Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 39 menning Lokaorð manna við dánar-beðið eru misdramatísk,allt frá því að fela nánast í sér „svarið“ til umkvartana um að það þurfi að bæta lýsinguna lítið eitt. James Brown, einn allra áhrifaríkasti tónlistarmaður tutt- ugustu aldarinnar, sannur snill- ingur, byltingarmaður og braut- ryðjandi sem skóp ekki eina heldur nokkrar tónlistarstefnur, lét sér nægja þessa einföldu yfir- lýsingu sem er í fyrirsögninni. Þetta virðist í fljótu bragði á skjön við persónu Browns en sviðsframkoma hans og ástríða fyrir tónlistinni lá á mörkum klikkunar og krossaði reyndar við og við yfir á það svæði. Maður átti alveg eins von á því að hann myndi æpa: „Good God! Take me to the bridge!!“ [Góði guð! Farðu með mig að brúnni!!]. En brotthvarfið var reyndar allt annað en hefðbundið þegar nánar er að gáð og segir vinur hans, Jesse Jackson: „Hann var drama- tískur allt til enda, og dó á jóla- dag. Þetta var eiginlega skáldleg, dramatísk stund. Hann verður í öllum heimsfréttunum í dag, hann hefði ekki viljað hafa það öðru- vísi.“    Yfir hátíðirnar leggst maður íhálfgerða kör, og þó að mað- ur kíki á tölvupóstinn sinn tvö- hundruð sinnum á dag, sinnir maður lítið fréttaveitunum. Það var því ekki fyrr en að morgni dags, annars í jólum, að maður frétti af andlátinu. Ég get ekki sagt að ég hafi verið hissa en ég fékk hins vegar mjög sterka „mik- ill og sannur meistari er nú horf- inn á braut“-tilfinningu. Mér fannst ég þurfa að votta Brown virðingu mína með einhverjum hætti og dró því fram safnplötuna In the Jungle Groove, frá 1986, og smellti henni óðar á fóninn, klukkan ekki orðin níu. Platan var gefin út á sínum tíma til að maka krókinn á auknum vinsæld- um Browns innan hipp-hopp geir- ans og á plötunni er því að sjálf- sögðu að finna „Funky Drummer“, lag sem inniheldur trommutakt sem hefur verið smal- að hvað mest inn á plötur annarra listamanna. Lagið er hérna í níu mínútna útgáfu, með söng, blæstri, bassa og öllu en einnig er það í þriggja mínútna berstrípaðri útgáfu, þar sem trommutakturinn einn fær að njóta sín. Til að leggja áherslu á snilldina kallar James Brown reglulega fram í: „Ain’t it funky?“. Platan leggur áherslu á það tímabil í ferli Browns, er hann var að finna upp fönkið á árunum ’69–’71. Lögin minimalískt og sjóðandi heitt fönk, spilararnir svo hrikalega þéttir að það er með ólíkindum. Þeir læsa sig inn í „grúv“ sem er framhaldið út í hið óendanlega að manni finnst, a.m.k. vill maður að það haldi áfram endalaust. Þetta er ekki „best of“-plata, með „I Got You (I Feel Good)“, „Get On The Good Foot“, „ Papa’s Got a Brand New Bag“ o.fl. en algerlega skotheld safnskífa fyrir þá sem áhuga hafa á þessum merkilegu umbreyting- um er James Brown færði sálar- tónlistina yfir í fönkið. Eitthvað ætlaði ég nú að tæpa á ferli Browns en ég sé að plássið til þess er uppurið. Greinin fór einhvern veginn í allt aðra átt en lagt var upp með, líkt og sum „grúvin“ hans Browns. Gaman að því.    