Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,                       Í dag Sigmund 8 Viðhorf 26 Staksteinar 8 Umræðan 26/28 Veður 8 Minningar 29/33 Úr verinu 11 Menning 37/40 Erlent 12/13 Leikhús 38 Menning 14/15 Myndasögur 40 Höfuðborgin 16 Dægradvöl 41 Akureyri 16 StaðurStund 42/43 Landið 17 Dagbók 44/45 Austurland 17 Víkverji 44 Daglegt líf 18/23 Velvakandi 44 Forystugrein 24 Ljósvakamiðlar 46 * * * Innlent  Eigendur hins nýstofnaða Northern Travel Holding stefna að því að skrá félagið á markað innan tveggja ára. Í gær var tilkynnt um kaup félagsins á danska lággjalda- flugfélaginu Sterling af FL Group fyrir 20 milljarða. Rúmlega ár er síð- an Fons seldi Sterling til FL Group á 14,6 milljarða. » Forsíða og Viðskipti  Um áramótin lækkar tekjuskatt- ur um eitt prósent og persónu- afsláttur hækkar og verður 32.150 krónur á mánuði. Sömuleiðis hækkar sjómannaafslátturinn, við- miðunarfjárhæð vaxtabóta og barnabætur verða greiddar til 18 ára aldurs. Á móti koma hækkanir á ýmsum gjöldum, bæði af hálfu ríkis og sveitarfélaga, m.a. í heilbrigð- iskerfinu. » Baksíða og miðopna Erlent  Gerald Ford, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lést í gær, 93 ára að aldri. Hann varð eini Bandaríkja- maðurinn í sögunni til að setjast í forsetastól án þess að hafa fengið umboð kjósenda. » 24  Hersveitir bráðabirgðastjórnar- innar í Sómalíu og eþíópískir her- menn náðu á sitt vald mikilvægum bæ í sunnanverðu landinu í gær og sóttu að höfuðborginni Mogadishu. Hermt er að mikið mannfall hefði orðið í bardögum hersveitanna við íslamista. » 12  Viðbrögð við dauðadómnum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi leið- toga Íraks, eru mjög misjöfn. Bandaríkjastjórn hefur fagnað væntanlegri aftöku Saddams en Evrópusambandið hefur hvatt til þess að lífi hans verði þyrmt. » 13 Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is EINAR K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra segir að ekki megi kenna hvalveiðum um í hvert skipti sem á móti blási í markaðssetningu íslenskra landbúnaðarafurða erlend- is og bendir á að framleiðandi lamba- kjötsins sem selt er í verslunum Whole Foods í Bandaríkjunum hafii sagt að Bandaríkin séu lakasti út- flutningsmarkaðurinn. Í fréttum Ríkisútvarpsins í gær sagði Einar að vandinn við markaðs- setningu landbúnaðarafurða stafaði ekki af hvalveiðum, heldur af því að ekki væri fjárhagsgrundvöllur fyrir útflutningnum. Í samtali við Morgunblaðið sagði Einar að orð hans ættu við um út- flutning lamba- kjöts en hann hefði ekki upplýs- ingar um aðrar landbúnaðaraf- urðir sem seldar væru til Banda- ríkjanna. Upplýs- ingarnar um lambakjötssöluna hefði hann úr fréttabréfum Norð- lenska hf. en þar hefði komið fram að útflutningurinn væri í uppnámi vegna lágs verðs, m.a. vegna veikrar stöðu bandaríkjadals. Þetta hefði legið fyrir um mitt þetta ár, löngu áður en ákvörðun var tekin um að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni að nýju. Whole Foods fær eingöngu ís- lenskt lambakjöt frá Norðlenska. Ákvörðun vegna hvalveiða Aðspurður hvort sá mótvindur sem markaðssetning landbúnaðar- afurða hefði nú lent í, væri ekki sú ákvörðun Whole Foods að hætta markaðssetningu á íslenskum vörum vegna hvalveiða, sagði Einar að sú væri vissulega raunin. Á hinn bóginn yrði að líta til þess að íslenskar vörur væru þar enn til sölu og á umbúðum fyrir íslenskan fisk væri t.a.m. vakin sérstök athygli á upprunanum. Hann