Morgunblaðið - 24.11.2006, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 35
Ármúli 26 / Sími 522 3000 / www.hataekni.is
P
IP
A
R
• S
ÍA
• 6
0
5
3
1
YAMAHA RX-N600
6 x 145 W, 4 ohms, 1kHz, 0,7%THD
Tengjanlegur við internet
Verð: 79.995 kr.
YAMAHA RX-V2700
7 x 200W, 4 ohms, 1kHz, 0,7%THD
Uppskölun í HDMI: 576p, 720p eða1080i
Verð: 169.995 kr.
YAMAHA RX-V659
7 x 150 W, 4 ohms, 1kHz, 0,7%THD
EISA verðlaunamagnari 2007
Verð: 69.995 kr.
Komdu í Hátækni og heyrðu betur það sem við höfum að segja um Yamaha heimabíómagnara.
ÉG FAGNA því að taka þátt í
fyrsta prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Norð-
austurkjördæmi til al-
þingiskosninga. Ég býð
fram krafta mína til að
veita listanum forystu
og leiða þá miklu vinnu
sem framundan er. Ég
treysti flokkssystkinum
mínum fullkomlega til
að stilla upp sterkum og
sigurstranglegum lista
og leggja þannig grunn-
inn að glæstum sigri í
vor. Von mín er sú að
þátttakan í prófkjörinu
verði með eindæmum góð þannig að
niðurstaðan endurspegli sem best
vilja sjálfstæðisfólks í kjördæminu.
Óviðunandi staða
Við sjálfstæðismenn í Norðaust-
urkjördæmi þurfum að ganga vask-
lega fram því okkar bíður ærið verk-
efni. Í síðustu alþingiskosningum
var Sjálfstæðisflokkurinn næst-
stærsti flokkurinn í kjördæminu, á
eftir Framsóknarflokknum, og ein-
ungis sjónarmun á undan Samfylk-
ingunni. Sú staða þessa langbesta
stjórnmálaflokks landsins er að mín-
um dómi óviðunandi. Við þurfum svo
sannarlega að bretta upp ermarnar
og reka af okkur slyðruorðið.
Ég er reiðubúinn til að stýra því
verki sem við þurfum
að vinna til að Sjálf-
stæðisflokkurinn
verði á ný forystuafl í
þessu góða og gjöfula
kjördæmi. Ég sætti
mig ekki við neitt
minna en að Sjálf-
stæðisflokkurinn end-
urheimti forystu-
hlutverk sitt í
kjördæminu í kosn-
ingunum á vori kom-
anda og veit að flokks-
systkini mín eru mér
sammála um það.
Verk að vinna!
Við sjálfstæðismenn höfum verk
að vinna! Fyrsta skrefið er að setja
saman sigurstranglegan lista í próf-
kjörinu og mynda breiðfylkingu að
baki honum. Næsta skref er svo að
setjast yfir málin og skerpa áhersl-
urnar. Sé vel að verki staðið óttast
ég ekki dóm kjósenda í vor því Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur sýnt það með
verkum sínum að hann á allt gott
skilið.
Við skulum stíga fyrsta skrefið
núna. Það gerum við með því að
mæta á kjörstað og kjósa. Sýnum
viljann í verki og göngum samstillt
til sigurs!
Samstillt til sigurs
Kristján Þór Júlíusson hvetur
íbúa Norðausturkjördæmis til
að taka þátt í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins
»Ég býð fram kraftamína til að veita list-
anum forystu …
Kristján Þór Júlíusson
Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri
og býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Norðaust-
urkjördæmi.
ÉG HORFÐI á Silfur Egils fyrir
skömmu og sá ótrúlega umræðu um
innflytjendamál. Magnús Þór Haf-
steinsson, varaformaður Frjálslynda
flokksins, hélt því fram að innflytj-
endur væru orðnir „vandamál“ hér á
landi. Þegar hann var spurður um
dæmi sagði hann ýmsar sögur af því
sem hann hefur heyrt og vitnaði í al-
mennan orðróm.
Já, „sögur“; það er alltaf hægt að
vitna í orðróm þegar maður getur
ekki stuðst við staðreyndir. Hér er
ein staðreynd: atvinnuleysi á Íslandi
hefur minnkað frá tæpum 2% í sept-
ember 2005 niður 1% í dag, þrátt fyr-
ir þetta „ógnandi“ vandamál frá 1.
maí sl., þegar Ísland opnaðist fyrir
nýjum ESB-löndum. Magnús Þór
talaði um þetta „flæði“; af fólki sem
streymir inn í landið, og lét í veðri
vaka að það væri að stela störfum frá
Íslendingum. Hvernig er hægt að
segja þetta þegar fleiri störf eru til
nú en fyrir ári síðan?
Svarið er einfalt: Magnús Þór er
að reyna að hræða fólk til þess að ná
stuðningi og vinna sér fylgi. Þetta
var undirstrikað með ýmsum rang-
færslum sem hann hélt á lofti. Hann
talaði um múslima sem
„þekkja ekki okkar
menningu og þekkja
ekki okkar tungumál“.
Á hverju átti hann von,
að fólk lærði allt um ís-
lenska menningu og
færi á íslensku-
námskeið erlendis áður
en það kæmi til lands-
ins? Og hvað kemur
trú þessu máli við?
