Morgunblaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 37
bílinn til þess. Keyrði mig út á flugvöll
þegar ég var bíllaus til að ná í son
minn sem var að koma frá Englandi
og ég er ekki frá því að hann hafi verið
leiður að geta ekki ekið mér lengra.
Hann hafði mikla gleði af að aka bíl.
Pétur var ötull við að gefa út Hár
og fegurð og halda keppnir sem urðu
hárgreiðslunni til framdráttar. Það
skarð sem myndast við fráfall hans
verður erfitt að fylla.
Það vekur hjá mér mikinn söknuð
að geta ekki unnið með honum að
keppni og blaði.
Í fornu kvæði segir:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Það á vel við um Pétur því öll þau
blöð sem hann gaf út verða ódauðleg.
Ég votta aðstandendum mína
dýpstu samúð.
Torfi Geirmundsson.
Félagi okkar Pétur Melsteð sem er
nú látinn var mikill afreksmaður í því
að kynna iðngrein okkar og halda
keppnir og gefa út Hár og fegurð. Það
var mikill eldmóður í Pétri og hann
vann gott starf fyrir félagið. Fé-
lagsmenn kunna honum sínar bestu
þakkir fyrir þetta starf. Það er ómet-
anlegt og kannski hefur hann ekki
fengið að njóta þeirrar virðingar sem
hann átti skilið í lifanda lífi. Hann var
alltaf tilbúinn að vinna félagsstörf og
var iðn sinni til sóma.
Við vottum ættingjum hans okkar
samúð og virðingu.
Sigurpáll Grímsson,
formaður Meistarafélags
hárskera.
Fyrir um 20 árum kynntist ég Pétri
Melsteð vini mínum. Þótt langt sé um
liðið finnst mér það eins og gerst hefði
í gær þegar ég kom fyrst inn á Hár-
skerann á Skúlagötu til að að freista
þess að komast á samning í hárskurði
hjá meistaranum.
Við náðum einhvern veginn strax
saman og það reyndist auðsótt að
hefja störf á litlu stofunni sem ég
komst að eftir stuttan tíma að var
ekki svo lítil eftir allt.
Pétur reyndist mér góður kennari
og það sem meira er um vert, góður
vinur sem ég gat leitað til og fengið
aðstoð hjá hvað sem á dundi, enda
margt að gerast í heimi 17 ára gutta
sem var að stíga sín fyrstu spor í
heimi alvöru atvinnu ásamt því að
vera upptekinn af öllum þeim dá-
semdum lífsins sem opnast fyrir
manni á þessum aldri.
Hvort sem hann var að kenna mér
að skafa raksápu með rakhníf af upp-
blásinni blöðru án þess að sprengja
hana (þær spungu ófáar í andlitið á
mér) eða að klippa fullkomna bursta-
klippingu eingöngu með vél á vinum
og kunningjum sem voru tilbúnir að
gefa „stráknum“ tækifæri, þá stýrði
hann mér alltaf inná réttu aðferðina
án þess að hækka röddina eða tala
niður til „nemans“.
Pétur gaf einnig út tímaritið Hár &
fegurð sem á þeim tíma var það eina
sem einhverju máli skipti í hársnyrti-
faginu á Íslandi.
Ekki löngu eftir að ég hóf störf hjá
honum ákvað hann að fjárfesta í tölvu
til að vinna blaðið í og þar sem ég var
eini starfsmaðurinn kom ekki annað
til greina en að ég settist við tölvuna
og lærði að nota hana. Þetta var
Apple Macintosh Plus, þvílíkt tæki
sem gat gert allt. Án þess að við viss-
um af því þá reyndist þetta vera
brautryðjandastarf í vinnslu á tíma-
riti á Íslandi og eftir því sem vélarnar
voru uppfærðar í gegnum árin var
Pétur ávallt fljótur að nýta sér
tæknina sem fólgin var í öllum þeim
nýungum sem komu fram, oftast nær
var þetta gert á þrjóskunni einni sam-
an frekar en af vissu um að hlutirnir
myndu ganga upp.
Pétur lagði sig allan fram um að
gera hársnyrtiiðninni hátt undir höfði
og þegar ekkert var að gerast þá setti
hann á fót keppnir og sýningar sem
urðu faginu mikil lyftistöng. Margir
voru ekki alveg tilbúnir í allt það sem
hann vildi láta gerast, en hrifust með,
tóku þátt og sjá ekki eftir því í dag.
Keppnir og sýningar sem áður þóttu í
besta falli fjarlægur draumur eru í
dag sjálfsagður hlutur og Pétur var
maðurinn sem kom þessu af stað.
