Morgunblaðið - 24.11.2006, Side 52

Morgunblaðið - 24.11.2006, Side 52
52 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn GRETTIR VIÐ ÞURFUM AÐ FARA TIL DÝRALÆKNIS ÞAÐ ER KOMINN TÍMI TIL AÐ SPRAUTA ÞIG HVAÐ HELDUR HÚN EIGINLEGA AÐ ÉG SÉ, NÁLAPÚÐI? HÚN ER MEÐ NAMMI EF AÐ ÞÚ ERT TILBÚINN ÞÁ ER NÁLAPÚÐINN TILBÚINN ÞARNA ER HAFNA- BOLTALIÐIÐ MITT AÐ LÁTA RÚSTA SÉR... ... OG HÉRNA STENDUR ÞJÁLFARINN OG HORFIR Á LIÐIÐ SITT TAPA VEGNA ÞESS AÐ HANN GETUR EKKI SPILAÐ OG AF HVERJU EKKI? VEGNA ÞESS AÐ ÉG ÞARF AÐ ÝTA SYSTUR MINNI Í KERRU! ÞAÐ LÍKAR ENGUM VIÐ MIG SJÁÐU, ÉG LENTI Á EINHVERJU GRAFÐU ÞAÐ VARLEGA UPP HVAÐ HELDUR ÞÚ AÐ ÞETTA SÉ? LOSAÐU BARA DRULLUNA ÞETTA ER GOS- FLASKA LÍTTU Á MIÐAN, KANNSKI ER ÞETTA FORN GOSFLASKA HRÓLFUR, DREYMIR ÞIG EINHVERN TÍMANN UM AÐRAR KONUR NEI, MIG DREYMIR BARA UM EINA KONU! ROSALEGA ER ÞAÐ GOTT AÐ HEYRA HVAÐ ÆTLI JENNIFER ANISTON SÉ AÐ GERA NÚNA? GUÐ HJÁLPI ÞÉR! HVERNIG GENGUR AÐ BLOGGA? ÉG SENDI INN GREIN Í GÆR SEM BAR NAFNIÐ, „HVERNIG BÍTLARNIR EYÐILÖGÐU ROKKTÓNLISTINA“ OG ÉG HELD AÐ HÚN HAFI VAKIÐ ATHYGLY, ÉG ER BÚINN AÐ FÁ YFIR 100 SVÖR SÍÐAN Í GÆR GOTT, ÞÚ HLÝTUR AÐ VERA ÁNÆGÐUR JÁ... EN EKKI MEÐ MORÐ- HÓTANIRNAR MÉR HEFÐI ALDREI DOTTIÐ Í HUG AÐ ÞÚ HEFÐIR DULBÚIÐ ÞIG SEM ÞIG SJÁLFAN AF HVERJU KOMSTU ÞÁ Á TÖKUSTAÐINN? VILDI EIGINHANDARÁRITUN HJÁ KÓNGULÓARMANNINUM ÞAÐ ER ERFITT AÐ VERA FRÆGUR Alþjóðamálastofnun Há-skóla Íslands efnir til ráð-stefnu í dag, föstudag,undir yfirskriftinni Ný staða Íslands í utanríkismálum – Tengsl við önnur Evrópulönd. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við HÍ, er einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar: „Ísland hlaut aðild að Evrópska efnahagssvæðinu árið 1994,“ segir Gylfi. „Á ráðstefnunni ætlum við meðal annars að reyna að leiða í ljós hversu langt Ísland er komið inn í Evrópusambandið vegna EES-samningsins, og um leið spyrja hvort ástæða sé til að stíga skrefið til fulls og sækja um fulla aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru sem gjaldmiðil hér á landi.“ Fjöldi sérfróðra fyrirlesara tekur þátt í ráðstefnunni sem hefst með ávarpi Valgerðar Sverrisdóttur iðn- aðarráðherra. Þá mun Einar Bene- diktsson, fyrrv. sendiherra, lýsa samskiptum Íslands og Evrópu í sögulegu samhengi, og Róbert Spanó lögfræðingur fjallar um þær reglugerða- og lagabreytingar sem gerðar hafa verið frá 1994 vegna að- ildar Íslands að EES. Hagfræðingar annars vegar og stjórnmálafræðingar og sagnfræð- ingar hins vegar fjalla því næst um kosti og galla ESB-aðildar út frá ólíkum málaflokkum. Fyrstur mun Ágúst Einarsson, prófessor við viðskipta- og hagfræði- deild, fjalla um hver áhrif aðildar Ís- lands að ESB gætu verið á íslenskan landbúnað. Gylfi og Tryggvi Her- bertsson, formaður Hagfræðistofn- unar HÍ, flytja sitt erindið hvor um peningamálastefnu Evrópusam- bandsins, og kosti og galla evrunnar, m.a. í ljósi sjávarútvegsins. Þá mun Lilja Mósesdóttir, prófessor við Há- skólann á Bifröst, fjalla um möguleg áhrif ESB-aðildar á íslenskan vinnu- markað. Baldur Þórhallsson, prófessor við félagsvísindadeild, mun fjalla um hlutverk íslenskra stjórnmálamanna í umræðu um Evrópusambands- aðild, sem virðist nokkuð frábrugðið því sem gerist annars staðar í álf- unni. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor við hugvísindadeild, flytur erindið „Missa Íslendingar sjálf- stæðið við inngöngu í ESB?