Morgunblaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Pétur Þór Mel-steð fæddist í
Reykjavík 27. jan-
úar 1941. Hann varð
bráðkvaddur 13.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Helga Sím-
onardóttir Melsteð,
f. 22.5. 1914, d. 1.11.
2000, og Gunn-
laugur Bjarnason
Melsteð, f. 5.5. 1908,
d. 21.1. 1963. Systk-
ini Péturs eru fjög-
ur: Sigursteinn, f.
22.8. 1938, d. 18.2. 2005, Símon, f.
25.9. 1939, d. 4.10. 1983, Jónína, f.
8.8. 1944, og Gunnlaugur Bjarni,
f. 12.4. 1949, d. 6.8. 1979. Hálf-
systkin samfeðra voru Erla, f. 2.1.
1946, og Einar, f. 4.11. 1949.
Börn Péturs eru 1) Grétar, f.
30.11. 1960, maki Cilje Alexand-
ersen. Þeirra börn eru Iselin og
Christoffer. 2) Sigríður, f. 21.12.
1962, maki Sigurður Ingimars-
son. Þeirra synir
eru Friðrik og Ell-
ert. 3) Ragnheiður,
f. 6.5. 1971, maki
Magnús Scheving.
Þeirra börn eru
Sylvía Erla og
Kristófer. Einnig á
Magnús dótturina
Sunnu.
Pétur ólst upp í
Reykjavík. Hann
dvaldi öll sumur á
Þingvöllum og
tengdist Þingvöllum
órjúfanlegum bönd-
um. Hann lauk iðnskólanámi og
meistaranámi í hárskurði. Pétur
opnaði sína eigin stofu, Hársker-
ann, 1964 og rak hana til dauða-
dags. Einnig gaf Pétur út tímarit-
ið Hár og fegurð í 25 ár. Samhliða
útgáfunni stóð Pétur fyrir fjölda
hárkeppna og sýninga.
Útför Péturs verður gerð frá
Hallgrímskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Dökkir skuggar umlykja hjarta
okkar við þá óvæntu frétt að nánasti
ættingi okkar hefur lokið lífsins ferða-
lagi. Stórt skarð hefur verið höggvið í
fjölskyldu mína með fráfalli einstakr-
ar manneskju, fráfalli tengdaföður
míns Péturs Melsteð.
Kletturinn í lífi okkar er fallinn og
með miklum trega og söknuði horfi ég
á eftir frábærum tengdapabba, börn-
in mín hugljúfasta afa í öllum heim-
inum og unnusta mín missir hjarta-
hlýjan föður með meiru.
Pétur Melsteð var góður maður.
Hann var alltaf tilbúinn að hjálpa öðr-
um. Hann var alltaf tilbúinn að taka
þátt í okkar daglega streði, mættur í
lakkskónum og svörtu fötunum, bros-
andi og sagði: „Hvað get ég gert?“
Það var eitthvað svo indælt og gaman
að þiggja hjálp frá Pétri. Hann hjálp-
aði af heilum hug. Pétur gætti barna
okkar oftar en nokkur annar og það
sem hann gerði fyrir okkur er ómet-
anlegt. Ég stend í ævinlegri þakkar-
skuld við hann.
Pétur Melsteð var umfram allt
framsýnn maður. Hann var opinn fyr-
ir þeim tækifærum sem lífið bauð upp
á. Jafnvel þótt Pétur hafi ekki verið
langskólagenginn né fræðimaður í
þeim skilningi, var hann einn gáf-
aðasti maður sem ég hef kynnst.
Hann var hamingjusamur maður,
ánægður með lífið og sáttur. Það þarf
styrk, þol og gáfur til að ná svo langt
að vera sáttur.