Að vinna hjá Pétri á þessum árum
voru forréttindi, hvort sem um var að
ræða að setja upp stærstu hár-,
snyrti- og tískusýningar landsins,
vera með honum á keppnum og sýn-
ingum erlendis, lenda með honum og
Erró í boði menningarmálaráðherra
Frakklands eða ræða við forseta al-
heimssamtaka hársnyrtifóks. Þetta
varð allt svo eðlilegur hlutur og part-
ur af því að taka þátt í vinnu á „litlu“
stofunni á Skúlagötu.
Ég kveð þig Pétur og veit að þú ert
að gera einhverja frábæra hluti á öðr-
um stað. Samfylgdin við þig var
fjörugt ferðalag sem ég hefði ekki
viljað missa af, mikið af skemmtileg-
um hlutum að skoða á leiðinni og
margir ógleymanlegir vinir sem við
kynntumst.
Takk fyrir mig
Ingvi Már.
„Hvað gerum við nú, hver á að
klippa okkur?“ Þetta voru einlæg við-
brögð 11 ára sonar míns, þegar hann
sá andlátsfregn Péturs í Morgun-
blaðinu, en enginn annar rakari hefur
haft hendur í hári hans frá upphafi.
Sjálfur er ég í svipuðum vanda, því í
rúm 30 ár hef ég reglulega sest í stól-
inn hjá Pétri og fyrir vikið hitt hann
oftar en marga ættingja mína. Langt
er síðan við Pétur hættum að eyða
orðum í það hvernig ætti að klippa,
þess þurfti ekki.
Áhugamál Péturs tengdust ferða-
lögum og bardagaíþróttum og við það
umræðuefni dvöldumst við gjarnan
meðan á klippingu stóð. Við æfðum
saman júdó í júdódeild Ármanns á ár-
um áður, en síðar fór Pétur að æfa ka-
rate, og var hann mjög áhugasamur
um þá íþrótt og náði ótrúlega góðum
árangri, þrátt fyrir að hafa ekki byrj-
að að stunda íþróttina fyrr en hann
var kominn fast að sextugu. Oft gerði
Pétur hlé á klippingu til að sýna
myndir frá seinustu jeppaferð og út-
listaði þá stundum tæknileg atriði
varðandi akstur í misjöfnum snjó á
jöklum og átti hann til að gleyma sér í
umræðunni.
Mér er minnisstætt þegar ég kom
með áðurnefndan son minn í klipp-
ingu, þá þriggja til fjögurra ára gaml-
an. Var vinurinn hreint ekki á því að
láta klippa sig og barðist um á hæl og
hnakka. Við Pétur urðum fljótlega
sammála um að best væri að viðhafa
hermannataktík í þetta skiptið. Var
rafmagnsklippunum rennt nokkrum
sinnum snarlega yfir kollinn og mín-
útu seinna var drengurinn nær hár-
laus og allir hæstánægðir, nema
mamman.
Fyrir nokkrum dögum heimsótti
ég Pétur í fyrsta sinn með yngsta son
minn, sem er á öðru ári. Klippingin
gekk ljúflega, þrátt fyrir grát og
gnístran tanna, og þakkaði Pétur fyr-
ir að sá litli berðist ekki um eins og
eldri bróðirinn gerði stundum, og átti
von á því að þeim mundi semja vel í
framtíðinni. Staddur var á rakarastof-
unni í þetta skipti æskufélagi Péturs,
búsettur í Svíþjóð til margra ára, og
nú var umræðuefnið skútusiglingar.
Pabbinn sat undir drengnum, Pétur
klippti, en æskufélaginn þerraði tár
drengsins, og þannig gekk þetta fljótt
og vel fyrir sig og verður minningin
um þessa fyrstu og seinustu klippingu
einkar ljúf.
Við feðgarnir sendum aðstandend-
um Péturs innilegar samúðarkveðjur.
Gísli I. Þorsteinsson.