Þá er komið að hinu skáldleganiðurlagi. Svona grafskriftir um mikilsháttar menn virðast iðu- lega keimlíkar. Menn eru „gríð- arlega áhrifamiklir“, „goðsagnir“, „risar“ og „skilja eftir sig skarð“; tónlistin verður „aldrei söm“ og „áhrif (setjið inn eftir smekk) á þróun tónlistar á 20. öldinni verða seint ofmetin“. Já, já, ég er líka búinn að nota eitthvað af þessum brellum í þessari grein, ég veit það. Endum þetta frekar með dæmi; þar sem ég var að dúndra fönk- slögurum Browns úr græjunum fór tveggja ára dóttir mín upp að þeim. Hún steig upp á koll, og hækkaði enn frekar. Tók að skaka hausnum fram og aftur, en leit svo til mín og brosti lymskulegu, fullnægðu, brosi. Þó að James Brown sé farinn á vit fönk-feðranna stendur tónlistin nefnilega eftir, jafn spriklandi frísk og fersk og alltaf. Ástríðan sem í hana er bundin virðist eiga greiða leið að hjörtum tónlistar- unnenda á öllum aldri, hvar og hvenær sem er, um aldur og ævi. Fönk að eilífu, amen. „Ég fer í burtu í kvöld …“ Reuters Vinsæll Aðdáendur James Browns rituðu nöfn sín í minningu hans á þetta veggspjald fyrir utan B.B. King’s blús- klúbbinn í New York, annan í jólum. Brown, sem lést á jóladag, var áhrifamikill listamaður. AF LISTUM Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is »… einn allra áhrifa-ríkasti tónlistarmað- ur tuttugustu ald- arinnar, sannur snillingur, bylting- armaður og brautryðj- andi sem skóp ekki eina heldur nokkrar tónlist- arstefnur … Milljónaútdráttur Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigandi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 12. flokkur, 27. desember 2006 Kr. 1.000.000,- 58 E 77 B 112 F 168 G 1306 F 2368 G 2417 H 3314 G 6323 H 9304 B 10226 E 10747 F 12321 B 12837 E 14235 E 17100 B 18321 E 21858 F 28774 B 28894 F 29111 B 30151 G 31244 E 32343 B 36112 H 44886 E 50548 E 50849 B 56270 H 57636 H Tónleikar í Neskirkju 28. desember 2006 kl. 17:00 Kammersveitin Aþena flytur verk eftir Rossini, J.S. Bach og Mozart Einleikur á flautu: Freyr Sigurjónsson Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Frá kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn saman í íbúð m/1 svefnherbergi í 3 vikur, stökktu tilboð. Frá kr. 54.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna saman í íbúð m/1 svefnherbergi í 3 vikur, stökktu tilboð. Frá kr. 49.990 Oasis Royal. Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn saman í íbúð m/1 svefnherbergi í 3 vikur. Frá kr. 59.990 Oasis Royal. Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna saman í íbúð m/1 svefnherbergi í 3 vikur. Frá kr. 54.990 Oasis Tamarindo Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn saman í íbúð m/1 svefnherbergi í 3 vikur. Frá kr. 64.990 Oasis Tamarindo Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna saman í íbúð m/1 svefnherbergi í 3 vikur. Munið Mastercard ferðaávísunina Bjóðum nú síðustu sætin til nýjasta áfangastaðar Heimsferða, Fuerteventura, sem svo sannarlega hefur slegið í gegn hjá Íslendingum. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað og slakaðu rækilega á eftir jólastressið. Bjóðum m.a. frábært stökktu tilboð (þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir) auk tilboða á íbúðagistingu í Corralejo á Oasis Royal og Oasis Tamarindo. Ath. takmarkaður fjöldi íbúða í boði á þessu frábæra verði. Fuerteventura 9. janúar frá kr. 44.900 Síðustu sætin - frábær tilboð Þriggja vikna ferð - ótrúlegt verð Glæsileg gisting í boði Afmælisþakkir Ég þakka af hjartans einlægni þeim sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum á áttræðisafmæli mínu 17. desem- ber sl. Enn fremur óskum við hjónin landsmönnum öllum farsældar á komandi ári. Ingimar Einarsson, Matthea K. Guðmundsdóttir, Laugarnesvegi 87, Reykjavík. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.