Morgunblaðið - 24.11.2006, Side 21

Morgunblaðið - 24.11.2006, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 21 Á ÁRUNUM 1965–1980 ferðaðist danski ljósmynd- arinn Mogens S. Koch alls tíu sinnum til Grænlands með Hasselblad-myndavél sína. Afrakstur ferðanna er yfir 100 þúsund myndir og hluti af þeim verður á sýn- ingu sem verður opnuð í dag í Ljósmyndasafni Reykja- víkur. Myndirnar sýna í svarthvítu stórbrotið landslag Grænlands þar sem andstæður ljóss og skugga eru í öndvegi. Ljósmyndasafn Reykjavíkur er til húsa í Tryggvagötu 15, 6. hæð. Ljósmyndir Ljós og skuggar RANGÁRÞING ytra og Sunnlenska bókaútgáfan á Selfossi boða til bókamessu að Laugalandi í Holtum laugardaginn 25. nóvember kl. 14:30. Þar verða kynntar tvær nýútkomnar bækur, fyrsta bindi Holtamanna- bókar og þriðja bindi af Þykkskinnubókum Helga Hannessonar frá Sumarliðabæ. Bækurnar verða báðar til sölu á sérstöku tilboðsverði. Boðið verður upp á glæsilega menningar- dagskrá. Kvenfélag Holtamanna mun selja veitingar. Bókmenntir Bókamessa INDVERSKA frétta- veitan NewKerala.com gerir forsætisráðherra Íslands að umfjöllunar- efni á síðu sinni. Þar er fjallað um væntanlega heimsókn Geirs H. Haarde til Indlands í janúar á næsta ári og greint frá erindi heim- sóknarinnar, sem er að sögn „tilraun til að koma á góðu sambandi kvikmyndagerðarmanna á Indlandi og á Íslandi.“ Óuppgötvað Ísland Haft er eftir Auðuni Atlasyni, starfs- manni íslenska sendiráðsins í Delhi, að Geir muni hitta bæði forseta landsins, A.P.J. Apdul Kalam, og forsætisráð- herrann, Manmohan Singh. Auk þess mun Geir taka þátt í ráðstefnu sem ber yfir- skriftina India – The Big Picture. Haft er eftir Auðuni að Íslendingar séu miklir kvikmyndaáhugamenn. Þá segir hann einnig að fjöldi Holly- wood-kvikmynda hafi verið tekinn á Ís- landi en Bollywood-kvikmyndagerðar- menn eigi enn eftir að uppgötva kosti landsins til kvikmyndagerðar. Bollywood til Íslands? Geir H. Haarde Íslandsvinir? Bollywood-leikararnir Katrina Kaif og Akshay Kumar taka spor- ið á Indversku kvikmyndaverðlaununum. ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Fabúlu fara fram í kvöld í Tjarnarbíói. Á tónleikunum flytur Fabúla og hljómsveit efni af nýútkomnum diski, Dusk. Fabúla leikur á píanó og harmóníum, en með henni koma fram; Birkir Rafn Gíslason á gítar, Jökull Jörg- enssen á bassa, Sigtryggur Baldursson á trommur og slagverk og Ingunn Halldórsdóttir á selló. Tón- leikarnir hefjast klukkan 21, miðar eru seldir á www.midi.is og í verslunum Skífunnar og er miðaverð 2.000 kr. Tónlist Fabúla í kvöld Fabúla KANINN er nafn á nýrri útvarpsstöð sem tók til starfa í gær en stöðin mun ólíkt öðrum starf- andi útvarpsstöðvum – og Kananum gamla á Keflavíkurflugvelli – eingöngu flytja íslenska tónlist. Jakob Frímann Magnússon, tónlist- armaður og formaður FTT (Félags tón- skálda og textahöfunda), er einn þeirra er standa að baki nýju útvarpsstöðinni. „Stöðin nýja er á vissan hátt óður til kanans og þeirra jákvæðu tónlistar- áhrifa sem frá honum stöfuðu og hin- ar eldri kynslóðir héldu að myndu hafa skaðleg áhrif á æsku landsins og íslenska þjóðmenningu.“ Ástæðan fyrir því að stöðin hefur út- sendingar nú, segir Jakob, er að um þess- ar mundir kemur megnið af íslenskri tónlist út og það sé eðli málsins samkvæmt svo gott sem útilokað að hinar fjölbreytilegu en sértæku útvarpsstöðvar geti sinnt allri þeirri tónlist svo að sómi sé að. „Það eru um 200 plötur sem koma út á árinu og útvarpsstöðin mun leggja áherslu á nýjar plötur en þá verður einnig leikin íslensk tónlist frá fyrri árum, einskonar blanda af því óþekkta og kunnuglega.“ Hugmyndina að útvarpsstöðinni á Jóhann G. Jóhannsson sem Jakob segir mikinn frum- kvöðul innan tónlistarstéttarinnar. „Hann átti hugmyndina og stofnaði SATT sem seinna varð að FTT og hann átti hugmyndina að Músíktil- raunum sem enn eru í gangi.“ Stöðin mun njóta liðsinnis 365 miðla sem láta útvarpsstöðinni í té tækjabúnað og húsnæði en FTT og Samtök flytjenda og hljómplötuútgef- enda, standa straum af kynningarstarfsemi og öðrum kostnaði. Útvarpstíðni Kanans verður 94.3 og stefnt er að því að halda úti útsendingum til 24. desem- ber. „Við sjáum svo til eftir áramót hvort það er grundvöllur fyrir að halda áfram útsend- ingum,“ segir Jakob að lokum. Kaninn leikur íslenska tónlist Kaninn Merki nýjustu útvarpsstöðvarinnar sem leikur eingöngu íslenska tónlist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.