Frumkvöðlakraftur Péturs var
keyrður áfram á ótrúlegri þrjósku og
einstakri góðvild. Með miklum dugn-
aði gaf Pétur út fagtímaritið Hár og
fegurð ásamt því að reka rakarastofu
í hartnær 40 ár. Það verður ekki af
honum tekið að hann var þrautseig-
asti útgefandi Íslandssögunnar á fag-
tímariti. Tímaritið Hár og fegurð kom
út í 25 ár. Einnig hélt hann árlega
keppnina Tískan. Þar gaf hann ungu
fólki í greininni tækifæri á að sanna
sig og koma fram. Fjöldinn allur steig
sín fyrstu skref á sviðinu hjá Pétri og
enn aðrir unnu sín fyrstu verðlaun í
þessum keppnum.
Pétur var óvenjulegur maður en
samt svo venjulegur. Það var þægi-
legt að umgangast hann. Ekki var það
þó svo að Pétur léti hluti og málefni
sig ekki varða. Hann átti mörg bar-
áttumál; fagið sitt, náttúruna, um-
hverfið, mataræði, andleg mál og lík-
amsrækt. Hann lét sig þetta allt varða
en á svo sérstakan máta að ekki var
eftir tekið fyrr en horft er til baka.
Maður gerir sér þá grein fyrir að sá
tími og stund kallaði ekki á athygli at-
hafna, en í spegli fortíðar sér maður
einstakan mann vinna verk sín í hljóði
með því að hafa áhuga.
Það var eftirtektarvert og lær-
dómsríkt að verða vitni að því að í
mótbárum lífsins kvartaði Pétur aldr-
ei heldur blés þrótti og byggði upp já-
kvæða orku í kringum sig. Þegar Pét-
ur fékk heilablóðfall var aðdáunarvert
að fylgjast með honum læra allt upp á
nýtt, að tala, lesa og skrifa. Tveimur
árum síðar barðist hann hetjulega við
ristilkrabbamein. Hann fór í upp-
skurð og geislameðferð með fullri
vinnu og vann þá baráttu.
Pétur fór ásamt félögum í bíltúra
að skoða jökla, fjöll og dali. Hann var
góður fjallamaður og lenti aldrei í
vandræðum öll þau ár sem hann
stundaði fjallamennsku. Hann var
varkár og mat aðstæður rétt hverju
sinni.
Um sextugt fór Pétur að æfa kar-
ate. Ég spurði hann að því í gríni
hvort ekki væri erfitt fyrir hann að
vera í hvítum galla. Þá sagði hann:
„Það er alltaf hægt að stefna á svarta
beltið,“ og átti hann ekki langt í að ná
þeim áfanga.
Elsku tengdapabbi, það er örlítill
léttir í þungri sorg að þú fékkst að
fara fullur af lífsgleði og við þá iðju
sem þú hafðir svo gaman af. Maður-
inn sem var alltaf í svörtu, kvaddi í
hvítum karategalla. Pétur, ég mun
ávallt minnast þín, hver þú varst,
hvernig þú varst og hvernig um þig er
talað í hópi þeirra sem elska þig mest.
Blessuð sé minning þín.
Magnús Scheving.
Elsku afi. Takk fyrir að vera svona
góður við fjölskylduna okkar. Þú ert
besti afi sem við höfum átt. Þú gerðir
allt sem við vildum og við hlýddum
þér næstum því alltaf. Það var svo
gaman þegar þú passaðir okkur. Þá
spiluðum við, sungum karókí, hopp-
uðum á trampólíni úti í garði og
stundum fórum við í júdó og karate-
keppni. Síðan fórum við með þér á
listasöfn, að veiða, á kaffihús, í fjalla-
ferðir og allar ferðir enduðu á ísbíltúr.
Það var svo gaman að eftir allar þess-
ar ferðir komstu með fullt af myndum
sem þú tókst og núna eru þær eitt það
dýrmætasta sem við eigum. Frábær-
ar minningar um skemmtilegan afa.
Þú keyrðir okkur í hvert sinn sem
við báðum þig um það, til að skoða
hunda eða að fara á æfingar. Það er
erfitt að trúa því að við sjáum þig
aldrei meir, en minningarnar um þig
lifa með okkur um aldur og ævi.
Núna eru englarnir að passa þig
fyrir okkur. Guð blessi þig, elsku afi.
Sylvía og Kristófer.
