Morgunblaðið - 24.11.2006, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Á MORGUN, laugardag, velja
sjálfstæðismenn í Norðaust-
urkjördæmi í fyrstu sex sætin á
framboðslista sínum
fyrir alþingiskosn-
ingar í vor. Ég lít á
prófkjörið sem fyrsta
skrefið í kosningabar-
áttu okkar sem við
hljótum að ætla okk-
ur að ljúka sem
stærsti flokkur kjör-
dæmisins. Miklu
skiptir að þátttakan í
prófkjörinu verði góð
og að flokksmennirnir
stilli upp sigurliði fyr-
ir kosningabaráttuna.
Sterk staða
Sjálfstæðisflokksins
Þegar Halldór Blöndal leiðtogi
okkar sjálfstæðismanna hér í kjör-
dæminu tilkynnti að hann myndi
ekki gefa kost á sér til áframhald-
andi starfa á þingi, ákvað ég að
bjóða fram krafta mína og reynslu
til að leiða listann í kjördæminu.
Ég tel að við sjálfstæðismenn
göngum með sterka stöðu til þess-
ara kosninga, enda ekki fordæmi í
sögunni fyrir öðrum eins uppgangi
í þjóðlífinu og á undanförnum ár-
um.
Í þingmennsku fyrir Norðaust-
urkjördæmi á undanförnum árum
hef ég skynjað að í kjördæminu
eru tækifæri í mörgum málaflokk-
um og þrátt fyrir allt hefur upp-
bygging orðið á mörgum sviðum
atvinnulífs, menningarlífs,
menntamála, heilbrigðismála og
samgangna, svo nokkur atriði séu
nefnd. Í mínum huga eru mörg
hagmunamál í sjónmáli sem ég er
tilbúin að vinna að af krafti og vil
ég sérstaklega nefna stóriðjuupp-
byggingu á Norðurlandi og mörg
verkefni í samgöngu-
málum í kjördæminu.
Nú er röðin komin að
vegabótum á norð-
austurhorninu og ég
mun ekki láta mitt
eftir liggja innan
þingflokks Sjálfstæð-
isflokksins og á Al-
þingi að koma Vaðla-
heiðargöngum á
samningsstig á kom-
andi mánuðum.
Fylgja þarf eftir að
lenging Akureyr-
arflugvallar komist á
framkvæmdastig og í
raun má segja að samgöngurnar í
heild sinni leggi grunninn að því
að gera Norðurland að einu sam-
felldu atvinnu- og þjónustusvæði
sem styrkir heildina.
Stöndum vörð um háskólann
og Fjórðungssjúkrahúsið
Hér eru menntamálin ónefnd en
í mínum huga er enginn vafi að
Háskólinn á Akureyri er sú stór-
iðja í menntamálum sem standa
þarf vörð um og byggja framfarir
á. Ég hef beitt mér fyrir auknum
fjárveitingum til skólans, því nú
eru mikil tækifæri til aukinnar
sóknar. Skólinn er búinn að ganga
í gegnum endurskipulagningu sem
mun til framtíðar gera hann mun
sterkari. Sömuleiðis eru mörg
tækifæri í framhaldsskóla-
uppbyggingu, sí- og endur-
menntun í kjördæminu, sem og
fjarnámi.
Önnur lykilstofnun í kjördæm-
inu er Fjórðungssjúkrahúsið á Ak-
ureyri sem er kjölfestan í heil-
brigðismálum á svæðinu. Mér
hefur verið kappsmál í störfum
innan fjárlaganefndar að gæta
hagmuna FSA vegna mikilvægis
stofnunarinnar fyrir Norður- og
Austurland.
Hér hefur aðeins verið tæpt á
fáeinum atriðum sem í mínum
huga standa hátt þegar rætt er
um framtíðina í Norðaust-
urkjördæmi. Ég skynja bjartsýni
fólks og drifkraft hér á svæðinu
og hlakka til að starfa áfram á Al-
þingi fyrir kjördæmið. Gerum
laugardaginn að upphafi sóknar
fyrir Norðausturkjördæmi.
