Morgunblaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 60
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 328. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  NA 8–13 m/s við norður- og suðurströndina, stök él. Annars hægar og léttskýjað sunn- an- og vestanlands. » 8 Heitast Kaldast 0°C -7°C GULLKINDIN var veitt við hátíðlega at- höfn í gær. Um er að ræða verðlaun ætluð þeim sem þykja með einum eða öðrum hætti hafa staðið sig sérlega illa á árinu og eru þau veitt í nokkrum flokkum. Meðal verðlaunahafa ársins má nefna að Evróvisjón-ævintýri Silvíu Nætur var valið klúður ársins, Búbbarnir versti sjónvarps- þátturinn, versta platan Allt sem ég á með Snorra Snorrasyni, verstu sjónvarps- mennirnir allir þrír stjórnendur Innlits- Útlits og fall Unnar Birnu Vilhjálmsdóttur við krýningu ungfrú Íslands 2006 var uppákoma ársins. Vafasamasti heiðurinn, sjálf heiðursverðlaunin, féllu svo Árna Johnsen í skaut. Árni mætti ekki til að veita verðlaununum viðtöku eins og reyndar var með fleiri verðlaunahafa. Silvía Nótt klúður ársins Morgunblaðið/Eggert Hasar Silvía Nótt lét Geir Ólafsson finna fyrir því við afhendingu Gullkindarinnar. GOLDMAN Sachs og Fidelity fjárfestingar- sjóðirnir eru meðal þeirra 110 alþjóðlegu fjárfesta sem keyptu í Kaupþingi banka, í al- þjóðlega hlutafjárútboð- inu, sem lauk í fyrradag, á þann veg að allt hlutafé seldist og reyndist vera umframeftirspurn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru breski sjóðurinn Gartmore og sviss- neski bankinn UBS einnig á meðal þeirra sem keyptu hluti í Kaupþingi banka. Bankinn gaf út 66 milljónir nýrra hluta og var hver þeirra seldur á 750 krónur, eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær, eða fyrir 49,5 milljarða króna. Enn getur bank- inn gefið út allt að 9,9 milljónir hluta, vegna umframsöluréttar, fyrir allt að 7,4 millj- arða króna. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins voru 55% alþjóðlegu fjárfestanna sem keyptu í Kaupþingi banka bresk, 10% bandarísk, 10% norræn og 25% frá öðrum heimshlutum. Goldman Sachs keyptu í KB Í DRÖGUM að frumvarpi sem nefnd á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur skilað ráð- herra er gert ráð fyrir að ákvæði í samkeppn- islögum um ábyrgð einstaklinga verði skýrð nánar. Einnig verði skýrt nánar hvenær lög- regla skuli hefja rannsókn á meintum brotum gegn samkeppnislögum. Þetta kom fram hjá Jónínu Lárusdóttur, skrifstofustjóra hjá iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytinu, á fundi Lögfræðingafélags Íslands í gær en á fundinum kynnti Róbert R. Spanó, dósent við lagadeild HÍ, þá niðurstöðu sína að vafi léki á því að hægt væri að refsa starfs- mönnum fyrirtækja fyrir ólögmætt samráð fyr- irtækjanna og misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Jónína skýrði frá því að í ljósi spurninga sem vöknuðu árið 2003, en þá var verkaskipting milli samkeppnisyfirvalda og lögreglu við rannsókn á meintum brotum starfsmanna stóru olíufélag- anna þriggja á reiki, hefði verið ákveðið að skipa nefnd til að fjalla um breytingar á lögunum. Með breytingunum á samkeppn- islögum ætti að koma í veg fyrir að efi um hvenær lögregla hæfi rannsókn mála kæmi upp aftur. Einnig væri opnað fyrir meira samstarf lögreglu og eftirlitsaðila. Frum- varpið hefur verið kynnt fyrir hagsmuna- aðilum og verður lagt fyrir ríkisstjórn fljót- lega. | Miðopna Ábyrgð einstaklinga á sam- keppnisbrotum gerð skýrari ÞAÐ hefur verið sagður mælikvarði á hreysti manna hve lengi þeir geti unað í gufubaði án hvíldar. Fátt er meira hressandi en að slaka á í gufu- baði eftir amstur dagsins. Þessi sundlaugargestur í Laugardal tyllti sér á bekk og kældi sig niður eftir frískandi eimbaðið. Lét hann kuldann úti fyrir ekki á sig fá og fylgdist með mannlífinu í lauginni. Samkvæmt veðurspám mun viðra ágætlega til sundferða og eimbaða um helgina. Morgunblaðið/Golli Gott að kæla sig niður í frostinu SKARTGRIPUM að andvirði nokkurra hundraða þúsunda, jafnvel milljóna, var stolið í innbroti á gullsmíðaverkstæði í Grafarvogi í gær. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni í Reykjavík virðist sem þjófarnir hafi farið inn um glugga verkstæðisins og fengið nægan tíma til að athafna sig. Enginn liggur undir grun en málið er í rannsókn. Tilkynnt var um tvö önnur innbrot í höfuðborginni í gær. Miklu af skart- gripum stolið Á ELLEFTA tímanum í gærkvöldi var lög- reglunni í Reykjavík tilkynnt um slagsmál um borð í flugvél á leið frá Egilsstöðum. Vélin var í aðflugi þegar slagsmál brutust út og frestaði flugstjóri lendingu og tók aukahring. Einn einstaklingur var hand- tekinn við lendingu og fékk að gista fangageymslur í nótt. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Slagsmál brutust út í miðri flugferð            !"#$    !  "" #! %    !"#$ &'(    !"#$ )   &*' !"#$  +  &*' !"#$ ,  &*' !"#$ %+   !"#$ - %+ !"#$ ÓVÁTRYGGÐ ökutæki í umferð- inni á Íslandi eru nú 3.640 talsins, samkvæmt upplýsingum frá Um- ferðarstofu. Flest ökutækin eru fólksbifreiðar eða 2.521 og flokkuð eftir lögregluembættum eru þau flest í Reykjavík, 1.256. Sigmar Ármannsson, fram- kvæmdastjóri Alþjóðlegra bif- reiðatrygginga á Íslandi (ABÍ), segir að þegar hafi verið skráð fleiri tjón af völdum óvátryggðra ökutækja á árinu en allt árið í fyrra. Þá voru tjónin 84 og jafn- mörg árið áður, en 2003 urðu tjón af völdum óvátryggðra ökutækja 120. Stutt er síðan 84. tjónið af völdum óvátryggðs ökutækis á árinu var skráð. Eftirgrennslan tímafrek Sigmar sagði að tjón af völdum óvátryggðra ökutækja næmu tug- um milljóna kr. á ári og að ótækt væri að atvinnutæki á borð við sendibíla, leigubíla, að ekki væri talað um hópbifreiðar og stóra vörubíla með tengivagna, væru óvátryggð. „Ég get staðfest það að óvátryggðar hópbifreiðar og stórir flutningabílar með aftanívagna hafa valdið tjóni í umferðinni,“ segir Sigmar. Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, segir eftir- grennslan eftir óvátryggðum öku- tækjum mjög tímafreka. Hann telur að tryggingafélögin geti lagt lögreglunni lið með því að hafa uppi á þessum ökutækjum. Óvátryggð ökutæki í umferðinni 3.640 talsins Eftir Guðni Einarsson gudni@mbl.is  Ótryggðir | 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.