Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 15
MENNING
UPPHAFS grísku harmleikjanna
og þar af leiðandi evrópskrar leik-
listar er að leita í dýrkuninni á
guði víns og frjósemi, Díónýsos,
dramatískum hátíðum sem haldnar
voru til heiðurs honum á vorin
þegar menn komust helst í vímu
alvalds hans. Bakkynjur Evr-
ipídesar, síðasti harmleikurinn
sem varðveist hefur, byggir at-
burðarrásina á fundi manns við
þennan guð. Evrípídes er á átt-
ræðisaldri þegar hann skrifar
verkið í sjálfskipaðri útlegð frá
heimaborg sinni Aþenu. Það eru
upplausnar- og styrjaldartímar og
hann sem alla tíð hafði þótt óþægi-
legur vegna gagnrýninnar hugs-
unar og efasemda efast nú sem
aldrei fyrr um að skynsemin geti
komið nokkrum böndum á trylltan
heim. Og skrifar því harmleik
mannsins, Penþeifs, sem sjálfur
skynsamur verður fórnardýr vímu-
nnar, heimskunnar og ferst. Aðrir
kynnu að segja harmleik mannsins
sem ekki vill opna augu fyrir nýj-
um siðum og ferst því. Einsog allt-
af má lesa verk á ýmsan veg.
Glímunni við gríska arfinn hefur
ekki verið sinnt af íslensku leik-
húsi á sama hátt og gert hefur
verið annars staðar í álfunni. Að-
ferðir til að takast á við texta þar
sem manneskjan er extra stór í
sniðum, frásagnir miklar og ljóð-
rænar, allir áhrifamestu atburðir
gerast utansviðs og „guð úr vél-
inni“ leysir að lokum úr flækjunni,
eru okkur ekki sérstaklega tamar.
Þekking á grískum goðsögnum
ekki lengur þáttur í almennri
framhaldsmenntun og heimur
harmleikjanna flestum áhorf-
endum víðsfjarri þótt dramatísk
lögmál Aristótelesar leiki enn
gagnrýnislaust lausum hala í höfð-
inu á okkur flestum og stjórni
upplifun okkar á leiklist og kvik-
myndum. Þjóðleikhúsið á því lof
skilið að taka þetta vinsæla verk
til sýningar en enn meira lof skilið
á það fyrir að fá Kristján Árnason
til að gera nýja þýðingu af verk-
inu, en það gerir hann að sjálf-
sögðu vel, fylgir frumtextanum í
því að hafa ekki rím en nýtir sér
íslenska stuðlasetningu, og virðist
fylgja braghvíldum. Textinn ein-
staklega látlaus, fallegur og flæðir
áreynslulaust fram. Vonandi er
þetta upphaf að áframhaldandi
þýðingum Kristjáns á Evripídesi
og tilraunum Þjóðleikhúss með
þær.
Hingað eru komnir Grikkirnir,
leikstjórinn Giorgos Zamboulakis
og leikmynda- og búningateikn-
arinn Thanos Vovolis til að hafa
umsjón með sviðsetningunni; þeir
eru okkur að góðu kunnir úr
skemmtilegri uppsetningu á Mýr-
arljósi frá árinu 2005 þar sem
Edda Heiðrún Bachmann réð að
vísu för. Leikmynd er einföld,
tveir hvítir fletir, samloka, sem
líkist helst fartölvu eða bók. Gólf
geta lyfst og klofnað, menn sokkið
og risið; horfið fangar inn í hella;
vísanir í forngríska leiklist, mynd-
list og goðsögnina um Díónýsos.
Einnig birtast þær í ákaflega fal-
legum búningum og grímum kórs-
ins. Þeim er blandað saman við
nútímabúninga, nútímaleikmuni og
verður úr nokkur tímaleysa;
hreyfimyndir á bakvegg vísa samt
helst í samtíma listamenn ís-
lenska; lýsing Lárusar Björns-
sonar að venju upplyfting, einkum
er hún undir lokin nánast viskar
út kórinn á bakveggnum.
