Morgunblaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 26
Guðrún segist hafa lærtþetta hjá móður sinni,sem gaf henni stúkur fyr-ir réttu ári. Hún lærði
handbragðið og prjónaði sér í kjöl-
farið fleiri í nokkrum litum, sem
passa við fötin hennar. Hún nýtti
tímann í matarhléi á kennarastof-
unni og í frímínútum. Samstarfs-
fólk hennar var fljótt að átta sig,
bæði á notagildinu og hversu
smekklegt þetta var, og fór að
biðja hana um eitt og eitt stúkupar.
Nú er listinn orðinn svo langur að
Guðrún hefur varla undan við
prjónaskapinn og að klára pantanir
sem hrannast upp. Það mætti því
vel ímynda sér hvað leynist í jóla-
pökkum frá fólki sem vinnur með
Guðrúnu.
Kíki á þetta annað slagið
Í hverja stúku fara á bilinu 210–
370 perlur sem í byrjun eru þrædd-
ar upp á bandið og prjónaðar í
mynstur jafn óðum. Sumsé allt að
740 perlur í parinu! Blaðamaður
svitnar bara við að horfa á Guð-
rúnu smeygja örlitlum perlunum
fimlega upp að prjónunum og
næsta spurning er hvort hún þurfi
ekki að einbeita sér af öllum
mætti? „Maður kíkir á þetta annað
slagið, annars er ég farin að finna
með fingrunum hvar ég er stödd í
mynstrinu.“ Á baugfingur hægri
handar er komið sigg undan prjón-
unum, einskonar dæld þar sem
prjónninn liggur, en Guðrún gerir
lítið úr því og segir það í góðu lagi.
Hún grípur í prjónana í frímín-
útum í skólanum og yfir sjónvarp-
inu á kvöldin, þetta sé afslappandi
og gríðarlega gaman. „Ég er búin
að ná mér í skemmtun langt fram í
tímann ef fram heldur sem horfir,“
segir Guðrún sem bjóst ekki við að
viðbrögðin yrðu svona mikil. Hún
prjónar þetta í öllum litum en vin-
sælast er svart með svörtum perl-
um, annars er hún á meðan viðtalið
fer fram að leggja lokahönd á eitt
par í jólalitunum.
Aðspurð hvort hún haldi að þetta
verði eða sé jafnvel orðið nýjasta
æðið á Íslandi, hlær hún við og
segir „Ja, ég er allavega orðin háð
þessu því ég er svo kulvís. Stúk-
urnar halda á mér fínum hita.“ Á
tímum lagskipts klæðnaðar hlýtur
þetta að vera kærkomin viðbót fyr-
ir þá sem vilja tolla í tískunni.
Tískan fer í hringi – stundum stóra
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
„Þetta er það eina sem ég
er fljót að gera,“ segir
Guðrún Ellertsdóttir
kennari og kímir. Hún á
þar við prjónaðar hand-
stúkur sem æ fleiri konur
sjást skarta og eru hafðar
um úlnliðina. Katrín
Brynja Hermannsdóttir
forvitnaðist um þessa
fornu flík sem þykir töff í
meira lagi og var notuð
bæði hversdags og spari í
gamla daga.
Í HNOTSKURN
» Í gamla daga voru hand-stúkur notaðar sem skjól-
flíkur og óhreinindavörn.
»Hversdagsstúkur vorugjarnan stroff sem klippt
höfðu verið framan af gömlum
og slitnum peysum eða gat-
slitnum sokkum.
»Sparistúkur voru prjón-aðar sérstaklega og þá
með perlumynstri.
» Í dag eru handstúkur not-aðar því þær þykja smart
og eru auk þess hlýjar.
»Hægt er að fara á nám-skeið og læra stúkuprjón.
Gagnlegar vefsíður:
www.heimilisidnadur.is
http://www.akmus.is/laufashop-
urinn/
www.hadda.is
Síprjónandi Prjónuðu handstúkurnar hennar Guðrúnar hafa orðið til þess að á hennar vinnustað hafa margar
prjónakonur hannað eigið perlumynstur. Hér eru tvíburasysturnar Sara og Andrea með handstúkur eftir ömmu.
daglegt líf
26 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Fjörlegir balzamer-tónar
Austur-evrópsk þjóðlagatónlist nýtur um-
talsverðra vinsælda hér á landi enda seiðandi
og fjörlegur takturinn oft þannig að erfitt er að
standa kyrr. Það væri því ekki úr vegi að
bregða sér á útgáfutónleika hljómsveitarinnar
Bardukha, sem haldnir verða á Domo í Þing-
holtsstræti kl. 22 í kvöld, 24. nóvember. Bar-
dukha leikur balzamertónlist sem einkennist
af sterkum þjóðlegum áhrifum, auk spuna í
ríkulegu magni. Það er þá ekki er óalgengt að
þeim hlaupi kapp í kinn sem getur leitt tónlist-
ina á óvæntar brautir og hver veit nema færi
gefist á að stíga dans í takt við tónana.
