Morgunblaðið - 24.11.2006, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 24.11.2006, Qupperneq 30
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Róbert R. Spanó, dósentvið lagadeild HáskólaÍslands og formaðurrefsiréttarnefndar, seg- ir að vafi leiki á því hvort einstak- lingar geti borið refsiábyrgð hafi fyrirtæki sem þeir starfa hjá stundað ólöglegt samráð eða mis- notað markaðsráðandi stöðu sína. Allan vafa um heimild til refsingar verði að túlka sakborningi í vil. Þetta kemur fram í grein sem Róbert ritar í nýjasta tölublað Tímarits lögfræðinga. Hann flutti fyrirlestur um niðurstöður sínar á hádegisfundi Lögfræðingafélags Íslands í gær. Grein Róberts fjallar ekki um einstök mál heldur almennt um hvaða refsiheimildir eru til staðar í lögum. Umfjöllunarefnið snertir þó augljóslega mál starfsmanna ol- íufélaganna sem er nú til meðferð- ar hjá ríkissaksóknara, að lokinni rannsókn hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Aðeins leyst með lögfræði Grein Róberts einskorðast við það álitaefni hvort 10. og 11. grein samkeppnilaga hafi að geyma lýs- ingu á refsinæmu hátterni for- svarsmanna fyrirtækja en í þess- um greinum er annars vegar fjallað um ólöglegt verðsamráð og hins vegar misnotkun á markaðs- ráðandi stöðu. Ekki er fjallað um refsiábyrgð einstaklinga sem sjálf- ir stunda atvinnurekstur. Á fundinum í gær lagði Róbert áherslu á að niðurstaðan um hvort starfsmaður fyrirtækis gæti borið refsiábyrgð vegna brota á þessum greinum væri hvorki háð tilfinn- ingu eða siðferðilegu mati heldur væri þetta eingöngu lögfræðilegt úrlausnarefni sem aðeins væri leyst úr með lögfræðilegum að- ferðum. Í þessu máli reyndi á regl- ur á mörkum stjórnskipunarréttar og refsiréttar. Róbert benti á að í 42. grein samkeppnislaga væri tekið fram Fram kæmi í gögnum að lö inn hafi ákveðið að kveða s um refisiábyrgð einstakling grein til að koma í veg fyri um túlkun en að hans ma engu minni vafi á túlkun 10. greinar. Í refsirétti væri þei ferð beitt að gagnálykta og þ vafi á refsiábyrgð einsta vegna þessara greina. Sögðu niðurstöðuna róttæ Í grein Róberts og fyri hans í gær fjallaði hann sömu um dómaframkvæmd sem sagði ekki veita ótvíræðar vís ingar um hvernig bæri að fyrrnefnd ákvæði. Þá fjallað um áhrif almennra hegninga samspil við EES-samningin Allt renndi þetta stoðum un niðurstöðu hans að vafi léki hvort mælt væri fyrir refs háttsemi starfsmanna þann kröfum stjórnarskrárinnar fullnægt. Starfsmenn fyrir gætu ekki dregið þá ályktun að það varðaði einstaklinga og lög- aðila sektum og allt að fjögurra ára fangelsi að brjóta gegn lögunum. En jafnvel þó þessi grein veitti al- menna heimild til að refsa einstak- lingum yrði að afmarka hverju sinni með sjálfstæðri túlkun á ein- stökum ákvæðum laganna, þ.á.m. 10. og 11. grein, hvort þar sé mælt fyrir refsinæma verknaði einstak- linga. Við þetta mat hefði megin- regla tjórnarskrárinnar um skýr- leika refsiheimilda verulega þýðingu því hún setti rammann um það heildstæða mat sem yrði að fara fram. „Og af henni leiðir, ef túlkunarniðurstaðan er sú að á þessu leikur vafi, þá þarf ég ekki að segja lögfræðingum hvaða af- leiðingar það hefur í sakamáli. Vafi um heimfærslu til refsiákvæða skal skýrður sakborningi í hag.