Ég hafði tekið út forskot á sæl-
una og laumast á æfingu svona
viku fyrir jól, náði ekki að sjá
verkið alveg í heild en gekk eig-
inlega út frá því að þetta yrði sýn-
ing ársins þegar hún yrði öll kom-
in saman, farin að renna. Flott var
leikmyndin og búningarnir, dans
bakkynjanna, undir stjórn Ernu
Ómarsdóttur, með m.a. Kötlu
Maríu Þorgeirsdóttur, Álfrúnu
Örnólfsdóttur og Ragnheiði Stein-
dórsdóttur heillaði og tryllingslegt
sóló Sigríðar Soffíu Nielsdóttur;
sömuleiðis var tónlist Atla Ingólfs-
sonar fyndin og ófyrirsjáanleg (ef
svo má að orði komast), kannski
bara frábær og flutningur þeirra
Guðna og Kjartans á henni; og
vinna með einstökum leikurum að
skila ótrúlegum árangri einsog
uppbygging frásagna sendiboð-
anna þeirra Friðriks Friðrikssonar
og Jóhannesar Hauks Jóhannes-
sonar á válegum tíðindum, öldung-
urinn hans Þrastar Leós Gunnars-
son svo brothættur í hreyfingum
og rödd að ég óttaðist að ef blásið
væri á hann fyki hann í burtu;
sturlað ofstæki móðurinnar Agövu
í túlkun Guðrúnar Gísladóttur,
Arnar Jónsson sem brotinn gamall
maður með lík sonar síns í fanginu
og loks Ólafur Darri Ólafsson er
tekið getur utan um marga þjóð-
leikhússali með sinni miklu rödd
og nærveru, sem hinn mikli Pen-
þeifus er lætur svo háðuglega fífl-
ast.
En ég hafði rangt fyrir mér,
frumsýningin með öllum þessum
góðu einstöku þáttum og leik gekk
ekki upp heldur leystist upp. Allt-
of djarft reynist teflt að setja jafn
óreyndan leikara og Stefán Hall
Stefánsson í burðarhlutverkið guð-
inn Díónýsos, sem fær allt sam-
félagið til að skjálfa. Stefán á eðli-
lega svo margt ólært og misræmið
í styrk þeirra Ólafs Darra sem
andstæðra póla verksins gerir at-
burðarás ómarktæka. Einnig virð-
ist styrkur leikstjórans fyrst og
fremst liggja í vinnu með ein-
stökum leikurum. Hann skeytir
því lítt að halda utanum einhverja
atburðarás fyrir þá sem ekki
þekkja söguna, hugmyndir reynast
of fáar og tilfinningu fyrir hraða
og styrkbreytingum í heildar-
framvindu vantar einfaldlega. Og
nánast ótrúlegt að hægt sé að
teygja svona úr þessu stutta verki
og músíkalska texta einsog gert er
fyrir hlé. Víst eru ýmsar flottar
skjálfandi myndir í sýningunni og
myndir fyrir auga og eyra eru það
sem leikstjórinn segist vilja skilja
eftir með okkur en ég hefði viljað
hafa fjölbreytilegri, skýrari mynd-
ir með mér heim og heimspeki-
legri einsog hann hafði lofað í við-
tölum – á þessum upplausnar- og
styrjaldartímum.
Margt er samt einsog áður segir
vel unnið í þessari sýningu og
ýmislegt nýtt reynt sem áreiðan-
lega mun styrkja leikhúsið til
framtíðar.
Allt í upplausn
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
Höfundur: Evripídes. Þýðing: Kristján
Árnason. Leikstjóri: Giorgos Zamboulak-
is. Tónlist: Atli Ingólfsson. Danshöf-
undur: Erna Ómarsdóttir. Leikmynd, bún-
ingar, gervi og grímur: Thanos Vovolis.
Dramatúrg: Hlín Agnarsdóttir. Lýsing:
Lárus Björnsson. Myndvinnsla: Björk
Viggósdóttir. Leikarar: Arnar Jónsson,
Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Birna Haf-
stein, Friðrik Friðriksson, Guðrún Snæ-
fríður Gísladóttir, Jóhanna Jónas, Jóhann-
es Haukur Jóhannesson, Katla Margrét
Þorgeirsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson,
Ragnheiður Steindórsdóttir, Sigríður
Soffía Níelsdóttir, Stefán Hallur Stefáns-
son, Valgerður Rúnarsdóttir, Valur Freyr
Einarsson og Þröstur Leó Gunnarsson.
Hljóðfæraleikarar: Guðni Franzson og
Kjartan Guðnason. Stóra sviðið klukkan
20.00, annan í jólum 2006.
Bakkynjur
María Kristjánsdóttir
Gríski arfurinn Gagnrýnandi segir glímunni við gríska arfinn ekki hafa verið sinnt af íslensku leikhúsi á sama
hátt og gert hefur verið annars staðar í álfunni. Þjóðleikhúsið eigi því lof skilið fyrir að setja upp Bakkynjur.
SÆNSKA hljómsveitin Peter Björn
og John mun spila á Nasa við
Austurvöll 27. janúar nk. á vegum
útvarpstöðvarinnar X-ins 97,7.
Þessi sænska Indie-rokksveit átti
frábært ár árið 2006 og var lagið
þeirra Young Folks, ásamt Victoriu
Bergsman, klárlega eitt af allra
vinsælustu lögum ársins.
Hljómsveitin var stofnuð í Stokk-
hólmi árið 1999 af þremenning-
unum Peter Morén, Björn Yttling
og John Ericksson. Nýjasta breið-
skífa sveitarinnar og sú þriðja í röð-
inni ber nafnið Writer’s Block og
kom út á þessu ári.