Fjórir bræður, fjögur lauf af hinu
stóra lífsins tré fallin til jarðar í mold
eilífðarinnar langt um aldur fram, og
nú þú síðastur í röðinni, á þrettánda-
dags kveldi nóvembermánaðar, allir
mannkostamenn. Fallnir fyrir sigð
þess sem spinnur hinn margráða ör-
lagavef. Pétur var lífskúnstner útaf
fyrir sig sem hafði ákveðnar skoðanir
á mönnum og málefnum eins og geng-
ur. Fór hiklaust ótroðnar slóðir og
bauð flestu byrginn ef svo bar undir,
sótti þrótt og þrek til fjalla þess á milli
sem hann skerti hár af höfði samborg-
ara sinna. Ávallt varstu trúr þínum
starfa, alltaf til staðar á rakarastofu
þinni við Skúlagötu, alltaf mættur á
réttum tíma til vinnu, alveg sama á
hverju gekk, þá var starfið ávallt í
öndvegi. Aldrei heyrði ég þig hall-
mæla nokkrum einasta manni, þó svo
jafnvel væri tilefni til. Oft á tíðum eft-
ir annasaman dag var brunað á jepp-
anum stóra út og suður, þó einkum
austur fyrir fjall, og þá til Þingvalla
þar sem afi þinn síðasti bóndinn í
þjóðgarðinum háði lífsbaráttu sína í
árafjöld. Ekki er ég frá því að berns-
kudvöl hans hjá Símoni afa sínum í
Vatnskoti hafi mótað drenginn og þá
miklu þörf að aka um grýttar slóðir
okkar fagra lands og taka myndir af
því sem fyrir augu bar. En það var
ekki bara náttúra landsins sem fang-
aði hugann. Útgáfa á tímaritinu Hár
og fegurð var þér sérstaklega hug-
leikin og því samfara haldnar miklar
uppákomur varðandi hártísku og
förðun, og þá oftast á Broadway með
miklum bravúr. Margur herrann og
ungmeyjan skartaði sínum fyrstu
verðlaunum að kvöldi dags á þeim
vettvangi. Pétur sagði eitt sinn við
mig, ég veit varla hvað ég er að fara út
í, því mig skortir alla þekkingu á
þessu sviði, en með áræðni tókst þetta
nú allt saman, með góðra vina hjálp.
Og það er einmitt þetta áræði sem
einkenndi Pétur, að takast á við hið
óþekkta, er ekki sagt að hugmynda-
ríki sé mikilvægara en þekking, jú
dropinn holar víst steininn. Að efla at-
gervi líkamans var ávallt í fyrirrúmi
hjá Pétri, hann byrjaði snemma að
æfa júdó með íþróttafélagi Ármanns
og að síðustu var æft stíft í karate.
Máski var það honum ofraun eftir
undanfarin veikindi, en keppnisskap-
inu sem fyrir löngu er orðið þekkt í
ættboganum voru engin takmörk
sett. Undir það síðasta gæti ég ætlað
að þér haf verið innanbrjósts eins og
skáldinu góða frá Sandi G.F. þegar
hann um þrítugt kvað, veikur á sál og
líkama.
Er ævi mín á enda þrædd
er úti nú þegar mitt gönguleyfi
við atferli dauðans er önd mín hrædd
þó yfir mér karluglan skálminni veifi
en fjandi er það bölvað að falla á knén
og fá ekki að stíga á þroskamanns veginn
að baki er æskunnar foræði og fen
en fjalllendi blómvaxið hinum megin.
Enginn kemst sársaukalaust í gegn
um lífið, það er hinsvegar hægt að
ráða því hvernig við vinnum úr þeirri
þjáningu sem lífið færir okkur.
Með þessari stuttu kveðju á ég al-
veg eins von á því kæri vin að tekið
verði vel á móti þér í himnavist fram-
tíðar á grónum bala með fjallasýn allt
um kring.
Staðfesti mína dýpstu samúð til
allra aðstandenda, barna og barna-
barna,
Hilmar H. Gunnarsson.
Pétur Melsteð var einn af þeim
mönnum sem ég þakka skringilegum
tilviljunum tilverunnar, eða Guði, ef
út í þá sálma er farið, fyrir að hafa
kynnst. Hann var sannur vinur og fé-
lagi. Það voru ekki fáar stundirnar
sem hann kenndi mér hvernig ætti að
feta ranghala mannlífsins. Ég heyrði
Pétur aldrei tala illa um neinn mann
né gagnrýna nokkurn tímann athafn-
ir annarra. Það var alveg nýlunda fyr-
ir mér.
Við fórum oft saman í jeppanum
hans út úr borginni, á vit óvissunnar,
upp á fjöll og jöklatinda, meðfram
sjávarströndum og um víðlendi ís-
lenskrar náttúru. Það voru alveg ynd-
islegar stundir. Þegar lagt var af stað
vissum við hvorugur hvert förinni
væri heitið. ,,Það kemur bara í ljós,“
sagði hann sposkur. Gufubað og sund
var þó yfirleitt fastur dagskrárliður.
Pétur kenndi mér að meta það sem
landið okkar hefur upp á að bjóða.
Hann var frumkvöðull. Einn af þeim
vinum sem maður óskar að sem flestir
hefðu kynnst og notið návistar við á
lífsleiðinni.
