamálum hins. Þeir voru miklir fag- urkerar og höfðu gaman af að kaupa fallega hluti til heimilisins og til að gleðja vini og ættingja. Ég gleymi seint deginum sem við röltum um götur Prag í leit að vínglösum og borðdúkum, sem þeir völdu fyrir mig af einstakri smekkvísi og alúð. Áhugi beggja á list- um og menningu var annað sem sam- einaði Pétur og Svein – leikhús, tónlist, kvikmyndir og myndlist – þær eru ófá- ar kvöldstundirnar sem hafa farið í umræður og pælingar um allt þetta. Pétri var líka mjög umhugað um þjóð- félagsmál. Hann var réttsýnn maður, sem hafði áhuga á að hér þrifist réttlátt þjóðfélag jafnaðar og frelsis. Pétur var umburðarlyndur og fordómalaus og ég minnist þess ekki að honum lægi illt orð til nokkurs manns. Honum þótti af- ar vænt um foreldra sína, systkini og systkinabörn og svo auðvitað frænk- urnar góðu, Siggu og Eydísi, sem stunduðu hann og studdu með ráðum og dáð á sjúkrabeði hans að ónefndum Sveini sem annaðist sinn mann af ómældri ást og umhyggju í öllu hans veikindastríði. Við fjölskyldan á Fossagötu 1 kveðj- um Pétur okkar með miklum trega og söknum sárt vinar í stað. Við huggum okkur við að fá áfram að njóta góðra stunda með Sveini sem Pétur var svo elskulegur að leiða inn í líf okkar. Hvíl þú í friði elskulegi vinur og hafðu ástarþökk fyrir innihaldsríka og fölskvalausa vináttu. Dóra Hafsteinsdóttir. „Öllu er afmörkuð stund.“ Sá tími sem við Pétur deildum voru afmörkuð 4 ár í Menntaskólaum við Tjörnina 1972–1976. Pétur birtist mér sem frjálslyndur blíðlyndur og verald- arvanur ungur maður með ljóst axla- sítt hár, á stígvélum. Hann hafði einstaka hæfileika fyrir tungumálum og lagði latínu og hin rómönsku mál sér í munn, með léttari leik en öðrum gekk að nema. Hann naut þess að ferðast um fjöll og firnindi og var góður leiðsögumaður og góður kennari. Eftir menntaskólaárin fylgdumst við alltaf hvort með öðru úr fjarlægð og hittumst stundum til að bera saman bækur okkar og læra af reynslu hvort annars í lífsins amstri. Þeir Pétur og Sveinn, lífsförunautur og sambýlismaður Péturs, mynduðu sterka einingu og var oft gaman að hitta þá í Grófinni og spjalla um leik- hús og önnur dægurmál. Pétur fylgdist grannt með vinnu minni í leikhúsinu og hafði sterkar skoðanir bókmenntum og leikhúsi al- mennt. Pétur var vel lesinn og fjölfróð- ur maður, náttúrulega gáfaður og átti gott með að miðla vizku sinni fyrir- hafnarlaust og svo hafði hann myljandi húmor fyrir lífinu. En þegar hinn dauðans óvissi tími knýr dyra þá skipt- ir máli að sinna kallinu með æðruleysi og sjálfsvirðingu. Þegar ég heimsótti Pétur á síðustu dögum fyrir andlát hans var ég stolt yfir því hversu æðrulaus og gefandi hann var í framkomu sinni. Hann vissi þá hvaða ferðalag var í vændum. Við ræddum ferðalög hans síðustu árin með Sveini um Austurlönd, og mitt ferðalag um Ítalíu þar sem hann þekkti vel til og talaði tungumálið sem innfæddur. Það stóð til að hittast aftur og skoða myndir frá Pompei sem honum var umhugað að sjá því hann hafði ekki ferðast á þær slóðir. En dauðinn ræður för í þetta sinn, því ekki gafst tími til þeirra funda, en vonandi síðar á öðum slóðum. Vertu sæll, kæri vinur og samferða- maður, mér finnst ég vera ríkari að hafa átt leið með þér, ég geymi ex- presso-kaffikönnuna sem þú komst með frá Ítalíu. ég geymi minningar um Keldur og þína elskulegu móður, Dísu, Systu og Bróa í hrífandi umhverfi Keldnalands sem var einstakt aö upp- lifa á okkar menntaskólaárum, svolítið evrópsk náttúra fyrir utan borgar- mörkin. Þú hafðir fallega sál og per- sónuleika sem ég gleymi aldrei. Sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu og aðstandenda Péturs og til Sveins, eftirlifandi eiginmanns. Öllu er afmörkuð stund, og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Að gráta hefir sinn tíma og að hlæja hefir sinn tíma, að kveina hefir sinn tíma og að dansa hefir sinn tíma, að kasta steinum hefir sinn tíma og að tína saman