Morgunblaðið - 24.11.2006, Side 47

Morgunblaðið - 24.11.2006, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 47 menning ALLAR ÚTGÁFUR Smekkleysu eru nú komnar í dreifingu á stærstu vefveitum heims. Dreifingin er unnin í gegnum breskt útibú Smekkleysu en þetta er í fyrsta skipti sem ís- lenskt útgáfufyrirtæki kemur allri tónlist sinni í heimsdreifingu með þessum hætti. „Við fórum út í beina samningagerð við iTunes, Napster, Emusic, Rapsody, HMV, Virgin, Yahoo og OD2 sem sér um margar öfl- ugar veitur í Evrópu,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir sem rekur ráðgjafafyrir- tækið Hill Media og sér um samningsgerð og verkefnastjórn fyrir Smekkleysu í Bretlandi. „Við höfum smámsaman verið að setja út- gefið efni inn á þessar vefveitur og nú er svo komið, á 20 ára afmæli Smekkleysu, að allt út- gefið efni er komið inn á stærstu vefveiturnar og fæst um allan heim. Þetta eru yfir 200 plöt- ur sem hafa komið út á seinustu 20 árum og Smekkleysa hefur réttindi á.“ Anna Hildur segir það besta við stafræna dreifingu vera lítinn kostnað. „Það hefur verið mikil vinna að koma þessu á laggirnar en þetta er kostnaðarminnsta dreifing á tónlist sem hægt er að fara út í.“ Spurð hvaða þýðingu þetta hafi fyrir Smekkleysu segir Anna Hildur að það sé enn auðveldara að koma tónlistinni á framfæri en áður og neytendur hafi betri aðgang að henni. „Við getum líka reglulega minnt á okkar tón- list við milljónir notenda vefsins, t.d. var 20 ára safnplata Smekkleysu á forsíðu iTunes, Napster og Emusic í þessari viku, og í viku- legu fréttabréfi Napster er sérstaklega fjallað um afmælisár Smekkleysu. Þetta er líka tæki- færi fyrir tónlistarmenn, sem eru á mála hjá Smekkleysu, til að koma tónlist sinni á fram- færi við heimsbyggðina.“ Anna Hildur segir að vefurinn sé farinn að skila fyrirtækinu dágóðum peningi í hverjum mánuði. „Innkoman er farin að nálgast 10% af út- flutningstekjum Smekkleysu og ég held að á næstu árum geti það snúist við og orðið 80 til 90% hlutfall. Stærsta innkoman er hjá iTunes og það er platan Von með Sigur Rós sem selst best af útgáfu Smekkleysu á netinu og þá sér- staklega hjá iTunes í Bandaríkjunum.“ Smekkleysa dreifir stafrænt Morgunblaðið/ÞÖK Sykurmolarnir gáfu fyrstir út hjá Smekk- leysu fyrir tuttugu árum síðan. Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is STÓRSVEITIN Benni Hemm Hemm gefur út sína aðra breiðskífu í dag. Platan ber heitið Kajak og inniheldur 13 lög sem forsprakki sveitarinnar, Benedikt Hermann Hermannsson, á veg og vanda að. Hann nýtur þó aðstoðar múm-liðans Örvars Þóreyjarsonar Smárasonar, sem á texta við þrjú laganna. Eins og hljómsveita er von og vísa stendur til að fagna útkomu plöt- unnar og ætlar Benni Hemm Hemm að troða upp í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg í dag klukkan 17. Morgunblaðið ræddi við Benna sjálf- an í gær og var hann fyrst spurður um upptökuferli nýju plötunnar. „Þetta tók ótrúlega stuttan tíma. Ég var búinn að semja öll lögin áður og svo tókum við bara um viku í upp- tökur í júlí í sumar,“ sagði Benni. Platan var tekin upp í Sundlaug- inni, hljóðveri Sigur Rósar í Mos- fellsbænum. Misfjölmenn Stórsveitin Benni Hemm Hemm rokkar mjög í liðsmannafjölda ef marka má höfuðpaurinn. „Ja, við erum 11 á plötunni, við er- um 13 að fara í tónleikaferðina á laugardaginn en svo verðum við trú- lega 9 á tónleikunum á morgun,“ segir Benni. Til glöggvunar skal hér upplýst að tónleikarnir eru áðurnefndir tón- leikar í 12 Tónum en tónleikaferðin er til London þar sem sveitin treður upp á The Luminaire næstkomandi laugardag. Þaðan liggur leiðin til Tókýó þar sem sveitin leikur á tón- leikastaðnum O-West í félagsskap Apparat Organ Quartet, Kiru Kiru, Pauls Lyndon, Flís Hilmars Jens- sonar og DJ Apfelblut. Þá leikur sveitin í Kýótó áður en komið er að formlegum útgáfu- tónleikum hér á landi 15. desember næstkomandi. Á næsta ári eru svo áformaðar tónleikaferðir um Evrópu og Bandaríkin. Báðar plötur sveitarinnar koma út í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan. Að ofantöldu liggur beint við að spyrja Benna hvort sveitin hafi mikla landvinninga í huga. „Já, heimsyfirráð eru í skipulagn- ingu en svo sjáum við bara hvernig planið gengur eftir,“ svarar Benni án þess að hika. Smá stress Fyrsta plata Benna Hemm Hemm var valin besta platan í flokknum „ýmis tónlist“ á Íslensku tónlistar- verðlaununum árið 2005 auk þess sem sveitin var valin bjartasta vonin. Finnst Benna ekkert erfitt að fylgja velgengi fyrri plötunnar eftir? „Jú, ég verð nú að viðurkenna að það er smá stress í manni. En maður verður bara að bæla það niður og reyna að gera eins góða plötu og maður getur,“ sagði Benni Hemm Hemm að lokum. Sem fyrr sagði leikur hljómsveitin í verslun 12 Tóna í dag klukkan 17 en þá hefst jafnframt forsala að- göngumiða á útgáfutónleika sveitar- innar sem fram fara í Tjarnarbíói 15. desember næstkomandi. Einungis verða rúmlega 200 mið- ar í boði á tónleikana. Heimsyfirráð skipulögð Önnur plata hljómsveitarinnar Benna Hemm Hemm nefnist Kajak og kemur út í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan www.bennihemmhemm.com Benni Hemm Hemm Stórsveitin telur mismarga liðsmenn. B R Æ Ð R A B O R G A R S T Í G 9 , S Í M I 4 1 4 1 4 5 0 w w w . v e r o l d . i s • v e r o l d @ v e r o l d . i s Eftir höfund Þriðja táknsins NÝ DROTTNING GLÆPASÖGUNNAR ÍS L E N S K A /S IA .I S /V E R 3 49 42 1 1/ 06 Óhugnanlegt morð á heilsuhóteli á Snæfellsnesi. Reimleikar og hörmulegir atburðir grafnir úr fortíðinni - en tengjast þeir eitthvað morði á ungri konu sumarið 2006? Sér grefur gröf er ný og spennandi glæpasaga eftir Yrsu Sigurðardóttur en bækur hennar koma nú á markað á 25 tungumálum í yfir 100 löndum heims. „Skemmtileg morðsaga eftir nýja glæpasagnadrottningu.“ Tímaritið ALLAS í Svíþjóð um Þriðja táknið „Sagan er æsispennandi … grípur lesandann heljartökum.“ DAGBLADET í Noregi um Þriðja táknið „Snjöll“ „Spennandi“ „Skemmtileg“ „Heillandi“ „Bráðfyndin“ Úr erlendum umsögnum um Þriðja táknið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.