Morgunblaðið - 24.11.2006, Síða 28

Morgunblaðið - 24.11.2006, Síða 28
Meðlæti Kartöflugratínið er af- skaplega girnilegt ásýndar. Heimalagaður Ísinn góði er alltaf á aðfangadag og er þá með möndlu í. Ég hef alltaf haft brennandiáhuga á matargerð, alvegfrá því ég man eftir mér,“segir Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir glaðlega. Áhuginn fékk líka svo sannarlega byr undir báða vængi þegar hún bjó í Sviss þar sem hún lagði stund á meistaranám í blaðamennsku og fjölmiðlafræði. Úr- valshráefni, ferskt og brakandi, var mjög aðgengilegt, flutt í bæinn af bændunum tvisvar í viku og selt á mörkuðum. Eldamennskan bar því keim af árstíðunum og því sem í boði var hverju sinni. Hún segir gott hrá- efni skipta miklu máli, það sé skemmtilegra að elda úr því og bragðið skili sér alla leið. „Íslenskt hráefni er afskaplega gott og jafnvel hægt að tala um lífrænt ræktað í því samhengi. Kjötið er frábært og fisk- urinn okkar er sá langbesti sem ég hef smakkað.“ Þau bjarga sér alveg án mín … Það er deginum ljósara að Jóhanna Vigdís hefur unun af matreiðslu og í eldhúsinu líður henni vel. „Það má eiginlega segja að þetta sé minn stað- ur.“ Hún segist að langmestu leyti sjá um eldamennskuna á heimilinu. Þeg- ar hún er fjarverandi á matmáls- tímum við að lesa fréttir eða þegar vinnan kallar á langa daga reynir á eiginmanninn að gefa börnunum fjór- um að borða. „Ég er þó oft búin að gera allt klárt áður en ég fer í vinn- una og þau þurfa bara að setja mat- inn í ofninn eða skella honum á pönn- una.“ – Fær þá enginn að spreyta sig í eldhúsinu? „Jú, jú – maðurinn minn er fínasti kokkur og stundum eldum við öll saman, útbúum vefjur (fajitas) eða bökum pítsu, og þá býr hver og einn til sitt svæði með uppáhaldsáleggs- tegundunum. Þetta finnst krökk- unum ofsalega gaman. Ég hef alveg farið í burtu í marga daga og þau eru bara í býsna góðum málum þegar ég kem heim! En eins og ég sagði áðan finnst mér þetta óskaplega gaman og þetta er svo að segja mitt áhugamál.“ Var að elda í allt sumar Á næstu dögum kemur út bók með uppskriftum Jóhönnu Vigdísar. Bók- in hefur verið í tíu ár í bígerð og eftir að Jóhanna fór með hana í JPV bóka- forlagið, sem var til í slaginn með henni, hefur eldhúsið verið hennar aðalíverustaður. „Ég var að elda í allt sumar og haust.“ Matmálstímann sjálfan segir hún ekki síður mik- ilvægan en matinn. Nauðsynlegt sé að staldra aðeins við í erli dagsins, gefa sér tíma til að tala saman og fara yfir það sem ber á góma hjá hverjum og einum. Þetta sé samvera sem fólk eigi að gefa sér tíma í og það eigi ekki að sætta sig við að borða skyndibitamat í bílnum. „Mat- reiðslan þarf ekki að vera flókin og eftir því sem fólk æfir sig meira, því leiknara verður það með hráefnið.“ Jóhanna Vigdís bendir á að oft sé einfaldleikinn bestur og engin sér- stök vísindi á bak við bragðgóðan mat. Að því sögðu ber hún á borð dýrindis ís, heimalagaðan, með fersk- um jarðarberjum og glettilega góðri sósu. Nautalund með grænmeti (fyrir 4) 800 g nautalund salt pipar rósmarín dijon-sinnepssmjör til steikingar og vel af því! 1 gul paprika 1 rauð paprika 1 græn paprika 1 stór laukur 3 til 4 hvítlauksrif 1 askja íslenskir sveppir Hreinsið nautalundina af sinum, kryddið með salti, pipar og rósmarín og penslið sinnepi á hana alla. Mér finnst alltaf best að nota hendurnar, þá nær maður á alla staði. Bræðið smjörið (a.m.k. 50 g) á pönnu og steikið lundina vel á öllum hliðum svo hún lokist vel. Takið hana af pönn- unni og setjið í eldfast mót. Skerið paprikur, lauk, hvítlauk og sveppi smátt. Bræðið aðeins meira smjör á sömu pönnu og steikið allt grænmetið í því, svo það verði allt mjúkt. Þegar því er lokið kryddið þið allt grænmetið með rósmarín og setj- ið það svo yfir nautalundina í eldfasta mótinu. Setjið í 180°C heitan ofn og steikið þar til lundin er tilbúin. Það fer auðvitað eftir smekk en eftir um það bil 20 mínútur er hún svona með- alsteikt og svo má reikna tímann út frá því. Kartöflugratín með brokkólíi 1 kg forsoðnar kartöflur (eða afgang- urinn frá deginum áður) 1 til 2 stilkar brokkólí salt pipar 1 laukur olía 200 g rifinn ostur 2½ dl matvinnslurjómi gráðaostur (má sleppa) Skerið kartöflurnar í sneiðar og raðið þeim í eldfast mót sem hefur verið smurt með olíu. Skerið brokk- ólíið smátt og raðið því inn á milli kartaflnanna, saltið og piprið. Skerið laukinn smátt, steikið í olíunni á pönnu og hellið yfir kartöflurnar. Stráið því næst rifnum osti yfir og hellið rjómanum yfir allt saman. Það er mjög gott að setja nokkrar klípur af gráðaosti yfir þennan rétt núna. Setjið í 170°C heitan ofn og bakið í 30 til 40 mínútur og berið fram með nautalundinni eða bara hverju sem er! Heimalagaður ís með jarðarberjum 6 egg 6 msk. sykur 1 peli rjómi 100 g Síríus rjómasúkkulaði 1 askja jarðarber Þeytið eggin og sykurinn í hræri- vél á miklum hraða svo úr verði freyðandi blanda. Setjið í skál. Þeytið rjómann vel og blandið honum saman við eggjahræruna. Blandið mjög vel og hellið síðan í tvö álform sem eru svona eins og sandkaka í laginu. Setj- ið í frysti fram að notkun. Bræðið súkkulaðið (ég nota Síríus rjómasúkkulaði) yfir vatnsbaði, setjið ísinn í skálar, hellið súkkulaðinu yfir og dreifið jarðarberjum með. Morgunblaðið/Sverrir Matgæðingur Hér er Jóhanna Vigdís með yngsta barnið, Sigríði Theódóru, sem er 20 mánaða. Lundin Steikt í smjöri. Hún býður upp á ljúf- fengt kaffi og kex sem hún sækir inn í ísskáp. Segir gott að geyma það þar í stutta stund, því þá verði það hæfilega stökkt. Aðspurð hvort hún nostri svona við allt brosir hún og segir: „Mér finnst bara svo gaman í eldhúsinu!“ Katrín Brynja Hermannsdóttir kíkti í heimsókn til Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur frétta- konu og kynntist nýrri hlið á henni. Matreiðslan þarf ekki að vera flókin Nánast tilbúið Nautalundin fer inn í ofn í um það bil 20 mínútur. Grænmetið Kryddað með rósmarín. matur 28 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.