Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 19
                 !"  # $                  ! %%%&! &                                    !                  ' %  ($$  "#   $%&# '(& ' %  ($$ !) ) *+   $%&# '(& '      '* ,- &#*  $%&# '(& '      +* )&*   $%&# '(& , - !" ) .  . +/   $%&# '(& &/ &  & &  & & 0& & 0& &  &1 &    /& &   1&0 &  1& &   /&0 &    &  & 1& &    /& &  1& &   /&0 & 1& &  ! " #  $ 0& &   /&0 & 1& & +23!" ) .   $- 01  $%&# '(& .) 4!& 2  ' 3  ' 1& &   &/5 & &55 & 6$7 ! 4(+   $%&# '(& - 41#  5 6* '- 8-9 4!& 6# *   $%&# 01   0&55 &  &55 &  :&55 &  &55 &  ;)! 2  '  $%&# '(& 7 ! /     0&/ &  & &  :&5 &   & &   & &   /&0 & 0& & <&5 &   &55 & Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Það er gott ástand í þjóð-félaginu og engin ástæðaer til annars en bjartsýni áflugeldasöluna í ár,“ sagði Lúðvík Georgsson hjá KR- flugeldum í samtali við Daglegt líf í gær þegar flugeldasölumenn voru í óða önn að undirbúa flugeldasöluna, sem hefjast má formlega í dag, fimmtudag. Að sögn Friðriks Gunnarssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lög- reglunni í Reykjavík, hefur fyrir þessi áramót verið heimilaður inn- flutningur á um eitt þúsund tonnum af flugeldum til landsins og því má gera ráð fyrir að menn verði heldur betur á skotskónum um áramótin. Ein helsta fjáröflunarleiðin Eins og áður eru það eitt hundrað aðildarfélög Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem eru stærsti flug- eldasali í ár. Útsölustaðir aðild- arfélaga Landsbjargar eru samtals um 120 talsins um land allt. Lands- björg hefur það fyrir venju að gefa út leiðbeinandi verðskrá fyrir aðild- arsveitir sínar og nemur hækkunin frá því í fyrra rúmum 9%. Það má því gera ráð fyrir því að verð á flug- eldapökkum sveitanna sé svipað, enda kom svo á daginn í lauslegri könnun Daglegs lífs í gær. Fjöl- skyldupakkarnir eru langvinsæl- astir, en í ár eru pakkarnir í fjórum stærðum og heita Trítill, Tralli, Troðni og Trausti. Minnsta pakk- anum frá því í fyrra hefur nú verið skipt út fyrir nýjan risastóran pakka, sem hefur að geyma meira og stærra úrval en hingað til hefur tíðk- ast. Öflugar tertur á nítján þúsund „Við Íslendingar erum bara þann- ig gerðir að við förum sífellt stækk- andi ár frá ári,“ sagði Einar Sigmar Ólafsson hjá Alvöru gæðaflugeldum, sem á von á góðri sölu fyrir komandi áramót. Einar hefur flutt inn flug- elda frá Kína undanfarin þrettán ár og er nú á þrettán útsölustöðum: Suðurlandsbraut 14, Brautarholti 16, Grandagarði 9, Smiðshöfða 15 og 19, Malarhöfða 2, Iðufelli 14, Hamra- borg 3, Smiðjuvegi 4E, Reykjavík- urvegi 45, Hjallahrauni 14, Draupn- isgötu 2 á Akureyri og í Keflavík. Magnús Árnason hjá Gullborg flugeldum hefur staðið í flugelda- innflutningi allar götur frá árinu 1978. Við hlið Húsgagnahallarinnar að Bíldshöfða 18 býður hann fjórar gerðir af fjölskyldupökkum frá 2.990 kr. og upp í 7.990 kr. og 88 tegundir af skotkökum með nöfnum íslenskra fjalla. Raketturnar hans bera hins- vegar heiti íslenskra fugla. Örn Árnason hjá bombu.is er að sama skapi bjartsýnn á komandi vertíð, en hann sérhæfir sig ein- göngu í sölu á kökum og tertum, allt frá sex þúsund króna og upp í nítján þúsund króna tertur, sem eru þá orðnar verulega öflugar og stórar. Mikil breidd í verði flugeldapakka Morgunblaðið/Ómar Sprengignýr Gera má ráð fyrir því að himininn ljómi vel yfir höfuðborginni um áramótin þegar öllu því