Pétur Ben og Sprengjuhöllin
munu sjá um upphitun og miðasala
hefst á miði.is og í verslunum Skíf-
unnar á allra næstu dögum.
Miðaverð er 2.500 kr. auk miða-
gjalds.
Peter Björn og John
með tónleika á Íslandi
Indie Sænska hljómsveitin Peter
Björn og John spilar á Nasa.
ÞEGAR gengið er um á sýningu
Rúnu í Hafnarborg er ekki að sjá að
þar sé listamaður á ferð sem fyllir
átta áratugi. Rúna hefur á löngum
starfsferli fengið miklu áorkað, bæði í
list sinni og í þágu listarinnar með
störfum sínum sem formaður FÍM,
fyrsti formaður SÍM og svo má áfram
telja. Ekki síst er framlag hennar og
Gests Þorgrímssonar, (1920–2003)
eiginmanns hennar, til íslenskrar
leirlistar hreint ómetanlegt. Rúna
sýnir nú 67 verk í Hafnarborg, verk á
pappír og myndir málaðar og brennd-
ar á steinleir. Yfir sýningunni allri er
sá mildi og ljúfi þokki sem einkennir
list hennar. Listakonan byggir á ljóð-
rænum formum, mestmegnis fígúra-
tívum en kenna má list hennar við
ljóðræna abstraktsjón og myndheim
sem var ríkjandi t.d. á sjötta áratug
síðustu aldar. En þó er list Rúnu
tímalaus og tengist samtímanum
áreynslulaust því viðfangsefni hennar
er ávallt hinn mannlegi þáttur,
mannsævin og hlutskipti okkar hér.
Sýningin í Hafnarborg hefst með
myndum unnum með olíukrít þar
sem fjaran, hafið og eyjar eru í fyrir-
rúmi. Ávöl form steinvala og eyjar
sem gætu minnt á Vestmannaeyjar.
Ljóð eftir Snorra Hjartarson fylgir
þessari myndröð sem byggist eins og
flest verk Rúnu á sjálfstæðum ein-
ingum sem saman skapa stærri
myndheim. Listakonan hefur valið
fimm ljóð sem hún birtir á veggjum
sýningarsalarins og tengjast mynd-
röðum hennar óbeint, hún er ekki að
myndskreyta ljóðin eða öfugt heldur
felst í þeim sannleikur sem listakonan
leitast einnig við að birta í verkum
sínum. Ljóðin fjalla um drauma, en
líta einnig um öxl yfir farinn veg.
Ljóð eftir Gest veltir fyrir sér sam-
hljómi lífs og listar og áleitið ljóð eftir
Ingibjörgu Haralds er opið til túlk-
unar en mætti líta á sem hvatningu til
okkar allra um að vanrækja ekki okk-
ar skapandi sjálf.
Annar hluti sýningarinnar byggist
á myndum unnum með akrýl, olíukrít
og bleki á japanspappír. Hér er
manneskjan, lífið og ástin í fyrirrúmi,
lífræn og hálfabstrakt form. Gljúpur
og lifandi pappírinn gefur þessum
verkum aukið líf og hentar þeim vel.
Þriðji hlutinn og sá litríkasti eru
brenndar steinleirsmyndir Rúnu,
blæbrigðaríkar og fíngerðar. Litrófið
byggist nokkuð á andstæðum, gult og
appelsínugult spilar á móti bláu og
dökku út í svart, litir sem minna á lit-
róf íslenskrar náttúru. Margar þess-
ara mynda eru afar fallegar og blæ-
brigði litanna njóta sín vel á yfirborði
leirsins. Öll verk Rúnu bera titil sem
er einnig til vitnis um að verkin eru
ekki hugsuð sem abstrakt samspil lita
og forma þó að í þeim séu abstrakt
þættir. Titlar á borð við Rökkurstef,
Á hljóðskrafi, Hvíslað í eyra, Stúlkan
og þorpið gefa viðfangsefni Rúnu til
kynna. Listakonan nær á lágstemmd-
an og undurfallegan hátt að vekja
upp margvísleg hugrenningatengsl
áhorfandans á íhugulan máta. Ljóðin
sem hún fær að láni auka á dýpt
verka hennar svo úr verður ljóðræn
heild. Hér birtist eitt tærasta og ein-
faldasta hlutverk listarinnar, listin að
gefa.
Listin að gefa
MYNDLIST
Hafnarborg
Til 30. des. Hafnarborg er opin alla daga
nema þriðjudaga frá kl. 11–17.
Aðgangur ókeypis.
Rúna, Ofið úr þögninni
Ragna Sigurðardóttir
Morgunblaðið/G. Rúnar
Stúlkan og þorpið „Listakonan nær á lágstemmdan og undurfallegan hátt
að vekja upp margvísleg hugrenningatengls áhorfandans á íhugulan máta.“