Pétur gaf út tímaritið Hár og feg-
urð áratugum saman, skipulagði al-
þjóðlegar tískusýningar og var með
fyrstu mönnum til að senda út mynd-
efni á netinu. Eitt sinn þegar iðnaðar-
ráðherra var gestur á einni tískusýn-
ingunni hans spurði hann Pétur
hvernig hann færi eiginlega að þessu.
Þá svaraði meistarinn: ,,Þetta er bara
spurning um hugmyndafræði.“
Hvaða hugmyndafræði hann hafði þá
í huga veit ég ekki. Nema hún hafi
verið hann sjálfur, brautryðjanda-
starf hans og velvilji. Það þykir mér
líklegast. Enda safnaðist í kringum
Pétur ógrynni af fólki sem ber mann-
kostum hans best vitni.
Ég á eftir að sakna Péturs í þessari
jarðvist. En ég er ekki sorgbitinn. Ég
veit að hann keyrði ferðina héðan
örugglega. Inn í nýjar víddir og ver-
und. Þar munum við hittast aftur.
Glaðbeittir og fagnandi. Eins og ekk-
ert hafi í skorist. Hvað er dauðinn?
Bara ein önnur jeppaferð á vit hins
ókunna.
Guðmundur Sigurfreyr Jónasson.
Pétur var mjög sérstakur maður.
Hann var alltaf óhræddur við að prófa
alla skapaða hluti sem honum datt í
hug. Ég kynntist honum þegar ég
byrjaði að vinna með honum í keppni
sem tímaritið Hár og fegurð hélt, fyr-
ir þó nokkuð mörgum árum síðan.
Keppnirnar höfðu alltaf þema sem
tengdist náttúru eða einhverju mik-
ilvægu málefni sem þurfti að ná aug-
um og heyru fólks. Í huga hans var
ekki sú hugsun til staðar að neitt væri
óframkvæmanlegtþess í stað hvaða
leiðir væru færar til þess að gera
markmið framkvæmanleg. Hann var
einstakur fagurkeri á náttúru, bíla og
tísku. Hann gat alltaf horft á það fal-
lega í litlu hlutunum. Hann var frum-
kvöðull á sínu sviði og var óhræddur
við svartsýnisraddir. Ef einhver bak-
talaði hann eða setti út á hann þá fann
hann samt alltaf leiðir til að sjá hið
góða í viðkomandi. Frumkvöðlar eru
oft öfundaðir og misskildir. Hann var
með bjartsýnni mönnum sem ég hef
kynnst. Pétur var mikið fyrir allskyns
tækni og tækninýjungar og var alltaf
fyrstur til þess að prófa allt það nýj-
asta þar. Hann var t.d. með þeim
fyrstu til að sjá tækifærin með því að
nota Netið.
Ég mun sárt sakna þess að kíkja
ekki á hárgreiðslustofuna, fá kók og
spjalla um lífið og tilveruna. Ég kom
alltaf brosandi út eftir að hafa spjallað
við Pétur og full bjartsýni á þau verk-
efni sem ég þurfti að takast á við.
Pétur minn, ég mun alltaf hafa þig í
hjarta mínu og hugsa til þín þegar ég
er að byrja á einhverju nýju og nýta
mér það sem þú kenndir mér um
bjartsýni.
Þinn vinur,
Anna F. Gunnarsdóttir.