Nú er komið að kveðjustund. Pétur
bróðir minn hefur kvatt þetta líf. Erf-
itt er að sjá á eftir fjórða bróðurnum
langt fyrir aldur fram. Hann var sá
þriðji í röðinni af okkur fimm alsystk-
inum sem ólumst upp saman. Hann
varð bráðkvaddur á karateæfingu.
En hann hefði helst viljað kveðja
svona, að vera í karate eða uppi á fjöll-
um. Hann ætlaði ekki að láta veikindi
stoppa sig frá æfingum né ferðalög-
um. Mikil var seiglan þar og lét hann
krabbameinsmeðferð ekki stöðva sig í
að taka eitt belti af mörgum sem hon-
um áskotnuðust í karateíþróttinni.
Hann var mikið náttúrubarn. Varla
leið svo vika að hann færi ekki á fjöll.
Hann ásamt öðrum stofnaði ferða-
klúbb og var ferðast víða í hópum og
oft komið við í bústaðnum í Framnesi
þar sem faðir hans ólst upp. Segja má
að hann hafi fengið í arf frá foreldrum
útivistarbakteríuna og ferðaáhugann.
Oft var farið til Þingvalla. Þar voru
ræturnar. Barnabörnin Sylvía og
Kristófer voru þá oft með afa sínum á
ferð. Við systkinin vorum þar öll sum-
ur hjá afa og ömmu sem börn og ung-
lingar. Þau kenndu okkur að meta
náttúruna. Þar var farið á skauta og
skíði. Á sumrin var hjálpað til við hey-
skap, silungs- og murtuveiði. Afi hafði
búið til vatnahjól, sem við notuðum
mikið til að hjóla á um vatnið. Þarna
var okkar sælureitur. Pétur hafði
glöggt auga fyrir fegurð og sérkenn-
um landsins. Hann setti upp heima-
síðu fyrir tímaritið Hár og fegurð sem
hann gaf út í mörg ár. Á þeirri heima-
síðu hafði hann hlekk þar sem hann
sagði frá Vatnskoti í máli og myndum.
Hann stóð fyrir hárgreiðslu- og
förðunarkeppni í mörg ár á Hótel Ís-
landi.
Að hann lesblindur maðurinn hafi
getað gefið út tímarit sem hann skrif-
aði auk þess mikið í sjálfur, var auð-
vitað mikið afrek. Þetta lýsir vel þeim
krafti sem hann bjó yfir til þess m.a.
að yfirvinna þá erfiðleika, sem á vegi
hans urðu. Hann var duglegur í sjálfs-
námi, t.d. var hann að nema ensku nú
undir það síðasta og notaði til þess
enskuspólu í bílnum svo hann gæti nú
nýtt tímann vel og bætt sig í enskunni
um leið og hann keyrði út um hvipp-
inn og hvappinn. Allar stundir voru
vel nýttar og virðist Pétur hafa til-
einkað sér máltækið að svo lengi lærir
sem lifir.
Pétur rak rakarastofu í mörg ár.
Þar var eiginmaður minn fastakúnni
hjá honum í yfir 40 ár og sagði að eng-
inn kynni betur að klippa bursta-
klippingu en Pétur bróðir. Ragnheið-
ur dóttir hans lærði rakaraiðnina hjá
pabba sínum og vann á stofunni í
mörg ár. Hún reyndist pabba sínum
vel í öllum veikindum hans. En und-
anfarið fannst okkur hann vera að ná
sér upp úr veikindunum. Fyrir stuttu
fór Pétur í sína síðustu fjallaferð. Þá
skoðaði hann Landmannalaugar og
Heklu með frænda sínum Símoni Ív-
arssyni. En núna er hann farinn í
ferðina löngu.
Hvíl þú í friði. Samúðarkveðjur til
barna, tengdabarna og barnabarna.
Samúðarkveðjur frá Gunnari, Mar-
íu, Ingibjörgu, Sveinborgu og Gunn-
laugi.
Jónína Melsteð.
