Morgunblaðið - 24.11.2006, Page 22

Morgunblaðið - 24.11.2006, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ                  !"    #$ % & ' (  ' &)*"   +,"  ,) "   -*.    !. '$& / 0 " 1& !. 2&$  " !   3  4      ,& 5  MARGT bendir nú til að sorpurð- unarmál Eyfirðinga, sem miklar og heitar umræður hafa verið um und- anfarin ár, séu að komast í nýjan farveg sem leiða mun til þess að urðun á Glerárdal verði hætt. Forgangsmál Snemma á þessu ári fór fram umræða um þessi mál innan for- ystuhóps matvælaklasa Vaxtar- samnings Eyjafjarðar þar sem skýrt kom fram að forystumenn matvælafyrirtækja töldu sorpmál svæðisins forgangsmál til lausnar fyrir greinina og í raun ímynd svæðisins. Í kjölfarið tók Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, að sér að vinna málið áfram og í samvinnu við sérfræð- inga á þessu sviði hefur nú verið unnin skýrsla og viðskiptaáætlun um stofnun fyrirtækis til að jarð- gera allan lífrænan úrgang af svæðinu. Skýrslan var kynnt stjórn Sorp- samlags Eyjafjarðar fyrir skömmu og í kjölfarið fulltrúum sveitarfé- laganna og fékk góðar undirtektir. Því næst var sveitarfélögunum við Eyjafjörð sent erindi um vilja þeirra til að miðla lífrænum úr- gangi til slíks fyrirtækis og leggja því til stofnfé og hafa borist svör frá meirihluta sveitarfélaganna. Sigmundur Ófeigsson segir nú stefnt að því að stofna fyrirtæki um jarðgerðina innan þriggja vikna og að slík stöð verði risin fyrir mitt næsta ár. Urðun hætt á Glerárdal Gangi það eftir telur Sigmundur óhætt að fullyrða að urðun á Gler- árdal verði alfarið hætt innan þriggja ára. Á Eyjafjarðarsvæðinu falla til um 21.000 tonn af lífrænum úr- gangi árlega og koma 15.000 tonn frá fyrirtækjum og um 6.000 frá heimilum. Til lífræns úrgangs telst lífrænt sorp frá matvælaframleið- endum, kolefnisríkt sorp s.s. papp- ír, pappi, garðaúrgangur, timbur- úrgangur og „þéttbýlishrossatað“. Ljóst er að auk þessa er verulegt magn af lífrænum úrgangi utan sorphirðukerfis, svo sem búfjár- áburður, frárennsli frá matvælafyr- irtækjum og almennt skólp en á kynningarfundi með fulltrúum sveitarfélaganna sagði Sigmundur að það væri aðeins tímaspursmál hvenær reglur um alla þessa þætti yrðu hertar þannig að bregðast þyrfti við með einhverjum hætti. Sú jarðgerðarstöð sem nú er í sjónmáli tæki þegar við öllum líf- rænum úrgangi frá fyrirtækjum og fljótlega einnig frá heimilum. Jarðgerð hefjist um mitt næsta ár AKUREYRI FRAMKVÆMDIR eru hafnar við uppsteypu á 57 íbúða fjölbýlishúsi Búseta, við Kjarnagötu í Nausta- hverfi. Um er að ræða fyrsta áfanga framkvæmda en auk þessa fjölbýlis- húss á Búseti aðliggjandi lóð við Brekatún og í allt verða byggðar tæplega 80 íbúðir á lóðunum. Um er að ræða umfangsmesta verkefni Búseta á Akureyri frá upphafi og er kostnaður við fyrsta áfanga áætl- aður 960 milljónir króna. Búseti á Akureyri hefur starfað um 17 ára skeið og á félagið nú 137 íbúðir á Akureyri og 15 á Húsavík. Íbúðirnar í Naustahverfi eru því hrein viðbót og ráðist er í verkefnið þar sem ekki hefur um langan tíma tekist að mæta spurn eftir íbúðum hjá félaginu. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar 57, sem nú er hafin bygg- ing á, verða allar afhentar fyrir árs- lok 2007 og þær fyrstu í apríl næst- komandi. Tuttugu íbúðir til viðbótar í aðliggjandi húsum við Kjarnagötu og Brekatún verða afhentar 2008. Enn eru lausar íbúðir til úthlut- unar úr fyrsta áfanga bygginga- framkvæmdanna en ganga þarf í fé- lagið áður en sótt er formlega um úthlutun íbúðar. Í fjölbýlishúsinu sem nú er verið að steypa upp eru 28 þriggja her- bergja íbúðir í tveimur stærðum, 20 fjögurra herbergja íbúðir og níu fimm herbergja íbúðir. Minnstu íbúðirnar eru tæplega 94 fermetrar að stærð og þær stærstu ríflega 117 fermetrar. Búseti á Akureyri stendur á ann- an hátt að byggingarframkvæmd- unum en áður hefur verið gert hjá félaginu. Í stað þess að semja beint um kaup á íbúðum af verktökum var stofnað dótturfélagið Nausta- borg ehf. sem hefur framkvæmd- irnar með höndum, býður út ein- staka verkþætti eða semur við verktaka. Guðlaug Kristinsdóttir, formaður stjórnar Búseta á Akureyri, segir mestu um vert að með framkvæmd- unum í Naustahverfi sé Búseti á Akureyri að mæta mikilli eftirspurn en hún segir félagið þegar hafa í hyggju að sækja um fleiri bygging- arlóðir. Í tilefni af byggingaframkvæmd- unum við Kjarnagötu efnir Búseti á Akureyri til kynningar fyrir al- menning