30. útdráttur 23. nóvember 2006
Kr. 3.000.000 Kr. 6.000.000 (tvöfaldur)
3 5 5 3 5
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
2 0 6 7 1 5 2 6 6 5 6 4 4 8 2 7 7 9 4 5
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
9077 12480 22952 51233 54678 68896
10692 19270 28527 53742 60957 69742
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
4 7 5 1 0 5 1 9 2 0 5 4 5 2 7 7 6 2 3 8 6 8 6 4 9 1 2 7 6 0 4 1 2 7 0 7 4 6
2 1 5 8 1 0 8 1 7 2 1 1 5 9 2 8 0 5 0 3 8 7 9 2 4 9 1 8 8 6 1 1 2 0 7 0 7 6 5
2 1 5 9 1 1 3 4 3 2 1 1 7 1 2 8 4 2 7 4 0 3 0 5 4 9 7 8 5 6 1 4 5 9 7 1 9 2 4
2 3 2 9 1 2 7 9 9 2 1 5 3 2 2 8 7 6 9 4 0 8 2 8 4 9 8 4 4 6 1 7 6 5 7 5 0 8 9
4 4 2 4 1 3 3 9 1 2 1 6 0 8 2 9 1 9 0 4 1 7 7 0 5 0 4 5 3 6 1 9 3 5 7 5 8 9 7
5 0 8 6 1 4 5 7 2 2 1 9 8 2 2 9 7 4 5 4 2 0 1 6 5 1 9 3 3 6 2 5 8 8 7 5 9 1 5
6 6 7 8 1 5 3 7 8 2 2 3 6 2 3 1 0 8 3 4 3 3 4 3 5 3 2 3 7 6 2 8 6 8 7 6 4 6 4
6 9 6 7 1 5 6 7 8 2 2 6 8 8 3 2 1 6 2 4 3 8 0 1 5 3 6 8 4 6 3 3 4 1 7 9 4 8 4
7 1 1 8 1 6 3 3 8 2 3 6 8 4 3 2 5 9 6 4 3 9 4 3 5 3 9 8 0 6 3 3 7 9 7 9 5 5 4
7 6 9 8 1 8 6 9 4 2 3 8 3 5 3 3 9 8 3 4 4 1 0 7 5 5 5 1 8 6 4 7 5 8
8 9 8 6 1 9 4 1 9 2 4 4 3 0 3 6 5 9 8 4 4 4 9 9 5 9 6 2 2 6 7 9 4 2
9 0 2 4 2 0 0 6 6 2 4 9 4 9 3 7 6 4 0 4 4 6 1 5 5 9 9 7 7 6 8 1 1 6
9 4 9 2 2 0 4 7 1 2 6 5 1 6 3 8 1 6 4 4 4 7 9 2 6 0 0 9 3 6 9 0 1 5
Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur)
124 8127 16686 24613 33469 39724 47346 55511 64318 71697
170 8215 16774 24877 33522 39803 47806 55622 64352 71740
251 9345 16901 25278 33812 40084 48018 55640 65096 71829
777 9437 16982 25338 33862 40182 48077 55744 65219 71993
834 9482 17235 25992 33933 40551 48171 55940 65396 72007
1060 9615 17257 26030 34101 41374 48342 56054 65502 72212
1233 10251 17429 26389 34115 41632 48432 56747 65521 72213
1444 10372 17445 26425 34253 41947 48754 57096 65621 72273
1475 10992 17546 26581 34527 42004 48835 57279 65800 72290
1725 11186 17558 26604 34711 42487 48971 57280 65862 72821
1757 11261 17844 26837 34721 42577 48981 57714 66317 72964
1769 11404 18029 26840 34751 42609 49112 58300 66502 73764
1775 11434 18390 27238 35066 42658 49540 58914 66685 74551
1786 11473 18663 27240 35096 42747 49674 59090 66998 74871
2161 12017 18893 27304 35206 42778 49754 59495 67200 75140
2413 12027 18909 27463 35465 42781 50131 59731 67243 75216
2427 12087 19108 27532 35769 42823 50661 59823 67393 75765
2761 12168 19151 27827 35774 43031 50950 59905 67456 75816
2776 12179 19642 28732 35811 43828 51041 60042 67572 75839
2870 12244 19925 28901 35906 44025 51295 60075 67577 75864
3164 12460 20582 29203 36358 44124 51352 60767 67767 76121
3579 12552 20860 29470 36613 44129 51559 61007 67778 76373
3932 12999 21304 29731 36665 44249 52128 61210 68022 77082
4317 13145 21424 29818 36691 44494 52132 61218 68123 77247
4385 13183 21631 29976 36842 44524 52314 61310 69021 77426
4982 13568 22086 30552 36861 44866 52625 61454 69218 77437
5088 14466 22135 30560 37666 45119 52721 61673 69417 77512
5105 14560 22374 30726 37743 45512 52816 62073 69436 77978
5633 14716 22779 30813 37939 45751 53459 62472 69940 78192
6018 14883 22786 30974 38038 45886 53502 62811 70202 78547
6588 14987 22824 31274 38424 45890 53662 62884 70361 78872
6692 15367 22904 31340 38728 46258 54073 63023 70442 78883
7058 15515 22922 31419 38921 46436 54573 63032 70611 78951
7390 15698 22990 31749 39027 46445 54863 63060 71100 79131
7472 16144 23066 32265 39058 46531 54896 63119 71120 79391
7581 16188 23147 32495 39077 46895 54941 63286 71180 79600
7612 16310 23416 33079 39113 47056 55069 63387 71249 79613
7700 16333 23440 33153 39123 47164 55199 64184 71594 79895
7783 16400 23908 33271 39369 47168 55205 64269 71641 79910
7998 16666 24175 33468 39384 47222 55458 64297 71653 79939
Næsti útdráttur fer fram 30. nóvember 2006
Heimasíða á Interneti: www.das.is