Morgunblaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 19
ERLENT
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
HUNDRUÐ þúsunda Líbana söfn-
uðust saman á götum Beirútborgar
í gær til að kveðja Pierre Gemayel,
iðnaðarráðherra Líbanons, sem var
myrtur á þriðjudag. Fólkið lét í ljós
andstöðu sína við stjórnvöld í Sýr-
landi sem hafa verið sökuð um að
hafa staðið fyrir morðinu. Reiði
fólksins beindist einnig að Hizbol-
lah-hreyfingunni og fleiri banda-
mönnum Sýrlendinga í Líbanon.
Kista Gemayels, sem var kristinn
maróníti, var flutt frá heimabæ
hans og borin framhjá mannmergð-
inni í miðborg Beirút inn í dóm-
kirkju þar sem útförin fór fram.
Æðsti maður marónítakirkjunn-
ar, Nasrallah Sfeir kardínáli, jarð-
söng og hvatti til þjóðareiningar og
sátta til að afstýra borgarastyrjöld.
Á meðal viðstaddra voru utanrík-
isráðherra Frakklands, Philippe
Douste-Blazy, og framkvæmda-
stjóri Arababandalagsins, Amr
Mussa. Forseti þingsins, sjítinn
Nabih Berri, var einnig við útför-
ina.
Lögreglan áætlaði að um 800.000
manns hefðu verið á Píslarvotta-
torginu og nálægum götum í mið-
borg Beirút. Þessi mikla þátttaka
endurspeglaði einingu súnní-músl-
íma og kristinna Líbana.
Krefjast afsagnar forsetans
Margir þeirra sem gengu um göt-
ur Beirútborgar létu í ljós reiði í
garð sýrlenskra stjórnvalda. Kveikt
var í myndum af forseta Sýrlands,
Bahar al-Assad, og leiðtogum líb-
anskra bandamanna Sýrlendinga.
Reiði fólksins beindist einkum að
Emile Lahoud, forseta Líbanons,
dyggum bandamanni sýrlenskra
stjórnvalda. Margir héldu á mót-
mælaspjöldum þar sem þeir kröfð-
ust þess að forsetinn léti tafarlaust
af embætti. Lahoud var í forseta-
höllinni í Beirút og öryggisgæslan í
grennd við hana var hert þar sem
óttast var að fólkið myndi ganga að
höllinni til að reyna að neyða forset-
ann til að segja af sér.
Hizbollah fór ekki heldur var-
hluta af reiðinni. Hreyfingin hafði
boðað fjöldamótmæli á götum Beir-
út til að reyna að steypa stjórn
Fuads Saniora forsætisráðherra af
stóli. Eftir morðið á Gemayel
kvaðst Hizbollah ekki ætla að efna
til götumótmæla að svo stöddu.
Morðið jók mjög spennuna í líb-
önskum stjórnmálum og óttast er
að borgarastyrjöld kunni að blossa
upp í Líbanon að nýju vegna valda-
baráttunnar. Hizbollah-hreyfing
sjíta nýtur stuðnings ráðamanna í
Sýrlandi og Íran. Stjórnin og stuðn-
ingsmenn hennar úr röðum súnní-
múslíma og kristinna Líbana njóta
á hinn bóginn stuðnings Bandaríkj-
anna og fleiri vestrænna landa.
Sex ráðherrar úr röðum banda-
manna Sýrlendinga hafa þegar sagt
af sér. Dauði eða afsögn eins ráð-
herra til viðbótar gæti orðið stjórn-
inni að falli.
Spennan í stjórnmálum landsins
hefur ekki verið jafnmikil frá borg-
arastyrjöldinni í Líbanon milli
múslíma og kristinna manna á ár-
unum 1975–1990. Styrjöldin kostaði
um 150.000 manns lífið.
Margir andstæðingar Sýrlend-
inga telja að sýrlensk stjórnvöld
hafi staðið fyrir morðinu á Gemayel
til að reyna að koma í veg fyrir að
þing Líbanons samþykki að alþjóð-
legur dómstóll rétti yfir meintum
morðingjum Rafiks Hariris, fyrr-
verandi forsætisráðherra, sem var
ráðinn af dögum í Beirút í febrúar
2005.
Sýrlendingar neita því að þeir
hafi staðið fyrir morðunum á Hariri
og Gemayel.
Mikill mannfjöldi lét í ljós
reiði í garð Sýrlendinga
Reuters
Mannhaf Kista Pierre Gemayels borin að dómkirkju í Beirútborg þar sem hann var jarðsunginn í gær.
Um 800.000
manns söfnuðust
saman í Beirút
Í HNOTSKURN
» Með morðinu á PierreGemayel hafa sex at-
kvæðamiklir andstæðingar
sýrlenskra stjórnvalda verið
myrtir í Líbanon á síðustu
tveimur árum. Þeirra á með-
al var súnnítinn Rafiq Hariri,
fyrrverandi forsætisráð-
herra.
» Áætlað er að milljónmanna hafi safnast sam-
an í miðborg Beirút í mars
2005 til að mótmæla morðinu
á Hariri og það varð til þess
að Sýrlendingar neyddust til
að kalla herlið sitt heim.