steina hefir sinn tíma, að faðmast hef- ir sinn tíma og að halda sér frá faðmlögum hefir sinn tíma, að leita hefir sinn tíma og að týna hefir sinn tíma, að geyma hefir sinn tíma og að fleygja hefir sinn tíma, ófriður hefir sinn tíma, og friður hefir sinn tíma. (Úr Predikaranum) Þín vinkona, Elín Edda Árnadóttir. Pétri vini mínum kynntist ég árið 1982. Þá tók hann að sér að vera far- arstjóri okkar, nokkurra nemenda úr Myndlista- og handíðaskólanum, sem fóru í þriggja vikna listareisu til Ítalíu. Það atvikaðist þannig að sæti mitt í flug- vélinni var við hlið Péturs og við fórum fljótlega að tala um heima og geima. Ég fann fljótlega að þarna var á ferðinni óvenjulegur maður með sérstakt næmi og innsæi sem ekki var öllum gefið. Vin- skapur okkar hófst þarna í háloftunum einhvers staðar yfir Atlantshafinu og þann tæpa aldarfjórðung sem hann varði bar aldrei skugga þar á. Sem vinur var Pétur klettur í hafinu, einstakur trúnaðarvinur sem alltaf var gott að tala við, hvað sem á gekk. Sjón- arhorn hans á tilveruna var aldrei sjálf- gefið eða fyrirsjáanlegt. Hann vakti mann oft til umhugsunar og dýpkaði skilning manns á lífinu og tilverunni með því sem hann sagði. Pétur var einstakt ljúfmenni og sérstökum gáfum gæddur. Hann hefði eflaust náð langt í listum hefði hann reynt fyrir sér á því sviði. Líf hans og tilvera var á vissan hátt lista- verk sem hann mótaði á sinn sérstaka hátt, enda einstakur fagurkeri. Hann lifði ríku og ævintýralegu lífi, iðinn við að kanna mannlífið og ferðast til framandi staða. Þó lífshlaup hans yrði allt of stutt var hann sannarlega á heimavelli í list- inni að lifa. Þín sál var öll hjá fögrum lit og línum, og ljóðsins töfraglæsta dularheimi. Þú leiðst í burt frá lágum jarðarseimi, í ljóssins dýrð, á hugarvængjum þínum. Ég sakna þín, ég syrgi farinn vin, í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn, er hóf sig yfir heimsins dægurglys. (Steinn Steinarr) Við sem eftir stöndum hérna megin línunnar sem dregin er milli lifenda og látinna, erum enn minnt á að öllum er ætluð afmörkuð stund hér á þessu jarð- kríli okkar. Við Jóna Guðrún vottum Sveini og öllum aðstandendum Péturs, okkar innilegustu samúð. Magnús Valur Pálsson. Við vissum lengi af Pétri, rákumst á hann á Kynnisferðum og heyrðum af honum í gegnum kunningja. En við kynntumst honum í alvöru þegar við fyr- ir tilviljun dvöldum öll saman hjá Lamba og Fjömmu við Gardavatnið, milda maí- daga fyrir rúmum sex árum. Dagarnir við vatnið voru yndislegir, félagsskapur Sveins og Péturs áreynslulaus og frá- bær; það var eins og við hefðum alltaf þekkst. Og síðan þá höfum við verið vin- ir, með stóru vaffi. Við hittumst auðvitað ekki nógu oft, því eins og aðrir menn höfum við tilhneigingu til að halda að við ráðum fleiru en við raunverulega ger- um. En stundirnar með Sveini og Pétri eru einhvern veginn eftirminnilegri en aðrar, sannar, tilgerðarlausar og ein- lægar. Í návist þeirra beggja er svo auð- velt að vera maður sjálfur og Pétur hafði sérstakt lag á að sjá inn í hjarta manns. Ótímabært andlát Péturs hjálpar okkur óneitanlega að ná fókus, sjá hvað skiptir máli. Samt erum við sammála um að sjálf kynnin af honum séu besta kennslan í að lifa lífinu lifandi. Og ef við gætum lifað svolítið eins og hann, mynd- um við jafnvel sætta okkur við hvað við ráðum litlu. Hugurinn er hjá elsku Sveini vini okk- ar, sem og foreldrum, systkinum, frændsystkinum og öllum sem öðlinginn Pétur elskuðu. Við vitum líkast til ekki enn hversu sárt við munum sakna hans. Einar, Tinna og Jóhann Páll. Pétur var vinnufélagi okkar frá árinu 1985 þegar hann hóf að veita erlendum ferðamönnum leiðsögn hjá Kynnisferð- um, jafnframt því að kenna í tungumála- skóla. Pétur hafði allt til að bera sem góður leiðsögumaður þarf að hafa. Hann hafði fallega rödd, var fágaður og hæglátur í framkomu og var einstakur tungumála- Pétur Magnús Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.