Morgunblaðið - 24.11.2006, Síða 42

Morgunblaðið - 24.11.2006, Síða 42
42 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ IngibjörgHanna Berg- mann Sveinsdóttir fæddist í Keflavík 6. júní 1947, heima hjá Önnu föðursystur sinni. Hún lést á Líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 16. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Jóhanna E. A. Árnadóttir og Sveinn Bergmann Bjarnason, hann lést í desember árið 2000. Systkini Ingibjargar eru Bjarni, f. 1946, Úndína, f. 1948, Ásmundur, f. 1950, Árni, f. 1951, Rúnar, f. 1953, Sigrún, f. 1958, Jón Þór, f. 1962, Róslind, f. 1965, ára sem þau bjuggu á Akureyri. Hún vann ýmis störf, lengst hjá Landssímanum við Sölvhólsgötu og síðustu 15 árin hjá félags- þjónustu aldraðra á Aflagranda í Reykjavík. Samhliða aðalstarfi stundaði hún aukavinnu við fram- reiðslustörf á veitingahúsum á kvöldin og um helgar. Í tíu vetur vann hún um helgar í skíðaskála KR í Skálafelli. Ingibjörg var mjög virk í félags- málum. Fyrst í Málfreyjufélagi til margra ára, þá var hún lengi í stjórn Kvennadeildar Slysavarna- félagsins í Reykjavík og var for- maður um tíma. Hún starfaði einnig í Verkakvennafélaginu Sókn og síðar í Eflingu og var þar í stjórnum og trúnaðarmannaráð- um. Ingibjörg bjó lengst af við Lind- argötu og Skeljagranda í Reykja- vík og síðasta árið í Furugrund í Kópavogi. Útför Ingibjargar verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. og eldri hálfbróðir Haukur Ö. Björns- son, f. 1944. Börn Ingibjargar eru Sævar Birgisson, f. 1965, Sveinn Berg- mann Rúnarsson, f. 1968, og Ragnar Ingi, f. 1973. Sævar á þrjár dætur, Eygló Alexöndru, Elísabetu Björk og Petreu Björt, og einn son, Hilmar Núma. Sveinn er í sambúð með Halldóru Ólafs- dóttur, dóttir þeirra er Bertha Þyrí. Sveinn á einnig soninn Ragnar Ágúst. Ingibjörg ólst upp í foreldra- húsum í Reykjavík, utan þriggja Elsku Imba mín. Í dag fylgjum við þér síðasta spölinn. Sorgin er mikil og ég er engan veginn tilbúin að sleppa þér frá okkur. En ég veit að þú ert komin í öruggan faðm englanna. Það er svo margs að minnast og erfitt að draga eitthvað eitt fram. Þú varst einstök kona, sjálfstæð, örugg, glöð, hugrökk og vinamörg. Það gustaði af þér hvert sem þú komst og þú skildir engan eftir ósnortinn. Ég lærði mikið af þér og er ákveðin í því að hugsa jafnvel um mínar vinkonur og þú um þínar. Þið voruð alltaf eins og ung- lingar þegar þið hittust og svo dug- legar að gera eitthvað skemmtilegt saman. Félagsstarf og mannleg samskipti áttu hug þinn og endur- speglast það í vinnuvali þínu í gegn- um árin. Ein vinna dugði þér aldrei enda kaustu að leyfa sem flestum að njóta krafta þinna. KR var þitt félag og fylgdir þú Denna upp í Skálafell í skíðaiðkun. Hann í brekkunum en þú inni í skála að elda mat eða búa til heitt súkkulaði handa þreyttum skíðaköppum. Barnabörnin þín eru orðin sex talsins. Gullmolarnir sem skiptu þig svo miklu máli. Bertha Þyrí ætlar að fylgjast með skýjunum því í þeim er hún viss um að þú komir skilaboðum til okkar. Hún ætlar líka að kenna Ragnari Ágústi bróðir sínum að gera slíkt hið sama því skýin geta verið öðruvísi á Akureyri. Síðustu fjóra mánuðina sat Denni alltaf hjá þér á kvöldin og rædduð þið þá allt milli himins og jarðar. Ég veit ekki hvoru ykkar þótti þetta notalegra. Ég vil líka þakka öllu starfsfólki Líknardeildar Landspít- alans í Kópavogi fyrir frábært við- mót og yndisleg starf. Þið gerðuð allt sem í ykkar valdi var og miklu meira en það. Megi allir englar himins vernda þig og passa, Imba mín. Þín tengdadóttir, Halldóra. Elsku amma Imba. Núna ertu farin til himna og ég sakna þín svo mikið. Það var alltaf svo gaman að vera í heimsókn hjá þér, fara með þér í