Morgunblaðið - 24.11.2006, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 24.11.2006, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 53 dægradvöl Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík Sími 588 0200 –www.eirvik.is -hágæðaheimilistæki Miele þvottavélar Íslenskt stjórnborð Ný og betri tromla Verð frá kr. 114.800 -hreinn sparnaður 1. verðlaun í Þýskalandi W2241WPS vi lb or ga @ ce nt ru m .is 1. e4 c6 2. d4 d5 3. exd5 cxd5 4. c4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 e6 7. Rf3 Be7 8. c5 0-0 9. Bb5 h6 10. Bf4 Bd7 11. 0-0 Ra5 12. Bd3 b6 13. b4 Rb7 14. Ba6 Dc8 15. Re5 Re8 16. Hc1 bxc5 17. dxc5 f6 18. Rg6 Hf7 19. Rxe7+ Hxe7 Staðan kom upp í Íslandsmóti kvenna sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Skáksambands Íslands. Íslandsmeistarinn, Lenka Ptácní- ková (2.262) hafði hvítt gegn Hall- gerði Helgu Þorsteinsdóttur (1.765). 20. Rxd5! Hf7 21. c6 Bxc6 22. b5 exd5 23. bxc6 og svartur gafst upp. Lenka fékk fullt hús vinninga á mótinu en Hallgerður náði þriðja sætinu með 5 vinninga af 7 mögu- legum. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Veik vörn. Norður ♠106 ♥ÁK5 ♦Á1042 ♣ÁKG9 Vestur Austur ♠82 ♠ÁK9754 ♥D10432 ♥86 ♦G7 ♦K95 ♣7652 ♣108 Suður ♠DG3 ♥G97 ♦D863 ♣D43 Suður spilar 3G og fær út spaðaáttu. Austur hefur komið litnum sínum á framfæri og því spilar vestur út spaða. Sagnhafi sér átta slagi og ef hann er með röntgenaugu getur hann búið til slag á hjartasjöuna með því að spila fyrst gosanum og svo níunni. Þannig fellir hann áttuna aðra í austur, en slík spilamennska er fráleit fyrir menn með venjulega sjón. Þetta er enn eitt spilið frá landsliðskeppni Bandaríkja- manna í fyrrasumar og yfirleitt fóru 3G einn niður. Nema þar sem austur dúkkaði fyrsta slaginn. Tveir sagnhaf- ar fengu á sig þá vörn og nýttu tæki- færið vel. Þeir tóku laufslagina og ÁK hjarta. Austur má bara missa einn tígul og verður því að henda einum spaða, en þá er óhætt að senda hann þar inn til að spila frá tígulkóngnum í lokin. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 mýrarljós, 8 lýkur, 9 sælu, 10 hrós, 11 mæla fyrir, 13 líkams- hlutann, 15 ullarsnepla, 18 smákornið, 21 eykta- mark, 22 sverð, 23 rán- dýrs, 24 trassafenginn. Lóðrétt | 2 hrotti, 3 tæp- lega, 4 ull, 5 var fastur við, 6 sálmur, 7 kvenfugl, 12 erfiði, 14 háttur, 15 hægur gangur, 16 tapi, 17 dáið, 18 krók, 19 nísku, 20 boli. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 fjörs, 4 hadds, 7 nældi, 8 lófar, 9 get, 11 regn, 13 engi, 14 andar, 15 fálm, 17 rusl, 20 arg, 22 kopar, 23 arður, 24 reisa, 25 tórði. Lóðrétt: 1 fánar, 2 öflug, 3 seig, 4 holt, 5 dofin, 6 sorti, 10 eldur, 12 nam, 13 err, 15 fákur, 16 Lappi, 18 urðar, 19 lerki, 20 arða, 21 galt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 1 110 erlendir fjárfestar hafa keypthlut í Kaupþing banka í útboði. Hver er forstjóri Kaupþing banka? 2 Ísland er í öðru sæti á lista Eco-nomist yfir ríki þar sem lýðræði þykir vera mest. Hvaða ríki er í fyrsta sæti? 3 Skipafélag hefur boðað að þaðhyggist hefja strandsiglingar eft- ir áramót. Hvaða félag er þetta? 4 Nesútgáfa hefur gefið úr bók umfæreyska málarann Mikines. Hver er höfundurinn? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Eggert Magnússon og félagar hafa tekið yfir Lundúnaliðið West Ham, sögufrægt fé- lag og ýmsir goðsagnakenndir leikmenn hafa verið hjá félaginu í gegnum tíðina, þar á meðal þrír sem voru í heimsmeistaraliði Englendinga á sínum tíma. Hverjir voru þeir? Svar: Bobby Moore, Martin Peters og Goeff Hurst. 