“ Úlfar Hauksson, aðjúnkt við fé- lagsvísindadeild, fjallar um stöðu ís- lensks sjávarútvegs í ESB frá sjón- arhorni stjórnmálafræðings og Valur Ingimundarson, prófessor við hugvísindadeild, flytur erindi um möguleika Íslands í varnarmálum með ESB-aðild. „Að loknum erindum fræðimanna taka til máls gestir frá tveimur Norðurlandaþjóðum og segja frá reynslu sinna landa af Evrópusam- bandsaðild: Annars vegar Harry Flam, prófessor við Stokkhólmshá- skóla, og hins vegar Markus Laht- inen, prófessor við Háskólann í Tampare,“ segir Gylfi, „en Svíar, ólíkt Finnum, hafa ekki tekið upp evruna þrátt fyrir aðild að Evrópu- sambandinu.“ Í lok ráðstefnunnar verða pall- borðsumræður með þátttöku full- trúa launafólks, landbúnaðar, sjávarútvegs, fjármálalífs og fyr- irtækja. Fundar- og umræðustjóri er Jóhanna Vilhjálmsdóttir. Fyrirlestrar eru um 10 mínútur að lengd, en stuttar ritgerðir fyrirles- ara verða aðgengilegar á vefsetri ráðstefnunnar og gefnar út síðar. Ráðstefnan er haldin í fundarsal Þjóðminjasafnsins og hefst kl. 12.30. Evrópumál | Ráðstefna Alþjóðamálastofn- unar um stöðu og framtíð Íslands í Evrópu Á Ísland erindi í Evrópu?  Gylfi Zoega fæddist í Reykja- vík 1963. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1983, Cand.- Oecon frá HÍ 1987, meistara- gráðu í hagfræði 1989 og doktors- prófi 1993 frá Columbiaháskóla í NY. Gylfi var prófessor við Birk- beck College 1993 til 2003. Árið 2003 var Gylfi skipaður prófessor við HÍ. Gylfi er kvæntur Möttu Skúladóttur hagfræðingi og eiga þau þrjá syni. EFTIR að ný þýðing Silju Aðal- steinsdóttur á hinni heimsfrægu skáldsögu Emily Brontë, Wuthering Heights, kom út í lok október hafa, að sögn bókaforlagsins Bjarts, fjöl- margir lesendur haft samband við útgáfuna. Bókin hefur hingað til ver- ið þekkt á Íslandi undir titlinum Fýkur yfir hæðir en nýja þýðingin ber sama nafn og á frummálinu. Að gefnu tilefni hafa Bjartur og þýð- andinn Silja Aðalsteinsdóttir gefið frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Bókin Wuthering Heights eftir Emily Brontë kom út í íslenskri þýð- ingu Sigurlaugar Björnsdóttur árið 1951 og nefndist þá Fýkur yfir hæð- ir. Það er óneitanlega glæsilegur tit- ill en þótti samt ekki hæfa þessari nýju þýðingu sögunnar. Megin- ástæða þess er sú að hann tengist ekki bókinni, er ekki þýðing á titli hennar eða vísar inn í hana. Þvert á móti vísar hann í alþekkt ljóð eftir Jónas Hallgrímsson, „Móðurást“, og kallar ósjálfrátt fram myndir úr því. Í öðru lagi vegna þess að Wuthering Heights er eiginnafn, nafnið á býlinu sem er miðlægt í sögunni og eigin- nöfn er ekki endilega venja að þýða. Oliver Twist heitir ekki Ólafur Teitsson hjá okkur. Nafnið á býlinu er óþýtt í gömlu þýðingunni, þar heitir það Wuthering Heights, titill- inn er sjálfstætt viðhengi. Nafnið er útskýrt snemma í sögunni (bls. 6 í nýrri þýðingu) þar eð það er líka framandi fyrir enskumælandi fólk: „Býli Heathcliffs heitir Wuthering Heights eða Vindheimar. „Wuther- ing“ er lýsingarorð bundið við þetta hérað og á við veðrahaminn á ákveðnum stað í stormviðri.“ Þýð- andi fékk ótal uppástungur að ís- lensku nafni á býlinu – m.a. Alviðra, Vindheimar, Vindheiði, Veðravíti – en var ekki nógu ánægður með neina þeirra. Það varð því úr að leyfa upphaflegu heiti Emily Brontë að halda sér á nýju íslensku þýðing- unni, enda erum við því alvön á 21. öldinni að taka við nöfnum á stöðum, fólki og verkum á erlendum tungu- málum.“ Yfirlýsing frá Silju Aðalsteinsdóttur og Bjarti Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.