» Sýrlenskar hersveitirhöfðu þá verið í Líbanon
í 29 ár.
Sameinuðu þjóðunum. AP. | Fjórar
milljónir nauðstaddra íbúa Darfur-
héraðs þarfnast aðstoðar hjálpar-
stofnana, að sögn Jans Egelands,
sem samhæfir hjálparstarf Samein-
uðu þjóðanna. Egeland sagði að
ástandið hefði versnað til muna í
Darfur að undanförnu vegna árása
arabískra vígasveita og uppreisnar-
hópa.
Fjöldi þeirra sem þarfnast aðstoð-
ar í Darfur hefur aukist úr einni
milljón árið 2004 í tvær milljónir ári
síðar, þrjár milljónir í vor og nú fjór-
ar milljónir.
Egeland sagði að miklar hörm-
ungar vofðu yfir héraðinu á næstu
vikum yrði ekki lát á átökunum.
Hann kenndi stjórninni í Súdan, ar-
abískum vígasveitum, sem hún styð-
ur, og uppreisnarhópum í Darfur um
ástandið. Hann gagnrýndi einnig
leiðtoga ríkja heims fyrir að hafa
ekki verndað saklaust fólk í héraðinu
þótt þeir hefðu lofað því á fundi á
vegum Sameinuðu þjóðanna í sept-
ember 2005.
Yfir 200.000 manns hafa beðið
bana og 2,5 milljónir manna flúið
heimili sín í Darfur frá því að vopn-
aðir hópar íbúa héraðsins hófu upp-
reisn gegn súdönsku stjórninni sem
er undir forystu araba. Stjórnin er
sökuð um að hafa gripið til þess ráðs
að gefa arabískum vígasveitum laus-
an tauminn í Darfur og átökin hafa
aukist frá því að stjórnin og einn
uppreisnarhópanna undirrituðu frið-
arsamning í maí. Eru arabísku víga-
sveitirnar sakaðar um að hafa ráðist
á þorp í Darfur, strádrepið íbúana,
nauðgað konum, rænt börnum og
kveikt í þorpunum.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, hefur hvatt til
þess að 17.000 hermenn og 3.000 lög-
reglumenn verði sendir til friðar-
gæslu í Darfur. Þar eru nú um 7.000
hermenn á vegum Afríkusambands-
ins en þeir hafa mátt síns lítils gegn
vígasveitunum.
Milljónir Darfur-búa
þarfnast aðstoðar
Varað við miklum hörmungum verði ekki komið á friði
Reuters
Fjöldaflótti Darfur-búar flykkjast
nú að landamærunum að Tsjad.
Addis Ababa. AFP. | Meles Zenawi, for-
sætisráðherra Eþíópíu, lýsti því yfir
í gær að stjórn landsins hefði lokið
undirbúningi
undir stríð við ísl-
amista í Sómalíu.
Sagði Zenawi við
þingheim, að ísl-
amistar, sem hafa
lýst yfir heilögu
stríði gegn eþíóp-
ískum her-
sveitum sem
gæta öryggis só-
mölsku stjórn-
arinnar innan landamæranna, væru
bein ógn við eþíópísku þjóðina.
Innan við klukkustund eftir að
forsætisráðherrann lét þessi orð
falla komu íslamistar saman í höf-
uðborginni Mogadishu, þar sem þeir
sögðust tilbúnir til að verja Sómalíu
og hrinda árás „stríðsþyrstrar Eþí-
ópíu“.
Eþíópísk stjórnvöld hafa vísað á
bug fullyrðingum Sameinuðu þjóð-
anna um að þau hafi sent þúsundir
hermanna yfir til Sómalíu; aðeins
hafi verið sendir nokkrir ráðgjafar á
sviði hermála til landsins.
Stjórnarandstaðan í Eþíópíu var
hins vegar ekki tilbúin til að sam-
þykkja ályktun sem hefði falið í sér
stuðning við orð forsætisráðherrans,
með þeim orðum að hún hefði jafn-
gilt stríðsyfirlýsingu.
Er óttast að Erítrea, sem er talin
hliðholl íslamistum, kunni að bland-
ast í átökin, brjótist þau út.
Eþíópíustjórn
búin undir stríð
Meles Zenawi
Ruda Slaska. AFP. | Vonir um að
finna einhvern þeirra fimmtán
námuverkamanna, sem saknað var
eftir sprengingu í Halemba-
námunni í pólska bænum Ruda
Slaska á þriðjudag, á lífi urðu að
engu í gær þegar björgunarmenn
fundu lík síðasta mannsins sem enn
var saknað.
Alls létust því 23 menn í slysinu
en þrír komust upp á yfirborðið af
sjálfsdáðum þegar gassprenging
varð í göngum á um 1.000 metra
dýpi. Þjóðarsorg var lýst yfir í Pól-
landi vegna slyssins og biðu ætt-
ingjar mannanna 15 á milli vonar
og ótta fyrir utan námuna eftir að
ljóst varð að sprenging hefði orðið.
Slysið í Ruda Slaska þýðir að hátt
í hundrað pólskir námuverkamenn
hafa týnt lífi í slysum og óhöppum
frá árinu 2003.
Enginn lifði af
slysið í Póllandi