Mig langar að minnast frænda
míns og vinar Péturs Melsteð, með
nokkrum orðum. Ég man fyrst eftir
Pétri þegar ég var fjögurra ára og
hann dvaldi á heimili foreldra minna
eftir aðgerð sem hann gekkst undir.
Þrátt fyrir að hann ætti að hvílast og
okkur bræðrum væri uppálagt að
ónáða hann ekki, var Pétur ánægður
þegar við kíktum inn til hans og var
þakklátur fyrir félagsskapinn. Strax
kom fram félagslyndi og skemmtileg
kímnigáfa við þessi kynni. Hann vildi
gjarnan vera ónáðaður og vildi að eitt-
hvað væri að gerast í kringum sig.
Leiðir okkar lágu oft saman þegar
við komum í heimsókn á Rauðarárstíg
3, þar sem fjölskyldan bjó. Pétur var
með herbergi út af fyrir sig á fjórðu
hæðinni og þar heimsóttum við bræð-
ur hann gjarnan og vorum ætíð vel-
komnir.
Vegna aldursmunar okkar átti ég
meiri samleið með Gunnlaugi Mel-
steð, bróður Péturs, en þegar hann
féll frá, óx vinskapur okkar Péturs,
enda áttum við margt sameiginlegt og
studdum hvor annan í því sem við vor-
um að gera.
Pétur var maður athafna en um leið
mjög örlátur.
Hann kom manni oft á óvart með
því sem hann tók sér fyrir hendur.
Útgáfa hans á fagritinu „Hár og feg-
urð“ var ótrúleg. Hann var fljótur að
taka í notkun tölvutækni og hélt úti
heimasíðu fyrir blaðið og vann í því á
rakarastofunni sinni við Skúlagötu af
mikilli natni. Blaðið var einstaklega
vandað og fékk alþjóðlegar viður-
kenningar. Sýningar og keppnir sem
hann stóð fyrir á Broadway voru stór-
glæsilegar.
Pétur var mikill náttúruunnandi og
hafði einstaklega gaman af því að
ferðast um landið. Oft fékk ég að
heyra sögur um ferðir hans um
óbyggðir, hálendið og jökla sem hann
fór í á jeppanum sínum.
Pétur átti það til að hringja á laug-
ardags- eða sunnudagsmorgni og
spyrja hvort við hjónin værum til í að
fara í dagsferð upp á hálendið. Hann
var þá yfirleitt mættur skömmu síðar,
glaður og fullur tilhlökkunar. Tvær
slíkar ferðir voru farnar í september
og október sl. Ég get staðfest að ekk-
ert var slakað á, það var farið víða um
fjöll og firnindi og dagurinn nýttur til
fulls.
Hann talaði oft um börnin sín,
Ragnheiði og Grétar, af miklu stolti,
hvað þau væru að gera og var umhug-
að um að þeim liði vel.
Pétur varð fyrir ýmsum áföllum í
lífinu, en barðist hetjulega fyrir
bættri heilsu og síðari árin hugsaði
hann mikið um mataræðið og hreyf-
ingu. Ekki slapp maður við að láta
mæla blóðþrýstinginn þegar komið
var í heimsókn á rakarastofuna og
uppfræðsla um gildi góðrar hreyfing-
ar var ávallt á dagskrá.
Hann virtist vera á góðum batavegi
eftir áfall þegar hann lést, og kom
andlátið mér mjög á óvart. En enginn
ræður sínum næturstað, er stundum
sagt og hér hefur það verið sann-
reynt.
Það verða viðbrigði að geta ekki
lengur hitt Pétur á rakarastofunni,
rætt málin, fengið klippingu og
skroppið með honum dagsferð upp
um fjöll og fagra dali.
Við hjónin og börn okkar erum
þakklát Pétri fyrir langa og góða vin-
áttu.
Börnum, barnabörnum, ættmenn-
um og vinum Péturs vottum við inni-
lega samúð.
Símon H. Ívarsson.
„Pétur er dáinn.“ Þannig hljómaði
röddin þegar frænka mín tilkynnti
mér sviplegt fráfall Péturs frænda.