vonaði auðvitað að það væru tæki- færi í þessum útflutningi og ákvörð- un Whole Foods hefði vissulega ver- ið vonbrigði. Vonandi yrði hún endurskoðuð. Ekki grundvöllur fyrir sölu lambakjöts til Bandaríkjanna Bandaríkin voru lakasti útflutningsmarkaður Norðlenska árið 2005 Í HNOTSKURN » Sjávarútvegsráðherrasegir að ekki megi alltaf kenna hvalveiðum um þegar á móti blási í markaðs- setningu landbúnaðarafurða erlendis. » Hann bendir á að Norð-lenska hf., sem selur lambakjöt til Whole Foods, telji þennan markað vera lak- asta útflutningsmarkaðinn. » Fram hefur komið hjáNorðlenska að árið 2005 var afkoma af Bandaríkja- markaði lakari en af öðrum útflutningsmörkuðum. Einar K. Guðfinnsson VERKTAKAR á suðvesturhorni landsins geta ekki kvartað í blíðunni sem nú er þessa síðustu daga árs- ins þar sem hitinn hefur farið allt upp undir tíu gráð- ur. Þeir ættu að geta nýtt vel dagana milli jóla og ný- árs til framkvæmda, líkt og þessir bygginga- verkamenn í Kópavogi sem unnu að steypuvinnu í góða veðrinu. Reyndar er ekki óalgengt að verktakar gefi starfsmönnum sínum frí yfir hátíðirnar, enda annasamur tími að baki í miðri þenslu efnahagslífs- ins. Samkvæmt veðurspám er ekki útlit fyrir frost á næstunni og því ætti að viðra vel til steypuvinnu og annarra verka. Morgunblaðið/RAX Steypunni stýrt í mótin TÍMARITIÐ Ísa- fold hefur útnefnt Ástu Lovísu Vil- hjálmsdóttur sem Íslending ársins 2006. Ásta Lovísa er 30 ára, einstæð þriggja barna móðir, sem alin er upp í skugga banvæns ætt- arsjúkdóms sem dró móður hennar og systur til dauða, eins og segir í tilkynningu frá Ísafold. Ásta slapp við ættargenið en berst nú við krabbamein sem læknar telja banvænt. Hún hefur komið sér upp bloggsíðu þar sem hún leyfir fólki að fylgjast með daglegri líðan sinni. Aðstandendur tímaritsins segja val sitt byggt á hetjulegri bar- áttu Ástu og hreinskilni og einnig því að hún sé fulltrúi stækkandi hóps fólks sem bloggar daglega um hin ýmsu mál. Slóð á bloggið hennar er www.123.is/crazyfroggy. Íslendingur ársins Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir LÖGREGLUNNI í Reykjavík hafa borist nokkrar tilkynningar um skemmdarverk undanfarna daga og segir lögreglan að svo virðist sem ekki séu ekki allir í jólaskapi. Í úthverfi borgarinnar gátu nokkrir krakkar ekki stillt sig um að skemma jólaskreytingar. Í tilkynn- ingu lögreglu kemur fram að þau eru nánast á unglingsaldri og hefðu mátt vita betur. Fólkið sem varð fyrir barðinu á skemmdarfýsninni varð eðlilega reitt og svekkt enda hafði það lagt töluvert á sig við að skreyta og lýsa upp í skammdeginu. Í öðru hverfi borgarinnar sprengdu skemmdarvargar flugelda í fjölbýlishúsi með þeim afleiðingum að þrjár rúður brotnuðu og ljóst er að mála verður sameign hússins á nýjan leik. Töluvert var um útköll í heimahús vegna hávaða frá samkvæmum „því ekki héldu allir jólin í ró og næði,“ eins og segir í tilkynningunni. Í flest- um tilvikum var um að ræða fólk sem hafði drukkið ótæpilega. Það átti lík- lega við um karlmann á þrítugsaldri sem var handtekinn þar sem hann gekk nakinn um miðborgina. Tíu ökumenn voru teknir fyrir ölv- unarakstur um jólin, flestir á Þor- láksmessu eða aðfaranótt aðfanga- dags. Á aðfangadagskvöld var ungur karlmaður stöðvaður á 132 km hraða á Vesturlandsvegi við Grafarholt. Skemmdu skreytingar og sprengdu glugga Talsvert um útköll því ekki héldu allir jólin í ró og næði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.