á laugardaginn milli kl. 14 og 16 í Lionssalnum á 4. hæð Al- þýðuhússins, Skipagötu 14 á Akur- eyri. Þar gefst fólki tækifæri til að kynna sér starfsemi félagsins, bú- seturéttarformið og nýju íbúðirnar í Naustahverfi en eins og áður segir eru enn lausar íbúðir til úthlutunar. Framkvæmdir í gang við 80 íbúðir Búseta Umfangsmestu byggingaframkvæmdir Búseta á Akureyri frá upphafi – starfsemin kynnt almenningi á morgun Í HNOTSKURN »Búseti afhendir tæpar 80íbúðir, sem framkvæmdir hefjast senn við, fyrir árslok 2008, langflestar á næsta ári. »Búseti stendur fyrir kynn-ingu á starfseminni og nýju íbúðunum á morgun. For- maður Búseta segir að spurn eftir íbúðum sé mjög mikil. Mikil eftirspurn Fjölbýlishúsið við Kjarnagötu, sem framkvæmdir eru að hefjast við á vegum Búseta. Efstaleiti | Ný starfsstöð Samtaka áhuga- fólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, verður opnuð á morgun í Efstaleiti 7 við hátíðlega athöfn. Göngudeildin og skrif- stofan flytja í nýtt húsnæði og við það skap- ast miklu betri aðstaða og ný sóknarfæri í meðferðar- og forvarnarstarfi, að sögn Ara Matthíassonar, framkvæmdastjóra félags- og útbreiðslusviðs SÁÁ. SÁÁ hefur átt byggingarrétt á lóðinni við Efstaleiti í nokkur ár en ekki haft tækifæri eða fjárráð til að ráðast í bygginga- framkvæmdir þar fyrr en nú. Að und- anförnu hefur SÁÁ selt húseign sína í Síðu- múla auk smærri eigna til að standa straum af kostnaði við nýja húsið. Miklar breytingar Miklar breytingar verða með nýja húsinu, að sögn Ara Matthíassonar. Hann segir að auka eigi starfsemina og ekki síst þjónustu og stuðning við aðstandendur. „Það er gríð- arlega mikill hluti þess að tryggja sjúkling- unum bata,“ segir hann. Ari bætir við að all- ir sem lendi í því að búa með alkóhólista eða eigi nákominn sem sé alkóhólisti viti hvers konar áþján það sé og þessu fólki þurfi að hjálpa í ríkara mæli. Eins eigi að stórauka forvarnarstarfið. Fræða þurfi og styðja foreldra, virkja stjórnvöld til að framfylgja ríkjandi lögum og reglum og grípa inn í á réttum tíma hjá þeim séu byrjaðir í neyslu. Margvísleg starfsemi Í nýja húsinu verður margvísleg starf- semi. Þar verður göngudeildarþjónusta fyrir unglinga í áfengis- og vímuefnavanda, sem ekki þurfa að fara á sjúkrahúsið Vog, og foreldra þeirra. Ennfremur göngudeild- arþjónusta fyrir unglinga sem eru á leið á Vog eða eru að koma þaðan. Einnig viðtala- og greiningarþjónusta fyrir fólk sem hefur áhyggjur af neyslu sinni. Auk þess fjöl- skyldumeðferð og ráðgjafarþjónusta fyrir aðstandendur áfengis- og vímuefnasjúklinga. Þar verður líka viðamikill og fjölbreyttur stuðningur við fólk sem er að koma úr áfengis- og vímuefnameðferð, endurhæfing- armeðferð fyrir fíkla sem geta nýtt sér göngudeildarmeðferð og þurfa ekki að fara á Staðarfell eða Vík, viðamikið rannsókn- arstarf sem unnið er í samvinnu við Ís- lenska erfðagreiningu, forvarnardeild og skrifstofu SÁÁ. Ari segir að mikil áhersla verði lögð á fé- lagsstarf, jafnt fyrir skjólstæðinga SÁÁ og allan almenning. Hann bendir á að í húsinu sé glæsilegur tónlistarsalur sem bjóði upp á marga möguleika. Um 15.000 heimsóknir á ári Að sögn Ara er algengt að fólk leiti sér fyrst upplýsinga og aðstoðar á göngudeild SÁÁ og oft sé hægt að leysa vandann án þess að til innritunar á Vog þurfi að koma. Á hverju ári eru um 15.000 heimsóknir í göngudeildina og í hverri viku eru flutt þar um 16 fræðsluerindi. Starfsmenn göngu- deildar hafa auk þess veitt ýmiss konar þjónustu í skólum og fyrirtækjum á liðnum árum en SÁÁ er á þrítugasta aldursári. Ari bendir á að á bak við alla þessa starf- semi standi öflug áhugamannasamtök enda sé SÁÁ ekki ríkisstofnun heldur grasrót- arsamtök áhugasamra einstaklinga sem margir hverjir þekki vandann af eigin raun. Í SÁÁ séu um 8.000 virkir félagar. Að und- anförnu hafi þeim fjölgað um 300 og um leið og nýja húsið verði opnað verði gert átak í að safna nýjum félögum. Í nýja húsinu í Efstaleiti 7 verður unnið á breiðum og þverfaglegum grunni að með- ferð og forvörnum. Starfsstöðin verður formlega opnuð klukkan 14 á morgun og eru allir velkomnir að skoða húsakynnin og þiggja veitingar í boði samtakanna og vel- unnara. Aukin þjónusta er göngudeild og skrifstofa SÁÁ flytja í nýtt húsnæði Morgunblaðið/G.Rúnar Tímamót Ari Matthíasson, framkvæmdastjóri félags- og útbreiðslusviðs SÁÁ, við nýja húsnæðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.