Morgunblaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 33
Í GÆR var ég í heita pottinum,
einu sinni sem oftar, og ræddi þar
við ágætan mann sem er öryrki.
Hann sagðist heyra það á ráðamönn-
um að í dag ættu menn
ekki að kvarta, að rík-
isstjórnin segði fólki að
hér á okkar stórkost-
lega landi hefðu allir
það svo æðislega gott.
Hann glotti og sagði:
„Og þú, Kristján minn,
verður að muna það í
kosningabaráttunni að
maður má ekki vera
neikvæður – það er svo
djöfull leiðinlegt. Það
kýs enginn þann sem
kvartar,“ sagði þessi
ágæti maður og bætti
við: „Jú, vissulega hefur maður það
gott en það er erfitt að vera alltaf
skítblankur.“
Hann er í raun og veru bæði ör-
yrki og eldri borgari, þessi ágæti
maður, hann kemur sjaldan í pottinn
en ef hann mætir þá tekur hann mig
á eintal og fær að heyra hjá mér vís-
ur. Hann er vel gefinn en er yfirleitt
ekki að hafa sig mikið í frammi.
Þannig að þegar hann varð alvar-
legur á svip, í pottinum í gær, þá
vissi ég að undirniðri hlaut að
krauma.
„Kristján, nú ert þú að fara í fram-
boð og hvað ætlar þú að gera fyrir
öryrkja og ellilífeyrisþega?“ spurði
hann og áður en ég fékk svarað, hélt
hann áfram: „Ég á ekki nema 10.000
krónur afgangs þegar ég er búinn að
greiða fastan kostnað í mánuði
hverjum. Þessar 10.000 krónur
verða að duga fyrir mat og öllu sem
mig vanhagar um,“ sagði þessi aldr-
aði öryrki og bætti við: „Svo er það
þannig að ef maður vinnur eitthvað
þá skerðast bæturnar. Ef ég ætti
konu þá mætti hún varla vinna nokk-
urn skapaðan hlut, því mínar bætur
myndu þá skerðast. Og svo er þetta
allt svo flókið, þetta heitir allt svo
mörgum nöfnum: tryggingabætur,
heimilisuppbót, sérstök heimilis-
uppbót, tekjutrygging, fjárhagslegt
hagræði og hvað þetta heitir nú allt,“
sagði þessi ágæti pottverji og dæsti.
Ég var að undirbúa spurningu
þegar hann hélt áfram ræðu sinni:
„Og svo er alveg hellingur af fólki
sem misnotar sér kerfið, fólk sem er
ekkert veikt og fólk sem vinnur
svart. Fólk … jafnvel fullfrískir út-
lendingar eru með sölubása niðrí bæ
og fá svo fullar bætur frá ríkinu. Á
sama tíma er maður
neyddur til að vera í
gildru fátæktar og er
ég þó ábyggilega fær
um að leggja þjóðinni
lið. Ég get örugglega
gert eitthvað mark-
verðara en glápa útum
gluggann.“
Fullyrðingarnar
voru sláandi.
Þegar ég spurði
frekar útí orðræðuna
og fékk sláandi svör,
spurði ég sjálfan mig:
Erum við kannski að
ræða um kerfi sem gengur ekki upp?
Eitthvað hlýtur að hafa farið úr-
skeiðis í okkar frábæra ferli.
Þessi aldraði pottverji hafði alla-
vega lagt það til að ég kæmi málinu á
framfæri. Og í bílnum á leiðinni heim
sagði ég við sjálfan mig: Nú þarf að
skrifa grein.
Ég er þannig þenkjandi að ég trúi
því ekki fyrr en ég tek á því að fólk
misnoti kerfið. Ég á erfitt með að
átta mig á því hvort misnotkunin er
framkvæmanleg vegna einlægs
brotavilja eða vegna sinnuleysis
þeirra sem eiga að fara með eftirlits-
hlutverk. Ja, nema báðir þættir ráði
för. Og svo má auðvitað spyrða
þessa tvo þætti í einn og halda því
fram að kerfið sjálft, með sínum
skerðingarákvæðum og flóknum
reglum, sé sá þáttur sem kemur
fólki í fjötra fátæktar og getur
hreinlega orðið hvati þess að fólk
fari á bakvið laganna hljóðan.
Ég veit ekkert hvernig eftirlits-
þættinum er sinnt af hálfu hins op-
inbera, þ.e.a.s. þeim þætti sem snýr
að fullyrðingum pottverjans um að
fólk misnoti bótakerfið. En ég þykist
vita að eflaust sé fólk í þeirri deild að
reyna að vinna vinnuna sína.