leikhús og í sund. Þú varst svo mikill prakkari og líka göldrótt með töfrahringinn þinn. Svo áttir þú fullt af búningum sem ég, Petrea og El- ísabet vorum að gera leikrit með fyrir þig og aðra. Ég á margar góð- ar minningar um þig sem ég mun aldrei gleyma. Ég elska þig og ég mun aldrei gleyma þér, elsku amma mín. Þín ömmustelpa Bertha Þyrí Bergmann. Elsku Imba. Það var leiðinlegt að missa þig. Þú varst uppáhalds frænka mín, því þú varst svo góð og skemmtileg. Þú kunnir að galdra og svoleiðis og alltaf brosandi, glöð og vildir alltaf gera eitthvað skemmti- legt með okkur börnunum eins og mér, Berthu, Sylvíu, Ragnari og Bjarka. Ég sakna þín svo mikið að ég gæti grátið. Vonandi líður þér vel í himnaríki hjá Guði og öllum. Blessi þig og alla hjá þér. Takk fyrir allt. Ég hef þig alltaf í huganum. Mamma, pabbi og Sylvía sakna þín líka. Kveðja. Oliver Darri. Veðurguðirnir önduðu köldu og blésu kröftuglega þegar Imba, ynd- isleg frænka mín, kvaddi þetta líf. Eftir sátu ættingjar og vinir með tárvot augu og nístandi sorg í hjarta, hún var svo falleg og friðsæl þar sem hún lá í rúminu sínu, það var bara eins og hún svæfi undur- vært og væri að dreyma eitthvað ofsalega fallegt. Loksins var þján- ingum hennar lokið og hún laus úr viðjum fársjúks líkama síns, hún var flogin á vit ævintýra æðra tilveru- stigs þar sem fagurvængjaðir engl- ar blaka vængjum sínum í takt og dansa tangó við hvert tækifæri. Imba frænka mín var einstök kona í mínum huga, einstök fyrir það að mér leið alltaf vel í návist hennar. Hún hafði nærveru sem var engri lík og fáir geta státað af. Hún hafði skilning á mannlegum breyti- leika og erfiðustu aðstæðum og á meðan aðrir settust í dómarasætið og felldu dóma sat Imba frænka hjá og hlustaði af einlægni. Það var ekki hennar að fella dóma um fólk og það gerði hana svona eftirsóknarverða í samskiptum. Allir voru jafnir í aug- um elsku Imbu frænku, litarhaft, stétt og staða skipti engu máli og ég held ég geti fullyrt að öllum hafi lið- ið vel nálægt henni. Það var líka svo gott að tala við hana, hún hlustaði og ef hún var beðin um ráð var hún hreinskilin, en hún sagði hlutina alltaf á svo jákvæðan hátt, hún særði engan og það var stutt í stríðnisglampann í augunum og húmorinn. Imba mín var blátt áfram og yndisleg. Ég kveð hana með söknuði og mörgum tárum. Það er erfitt að kveðja svona góða og hug- rakka konu, við sem eftir sitjum vildum hafa hana svo miklu lengur hjá okkur því það var svo gott að eiga hana að. En hennar tími var kominn og við verðum að lifa með því. Hún hefur kennt mér að dæma ekki og ég þakka henni innilega. Elsku Imbu frænku hitti ég svo þegar minn tími er kominn, þá fæ ég vængi eins og hún, og við dönsum saman tangó og blökum vængjunum okkar í takt. Guð geymi þig, ynd- islega frænka mín. Sigríður Elín Ásmundsdóttir. Elsku frænka mín, ég vil þakka fyrir allar góðu samverustundirnar sem við áttum, og vil ég votta sonum hennar, barnabörnum, móður, systkinum og öðrum ástvinum hennar mína dýpstu samúð á þess- ari stundu. Ég mun ætíð varðveita minningu hennar í hjarta mínu. Jóhanna Björnsdóttir og fjölskylda. Ingibjörg kom til starfa hjá Fé- lags- og þjónustumiðstöðinni Afla- granda 40 fyrir þrettán árum, ný- flutt heim frá Svíþjóð og var ætlunin að staldra við í tvo til þrjá mánuði meðan hún leitaði að einhverju öðru. Frá þeim tíma hafa ýmsar breyt- ingar orðið, stofnunin tvisvar skipt um nafn, verkefnin hafa breyst og nýir yfirmenn komið og farið en áfram hélt Ingibjörg. Hún bjó yfir jafnaðargeði, var ákveðin, sagði skoðanir sínar umbúðalaust og gat stundum verið hvöss. En undir yfir- borðinu bjó stórt hjarta með ríka réttlætiskennd og hæfileiki til „sam- líðunar“ eins og Nóbelsskáldið