Hann talaði líka enda-
laust um hvað við vær-
um lítil þjóð sem þyldi
ekki fleiri innflytjendur og hvernig
við værum ekki fjölmenningarlegt
land. Á hvaða öld lifir hann eig-
inlega? Hann sagði líka frá því
hvernig sumir „þurfi ekki að læra ís-
lensku“. Alþingismaðurinn hefur
greinilega ekki kynnt sér lög lands-
ins í þessum efnum, þar sem stendur
að innflytjendur séu skuldbundnir til
að stunda 150 klukkustunda nám-
skeið í íslensku til þess að fá dvalar-
og atvinnuleyfi. Og fyrirgefið, það er
líka bráðnauðsynlegt að læra ís-
lensku ef maður ætlar sér að gera
meira á Íslandi heldur en að þrífa
skrifstofur eða vinna í frystihúsi.
Svona fór það. Magnús Þór segir
eitt, en veruleikinn er allt annar.
Svona tala þjóðernissinnar og ras-
istar, um allan heim.
Ef maður les grein
sem Magnús Þór skrif-
aði hinn 3. nóvember sl.
á vefsíðunni hans, er
hægt að sjá nokkur
línurit, kort og gröf sem
benda á hvernig inn-
flytjendum hefur fjölg-
að hér á landi, án þess
að benda á að atvinna
hefur aukist – ekki
minnkað – á sama tíma.
Markmið hans virðist
það eitt að hræða fólk.
Kjarni greinarinnar er að fólk frá
Austur-Evrópu (sem er oft notað til
að vekja upp kaldastríðstilfinningar)
vinnur fyrir lægri laun en Íslend-
ingar, þannig að íslenskir verka-
menn gætu misst vinnuna. Eins og
ég átti von á getur Magnús hins veg-
ar ekki sagt hversu margir Íslend-
ingar hafa misst starf sitt vegna
þessa. En það er ekki meginmálið?
Málið er hverjum er um að kenna og
hverjir bera ábyrgð á þessu? Ekki
þeir sem borga launin, ó, nei: sam-
kvæmt Magnúsi er það innflytjand-
anum sjálfum að kenna hvað hann
fær lítið borgað – hann ber sjálfur
ábyrgð á láglaunastefnunni!
En eru það ekki bæði stéttarfélög
og atvinnurekendur sem bera
ábyrgð á því að sjá til þess að verka-
menn fái borgað samkvæmt lögum?
Jú, reyndar, en það er miklu auð-
veldara að skella skuldinni á útlend-
inga, og benda á fólk sem er aðeins
að reyna að búa sér betra líf og betri
menntun fyrir börnin sín, og segja að
þetta fólk sé vandamálið. Það tekur
vinnu og orku að efla eftirlit með at-
vinnurekendum, og sjá til þess að
innflytjendur þekki sín sjálfsögðu
réttindi. En nei, í stað þess er sagt að
þetta fólk eigi að reka úr landi.
Lausn Magnúsar, sem hann sagði frá
í Silfri Egils, er að setja upp meira og
flóknara innflytjendaeftirlit. Það er
ekki bara peningasóun heldur mundi
það ekki leysa vandamálin.
Lausnin er m.a. þessi: ASÍ er búið
að taka saman frábæran bækling
fyrir innflytjendur, þýddan á rúm-
lega 20 tungumál, sem útskýrir rétt-
indi þeirra. Þessar upplýsingar þurfa
að komast í hendur hverrar einustu
manneskju sem flytur til landsins. Á
sama tíma er þarft að efla eftirlit og
gera meira til að sjá til þess að at-
vinnurekendur borgi öllum starfs-
mönnum sínum samkvæmt lögum.
Refsa verður þeim sem misnota að-
stöðu sína og brjóta lög í þessum efn-
um. Það væri bæði ódýrara, skilvirk-
ara og áhrifameira en
þjóðernissinnadraumur Magnúsar
Þórs.
Það er ennþá nóg pláss fyrir fleiri
hér á landi, sem vinna, borga skatta
inn í kerfið, byggja upp landið með
okkur og auðga fjölmenningu sem
gerir landið okkar betra fyrir alla.
Sem betur fer eru flestir Íslendingar
sammála því. Það er sorglegur dagur
þegar stjórnmálamenn reyna að nota
óraunhæfan ótta og hræðsluáróður
til að ná stuðningi landsmanna.
Þjóðernisdraumur Magnúsar Þórs
Paul F. Nikolov gerir at-
hugasemdir við málflutning
Magnúsar Þórs Hafsteinssonar
»Magnús Þór er aðreyna að hræða fólk
til þess að ná stuðningi
og vinna sér fylgi.
Paul F. Nikolov
Höfundur er frambjóðandi í forvali
VG
TENGLAR
..............................................
http://paulfnikolov.blogspot.com/
Sagt var: Það voru fulltrúar tveggja samtaka.
RÉTT VÆRI: … fulltrúar tvennra samtaka.
SNOTRARA VÆRI ÞÓ: … fulltrúar frá tvennum samtökum.
(Ath.: Eintala af orðinu samtök (eitt samtak, samtakið) er ekki til.)
Gætum tungunnar
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn