Morgunblaðið - 24.11.2006, Síða 10

Morgunblaðið - 24.11.2006, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örnu Schram arna@mbl.is STJÓRNARANDSTAÐAN vill að greiðslur til elli- og örorkulífeyrisþega hækki um 7,4 milljarða á næsta ári. Hún hefur sameiginlega lagt fram til- lögu þessa efnis fram á Alþingi. Tillagan er breyt- ingartillaga við frumvarp til fjárlaga næsta árs. Þetta er jafnframt eina breytingartillaga stjórn- arandstöðunnar við fjárlagafrumvarpið. Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna, ásamt Katrínu Júlíusdóttur, fulltrúa Samfylking- arinnar í fjárlaganefnd Alþingis, kynntu tillöguna á sérstökum blaðamannafundi í gærmorgun. Til- lagan er táknræn um samstöðu stjórnarandstöð- unnar, að sögn Össurar Skarphéðinssonar, þing- flokksformanns Samfylkingarinnar. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, tók í sama streng. Hann sagði að hún sýndi að orð- in frá því fyrr í vetur um samstöðu stjórnarand- stöðunnar væru ekki bara orðin tóm. „Við erum að sýna í verki vilja okkar til samvinnu og til sam- stöðu,“ sagði hann á blaðamannafundinum í gær. 900 þúsund kr. frítekjumark Tillagan byggist á hugmyndum stjórnarand- stöðunnar sem fram koma í sameiginlegri þings- ályktunartillögu hennar frá því fyrr í vetur, um nýja framtíðarskipan lífeyrismála. Í fyrsta lagi er í tillögunni lagt til nýtt frítekjumark sem felur í sér að bæði elli- og örorkulífeyrisþegar geti unnið sér inn 900 þúsund krónur á ári án þess að lífeyrir hins opinbera skerðist. Katrín Júlíusdóttir sagði að til- lögur ríkisstjórnarinnar gerðu hins vegar aðeins ráð fyrir 300 þúsund kr. frítekjumarki fyrir ellilíf- eyrisþega en engu frítekjumarki fyrir öryrkja. Í öðru lagi leggur stjórnarandstaðan til að tekjutrygging verði hækkuð upp í 85 þúsund á mánuði fyrir ellilífeyrisþega og 86 þúsund fyrir ör- orkulífeyrisþega, auk breytinga á launavísitölu frá í sumar. Í þriðja lagi er lagt til að afnumin verði með öllu tengsl lífeyrisgreiðslna við atvinnu- og lífeyristekjur maka. Í fjórða lagi er lagt til að vasapeningar þeirra sem dvelja á stofnunum hækki um helming eða 50% og að frítekjumark sömu einstaklinga hækki einnig, eða úr 50 þúsund kr. á mánuði í 75 þúsund kr. á mánuði. Í fimmta lagi er lagt til að öryrkjar haldi aldurstengdri örorkubót þegar farið er á elli- lífeyri. Og í sjötta lagi er lagt til að skerðingarhlut- föll verði minnkuð, þ.e. þannig að skattskyldar tekjur umfram frítekjumark, skerði tekjutrygg- ingu um 35% í stað 45%. Að sögn Katrínar hefur verið reiknað út að heildarútgjöld, þegar tillagan er öll komin til framkvæmda, verði tæpir 7,4 milljarðar. Nettó- áhrif hjá ríkissjóði verða hins vegar 5,5 milljarðar, segir Katrín, þar sem eitthvað muni skila sér til baka í gegnum m.a. neysluskatta og aukna at- vinnuþátttöku. Samstaða um tillöguna Katrín ítrekar að algjör samstaða ríki um tillög- una innan stjórnarandstöðunnar. Með henni vilji stjórnarandstaðan leggja áherslu á bætt kjör eldri borgara og öryrkja. „Það er von okkar að rík- isstjórnin taki þátt í þessu með okkur,“ segir hún. Magnús Þór Hafsteinsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, sagði á blaðamannafundin- um í gærmorgun að tillagan miðaði m.a. að því að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft og auka atvinnu- þátttöku þess. Lífeyrisþegar fái 7,4 milljarða hækkun  Stjórnarandstaðan leggur fram sameiginlega tillögu í fjárlagaumræðunni  Með því vill hún meðal annars leggja áherslu á samvinnu sína og samstöðu Morgunblaðið/ÞÖK Önnum kafnir Þingmenn voru önnum kafnir á Alþingi í gær, en þá fór fram önnur umræða um