Sjálfstæðismenn, tökum
þátt í prófkjörinu á morgun
Arnbjörg Sveinsdóttir hvetur
íbúa í Norðausturkjördæmi til
að taka þátt í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins á Akureyri
»Ég skynja bjartsýnifólks og drifkraft
hér á svæðinu og hlakka
til að starfa áfram á Al-
þingi fyrir kjördæmið.
Arnbjörg
Sveinsdóttir
Höfundur er alþingismaður, þing-
flokksformaður Sjálfstæðisflokksins
og í framboði til 1. sætis á lista flokks-
ins í prófkjöri flokksins næstkomandi
laugardag.
GOTT aðgengi að heilbrigð-
isþjónustu skiptir miklu máli.
Þjónusta á réttum tíma þegar við
þurfum á henni að halda er for-
senda góðs heilbrigðiskerfis. Bið
eftir heilbrigðísþjón-
ustu er því miður
staðreynd. Aldraðir
eru sá hópur sem
þarf að bíða sem
lengst eftir þjónustu
s.s. að fá viðeigandi
búsetuúrræði. Biðlist-
ar eftir algengum að-
gerðum sem aldraðir
þurfa á að halda eru
of langir má nefna
gerviliðaaðgerðir og
svonefndar drer-
aðgerðir á augum.
Einhverra hluta
vegna batnar ástand-
ið lítið ár frá ári. Heilbrigðiskerfið
nær ekki að uppfylla væntingar
okkar til þjónustunnar. Þessu
verður að breyta. Hverri aðgerð
verður að fylgja fjármagn til þess
að hægt sé að veita þjónustuna
þegar einstaklingurinn þarf á
henni að halda. Ef engar breyt-
ingar verða á fjármögnun heil-
brigðiskerfisins er heilbrigð-
iskerfið hugmyndafræðilega
gjaldþrota. Biðlistar eftir þjónustu
aukast og vandamálin með. Bið-
listar hafa í för með sér aukinn
kostnað fyrir samfélagið þar sem
sjúklingar eru í flestum tilvikum
mun lengur frá vinnu en ella.
Hvað varðar öldrunarþjónustu
er alveg ljóst hvað þarf að gera.
Auka þarf búsetuúræði aldraða og
þá helst þannig að aldraðir geti
verið heima lengur og fengið við-
eigandi heimaþjónustu. Fái aldr-
aðir góða heimaþjónustu þurfa
þeir síður að leggjast inn á hjúkr-
unarheimili. Einnig þarf að fjölga
hjúkrunarrýmum fyr-
ir þá sem þurfa meiri
umönnun en unnt er
að veita í heima-
húsum. Afhverju er
ekki löngu búið að út-
rýma biðlistum eftir
húsnæði? Fjárskorti
er borið við, vissulega
kostar þetta fé sem
alltaf er af skornum
skammti þegar þessi
mál ber á góma. Ég
legg til að sjálfseign-
arstofnunum, einkaað-
ilum og sveitafélögum
verði gert kleift að
byggja þjónustu og hjúkrunarrými
með lánafyrirgreiðslu frá Bygg-
ingasjóði ríkisins eða þar sem
lægstu vextir fást. Fólki verði gert
kleift að leigja eða kaupa sér þessi
rými. Húsnæðiskostnaður yrði sá
sami og í eigin húsnæði en upp-
bygging þjónustunnar yrði hrað-
ari.
Efla þarf sérfræðiþjónustu á
landsbyggðinni bæði með því að fá
sérfæðinga til að setjast að og
einnig með reglubundum heim-
sóknum. Enda er það réttlætismál
að sjúklingar geti fengið þjónustu
í sinni heimabyggð. FSA á að
byggja upp hraðar og gera þarf
sjúkrahúsinu kleift að hefja krans-
æðarannsóknir á næsta ári. Slíkt
er nauðsynlegt og bætir þjónustu
mjög mikið.