Við slíkar tilkynningar fara hugs-
anir af stað, hvernig bar þetta að og í
huga manns koma fram myndir af
hinum látna.
Fyrstu kynni mín af Pétri tengjast
frumbernsku minni þar sem ungviðið
lék sér í risinu á Laugavegi 18. Á
Laugavegi 18 var mætt í afmæli og á
stórhátíðum, þessar samkomur voru
einn þátturinn í samstöðu og innilegu
sambandi systkinanna frá Framnesi,
föðurfólks Péturs. Einnig kynntist
maður Vatnskots-fólkinu og þótti
mikið til þess koma.
Það var mikið lán að vera meðlimur
í slíkri stórfjölskyldu.
Leiðin lá síðan upp á Rauðarárstíg
3, þar sem fjölskyldan kom sér fyrir í
húsi sem faðirinn, byggingameistar-
inn, byggði.
Margt var brallað, undirritaður
varð sér úti um alls konar þekkingu.
Sigursteinn og Símon með mekaníska
færni í bókstaflega „öllu“, það var ým-
islegt gert og þakkarvert að engin al-
varleg óhöpp urðu. Pétur var strax í
huglægu deildinni, myndir skoðaðar
og veggirnir skreyttir myndum. Ég
fann mig vel í flestu sem þeir gerðu.
Æskuárin liðu og eitt atvikið leiddi
af öðru. Pétur fann sitt fag sem hon-
um hugnaðist, komst í læri á einni af
frægustu rakarastofum borgarinnar
sem staðsett var í Eimskipafélags-
húsinu. Þar komst hann í höfuðið á
helstu mönnum þjóðarinnar.
Unglingsárin gengu yfir með þeim
ósköpum sem þeim fylgja, Pétur var
vel fær um að stíga dans og dáðist ég í
laumi að faglegum tilburðum hans.
Það hefur sjálfsagt ekki hæft Pétri
að vera ósjálfstæður og fyrirtækið
„Hárskerinn“ var sett á fót á hans
æskuslóðum.
Pétur þótti djarfur og hikaði ekki
við að taka upp nýjungar í frágangi
hárs. Hann bauð upp á litun og aflit-
un, „permanent“, og aðrar nýjungar í
meðferð á hári karlmanna.
Mig skorti kjark til að þiggja breyt-
ingar á kolli mínum og baðst undan
þegar hann brosandi bauð mér litun
og krullur.
Pétur var ákveðinn og drífandi
þegar málin voru sett í gang, „ekkert
mál“ var viðkvæðið, drifið var í hlut-
unum svo mörgum varð um og ó,
sannfæringarkrafturinn var mikill og
hann dró fólk með sér með miklum
ákafa.
Ég varð vitni að því að lögreglufor-
ingi fór út frá honum með bæði stríp-
ur og krullur, sem betur fór var hann
með höfuðfat.
En tískan var svona og er breyti-
leg, Pétur var eitthvað fyrr á ferðinni
svo foringinn gat tekið ofan eftir
nokkra daga.
Rakarastofan var ekki nægilega
stórt viðfangsefni, ráðist var í blaða-
útgáfu, „Hár og fegurð“ kom út, um-
fang Péturs jókst og leiddi það af sér
sýningar og ferðir út um allan heim.
Ég gat ekki annað en dáðst að
dugnaði og því áræði sem þessu fylgdi
og var oft leystur út með eintaki af
„Hár og fegurð“, málefnið bar ég lítið
skynbragð á en blaðið bar með sér að
Pétur hafði góðan smekk.
Farinn er góður frændi sem skilur
eftir minningar. Börnum hans,
tengdabörnum, barnabörnum, eftir-
lifandi systkinum og fjölskyldum
þeirra bið ég blessunar.
Far vel frændi.
Sveinbjörn Matthíasson.