Það sem ég sé aftur á móti að
hljóti að mega færa til betri vegar,
er sá þáttur sem snýr að skerðing-
arákvæðum og að skilgreiningu alls
sem snertir greiðslur til öryrkja og
þeirra sem eru í þann mund að ljúka
starfsævinni.
Ég segi það hér og nú, við pott-
verjann og ykkur hin, að ég get ekki
sett neikvæðan stimpil á fólk vegna
örorku þess eða aldurs – get ekki lit-
ið á neinn mann sem auman þiggj-
anda eða bótaþega. Ég get einfald-
lega ekki séð það fyrir mér að
öryrkjar og aldraðir séu að þiggja
ölmusu frá þeim sem fullfrískir eru
sagðir vera. Þetta fólk á rétt á
greiðslum vegna skertrar starfsgetu
og þessu fólki má ekki refsa með
skerðingarákvæðum. Hér hafa allir
jafnan rétt og hér eiga allir að fá
sömu tækifærin. Við megum ekki
setja verðmiða á virðingu og við-
urkenningu sjálfsagðra mannrétt-
inda.
Við erum hér að tala um sam-
félagslegar skyldur og sjálfsögð
réttindi hvers og eins til að taka þátt
í lífinu. En þegar þessi staðreynd er
skoðuð, sjáum við að það er ekkert
annað en ömurleg forræðishyggja
stjórnvalda sem viðheldur þeirri
smán að fólki með skerta starfsgetu
skuli nánast meinað að sækja á
vinnumarkað í von um betra líf.
Við greiðum í lífeyrissjóð og við
búum við ýmsa þá samtryggingu
velferðarþjóðfélagsins sem á að
koma okkur til góða ef starfsgeta
skerðist. Það eru því sjálfsögð rétt-
indi hvers og eins að reyna að gera
sitt besta. Þann rétt má ekki útiloka
með einum eða neinum hætti.
Ekki ætla ég að kvarta, ég hef það
svo grefilli gott. En ég veit að það er
til fólk hér á landi sem hefur það
skítt og þetta fólk er yfirleitt sá hluti
þjóðarinnar sem við ættum hvað
helst að hlúa að.
Það hafa það allir
gott nema sumir …
Kristján Hreinsson
fjallar um málefni
öryrkja og eldri borgara
» ...ég veit að það er tilfólk hér á landi sem
hefur það skítt og þetta
fólk er yfirleitt sá hluti
þjóðarinnar sem við
ættum hvað helst að
hlúa að.
Kristján Hreinsson
Höfundur er skáld og býður sig fram í
2. sæti á lista í forvali VG á höf-
uðborgarsvæðinu.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR
og Vinstri grænir eiga ótrúlega
margt sameiginlegt: Báðir eru
jákvæðir jafnaðarflokkar með
sannferðugan feril í raun, þótt
annar fari betur með þessa
staðreynd en hinn.
Formenn þessara flokka eiga
það sameiginlegt öðrum flokks-
formönnum að líta af einlægni
niður til andstæðinga sinna og
vita allt betur. Annar formað-
urinn er þó faglegri í persónu-
kenndu skítkasti. Hinum lætur
eðlilegt pirrelsi betur.
Báðir flokkarnir hafa miklar
mætur á mannsnafninu Árni og
gera oft veg slíkra meiri en efni
standa til.
Hin mjúku gildi lífsins eru
jafn hugleikin báðum flokkum,
um launamisrétti kynjanna hafa
þeir verið sammála í 40 ár.
Vægi gamalla orða á ekki að
skipta miklu máli fyrir svo um-
burðarlynda pólitíska flokka.
Hin löngu liðna andlega stritk-
reppa sósíalismans og hefð-
bundinn hroki og sjálfdrýldni
hægri aflanna í stærri flokkn-
um, hljóta því senn að víkja fyr-
ir því bróðurþeli, sem nú má
merkja í ummælum ýmissa leið-
toga beggja þessara flokka.
Bragi Kristjónsson
Vægi orða
Höfundur er bókakaupmaður.
NÚ ÞEGAR jólin nálgast dynja á
okkur af æ meiri þunga skilaboð um
nauðsyn þess að láta frá okkur launin
okkar til að kaupa vörur. Sölumenn
og auglýsendur keppast sem aldrei
fyrr við að reka áfram neytendur með
því að höfða til sektarkenndarinnar.
Hvernig er annars hægt að sýna fjöl-
skyldu og vinum virð-
ingu? Þessu er auðvit-
að auðsvarað ef við
tökum okkur tíma til að
íhuga: Eyðum tíma
með þeim í stað pen-
inga.