“ Róbert sagði að við skoðun á 10. og 11. grein yrði einnig að líta til 12. greinar laganna en þar er fjallað um að samtökum fyrirtækja sé bannað að ákveða samkeppnis- hömlur. Sérstaklega er tekið fram í 12. grein að bannið nái einnig til stjórnarmanna, starfsmanna og þeirra sem hafa valist til trúnaðar- starfa í þágu samtakanna en engin slík ákvæði eru í 10. og 11. grein. Í sakamáli væri hægt að draga tvær ályktanir um áhrif þess á það álita- efni sem verið væri að fjalla um. Annars vegar að með þessu væri löggjafinn eingöngu að árétta að bannið næði einnig til einstaklinga þar sem það lægi ljóst fyrir að þetta ætti einnig við um 10. og 11. grein. Hins vegar mætti gagn- álykta og segja sem svo að þar sem þetta hefði sérstaklega verði nefnt í 12. grein hefði einnig átt að nefna það sérstaklega í öðrum greinum. Verður einstaklingum refsað fyrir brot fyri Vafi Róbert R. Spanó, dósent við lagadeild HÍ, telur að vafi leiki á irtækja gegn 10. og 11. grein samkeppnislaga. Allan vafa í lögum Dósent við lagadeild Háskóla Íslands segir að vafi leiki á því að hægt sé að refsa starfs- mönnum fyrirtækja fyr- ir ólögmætt samráð fyr- irtækjanna og misnotkun á markaðs- ráðandi stöðu. Í HNOTSKURN » Grein Róberts R. Spafjallar eingöngu um hvort 10. og 11. grein sam keppnilaga hafi að geyma lýsingu á hátterni sem get leitt til þess að starfsmenn fyrirtækja verði persónu- lega dæmdir til refsingar » Í 10. og 11. grein erfjallað um ólöglegt ve samráð og misnotkun á markaðsráðandi stöðu. » Tveir þingmenn sögðniðurstöðuna „róttæk 30 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MERKUR ÁFANGI HJÁ KB BANKA Hreiðar Már Sigurðsson, for-stjóri Kaupþings banka, lýstiniðurstöðunni í alþjóðlegu hlutafjárútboði bankans sem einu stærsta skrefinu sem forsvarsmenn hans hefðu stigið, hvað varðar þróun hans. Forsvarsmenn bankans eru að vonum ánægðir með góða þátttöku al- þjóðlegra fjárfesta og hvernig til tókst í þessu fyrsta alþjóðlega hluta- fjárútboði Kaupþings banka. Senni- lega er ekkert ofsagt þótt því sé hald- ið fram að ákveðin kaflaskil hafi átt sér stað í rekstri Kaupþings banka með þessu útboði. Það er ugglaust mikið til í þessum orðum forstjórans því með svo góðri þátttöku alþjóðlegra fjárfesta, 110 talsins, sem leggja bankanum til tæp- lega 50 milljarða króna í nýju hlutafé, nær bankinn því markmiði sínu að breikka fjárfestagrunn Kaupþings banka. Það ætti að auðvelda bankan- um að verða sýnilegri sem er vissu- lega áfangi á þeirri vegferð hans að því markmiði að verða leiðandi fjár- festingabanki í Norður-Evrópu. Í frétt í Morgunblaðinu í dag kemur fram að meðal kaupenda að nýju hlutafé í Kaupþingi banka voru stórir fjárfestingasjóðir eins og Goldman Sachs og Fidelity og svissneski bank- inn UBS. Þar kemur einnig fram að dreifing fjárfestanna sé mjög alþjóð- leg; breskir fjárfestar séu með 55% hlut í útboðinu, bandarískir með 10%, norrænir með 10% og 25% fjárfesta séu frá öðrum heimshlutum. Þátttaka stórra og öflugra fjármálastofnana og sjóða á borð við Goldman Sachs, Fide- lity og svissneska bankans UBS í hlutafjárútboðinu er jákvæð fyrir bankann og sömuleiðis þær upplýs- ingar að nú verði hlutabréf bankans reglulega tekin til greiningar hjá stórum bönkum á borð við Citygroup og Morgan Stanley. Áhugi erlendra fjárfesta á Kaup- þingi banka er vissulega ánægjuleg tíðindi, ekki síst þegar það er haft í huga að löngum hefur verið um það rætt að brýnt sé að laða erlenda fjár- festa til fjárfestinga í íslenskum fyr- irtækjum og atvinnulífi. Bankinn hefur nú sýnt að hann á ekki í erfiðleikum með að sækja nýtt fjármagn til að styrkja eiginfjárstöðu og getur þar með áfram unnið að innri og ytri vexti. Vissulega var veittur ríf- legur afsláttur til hinna nýju alþjóð- legu fjárfesta í hlutafjárútboðinu, eða um 7% frá lokagengi bréfa í kauphöll- inni í Stokkhólmi sl. þriðjudag. Það er heldur meiri afsláttur en tíðkast í stórum hlutafjárútboðum sem þessu en þó er munurinn ekki svo mikill að óeðlilegt geti talist, sérstaklega ekki þegar haft er í huga að hér var Kaup- þing banki með sitt fyrsta alþjóðlega hlutafjárútboð og mikið í