flug- eldamagni, sem flutt hefur verið til landsins, verður skotið á loft. neytendur MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 19 Á MEÐAN fólk er í vinnu fer hún um gólfin og hreinsar upp ryk, sand og ló, eftir því sem til fellur. Þarna er ekki verið að tala um heimilishjálp, nema í óeiginlegum skilningi sé. Á markað er komin hérlendis Ro- omba-ryksugan en hún er þess eðlis að hún sér um sig sjálf, ef svo má að orði komast. „Það er bara þannig að allir sem sjá hana vinna, þeir eiga ekki til orð yfir þessu,“ segir Jón Ás- geir Ríkharðsson sem hefur umboð fyrir ryksuguna. „Hún tekur svo vel upp úr gólfinu og nær svo vel að fara yfir svæðið,“ heldur hann áfram. „Hún hreinsar 99,7% af heimilinu. Auðvitað fer hún ekki al- veg í hornin, skilur eftir u.þ.b. 4 cm, en aftur á móti er það þannig að ef ryksugað er daglega myndast engin ló lengur, það er þá ekkert ryk í hornunum, ekkert á rafmagns- tækjum eða í kringum sjónvarps- tækin. Hún hefur þannig eiginlega forvarnargildi.“ Roomba-ryksugan sogar til sín ryk, sand, sykur o.s.frv. Ef hún rekst á fyrirstöðu, eins og t.d. stólfætur, sópar hún í kringum hana eins og ekkert sé. „Hún fer líka yfir þrösk- ulda ef sóplisti er öðrum megin,“ segir Jón Ásgeir. „Hún lyftir hjól- unum og fer líka yfir rafmagns- snúrur og upp á teppi.“ Roomba-ryksugan virkar á teppi, flísar, parket og stein. Þegar hún hefur lokið verki sínu fer hún „heim“, þ.e. setur sig sjálf í hleðslu. Ryksugan er 33,6 cm á breidd og 7,3 cm á hæð. Hún fæst hjá Grímfelli og einnig í raftækjaversluninni Max. Vinnur heima á meðan aðrir vinna úti Sjálfstæð Roomba-ryksugan að störfum. ÞAÐ verður sífellt erfiðara fyrir neytandann að vita hvort vara sem hann kaupir er framleidd af fólki sem býr við mannsæmandi vinnuað- stæður og fær sanngjörn laun. Nú liggur fyrir að bak við óskajólagjöf margra telpna á Vesturlöndum, Bratz dúkkuna, svo glæsileg og glitrandi sem hún er, liggur blóð, sviti og tár fólks í fjarlægu landi. Samtökin China Labor Watch and the National Labor Committee, sem staðsett eru í Bandaríkjunum og berjast fyrir bættum vinnuað- stæðum verkafólks í Kína, segir þær oft óviðunandi og versna til muna þegar stórar pantanir, eins og fyrir jólin, berast verksmiðj- unum. Þetta kemur fram í frétt á vef msnbc.com Í skýrslu samtakanna segir frá Hua Tai-verksmiðjunni í Shenzhen í S-Kína, sem er ein margra undir stjórn undirverktaka sem fram- leiða dúkkurnar en þar jókst vinnu- álagið mikið. Vinnuveitandinn virti hvorki lög um hámarksvinnutíma verkafólks né hvíld til þess að standa við þann framleiðslusamn- ing sem hann hafði gert við kaup- endur. Í vor og sumar stóðu verka- menn, reyndar flestir konur, vaktina alla daga vikunnar 15 tíma á dag í verksmiðjunni. Starfsfólkið var neytt til að vera í vinnunni til að ná framleiðslumarkinu og því var neitað um launaða veikindadaga og önnur réttindi sem kveðið er á um í kjarasamningum. Laun verkafólks- ins voru 11 kr. á hverja framleidda dúkku en Bratz-dúkka hérlendis kostar út úr búð á bilinu 1.500– 3.700 kr. Samkvæmt msnbc.com eru eigendur Bratz-merkisins, framleiðendur, dreifiaðilar og smá- salar annað hvort ekki að svara spurningum blaðamanna eða benda á einhvern annan ábyrgari í fram- leiðsluferlinu. Morgunblaðið/Kristinn Bratz Vinsæl gjöf hjá mörgum stelpum á Vesturlöndum. Bratz-dúkkur framleiddar í nauðung- arvinnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.