Upplýst Jólaþorp í Hafnarfirði
Jólaþorpið í Hafnarfirði er risið í ár og er til-
valið að koma í heimsókn þangað um helgina.
Það verður opnað kl. 12 á morgun, 25. nóv-
ember, og kl. 14 verða jólaljósin tendruð á jóla-
trénu. Jólaþorpið verður opið allar helgar til
jóla kl. 12–18. Margt verður í boði í jólahús-
unum, handverk og hönnun ásamt ýmsu góð-
gæti. Fjölbreytt skemmtidagskrá verður alla
dagana og frést hefur að Grýla og Gluggagæg-
ir séu lögð af stað til byggða.
Vel skreyttar bækur
Það muna efalítið margir eftir þeim tíma
þegar þeim fannst lítið varið í bækur nema
þær væru ríkulega myndskreyttar og þá var
líka hægt að skoða þær aftur og aftur. Hvernig
væri að bregða sér með litlu krílin í Menning-
armiðstöðina Gerðuberg um helgina og
skemmta sér við að skoða með þeim skreyt-
ingar úr nýlegum barnabókum, en á laugardag
verða veitt Dimmalimm-verðlaunin sem veitt
eru fyrir bestu myndskreyttu barnabókina
2006.
Óður til Mozarts
Því hefur verið
fagnað víða um heim
að í ár eru 250 ár liðin
frá fæðingu tón-
skáldsins Mozarts og
er Ísland engin und-
antekning. Aðdá-
endur tónskáldsins
og aðrir þeir sem
njóta þess að hlýða á
ljúfa tóna hafa því
efalítið gaman af að
bregða sér í Borg-
arleikhúsið á sunnudaginn kl. 15, en þá verða
þar haldnir stórtónleikar með verkum Mozarts
í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Og í anda
18.aldarinnar verða allir flytjendur í stór-
brotnum búningum frá tímabilinu með öllu til-
heyrandi.
Haförninn Sigurörn fær frelsi
Þar sem veðurspá er hagstæð núna á
Grundarfirði og nágrenni þá er líklegt að haf-
örninn Sigurörn sem dvalið hefur í Fjölskyldu-
og húsdýragarðinum frá því í lok júní öðlist
frelsi á ný í dag.
Svo endilega brunið nú með börnin í Hús-
dýragarðinn og athugið hvort Sigurörn er far-
inn. Það er svo þung föstudagsumferðin að
kannski er bara best að staldra við í góðan
tíma, fá sér heitt kakó og njóta þess bara að
það er helgi framundan…
Jólamarkaður í Bjarkarási
Bjarkarás í Stjörnugróf er staður fyrir full-
orðið fólk með þroskahamlanir. Þar eru meðal
annars framleiddir listmunir úr leir, gleri og
tré, svo eitthvað sé nefnt. Jólamarkaður verð-
ur í Bjarkarási á morgun, laugardaginn 25.
nóvember, þar sem listmunir úr smiðjunni
verða boðnir til sölu. Einnig verða á boðstólum
tuskur, handklæði og fleira frá Ási vinnustofu.
Hægt verður að kaupa léttar veitingar á vægu
verði. Markaðurinn verður frá klukkan 13–16.
í Stjörnugrófinni. Nú er um að gera að fara í
bíltúr og koma við á á markaðnum og finna fal-
legar jólagjafir.
Háskólakórinn með tónleika
Það eru margir sem hafa um árin sungið
með Háskólakórnum en sl. 34 ár hefur kórinn
sungið fyrir landsmenn og nemendur skólans.
Á morgun verður Háskólakórinn með tón-
leika í Neskirkju og hefjast þeir klukkan 17.
Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem Há-
skólakórinn heldur tónleika á haustönn og í því
tilefni eru flutt verk í anda aðventunnar sem er
í nánd. Á efnisskrá eru m.a. verkin, Gloria eftir
Vivaldi og Magnificat Anima eftir Buxtehude
og einsöngvarar eru Lilja Eggertsdóttir og
Gunnhildur Halla Baldursdóttir, en Jón Leifur
Camerata sér um undirspil og stjórnandi er
Hákon Leifsson
Piparkökurnar
Er ekki sniðugt að vera snemma á ferðinni
og baka piparkökurnar um helgina? Kveikið á
kertum, hitið kakó og setjist í ró með börn-
unum við eldhúsborðið og skerið út konur og
karla úr piparkökudeigi. Skreytið svo og látið
hugmyndaflugið ráða ferðinni. Kökurnar eru
settar í box og svo borðaðar með bestu lyst á
aðventunni.
mælt með …