húfi fyrir bankann og framtíðarfjármögnun hans af þessu tagi að vel tækist til. Sennilega eru því ný sóknarfæri fram undan hjá KB banka. MIKILVÆG YFIRLÝSING SAMGÖNGURÁÐHERRA Sturla Böðvarsson samgönguráð-herra gaf mikilvæga yfirlýsingu á fundi sem Samtök verzlunar og þjónustu efndu til um vegamál í fyrradag. Samgönguráðherra lýsti þeirri skoðun að fjármagna þyrfti sérstaklega tvöföldun þjóðvegar 1 milli Reykjavíkur og Akureyrar ann- ars vegar og frá Reykjavík að Mark- arfljóti hins vegar. Ráðherrann boð- aði að farið yrði í slíkt stórátak í uppbyggingu vegakerfisins á næstu árum og sagðist vilja vinna að því að tvöföldun á þessum stóru köflum á þjóðveginum yrði tekin út úr hinum hefðbundna farvegi vegafram- kvæmda og þessar framkvæmdir fjármagnaðar sérstaklega sem átaks- verkefni. „Það eru full rök fyrir því að við blásum til raunverulegs stórátaks í samgöngumálum þjóðarinnar,“ sagði Sturla Böðvarsson. Morgunblaðið sér sérstaka ástæðu til að fagna þessari yfirlýsingu sam- gönguráðherra og því framtaki Sam- taka verzlunar og þjónustu að efna til þessa fundar. Á þessu ári hefur Morgunblaðið fjallað ítarlega um ástandið á vegun- um og þá hættu sem mikil umferð flutningabíla skapar vegfarendum á venjulegum bílum. Í forystugrein Morgunblaðsins hinn 17. október sl. sagði m.a.: „Það er orðið allt að því lífshættulegt að aka um fjölförnustu þjóðvegi vegna umferðar flutninga- bíla, sem í fæstum tilvikum hægja á sér, þegar þeir mæta öðrum bílum og eru í mörgum tilvikum með tengi- vagna aftan í sér, sem auka enn á hættuna. Við það bætist að oft eru undirbyggingar undir þjóðvegina ekki eins traustar og þær ættu að vera … Af þeim sökum er ekki um annað að ræða en tvöfalda þjóðveg- ina, þar sem þeir eru fjölfarnastir. Þessar framkvæmdir eru þegar hafn- ar á Reykjanesbraut og öllum ljóst að öryggi í umferð á þeirri leið hefur stórbatnað. Þar sem umferðarþung- inn réttlætir ekki tvöföldun hring- vegarins er nauðsynlegt að breikka vegina talsvert og á sumum stöðum er nauðsynlegt að treysta undirbygg- ingu þeirra.“ Nú hefur Sturla Böðvarsson tekið afgerandi frumkvæði í þessu máli. Þess vegna má búast við því að ráð- herrann leggi línur um það á næstu mánuðum og fyrir kosningar hvernig að þessu átaki verði staðið. Enda augljóst að það verður áhugavert fyr- ir kjósendur að fá upplýsingar um það. Hér er um að ræða einhverjar stærstu framkvæmdir sem lagt verð- ur út í á næstu árum og t.d. fróðlegt að vita hvaða tímasetningar sam- gönguráðherra hugsar sér í þessu samhengi. Fólk er að vakna til vitundar um að það er ekki hægt að bíða með þessar framkvæmdir. Tvöföldun hringvegar á fjölförnustu leiðum getur bjargað mörgum mannslífum. VERSLUNIN 12 tónar fékk í gær Njarðarskjöldinn, hvatning- arverðlaun Reykjavíkurborgar og Íslenskrar verslunar, sem af- hentur var í níunda sinn. Að Ís- lenskri verslun standa Félag ís- lenskra stórkaupmanna og Kaupmannasamtök Íslands. Markmiðið með veitingu verð- launanna er að hvetja til bættrar og aukinnar verslunarþjónustu við ferðamenn í Reykjavík. Njörður, sem skjöldurinn er kenndur við, var upphaflega frjósemisguð en síðar guð sæfar- enda og sagður fésæll mjög. Sæ- farendur þess tíma stunduðu gjarnan kaupskap og því við hæfi að kenna árleg hvatning- arverðlaun til ferðamannaversl- unar við guð siglinga og við- skipta. Verslunin 12 Tónar á Skóla- vörðustíg 15 sérhæfir sig í sölu á íslenskri tónlist sem og al- þjóðlegri tónlist sem vandfundin er í öðrum plötuverslunum, í tilkynningu frá aðstanden verðlaunanna. Verslunin 12 tónar fékk Njarð Morgunblaðið/Brynjar Verðlaun Kjartan Magnússon (t.v.) afhendir 12 tónum skjöldinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.