Það er stutt síðan við hittumst, ég
kom við eins og svo oft áður, fékk mér
burstaklippingu, við spjölluðum að-
eins og svo var ég þotinn. Einhvern
veginn átti maður ekki von á að þetta
yrði síðasta klippingin því alltaf
varstu sprækur og kepptist við þrátt
fyrir ýmis veikindi. Upphafið að þess-
um viðkomum var þegar við peyjarnir
á Rauðarárstígnum heilsuðum upp á
Pétur rakara, fengum að hjálpa til við
að sópa eða snattast í smá sendiferðir
fyrir tyggjó og gos. Á unglingsárun-
um fékk Pétur að gera tilraunir með
klippingar og permanent. Margt var
reynt til þess að falla að tískunni og
Pétur alltaf til í slaginn. Já, Pétur var
til í slaginn, hann hafði gaman af að
takast á við ýmis verkefni og var
svona dellukarl. Hann hafði t.d. tals-
verða bíladellu sem síðari ár varð að
mikilli jeppadellu. Það þurfti að reyna
jeppann, fara upp á hálendi og jökla,
stuttar, snöggar ferðir og að sjálf-
sögðu mikið myndað. Minnisstæð er
skemmtiferð með Grétari syni hans
og samstarfsmönnum frá Noregi inn í
Landmannalaugar, frábær ferð inn í
Hrafntinnusker og Heklu á sólbjört-
um vetradegi þegar hálendið skartaði
sínu fegursta. Margar ferðirnar á
Þingvöll og inn að Skjaldbreið með
viðkomu í gufunni á Laugarvatni og
svo mætti lengi telja. Pétur átti einnig
þátt í að ég kynntist konunni minni í
einni slíkri ferð, seigur Pétur, takk
fyrir. Við töluðum oft um þessar ferð-
ir sem og önnur mál sem voru efst á
baugi. Ekki vorum við alltaf sammála
en það skipti ekki máli. Um leið og ég
þakka fyrir skemmtilegar stundir
viljum við Hlín senda okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Gunnlaugur.
Því miður er vinur minn Pétur far-
inn yfir móðuna miklu. Hann hringdi
þrisvar í mig í síðustu viku og var með
hugmyndir að því sem hann ætlaði að
gera á næsta ári; gefa út Hár og feg-
urð og halda keppni í hárgreiðslu eins
og hann hafði gert í gegnum tíðina.
Þegar ég spurði hann hvernig hann
hefði það kom karate upp í huga hans:
„Ungu strákarnir hafa ekki roð við
mér og ég er í mjög góðu standi.“
Fyrst þegar ég hitti Pétur unnum
við saman að því að gefa út tímaritið
Hár og fegurð og kom fyrsta tölublað-
ið út 1981. Síðan byrjaði Pétur að
standa fyrir keppnum og ekki bara í
hárgreiðslu heldur einnig förðun,
nöglum og fatnaði. Þetta gerði hann
ekki bara hér í Reykjavík heldur líka
á Akureyri.
Pétur fæddist 27. janúar 1941 og
hann lærði hárskurð í Eimskipa-
félagshúsinu hjá Páli Sigurðssyni.
Hann lauk sveinsprófi 12. apríl 1961
og vann við iðn sína til dauðadags.
Pétur hafði yndi af því að fara á fjöll
og var búinn að bjóða mér að fara með
sér upp á Snæfellsjökul. Áður höfðum
farið nokkrum sinnum á Heklu, sem
var hans uppáhald, en við þurftum
alltaf að koma við á Þingvöllum þar
sem Símon afi hans bjó og skoða rúst-
irnar af Vatnskoti þar sem hann hafði
verið sem barn í sveit. Vatnskot var
síðasti bóndabærinn í þjóðgarðinum.
Síðan var farið á Laugarvatn í guf-
una, sem var mikið uppáhald hjá hon-
um. Í þessum bílferðum, sem voru þó
nokkrar, skipulögðum við næstu
keppni og blað. Hann hafði mikla
ánægju af að fara í bílferðir. Þegar ég
hitti hann síðast í Bónus og hann vildi
endilega keyra mig heim, þá var það
klukkutíma akstur til að skoða nýjar
stofur í Reykjavík.
Þá var hann alltaf tilbúinn að
hjálpa, sérstaklega ef hann gat notað
Pétur Þór Melsteð