Morgunblaðið - 24.11.2006, Side 49

Morgunblaðið - 24.11.2006, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 49 menning Bókakaffihúsið Súfistinn, fyr-ir ofan Mál og menningu áLaugaveginum, skipar stór- an sess í lífi mínu. Þangað fer ég oft og glugga í blöð og bækur á meðan ég drekk gott kaffi. Þar er ekki reykt, tónlistin er spiluð lágt og hægt er að horfa á fólkið á Lauga- veginum út um gluggann. Þangað sækir fólk mikið í sömu erinda- gjörðum og ég, til að skoða bækur og blöð í friði. Oft sitja lítið fleiri en einn við hvert borð enda er bóka- kaffi kaffihús einfarans þar sem fé- lagsskapurinn felst í góðum bókum og Hollywoodstjörnum í slúður- blöðum.    Súfistinn á Laugaveginum varopnaður fyrir tíu árum og var fyrsta bókakaffi sinnar tegundar hér á landi. Gestir mega taka með sér takmarkað magn af blöðum og bókum úr búð Máls og menningar á Súfistann með því skilyrði að þau séu sett aftur á sinn stað að kaffi- húsaferðinni lokinni. Engin kaffihús höfðu fetað í fót- spor Súfistans í þessu tíu ár fyrr en nýlega. Í þessum mánuði var opnuð kaffihús fyrir ofan bókabúð Ey- mundssonar í Austurstræti. Þar sér Te og kaffi um veitingarnar og geta viðskiptavinir skoðað bækur og tímarit sem fást í versluninni rétt eins og á Súfistanum. Ég hef ekki ennþá komist á þetta nýja bókakaffi en ef það býr yfir sama bóka- og kaffiilmi og Súfistinn á það bjarta framtíð fyrir höndum. Sunnlenska bókakaffið var svo opn- að á Selfossi á dögunum, þar getur fólk keypt sér kaffi og kræsingar og litið í þær bækur sem til sölu eru. Í bókabúð Iðu í Lækjargötu er hægt að taka með sér tímarit en ekki bækur á kaffihúsið á annarri hæð, en ef einhver þráir heitt að drekka kaffi meðan hann skoðar bókaúrvalið í Iðu má hann taka kaffibollann með sér niður á fyrstu hæð, einnig er það hægt þegar upp- lestrar fara fram í búðinni. Mörg „venjuleg“ kaffihús bjóða líka upp á blöð og bækur til að lesa en ekki í sama úrvali og eiginleg bókakaffi, vert er þó að nefna Gráa köttinn á Hverfisgötu þar sem full- ar bókahillur hylja alla veggi.    Mikil örtröð verður líklega ábókakaffihúsum nú fyrir jól- in enda gegna þau veigamiklu hlut- verki hjá rithöfundum í að kynna nýjustu skáldverk sín. Þá mæta þeir, yfirleitt nokkrir í kippu, og lesa kafla úr verkum sínum, ræða málin og gestir hlusta á með drykk í hönd. Á Súfistanum er ekki hægt að panta sér kaffi á meðan á upp- lestri stendur enda hávaðinn frá kaffivélinni slíkur að hann myndi kæfa orð skáldsins. Önnur kaffihús breytast líka í bókakaffi í jólamánuðinum þegar rithöfundar birtast þar og bera menninguna með sér í formi bóka. Slík skyndibókakaffi trekkja lík- lega að aðra kúnna en vanalega; fæla þá í burtu sem vilja kjafta og draga að hina sem vilja hlusta. Mik- ið er um „suss“ og illar augnagotur á slíkum upplestrum enda þeir sem koma til að spjalla saman oft ófúsir að yfirgefa sæti sín þótt menningin biðji um hljóð.    Þótt bókakaffi séu óneitanleganotaleg er spurning hvort það sé tekjuvænlegt fyrir bókabúðir að hafa aðstöðu þar sem fólk getur skoðað allt sem hjá þeim fæst. Ég kaupi a.m.k. ekki blöðin sem ég skoða á Súfistanum, enda óþarfi að fletta tísku- og slúðurritum oftar en einu sinni. Aftur á móti getur verið að slík aðstaða auki söluna á bók- um, með því að glugga í bókina á kaffihúsinu getur glæðst það mikill áhugi að hún verði keypt að kaffi- húsaferð lokinni. Ég gleðst yfir aukningu bóka- kaffihúsa hér á landi enda fátt notalegra en að þegja með sjálfum sér, hafa úrval bóka og blaða til að skoða, kaffi til að sötra og köku að maula. Í félagsskap kaffis, bóka og blaða » „.… enda er bóka-kaffi kaffihús einfar- ans þar sem félagsskap- urinn felst í góðum bók- um og Hollywoodstjörn- um í slúðurblöðum.“ Morgunblaðið/Ómar Bókakaffi Súfistinn á Laugavegi er fyrsta bókakaffið á Íslandi. ingveldur@mbl.is AF LISTUM Ingveldur Geirsdóttir TÆPUR mán- uður er síðan skáldsagan Kar- itas – án titils, eftir Kristínu Marju Baldurs- dóttur, kom út í Þýskalandi og viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa. Þegar hafa fleiri þús- und eintök selst af bókinni og fyrsta prentun uppseld. Önnur prentun mun vera komin á mark- að og sú þriðja er í undirbúingi. Bókmenntaritið Bücher Maga- zine hefur einnig tilnefnt bókina sem eina af tíu bestu bókum mán- aðarins og þar skipar Kristín Marja sér í flokk með rithöf- undum á borð við Haruki Mura- kami. Þá hefur einn stærsti bóka- klúbbur í heimi, Bertelsmann Club, þegar gert tilboð í bókina og mun gefa hana út á næstu mán- uðum. Auk þess er Karitas – án titils væntanleg í verslanir í Hol- landi og Danmörku. Bækur Kristínar, Mávahlátur, Kular af degi og Hús úr húsi hafa þegar komið út í Þýskalandi. Karitas – án titils var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs í fyrra en hún kom út árið 2004. Coletta Bürling þýddi bókina á þýsku. Karitas vinsæl í Þýskalandi Kristín Marja Baldursdóttir Sigurjón til sigurs Baráttumál hans eru meðal annars: Nýta orku á náttúruvænan og arðbæran hátt Auka hlut sveitarfélaga í tekjum hins opinbera Lækka beina skatta á lægstu laun og lífeyri Hart gegn hörðu í viðskiptum við eitursmyglara og sölumenn sem ógna öllum stærri byggða- kjörnum Sigurjón til sigurs Efla samgöngur, bæði vegasamband og flug í norðausturkjördæmi Stuðningsmenn Finnst þér sverð þitt of stutt, gakktu þá feti framar og styddu Sigurjón til sigurs í prófkjöri sjálf- stæðismanna 25. nóvember • SPENNANDI BÆKUR • SPENNANDI BÆKUR • SPENNANDI BÆKUR • SPENNANDI BÆKUR Ný og spennandi saga um Benedikt búálf og vini hans sem notið hafa mikilla vinsælda á undanförnum árum. Benedikt búálfur kemst í hann krappan Dularfull eyja Skemmtisigling unglinganna Ýmis og Guðrúnar breytist í hrikalega hættuför þegar sakleysislegur tjarnarhólmi umhverfist fyrir- varalaust í Eyju gullormsins og ævintýrin bíða við hvert fótmál. edda.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.