Ég tel það sjálfsögð mannrétt-
indi aldraðra og öryrkja að bætur
til þeirra skerðist ekki vegna
tekna maka. Enda eru aldraðir og
öryrkjar með því settir í þá stöðu
að geta ekki verið fjárhagslega
sjálfstæðir og eru nánast eða al-
veg fjárhagslega háðir mökum sín-
um um framfærslu, sem er afar
slæmt fyrir sjálfsvirðingu og stöðu
aldraðra og öryrkja. Þá er mik-
ilvægt að breyta kerfinu þannig að
það sé vinnuhvetjandi fyrir aldr-
aða og öryrkja með því að minnka
verulega skerðingar vegna tekna,
þannig að aldraðir og öryrkjar
með skerta starfsgetu geti nýtt
sér þá starfsorku sem þeir þó hafa
sjálfum sér og samfélaginu til
góða.
Heilbrigðis- og félagsþjón-
usta eru grundvallaratriði
í velferðarsamfélagi
Þorvaldur Ingvarsson
fjallar um heilbrigðismál »Efla þarf sérfræði-þjónustu á lands-
byggðinni bæði með því
að fá sérfæðinga til að
setjast að og einnig með
reglubundum heim-
sóknum.
Þorvaldur
Ingvarsson
Höfundur er lækningaforstjóri
FSA og gefur kost á sér í fyrsta
sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
í Norðausturkjördæmi.
H
ún er heldur und-
arleg, sú árátta
okkar að þurfa sí-
fellt að hafa vit fyrir
fólki með alla hluti.
Ég er auðvitað undir sömu sök
seld, enda væri lítið gaman að
skrifa svona pistla ef ég mætti
ekki viðra skoðanir mínar á öllum
sköpuðum hlutum.
Núna eru það barnaafmæli.
Ekki þó þetta eina sanna, sem er
að bresta á í desember, heldur
barnaafmæli almennt. Þau virðast
núna vera skipulögð af skólum og
foreldrafélögum, en ekki afmæl-
isbarninu og foreldrum þess.
Um daginn sagði vinkona mín
farir sínar ekki sléttar. Litli gutt-
inn hennar ætlaði að halda upp á
afmælið sitt og setti saman gesta-
lista. Á þeim lista voru bestu vin-
irnir úr fótboltanum, líka bestu
vinirnir úr handboltanum og svo
fjórir bestu vinirnir úr skóla-
bekknum.
Móðirin sá ekkert athugavert
við gestalistann og afmælið fór hið
besta fram. En Adam var ekki
lengi í Paradís. Móðirin fékk tölvu-
póst frá kennara drengsins, þar
sem gerð var athugasemd vegna
þess að hann hafði ekki boðið öll-
um drengjunum í bekknum, eins
og reglur skólans og samþykktir
foreldrafélagsins kveða á um.
Hann hafði sem sagt skilið út-
undan.
Þetta sjónamið kennarans hefði
átt rétt á sér, ef afmælisbarnið
hefði boðið öllum bekkjafélögum
nema einum. En því var aldeilis
ekki að heilsa. Hann bauð fjórum
af fimmtán strákum og hafði því
gerst svo grófur að skilja ellefu út-
undan.
Móðirin benti réttilega á, að ef
drengurinn hefði boðið öllum
strákunum í bekknum, þá hefði
hann ekki getað boðið bestu vinum
sínum úr boltanum. Fjölskyldan
býr vissulega í ágætu húsnæði, en
það eru nú samt takmörk fyrir
hversu marga fjöruga gutta er
hægt að hýsa í einu. Og hvar er
réttlætið í því að hann þurfi að
bjóða öllum strákunum í bekknum,
en sleppa þá hinum strákunum,
sem eru miklu meiri félagar hans?
Er ekki eineltisumræðan komin á
villigötur þegar reglurnar eru
orðnar svona ósveigjanlegar?
Að allt öðru: Í Morgunblaðinu á
mánudag var mynd af ýmsum
þjóðarleiðtogum heims. Þeir sátu
fund leiðtoga aðildarríkja Efna-
hagssamvinnuráðs Asíu- og
Kyrrahafsríkja, APEC, en fund-
urinn var haldinn í Víetnam. Á
myndinni voru höfðingjarnir í
hefðbundnum víetnömskum
klæðnaði, sem kallast ao dai. Í
hópi leiðtoganna mátti þekkja
George W. Bush Bandaríkja-
forseta og Vladímír Pútín Rúss-
landsforseta. Báðir voru þeir í
heiðbláum, síðum silkikufli með
gylltu munstri.
Þessi mynd vakti mig til um-
hugsunar. Hvað ef fundurinn hefði
verið haldinn í Bandaríkjunum?
Hefði þá þótt tilhlýðilegt að fara
fram á það við leiðtogana, að þeir
klæddust allir saman svörtum
jakkafötum, hvítri skyrtu, bæru
rauð hálsbindi og væru í gljápúss-
uðum, svörtum skóm? Ætli for-
sætisráðherra Víetnam hefði ekki
þótt undarlegt að skilja sinn spari-
lega ao dai eftir uppi á hótelher-
bergi, til að skrýðast jakkafötum
frá gestgjafanum, Bush forseta?
Og vera svo leiddur út í garðinn
við Hvíta húsið svo hægt væri að
taka mynd af honum í þessum
hefðbundna klæðnaði heima-
manna?
Vonandi fá íslenskir ráðamenn
ekki þá hugmynd að storma með
erlenda þjóðhöfðingja til Sævars
Karls og klæða þá alla upp í jakka-
föt. Mér finnst miklu skemmti-
legra að sjá afríska höfðingja, sem
hingað slæðast af og til, í sínum
bubu eða dashiki. Eða gesti frá
Mið-Austurlöndum í kaftan. Og
hvað ef hingað kæmi nú einhver
háttvirtur Japaninn og vildi endi-
lega klæðast hakama eða kimono,
en ekki þeim vestrænu fötum, sem
þó hafa náð svo almennri út-
breiðslu þar í landi?
Eða ef hingað villtist bútanskur
þegn, en þeim ku vera uppálagt að
láta aldrei sjá sig utan dyra nema í
hnésíðu kuflunum sínum, gho. Þá
væri nú aumt að mælast til þess að
hann færi frekar í teinótt jakkaföt
og hætt við að mikil vandlæting-
aróp hæfust um að við sýndum
menningu hans og sögu mikla lít-
ilsvirðingu með slíkri uppástungu.
Og auðvitað væri argasti dóna-
skapur að ætlast til að hinir tignu
gestir okkar vörpuðu eigin klæð-
um og klæddust á þann hátt sem
okkur líkar best. Ég er líka viss
um að enginn hefur neytt Bush og
Pútín í kuflana sína.
En ekki eru allir gestir jafn
tignir, að mati gestgjafanna, né
klæði þeirra fögur. Þótt við mynd-
um aldrei ætlast til að sumir gesta
okkar breyttu klæðaburðinum, þá
þykir okkur þó alveg sjálfsagt að
aðrir geri það. Við, og þá á ég við
okkur hér á Vesturlöndum, viljum
til dæmis banna múslimakonum að
ganga í niqab, sem hylur höfuð og
andlit, fyrir utan augu. Og það
þarf nú ekki einu sinni að ræða
það hversu illa okkur er við búrk-
una, sem hylur konur alveg.
Klæðnaður þessara kvenna er til
marks um hversu kúgaðar þær
eru, segjum við. Og teljum okkur
geta sett okkur á háan hest, enda
njótum við svo mikils frelsis að
unglingsstúlkur geta verið hálf
naktar á almannafæri án þess að
við sjáum nokkuð athugavert við
stöðu okkar sem siðferðispostular.
Okkur finnst þægilegast, þegar
öll dýrin í skóginum eru vinir.
Þess vegna viljum við setja reglur
sem skylda krakka til að bjóða öll-
um börnunum í bekknum í afmæl-
ið sitt, þótt þau vilji bara bjóða ör-
fáum. Við viljum líka gjarnan setja
reglur um hvernig eigi að klæða
sig, svo allir séu eins og enginn
stingi í stúf. Í báðum tilvikum er
afskaplega vandlifað og hætt við
að reglur og vilji stangist á í hið
óendanlega.
Einelti og
einsleitni
»Klæðnaður þessara kvenna er til marks umhversu kúgaðar þær eru, segjum við. Og telj-
um okkur geta sett okkur á háan hest, enda njót-
um við svo mikils frelsis að unglingsstúlkur geta
verið hálf naktar á almannafæri án þess að við
sjáum nokkuð athugavert við stöðu okkar sem
siðferðispostular.
rsv@mbl.is
VIÐHORF
Ragnhildur Sverrisdóttir