sagði, gat fundið til með öðru fólki og vildi hjálpa. Þess vegna valdist hún fljótt til ábyrgðar- og trúnaðar- starfa og eignaðist góða vini í hópi samstarfsfólks en ekki síður meðal þeirra sem hún veitti þjónustu. Hún sinnti störfum sínum af dugnaði og trúmennsku, óhrædd við að takast á við nýjar áskoranir og löngu hætt við að fara annað. En að lokum var það ekki í hennar höndum að ákvarða starfslok heldur var það hinn harði húsbóndi krabbameinið sem tók stjórnina og batt enda á farsælan starfsferil. Fyrir hönd samstarfsfólks þakka ég fyrir góðar samverustundir við leik og störf, og votta fjölskyldu Ingibjargar okkar innilegustu sam- úð, við hefðum öll viljað hafa hana hjá okkur svo miklu lengur. Droplaug Guðnadóttir. Í dag kveðjum við, með trega og söknuði, ástkæra vinkona okkar hana Imbu, eins og hún var ávallt kölluð. Síðustu mánuðir eru búnir að vera erfiðir okkur aðstandendum vitandi að hverju stefndi. Svo ótal- margs er að minnast. T.d. að fara upp í sumarbústað með henni, þar leið henni ávallt vel, við gátum spil- að rommí langt fram á nætur og bara að hafa hana hjá sér var ynd- islegt. Hún var jákvæð, ákveðin, pólitísk, gamansöm, hláturmild en umfram allt yndisleg vinkona sem aldrei brást. Það er erfitt að sætta sig við að Imba sé farin frá okkur, ef til vill er það alls ekki hægt. Í sorginni er hægt að sækja sér styrk með því að hugsa til góðrar vinkonu, dugnaðar hennar, kjarks og æðruleysis. Elsku Jóhanna, Denni, Haddý, Sævar, Ragnar, barnabörn, systkini og aðrir aðstandendur, okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Elsku Imba, takk fyrir allt. Sjáumst seinna. Þínir vinir Anna og Gunnar (Gossi). Nýlega er látin hér í bæ sómakon- an Ingibjörg Bergmann Sveinsdótt- ir eftir harðvítuga baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Ingibjörg var í nokkur ár formað- ur Kvennadeildar Slysavarnafélags Íslands við góðan orðstír, en það var áður en okkar kynni hófust. Ingibjörg starfaði í áravís hjá Fé- lagsþjónustu Reykjavíkur á Afla- granda hér í bæ og varð ég fyrir því láni að hún kom mér til aðstoðar á mínu heimili, vikulega í fjölda ára. Með okkur tókst strax hin besta vin- átta. Ingibjörg kom til mín á erfiðu tímabili í mínu lífi vegna alvarlegra veikinda manns míns og reyndist hún mér mikil stoð. Fyrir nokkrum árum bauðst svo Ingibjörgu starf á skrifstofu Fé- lagsþjónustunnar á Aflagranda sem hún auðvitað þáði, enda starf við hennar hæfi. Mín eftirsjá var mikil en aðallega samgladdist ég þó Ingi- björgu með nýja starfið. Ingibjörg var fríð kona, há og grönn og ljós yfirlitum. Hún var tíguleg í fasi, var vel greind og skemmtileg til viðræðna, hafði í það heila tekið sérlega góða nærveru. Mín hvatning til þessara fátæk- legu skrifa er sú, að mér finnst ég alltaf standa í þakklætisskuld við Ingibjörgu fyrir vináttu hennar og tryggð. Þeir kostir verða seint of metnir. Að endingu óska ég Ingibjörgu Guðs blessunar um leið og ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til móður hennar, Jóhönnu, Sveins sonar hennar og sonardóttur, svo og annarra ættingja Ingibjargar. Ástríður H. Andersen. Það var mikið áfall fyrir okkur slysavarnakonur er við fréttum í undirbúningi sjómannadagsins sl. af veikindum fyrrum formanns okkar Ingibjargar H. B. Sveinsdóttur. Ingibjörg tók við formennsku Slysavarnadeildar kvenna í Reykja- vík árið 1993 en þá voru erfiðir tímar í innra starfi okkar. Deildin var húsnæðislaus og háði það öllu starfi. Sem formaður leiddi hún deildina er við keyptum okkar fyrsta hús- næði. Það voru stoltar slysavarna- konur sem voru við vígslu Höllu- búðar hinn 9. október 1993. Þennan sama dag afhenti Ingibjörg fulltrú- um Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur fyrstu öryggistöfluna, stóra veggtöflu með öryggishlutum sem auka öryggi barna. Deildin gaf svo á næstu mánuðum öllum heilsugæslu- stöðvum í Reykjavík samskonar töflur sem hengdar voru upp í bið- stofum stöðvanna. Á þessum tíma voru öryggisvörur til að draga úr slysum í heimahúsum ekki þekktar, þó í dag séu þær aðgengilegar og sjálfsagðar hjá flestum. Við sem höfum unnið með Imbu eigum minningar um góða fyrir- mynd. Ingibjörg var glæsileg kona og lífsglöð, með jákvæðni hennar og krafti var allt mögulegt. Það ríkir sorg í deildinni okkar, en minningin um góðan leiðtoga bjartan yfirlitum með bros á vör lif- ir. Elsku Jóhanna, við vottum þér og fjölskyldunni innilegustu samúð okkar. F.h. Slysavarnafélags kvenna í Reykjavík, Fríður Birna Stefánsdóttir, formaður. Það er svo ótrúlegt stundum í líf- inu að einstaklingar hittast og kynn- ast og eiga svo farsæl samskipti ár- um saman eins og þetta samspil hafi verið skrifað í skýin. Þannig var það með samskipti okkar Ingibjargar Sveinsdóttur sem kom inn í fé- lagsstarf og stjórnarstarf hjá Starfsmannafélaginu Sókn og síðan Eflingu-stéttarfélagi. Hún kom til starfa inn í trúnaðarráð Sóknar og síðan stjórnina með sinn létta húm- or en skörpu greind og réttlætis- kennd fyrir hönd þeirra starfs- manna sem hún var fulltrúi fyrir. Ingibjörg vann í meira en áratug við heimaþjónustu hjá eldri borgurum, mest í Vesturbænum. Hún var afar virt sem starfsmaður og fékk mikið hrós fyrir störf sín á þessum vett- vangi. Ingibjörg var beðin um að halda erindi um starf sitt á árinu 2000 en þá var átaksverkefni um að auka virðingu fyrir umönnunar- störfum í samfélaginu. Ingibjörg talaði þar fyrir fullu húsi um starfið sitt og hvernig einn dagur í starfinu væri. Það var frá- bært að vera þarna og finna hvernig hún átti salinn og skákaði spreng- lærðu fólki í að ná til áheyrenda með erindi sínu. Við vorum svo stolt af henni og stuttu síðar samdi hún upp úr þessu erindi grein í Fréttablað Eflingar þar sem hún sagði okkur frá starfi sínu. Ingibjörg naut mikils traust í því félagsstarfi sem hún sinnti og kom hún m.a. inn í samn- ingaviðræður við Reykjavíkurborg. Þar gat hún á sama hátt sér frábært orð í að fylgja eftir og kynna fyrir samningsaðilum hvað í raun og veru er að vinna í heimaþjónustu. Við sem tókum þátt í þessum samninga viðræðum munum mjög vel hve samningsaðilar okkar tóku mikið mark á orðum hennar um ábyrgðina og þörfina sem hið merkilega starf heimaþjónusta inniber. Það er mikill missir að konu eins og Ingibjörgu. Við félagar hennar úr stjórnum Sóknar og síðar Efl- ingar-stéttarfélags viljum að lokum þakka þessum frábæra félaga fyrir samveruna í gegnum árin. Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, fyrsti varaformaður Eflingar-stéttarfélags. Ingibjörg Hanna Bergmann Sveinsdóttir ✝ Eiginmaður minn, sonur okkar og bróðir, PÉTUR MAGNÚS GUÐMUNDSSON leiðsögumaður, Grófinni 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag, föstudaginn 24. nóvember, kl. 15.00. Jarðsett verður í Strandarkirkjugarði, Selvogi, á morgun, laugardaginn 25. nóvember, kl. 14.00. Rúta fer í boði Kynnisferða frá BSÍ kl. 12.30. Sveinn Haraldsson, Guðmundur Pétursson, Ásdís Steingrímsdóttir, Bergljót Guðmundsdóttir, Steingrímur Eyfjörð Guðmundsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, BJARNEY RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR frá Þrúðvangi, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum á morgun, laugardaginn 25. nóvember, kl. 14.00. Örn Aanes, Hólmfríður Sigurðardóttir, Ragnar Jóhannesson, Gerður Guðríður Sigurðardóttir, Ragnheiður Anna Georgsdóttir, Einar Þ. Waldorff, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.