Þann 25. nóvember
nk. minnumst við þess
að við fæddumst ekki
til þess eins að kaupa,
að við erum meira en
neytendur. Við gerum
þetta með því að velja
að kaupa ekkert í sólar-
hring. „Kaupum ekk-
ert“ dagurinn hefur
verið haldinn frá því
1992, fyrst í Kanada, og
er nú haldinn hátíðleg-
ur um heiminn allan.
Á þessum degi get-
um við einsett okkur að
snúa baki við neyslunni
og lifað lífinu í staðinn.
Þeir sem taka þátt í
„Kaupum ekkert“ deginum eru um
leið að véfengja þá mýtu auglýsenda
að sá gjörningur að kaupa vörur auki
á einhvern hátt lífsfyllingu eða veiti
varanlega hamingju.
Hvað er vandamálið við neyslu?
Við eyðum ævinni í að vinna leið-
inlega vinnu til að geta keypt hluti
okkur til framfærslu. Suma hluti sem
við kaupum getum við ekki verið án.
Við getum ekki lifað án fæðu, klæða
og húsnæðis og við viljum sjá fyrir af-
komendum okkar og byggja upp
samfélagið. Þetta er gangur lífsins.
En flest okkar ganga lengra en þetta.
Við kaupum og neytum miklu meira
en við þurfum. Margir eiga dýr hús-
gögn, fjárfreka bíla, kaupa tæki og tól
sem við notum til að gleyma að við
séum til (sjónvörp, leikjatölvur, nýj-
asta margmiðlunardraslið etc.).
Neyslan hefur orðið svo gegndarlaus
á vesturlöndum að jörðin hefur ekki
við; við göngum sífellt á auðlindir
hennar enda hefur alþjóðasamfélagið
ályktað um minnkun neyslu trekk í
trekk án árangurs. Kaflinn um neyslu
í málefni 21 í Ríósáttmálanum 1992
felur meðal annars í sér eftirfarandi:
„Aðalástæða hinnar sívaxandi eyð-
ingu á náttúru heimsins er hið ósjálf-
bæra hegðunarmynstur neyslu og
framleiðslu en hún er mikið áhyggju-
efni sem veldur fátækt og ójöfnuði.“
Þegar við verslum ættum við að
hafa í huga:
Þurfum við þennan hlut í raun-
inni?
Hvar var hann framleiddur
(þurfti að flytja hann langa leið, fengu
verkamenn skammarlega lág laun
fyrir, fylgdi umhverfismengun gerð
hans, var hann prófaður á dýrum…)?
Viljum við þurfa að vinna í x
langan tíma til að eignast hann?
Tilgangurinn með því að halda upp
á þennan dag er ekki síst sá að við
hugsum vandlega um það hvaða áhrif
neysla okkar getur haft á heiminn og
lífríki hans. Hráefnið og fram-
leiðslutæknin sem eru notuð til að
framleiða margar af vörunum sem við
kaupum hafa gjarnan átt þátt í að
valda mengun, eyðingu náttúrunnar,
auka notkun orku og
notkun lítilla hluta af líf-
um þeirra sem bjuggu
hlutinn til (mínútum af
lífi fólks). Flutningur á
vörunum erlendis frá
getur einnig mengað
umhverfið og slíkt er
óþarft ef hægt er að
kaupa þær innanlands.
Sem neytendur ættum
við að skoða hvaðan vör-
urnar koma og hvaða
fyrirtæki búa þær til.
Líf eða vörur
Það fé sem þú lætur
frá þér til að kaupa
vörur fékkstu með því
að selja vinnuafl þitt;
tímabil úr lífi þínu sem
þú færð aldrei aftur;
tíma sem þú hefðir get-
að notað til að njóta lífs-
ins. Vörurnar kaupir þú
með lífi þínu. Þess vegna
er sagt að því meira sem þú kaupir,
því minna af lífi heldur þú eftir.
Peningar neyða þá sem eiga þá
ekki að selja sjálfa sig með líkama og
sál – að selja vinnugetu sína. Maður
sem neyðist til að gera slíkt er ekki
frjáls. Til að koma sér upp eignum
selur maðurinn sjálfan sig til að eign-
ast eitthvað sem annar á. En þeir
hlutir sem við getum ekki keypt eru
e.t.v. einu hlutirnir sem eru þess virði
að eltast við.
En þetta eru ekki skilaboðin sem
auglýsendur vilja að við fáum. Fólk er
þess í stað hvatt til að kaupa eins mik-
ið og það mögulega getur. Skilaboðin
geta verið sannfærandi, en oft röng.