2. Dómtekið hefur verið mál dómara gegn ríkinu vegna afnáms úrskurð- ar kjaradóms í lok árs 2005. Hvaða dóm- ari er þetta? Svar: Guðjón St. Marteins- son. 3. Mikil krapastífla er í einu af helstu fljótum landsins. Hvaða fljót er það? Svar: Jökulsá á Fjöllum. 4. Avion Group hefur fengið nýtt en gamalkunnugt nafn. Hvað heitir félagið nú? Svar: Hf. Eimskipafélag Íslands. Spurt er… ritstjorn@mbl.is    MEGAS er eina ástæða þess að undirritaður minnist tónleika sem haldnir voru fyrir löngu til að safna fé til skógræktar, þeir hétu ,,Rokkskógar“, eða eitthvað svipað. Óvitað er hvar þau tré eru nið- urkomin, en karlinn með rauðu leð- urhúfuna stóð ásamt ógnvekjandi föruneyti og lék lag sem heitir Söngur um ekki neitt, lag sem enn er í miklu uppáhaldi og flutning- urinn á því þetta kvöld gleymist ekki. Á plötu sinni rifjar Magga Stína svolítið upp þennan tíma, þegar Megas kom aftur og gaf út fjórar plötur í röð, skrýtnar og stundum erfiðar, en frábærar. Tíma sem kannski fellur stundum í skuggann af ,,sígildu“ Megasarlögunum og plötunum, þeim sem hann gerði áð- ur en hann fór í sína sjálfskipuðu út- legð í kringum 1979. Á plötu Möggu Stínu er ekki bara Fílahirðirinn frá Súrín, heldur Enginn vegur fær, Aðeins eina nótt, og lagið Björt ljós, borgarljós. Fílahirðirinn, sem áður vakti óhug hjá mörgum, getur varla talist neitt annað en fallegt lag. Aðra sögu er að segja um Björt ljós, borg- arljós, lag sem fjallar um sveitapilt sem verður fyrir því óláni í borginni að drottningar bókstaflega vinda úr honum sakleysið. Lagið er hroll- vekjandi, jafnt í flutningi Möggu Stínu sem Megasar. Önnur lög, ný og gömul, heppnast líka vel og verða stundum að algjöru sælgæti. Lagið um óþarflega fund- vísi Ingólfs Arnarsonar (sem hefur átt vel við undanfarið), Óskin, sem er nýtt, og Enn (að minnsta kosti), þetta eru lög sem mann grunar að muni lifa lengur en þessi jól. Það eru margar ástæður fyrir því að platan er svona vel heppnuð; Magga Stína velur lögin vel, mikilvægara er að hún hefur góða tilfinningu fyrir því sem höfundurinn gerði, áherslur, ris og lægðir, allt er þetta gert af snyrtimennsku og lipurð. Þá eru það hljóðfæraleikararnir, Magga er heppin að hafa svo góða menn sér til aðstoðar, sérstaklega ber að nefna mjúkan og úfinn orgel- og hljóm- borðsleik Harðar Bragasonar. En Magga Stína er ekki Megas, og það veit hún, stundum hljóma textarnir eins og óviðeigandi, sungnir með bjartri og lagvísri röddu Möggu. Þetta er kannski kosturinn og gallinn, Magga Stína gefur lögum Megasar nýja vídd, útsetur upp á nýjan máta án þess nokkurn tíma að dauðhreinsa eða færa í auðmeltari búning, eins og svo algengt er á þessum síðustu og verstu tímum tö- kulagaplatna. Um leið vantar auð- vitað röddina sem upphaflega flutti, sem virðist manni stundum órjúf- anlegur hluti þrenningar, lagasmíða, texta og raddar, en þar með eru líka gallarnir upp taldir. Hrollvekjandi sælgæti TÓNLIST Geisladiskur Magga Stína syngur Megas, geislaplata Möggu Stínu. Á plötunni leika auk Möggu Stínu Kristinn H. Árnason, Þórður Högnason, Hörður Bragason, Matthías Hemstock og Kormákur Geirharðsson. Öll lög og textar eru eftir Megas. Disk- urinn var hljóðritaður í Geimsteini en Guðmundur Kristinn Jónsson, Ívar Ragn- arsson og Bjarni Bragi Kjartansson komu að hljóðblöndun. Magga Stína - Syngur Megas  Gísli Árnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.