fjár- lagafrumvarpið. Stefnt er að því að frumvarpinu verði vísað til þriðju umræðu í dag. FÉLAGSMÁLANEFND Alþingis er að kanna leiðir til þess að fólk sem býr í atvinnuhúsnæði njóti sömu réttinda og þeir sem búa í öðru hús- næði, að sögn Dagnýjar Jónsdóttur, formanns nefndarinnar. Kom þetta fram í umræðum á Alþingi í gær, en þá voru rædd málefni fólks sem býr í iðnaðarhúsnæði. Magnús Þór Hafsteinsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, var málshefjandi umræðunnar. Hann gerði umfjöllun Stöðvar 2, síðustu daga, að umtalsefni, en þar hafi m.a. komið fram að fleiri hundruð manns búi í iðnaðarhúsnæði á höfuðborgar- svæðinu. Fólkið sé ekki skráð með lögheimili, auk þess sem margt bendi til þess að húsnæðið sé ekki samþykkt sem vistarverur fyrir fólk. Stór hluti þeirra sem búi í umræddu húsnæði sé erlendir ríkisborgarar. Dagný kvaðst hissa á þessu upp- hlaupi þingmannsins, enda væri fé- lagsmálanefnd með þessi mál til um- fjöllunar og í farvegi. Verið væri að finna leiðir svo þetta fólk geti notið réttinda á við aðra. Ræða íbúa iðn- aðarhúsnæðis SIV Friðleifsdóttir heilbrigðisráð- herra sagði á Alþingi í fyrradag að ástæðan fyrir skipulagsbreytingum hjá Miðstöð mæðraverndar, væri að hluta til faglegs eðlis. Ákvörðunin skýrðist af þeim vilja heilbrigðisyf- irvalda að konur fengju sem besta þjónustu á viðeigandi þjónustustigi. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, var máls- hefjandi umræðunnar. Hún gagn- rýndi ákvörðun ráðherra. Á Miðstöð mæðraverndar hefði verið mjög mik- ilvæg sérhæfð þjónusta, sniðin að þörfum þungaðra kvenna sem þyrfti á meira eftirliti að halda. Ásta Möller, þingmaður Sjálf- stæðisflokks og varaformaður heil- brigðis- og trygginganefndar þings- ins, sagði að með ákvörðuninni um að færa þjónustu við konurnar alfarið til Landspítala – háskólasjúkrahúss væri grundvellinum kippt undan starfsemi Mæðraverndarinnar. Hún gagnrýndi hve skjótt breytingarnar bæru að og hve lítinn tíma barnshaf- andi konur og starfsfólk fengi til að aðlagast þeim. Ákvörðunin faglegs eðlis STJÓRNARANDSTAÐAN segir í áliti sínu um fjárlagafrumvarpið að frumvarpið og breyting- artillögur meirihlutans við það séu aðeins hluti af tilraun ríkisstjórnarflokkanna til að tryggja áframhaldandi setu sína í ríkisstjórn. „Það frum- varp sem hér liggur fyrir ásamt breyting- artillögum meirihluta fjárlaganefndar er plagg sem lítið mark er takandi á, m.a. vegna þess hve efnahags- og tekjuforsendur eru óvissar og út- gjaldaákvarðanir handahófskenndar,“ segir m.a. í álitinu. Lítið mark á takandi Morgunblaðið/ÞÖK Heimsókn á Alþingi Skólakrakkar fylgdust með umræðum á Alþingi. LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi til- laga til þingsályktunar um að lífeyr- isgreiðslur úr almennum lífeyris- sjóðum verði skattlagðar á sama hátt og fjármagnstekjur. Flutningsmenn vilja að félagsmálaráðherra verði fal- ið að undirbúa frumvarp þess efnis. Fyrsti flutningsmaður er Ellert B. Schram, varaþingmaður Samfylk- ingarinnar. Meðflutningsmenn eru Jóhanna Sigurðardóttir og Ágúst Ólafur Ágústsson, Samfylkingu. Í greinargerð tillögunnar segir m.a. að greiðsla launþega í lífeyris- sjóði sé lögbundin. Mánaðarlegar líf- eyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum séu að meðaltali á bilinu 80 til 90 þúsund á mánuði. Af því greiði lífeyrisþegi fullan skatt. Þeir sem leggi hins veg- ar sparnað sinn til hliðar í t.d. bönk- um greiði aðeins 10% fjármagns- tekjuskatt af arði eða vöxtum. Þann ójöfnuð þurfi að laga til hagsbóta fyrir þorra eldri borgara. Skattlagningu verði breytt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.