Okkur er t.a.m. sagt að gegndarlaus
neysla skapi hagvöxt. En hafa allir
íhugað hvað hagvöxtur er og hvort
hann einn og sér sé ætíð af hinu góða.
Höfum í huga að í hvert skipti sem
stórfelld eyðilegging á sér stað, vegna
náttúruhamfara, stríðs o.s.frv. verður
til hagvöxtur þar sem fé er eytt í upp-
byggingu. Ekkert nýtt er búið til og
eyðileggingin er hið eina sem hefur
gerst. Látum ekki blekkja okkur með
mýtunni um hagvöxt. Þetta er kjör-
inn tími til að halla okkur aftur og
meta hvaða ástæður við höfum fyrir
neyslunni og hvaða þörf við erum að
uppfylla með henni.
Þeirri hugmynd ber að hafna að
ætíð þurfi að kaupa það sem þarf eða
vantar. Leita ætti leiða til að leysa að
sjálfsdáðum verkefni sem annars eru
afgreidd með krafti auðmagnsins.
Fólk er meira en vinnuþrælar og
neytendur. Endurheimtum lífið,
kaupum ekkert.
Kaupum ekkert
Jón Karl Stefánsson
fjallar um lífsstíl
Jón Karl Stefánsson
» Fólk ermeira en
vinnuþrælar og
neytendur.
Endurheimtum
lífið, kaupum
ekkert.
Höfundur er sjálfstæður
atvinnurekandi.
Í DAG er mikilvægt skref tekið
til þess að tryggja einingu í sam-
félagi í framtíðarinnar.
Fulltrúar stærstu trú-
félaga landsins munu
koma saman kl. 15 í
Ráðhúsi Reykjavíkur
og staðfesta formlega
stofnun og stefnulýs-
ingu Samráðsvett-
vangs trúfélaga á Ís-
landi. Forseti Íslands
og formaður mann-
réttindanefndar
Reykjavíkurborgar
munu jafnframt flytja
ávörp.
Markmið samráðs-
vettvangsins er að stuðla að um-
burðarlyndi og virðingu milli fólks
með ólík lífsviðhorf og ólík trúar-
brögð svo og ólíkra trúarhópa og
standa vörð um trúfrelsi og önnur
mannréttindi. Samráðsvettvang-
urinn veitir leiðtogum og fulltrúum
trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um
trúarleg efni tækifæri til að kynn-
ast, stuðlar að málefnalegum sam-
skiptum milli þeirra, liðkar fyrir
miðlun upplýsinga og hjálpar þeim
að ræða sameiginleg
hagsmunamál á borð
við aðgengi að trúar-
legri þjónustu á op-
inberum vettvangi og
taka á vandamálum
sem upp kunna að
koma, svo sem í
tengslum við einelti,
óeirðir, styrjaldir, nátt-
úruhamfarir eða slys.
Þrettán trúfélög
standa að formlegri
stofnun Samráðsvett-
vangsins, en auk þeirra
mun Alþjóðahúsið eiga
áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og
tillögurétt á fundum. Öll skráð trú-
félög munu eiga kost á aðild að
Samráðsvettvanginum í framtíðinni,
óskráð trúfélög og lífsskoðunarfélög
sem skírskota til trúar eða fullyrða
um trúarleg efni án þess að kenna
sig við trú geta sótt um aðild að
samráðsvettvanginum og einnig
geta óháð félagasamtök, nefndir eða
stofnanir fengið aukaaðild að vett-
vanginum með málfrelsi og til-
lögurétt á fundum.
Á tímum örra þjóðfélagsbreyt-
inga er mikilvægt að lykilaðilar gefi
sér tíma til þess að ræða sameig-
inleg hagsmunamál og álitamál.
Með vaxandi fjölbreytni í samfélag-
inu þurfa allir að leggja nokkuð á
sig til að kynnast öðrum sjón-
armiðum en sínum eigin og koma til
móts við breytingar í umhverfinu.
Þetta á ekki síst við um trúmál.
Allir eru velkomnir á fundinn í
dag og ég hvet fólk til þess að koma
og taka þátt i þessum tímamóta-
viðburði.
Samráðsvettvangur trúfélaga
Einar Skúlason minnir
á fund Samráðsvettvangs
trúfélaga á Íslandi
»Markmið samráðs-vettvangsins er að
stuðla að umburðarlyndi
og virðingu milli fólks
með ólík lífsviðhorf og
ólík trúarbrögð svo og
ólíkra trúarhópa.
Einar Skúlason
Höfundur er framkvæmdastjóri Al-
þjóðahússins og upplýsingafulltrúi
Samráðsvettvangs trúfélaga.
Fáðu úrslitin
send í símann þinn